Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014
R
agnheiður Skúladóttir,
fyrrverandi leik-
hússtjóri Leikfélags
Akureyrar, er í for-
svari fyrir alþjóðlegu
leiklistarhátíðina Lókal sem haldin
verður í Reykjavík 27. ágúst - 31.
ágúst. Ragnheiður, sem lærði leik-
list í Bandaríkjunum og bjó þar
lengi og varð síðan fyrsti deild-
arforseti leiklistar- og dansdeildar
Listaháskóla Íslands, varð listrænn
stjórnandi Leikfélags Akureyrar
árið 2012 og tók við starfi leik-
hústjóra sama ár. Öllum starfs-
mönnum félagsins var sagt upp í
apríl síðastliðnum, þar á meðal
Ragnheiði. Starf leikhússtjóra
verður auglýst í haust og spurð
hvort hún hyggist sækja um starf-
ið segist Ragnheiður ekki hafa
gert upp hug sinn.
Önnur sýn á Íslendinga
„Staðan hjá Leikfélaginu er
betri nú en hún var þegar ég kom
fyrst að leikhúsinu sem listrænn
stjórnandi,“ segir Ragnheiður.
„Þegar ég tók við starfi leik-
hússtjóra höfðum við úr litlu fjár-
magni að spila og þá fór ég af stað
með þá yfirskrift að skapa alþýð-
legt og framsækið leikhús. Þegar
maður er í nauðum staddur er gott
að fá aðstoð og eiga samtal við
aðra í stað þess að loka sig af. Ég
lýsti því yfir að allir gluggar og
allar dyr í leikhúsinu yrðu opnuð
og bauð fólki upp á samtal og
spurði: Hvað getum við gert sam-
an? Akureyri hefur sterkan innri
strúktúr, þar eru öflugir skólar og
sterkt listalíf og tækifæri til að
gera ýmsa hluti sem ekki er hægt
að gera á stærri stað, til dæmis
útvíkka leiklistina á einfaldari hátt
en annars staðar. Leikfélag Ak-
ureyrar er rótgróið félag með
mikla sögu og þegar það var gert
að atvinnuleikhúsi árið 1973 kom
þangað róttækt fólk eins og Arnar
Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir
og Þráinn Karlsson, svo ég nefni
einungis nokkur nöfn. Akureyr-
ingar eru því vanir að leikhúsið
þeirra sé svolítið róttækt og þar er
farvegur sem mér finnst vera
spennandi.
Ég tók leikhússtjórastarfið að
mér og auðvitað voru ýmsar holur
í veginum sem þurfti að sveigja
framhjá eða komast upp úr þegar
maður festist í þeim. Þetta hefur
verið barátta en á síðasta ári juk-
ust tekjur okkar um næstum helm-
ing frá árinu áður. Ég er mjög
stolt af síðasta leikári þar sem við
sýndum nýtt íslenskt leikrit, Sek
eftir Hrafnhildi Hagalín, Lísu og
Lísu eftir Amy Conroy og Gullna
hliðið sem var óskaplega skemmti-
legt verkefni. Eldra fólk í bænum
ræskti sig og spurði ekki hvort við
ætluðum að eyðileggja Gullna hlið-
ið heldur hvernig og yngra fólkið
sagði: Davíð Stefánsson, Gullna
hliðið hvað? En þarna tókst að búa
til sýningu sem höfðaði til breiðs
hóps á nýstárlegan hátt. Á síðasta
ári náðum við því markmiði okkar
að búa til skemmtilegt og fram-
sækið leikhús, fengum sjö tilnefn-
ingar til íslensku leiklistarverð-
launanna og fórum heim með
fjórar Grímur. Viss íhaldssemi er
auðvitað innbyggð í leikhúsið og ég
hef áhuga á að þenja formið því
leiklistinni halda engin bönd. Verð-
launaverkið Söngur hrafnanna eftir
Árna Kristjánsson, í samstarfi við
Útvarpsleikhúsið og Minjasafnið á
Akureyri var til dæmis flutt í Dav-
íðshúsi og það voru magnaðar
stundir í myrkrinu.“
Þú ert búsett á Akureyri, hvern-
ig var að flytja þangað og koma í
nýtt samfélag?
