Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 49
24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Síðasti sýningardagur Um- merkja sköpunar í Hafn- arborg er á morgun, sunnu- dag. Á sýningunni eru valin verk úr safneign, en sýningin kynnir aðföng síðustu tíu ára en verkin eru unnin á árunum frá 1952–2014. 2 Rakel Pétursdóttir, safna- fræðingur leiðir gesti um sýninguna Húsafell Ásgríms í safni Ásgríms Jónssonar að Bergstaðastræti 74 í dag kl. 14. Ás- grímur Jónsson (1876 – 1958) er einn brautryðjenda íslenskrar mynd- listar og varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlistina að aðalstarfi. 4 Fjölbreytt tónlistardagskrá verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardag, milli kl. 14 og 19.30 í tilefni Menningar- nætur. Klukkan 17 tekur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við listaverka- gjöf eftir Kristínu Gunnlaugs- dóttur fyrir hönd Reykjavíkurborgar. 5 Blásið verður til haust- markaðar á Árbæjarsafni á morgun, sunnudag, kl. 13-16 og verður frítt inn á safnið. Þátttakendur geta komið með bæði grænmeti og handverk og selt á markaðnum. Unnið verður á bað- stofuloftinu, í smiðjunni og boðið upp á steiktar lummur í eldhúsinu auk guðsþjónustu í safnkirkjunni kl. 14. 3 Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, leiðir gesti um yfirlitssýningu Sigurjóns Ólafssonar, Spor í sandi. Sigurjón var meðal allra áhrifamestu listamanna Íslands á eft- irstríðsárunum, en grunninn að list- sköpun sinni lagði hann í Danmörku á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar. MÆLT MEÐ 1 Ég ætlaði að teikna alla orðabókina enþegar ég byrjaði var ég fljótur að áttamig á því að það yrði ævistarf. Ég ákvað því bara að halda mig við A-ið. Ég var að vinna hátt upp í tuttugu myndir á dag í tvö ár. Svo komu náttúrlega einhverjir dagar þar sem ég gerði ekki neitt. Þetta eru rúm- lega þrjú þúsund teikningar, þrjú þúsund orð,“ segir myndlistarmaðurinn Halldór Ragnarsson, sem gefur um þessar mundir út verkið ,,A“ á prenti, en hann hyggst þar að auki gefa verkið út í bók. Gjörningurinn í forgrunni „Ég byrjaði að vinna verkið árið 2006. Maður var orðinn svolítið hugmyndasnauður svo ég ákvað að grípa bara til íslensku orðabókar- innar. Verkið sjálft gengur náttúrlega svolítið út á þolinmæði, að einhver hafi gefið sér tíma í að gera þetta. Teikningarnar eru eftir allt saman kannski ekkert aðalatriðið, gjörningur- inn er í raun í forgrunni. Myndlist mín hefur einmitt alltaf verið svolítið tengd tímanum og leiðindum yfir höfuð,“ segir Halldór kíminn. „Ég er búinn að láta prenta hluta af verk- inu fyrir mig, svo er stefnan sett á að gefa þetta út í bók. Ég auglýsi eiginlega bara hér með eftir nógu klikkuðu forlagi sem væri til í að leggja í þetta. Vonandi verður þetta komið á hreint fyrir jól. Þessu myndi svipa til al- fræðiorðabókar með myndum. Ég hef verið að skoða myndirnar upp á síðkastið og sumar þeirra eru svolítið abstrakt,“ segir Halldór. Myndlistarsýning í haust Aðspurður kveðst Halldór ekki ætla að færa sig yfir í næsta bókstaf nú þegar A-inu er lokið. „Það eru komin nokkur ár síðan ég kláraði verkið og mér fannst kominn tími á að þetta færi aftur í bók, hugmyndin er einmitt sprottin úr bók. Verkið er líka vel til þess fallið. Þetta á vonandi eftir að taka sig vel út á pappír, teikningar við öll íslensk orð sem eiga upphafstafinn A, hvort sem þau eru fyrnd eða ekki,“ segir hann. Áhugasamir geta haft samband við Halldór í gegnum heima- síðu hans. „Á heimasíðu minni, hragnarsson.com, er hægt að hafa samband við mig og nálgast prent af verkinu,“ segir Halldór, en hann er auk verksins „A“ með ýmislegt á sinni könnu. „Maður er alltaf að vinna að einhverju. Ég verð til að mynda með einkasýningu í Reykjavík fyrir jól ásamt því að taka þátt í ýmsum verkefnum; til að mynda í sýningunni Mucho Grandi sem er hluti af dagskrá Menn- ingarnætur í ár,“ segir hann að lokum. MYNDLISTARBÓK Í BÍGERÐ Teiknaði þrjú þúsund orð MYNDLISTARMAÐURINN HALLDÓR RAGNARSSON EYDDI TVEIMUR ÁR- UM ÆVI SINNAR Í AÐ TÚLKA ÖLL ÍSLENSK ORÐ SEM BYRJA Á BÓK- STAFNUM A MEÐ TEIKNINGUM. Myndlistarmaðurinn Halldór Ragnarsson hyggst gefa út bók með verkum sínum. Morgunblaðið/Styrmir Kári og uppfullar af skordýrum á sumrin. Það er ekkert skrýtið að það hafi fært sig um set, enda er vesturströnd Kanada miklu byggilegri en slétturnar. Það var til lítils að fara úr einu harðbýlinu í ann- að.“ Auk Vesturfara mun Egill áfram stjórna Kiljunni á RÚV í vetur og verð- ur sá þáttur með svipuðu sniði og verið hefur. „Síðan verð ég með einhverja að- komu að útvarpi, mun hjálpa eitthvað til á Rás 1. Það er allt orðið svo opið og skemmtilegt í Efstaleitinu eftir að Magn- ús Geir [Þórðarson útvarpsstjóri] kom og flæði milli útvarps og sjónvarps að aukast. Það var vel til fundið að taka niður skilrúmin.“ Egill Helgason sjónvarpsmaður segir rækt Vestur-Íslendinganna við bókmenntir og menningu hafa komið sér mest á óvart. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Egill ræðir við Óla Narfason bónda á Víðivöllum. * Taugin er römmog áhuginnmiklu meiri en ég gerði mér í hugarlund. Ísland lifir áfram þarna fyrir vestan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.