Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014 Fjölskyldan *Aldrei kemur góður dagurof snemma. Íslenskur málsháttur MENNINGARNÓTT ER HÁTÍÐ ALLRAR FJÖLSKYLDUNNAR Sköpunar- kraftur og skoðunarferðir Morgunblaðið/Árni Sæberg MENNINGARNÓTT HEFUR VAXIÐ OG DAFNAÐ SÍÐ- USTU ÁR OG ER ÓTRÚLEGUR FJÖLDI LÍTILLA OG STÓRRA VIÐBURÐA Í BOÐI. HÉR FYRIR NEÐAN ERU TALDIR UPP NOKKRIR SÉRLEGA FJÖLSKYLDUVÆNIR DAGSKRÁRLIÐIR ÞESSARAR MIKLU BORGARHÁTÍÐAR SEM FRAM FER Í DAG, LAUGARDAG. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Flugeldasýningin á Menningar- nótt í fyrra var stórglæsileg. Boðið verður upp á liti og föndur í Borgarskjalasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu og þar ber hæst að hægt verður að gera kórónur og grímur und- ir leiðsögn Kristínar Arngrímsdóttur myndlistarmanns. Safnið býður upp á föndurefni en þessi skemmtilega og skapandi vinna fer fram milli 15 og 17. Safnið er hins vegar opið milli 13 og 18 og enn fremur verður hægt að skoða sýningu um skíðamennsku og ferðamál. BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR Morgunblaðið/Kristinn Kórónu- og grímugerð Hægt er að búa til grímur af ýmsum stærðum og gerðum.Listasafn Íslands er búið að útbúa leiðangur fyrir fjölskyldur undir nafninu Portrett. Safnið segir þetta vera skemmtilegan fjöl- skyldupakka sem unninn sé í tengslum við sýninguna Spor í sandi. Lögð er áhersla á samveru fjölskyldunnar með skapandi leið- um og eru fjölskyldur hvattar til að „spá og spekúlera á eigin veg- um“. Í boði er pakki með skapandi verkum er lúta að portrettverkum Sigurjóns Ólafssonar. Safnið hvetur fjölskyldur til að gera leik úr dvölinni, til dæmis með því að skapa saman sögu um verk sem veki áhuga eða spyrja spurninga sem gætu veitt nýtt sjónarhorn á ákveðið verk. Ein hugmyndin að að finna upp nýjan titil á viðkom- andi verk. Stendur yfir allan daginn, frá 10–22. LISTASAFN ÍSLANDS Verkið Börn að leik eftir Sigurjón Ólafsson. Skapandi safnleiðangur Klifur nýtur sívaxandi vin- sælda hjá börnum, ekki síst fyrir tilstuðlan Klifurhúss- ins, sem nú er flutt í Ármúl- ann. Vinsældir Kónguló- armannsins hafa kannski eitthvað um það að segja líka. Klifurhúsið ætlar að bjóða borgarbúum að prófa klettaklifur utan á gamla steinhúsinu sem stendur við Pósthússtræti 7. Öll fjölskyldan ætti að geta lát- ið reyna á fimi sína með hjálp fagfólks. Klifrað verður á milli 14 og 19. PÓSTHÚSSTRÆTI Klifrað í miðborginni Það er mikilvægt að ná góðu taki þegar klifrað er. Morgunblaðið/Kristinn Fjölskyldan getur dansað saman á Dansverk- stæðinu við Hverfisgötu í hádeginu. Hin þrett- án ára Embla Sól verður plötusnúður í sér- stakri fjölskylduútgáfu „Lunch Beat“. Það er einstaklega hressandi að koma blóð- inu á hreyfingu og hrista sig saman í dansi við skemmtilega og dansvæna tónlist. Léttar veit- ingar eru í boði svo að enginn þarf að fara svangur inn í daginn. Þetta er á dagskrá klukkan 12-13. Fyrir þá sem komast ekki í hádeginu eru ýmsir fleiri við- burðir á Dansverkstæðinu á milli 11 og 16.15. Má þar til dæmis nefna jóga og Beyoncé-dans. DANSVERKSTÆÐIÐ Þessir krakkar eru góðir í popping-götudansi, en í hádegisdansinum má hver dansa eins og hann vill. Morgunblaðið/Kristinn Dansað í hádeginu Í Sjóminjasafninu við Grandagarð stend- ur til boða að kíkja um borð í Varðskipið Óðin. Þeir sem eiga enn eftir að skoða skipið ættu endilega að drífa í því, en það er virkilega gaman. Í skipinu eru margir krókar og kimar og heimsóknin er eitt stórt ævintýri fyrir börn. Að vanda taka glaðbeittir fyrrverandi skipverjar og meðlimir Hollvinasamtaka Óðins vel á móti gestum og luma jafnvel á sögum frá því að Óðinn var starfræktur. Hægt er að heimsækja skipið milli 12 og 22. SJÓMINJASAFNIÐ Heimsókn í varðskip Heimsókn í varðskipið er mikið ævintýri. Morgunblaðið/Heiddi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.