„Ég bjó í þrettán ár í Bandaríkj-
unum en annars hef ég búið meira
og minna í 101 Reykjavík og það
var því ástkorun að búa utan höf-
uðborgarsvæðisins og í því felast
líka viss tækifæri. Ég er mjög opin
manneskja og verkefnið var slíkt
að mér fannst oft og tíðum eins og
ég væri í framboði. Ég tók þetta
verkefni að mér og bar ábyrgð á
því og mér fannst það vera skylda
mín að ganga um götur Akureyrar
og kynna mig. Hvert sem ég kom
sagði ég: Ég er nýi leikhússtjórinn.
Áður en ég flutti norður bauð
gömul skólasystir mín sem býr á
Akureyri mér í lesklúbb og mér
var boðið í Rotary-klúbb Akureyr-
ar sem er gríðarlega skemmtilegur
félagsskapur. Þarna fékk ég á
miðjum aldri tækifæri til að upp-
lifa eitthvað nýtt og kynnast fólki
sem ég hefði annars aldrei kynnst
og jafnvel fólki sem ég á eftir að
halda ævilangri vináttu við.
Það hefur verið lærdómsríkt að
búa úti á landi og ég hef fengið
aðra sýn á Íslendinga. Það er svo
auðvelt að lokast inni í sinni eigin
kreðsu og tala einungis við jábræð-
ur sína og systur en ég hef fengið
tækifæri til að kynnast alls konar
fólki og heyra ólíkar skoðanir. Ég
vil eiga þátt í að skapa leikhús
sem nær til fólksins og þá verður
maður að þekkja fólkið sem maður
vill ná til.“
Langaði að koma með
umheiminn heim
Þú ert í forsvari fyrir alþjóðlegu
leiklistarhátíðina Lókal sem hefst í
næstu viku. Hvað verður á dag-
skrá hátíðarinnar?
„Við Bjarni Jónsson, maðurinn
minn, og Guðrún Jóhanna Guð-
mundsdóttir stofnuðum árið 2008
alþjóðlegu leiklistarhátíðina Lókal.
Við höfðum öll búið og starfað er-
lendis og langaði að koma með
umheiminn heim. Við sáum eftir
þessa fyrstu Lókal-hátið hversu
mikil áhrif slík hátíð getur haft og
ákváðum að halda hana árlega. Nú
er Lókal orðin málsmetandi úti í
hinum stóra heimi, ein af A-
hátíðunum í leiklistinni. Og í ár
fáum til landsins hátíðahaldara frá
fimmtán öðrum hátíðum í Evrópu,
Bandaríkjunum og Ástralíu til þess
að líta á það nýjasta í íslenskum
sviðslistum Þetta gerum við í sam-
vinnu við Reykjavík Dance Festi-
val, en á undanförnum árum hefur
Lókal verið haldin á sama tíma og
RDF og þessar hátíðir sækja styrk
í hvor aðra.
Í ár verður áherslan á íslenska
leiklist en við höfum séð að þeim
erlendu aðilum sem koma á hátíð-
ina finnst mest spennandi að sjá
Affarasælast
að fylgja
innsæinu
RAGNHEIÐUR SKÚLADÓTTIR, SEM ER FYRRVERANDI LEIK-
HÚSSTJÓRI LEIKFÉLAGS AKUREYRAR, UNDIRBÝR ALÞJÓÐ-
LEGU LEIKLISTARHÁTÍÐINA LÓKAL. Í VIÐTALI RÆÐIR HÚN
UM HÁTÍÐINA, LEIKLISTINA, LEIKHÚSSTJÓRASTARFIÐ OG
BÚSETUNA Á AKUREYRI SEM HÚN SEGIR HAFA GEFIÐ SÉR
NÝJA SÝN Á ÍSLENDINGA.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
*Það hefur veriðlærdómsríkt aðbúa úti á landi og
ég hef fengið aðra
sýn á Íslendinga.
Það er svo auðvelt
að lokast inni í
sinni eigin kreðsu
og tala einungis við
jábræður sína og
systur en ég hef
fengið tækifæri til
að kynnast alls
konar fólki og heyra
ólíkar skoðanir.
Svipmynd