Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Side 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Side 49
24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Síðasti sýningardagur Um- merkja sköpunar í Hafn- arborg er á morgun, sunnu- dag. Á sýningunni eru valin verk úr safneign, en sýningin kynnir aðföng síðustu tíu ára en verkin eru unnin á árunum frá 1952–2014. 2 Rakel Pétursdóttir, safna- fræðingur leiðir gesti um sýninguna Húsafell Ásgríms í safni Ásgríms Jónssonar að Bergstaðastræti 74 í dag kl. 14. Ás- grímur Jónsson (1876 – 1958) er einn brautryðjenda íslenskrar mynd- listar og varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlistina að aðalstarfi. 4 Fjölbreytt tónlistardagskrá verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardag, milli kl. 14 og 19.30 í tilefni Menningar- nætur. Klukkan 17 tekur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við listaverka- gjöf eftir Kristínu Gunnlaugs- dóttur fyrir hönd Reykjavíkurborgar. 5 Blásið verður til haust- markaðar á Árbæjarsafni á morgun, sunnudag, kl. 13-16 og verður frítt inn á safnið. Þátttakendur geta komið með bæði grænmeti og handverk og selt á markaðnum. Unnið verður á bað- stofuloftinu, í smiðjunni og boðið upp á steiktar lummur í eldhúsinu auk guðsþjónustu í safnkirkjunni kl. 14. 3 Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, leiðir gesti um yfirlitssýningu Sigurjóns Ólafssonar, Spor í sandi. Sigurjón var meðal allra áhrifamestu listamanna Íslands á eft- irstríðsárunum, en grunninn að list- sköpun sinni lagði hann í Danmörku á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar. MÆLT MEÐ 1 Ég ætlaði að teikna alla orðabókina enþegar ég byrjaði var ég fljótur að áttamig á því að það yrði ævistarf. Ég ákvað því bara að halda mig við A-ið. Ég var að vinna hátt upp í tuttugu myndir á dag í tvö ár. Svo komu náttúrlega einhverjir dagar þar sem ég gerði ekki neitt. Þetta eru rúm- lega þrjú þúsund teikningar, þrjú þúsund orð,“ segir myndlistarmaðurinn Halldór Ragnarsson, sem gefur um þessar mundir út verkið ,,A“ á prenti, en hann hyggst þar að auki gefa verkið út í bók. Gjörningurinn í forgrunni „Ég byrjaði að vinna verkið árið 2006. Maður var orðinn svolítið hugmyndasnauður svo ég ákvað að grípa bara til íslensku orðabókar- innar. Verkið sjálft gengur náttúrlega svolítið út á þolinmæði, að einhver hafi gefið sér tíma í að gera þetta. Teikningarnar eru eftir allt saman kannski ekkert aðalatriðið, gjörningur- inn er í raun í forgrunni. Myndlist mín hefur einmitt alltaf verið svolítið tengd tímanum og leiðindum yfir höfuð,“ segir Halldór kíminn. „Ég er búinn að láta prenta hluta af verk- inu fyrir mig, svo er stefnan sett á að gefa þetta út í bók. Ég auglýsi eiginlega bara hér með eftir nógu klikkuðu forlagi sem væri til í að leggja í þetta. Vonandi verður þetta komið á hreint fyrir jól. Þessu myndi svipa til al- fræðiorðabókar með myndum. Ég hef verið að skoða myndirnar upp á síðkastið og sumar þeirra eru svolítið abstrakt,“ segir Halldór. Myndlistarsýning í haust Aðspurður kveðst Halldór ekki ætla að færa sig yfir í næsta bókstaf nú þegar A-inu er lokið. „Það eru komin nokkur ár síðan ég kláraði verkið og mér fannst kominn tími á að þetta færi aftur í bók, hugmyndin er einmitt sprottin úr bók. Verkið er líka vel til þess fallið. Þetta á vonandi eftir að taka sig vel út á pappír, teikningar við öll íslensk orð sem eiga upphafstafinn A, hvort sem þau eru fyrnd eða ekki,“ segir hann. Áhugasamir geta haft samband við Halldór í gegnum heima- síðu hans. „Á heimasíðu minni, hragnarsson.com, er hægt að hafa samband við mig og nálgast prent af verkinu,“ segir Halldór, en hann er auk verksins „A“ með ýmislegt á sinni könnu. „Maður er alltaf að vinna að einhverju. Ég verð til að mynda með einkasýningu í Reykjavík fyrir jól ásamt því að taka þátt í ýmsum verkefnum; til að mynda í sýningunni Mucho Grandi sem er hluti af dagskrá Menn- ingarnætur í ár,“ segir hann að lokum. MYNDLISTARBÓK Í BÍGERÐ Teiknaði þrjú þúsund orð MYNDLISTARMAÐURINN HALLDÓR RAGNARSSON EYDDI TVEIMUR ÁR- UM ÆVI SINNAR Í AÐ TÚLKA ÖLL ÍSLENSK ORÐ SEM BYRJA Á BÓK- STAFNUM A MEÐ TEIKNINGUM. Myndlistarmaðurinn Halldór Ragnarsson hyggst gefa út bók með verkum sínum. Morgunblaðið/Styrmir Kári og uppfullar af skordýrum á sumrin. Það er ekkert skrýtið að það hafi fært sig um set, enda er vesturströnd Kanada miklu byggilegri en slétturnar. Það var til lítils að fara úr einu harðbýlinu í ann- að.“ Auk Vesturfara mun Egill áfram stjórna Kiljunni á RÚV í vetur og verð- ur sá þáttur með svipuðu sniði og verið hefur. „Síðan verð ég með einhverja að- komu að útvarpi, mun hjálpa eitthvað til á Rás 1. Það er allt orðið svo opið og skemmtilegt í Efstaleitinu eftir að Magn- ús Geir [Þórðarson útvarpsstjóri] kom og flæði milli útvarps og sjónvarps að aukast. Það var vel til fundið að taka niður skilrúmin.“ Egill Helgason sjónvarpsmaður segir rækt Vestur-Íslendinganna við bókmenntir og menningu hafa komið sér mest á óvart. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Egill ræðir við Óla Narfason bónda á Víðivöllum. * Taugin er römmog áhuginnmiklu meiri en ég gerði mér í hugarlund. Ísland lifir áfram þarna fyrir vestan.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.