Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 51
Afdalabarn Guðrúnar frá Lundi trónir enn í efsta sæti á met- sölulista Eymundsson. Fyrsta prent- un er uppseld og önnur prentun á leið í verslanir. Bókin kom út í kilju en til stendur að hún komi einnig út í innbundinni útgáfu innan skamms. „Það er mikið spurt um innbundna útgáfu á bókinni,“ segir Bjarni Harðarson bóksali, sem er útgef- andi bókarinnar. „Kiljur seljast venjulega betur en innbundnar bæk- ur, en sumir bókakaupendur eru ekki sérstakir kiljuaðdáendur og finnst ekki gaman að eiga bókaskáp fullan af kiljum. Mér finnst sjálfsagt að þjóna þessu fólki og mun því gefa bókina út innbundna. Jólavertíðin nálgast og það segir sig sjálft að það er ekki sambærilegt að gefa Afdala- barn sem gjöf innbundna eða í kilju.“ Bjarni segir að það hafi komið sér á óvart hversu miklar vinsældir bókarinnar eru. „Ég hef fylgst með endurútgáfum á verkum íslenskra höfunda undanfarin ár og þær hafa ekki verið að seljast mjög mikið. Það er ekkert sjálfsagt að hægt sé að endurútgefa bækur höfunda sem eitt sinn voru vinsælir. Ég var samt nokkuð viss um að hægt væri að endurútgefa Guðrúnu og að útgáfan myndi standa undir sér, en mig grunaði ekki að undirtekir yrðu svona glæsilegar. Það er svo ekki verra að vera með jafn öflugan dreifingar- og markaðsstjóra á sín- um snærum og Guðjón Ragnar Jónasson vinur minn er.“ Bjarni segist ekki geta sagt til um það að svo stöddu hvort hann muni endurútgefa fleiri verk Guðrúnar. „Það er ekki víst að þessar undir- tektir eigi við um allar bækur Guð- rúnar. Hún er vissulega öflugur og góður höfundur eins og þessar vin- sældir Afdalabarns sýna en ekki má vanmeta það að hluti af þessari sprengju er gamlir og kærir endur- fundir. Það er hálfur annar áratugur síðan verk eftir Guðrúnu var endur- útgefið og nú er Afdalabarn komið á markað. Ég vona að það líði ekki al- veg jafn langur tími þar til fleiri verk hennar verða endurútgefin.“ Afdalabarn Guðrúnar frá Lundi rok- selst og von er á innbundinni útgáfu innan skamms. AFDALABARN GUÐRÚNAR VÆNTANLEGT Í INNBUNDINNI ÚTGÁFU Ljósmynd/Guðmundur Karl Bjarni Harðarson bjóst við að Afdalabarni yrði vel tek- ið en vinsældirnar komu jafnvel honum á óvart. 24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Í leyfisleysi er verðlaunabók eft- ir sænsku skáldkonuna Lenu Andersson. Ester er skáld og greinahöfundur og í farsælli sambúð. Hún kynnist listamann- inum Hugo og þau hefja ást- arsamband sem gjörbreytir lífi Lenu. Hér er á ferð bók sem óhætt er að mæla með. Höfundinum tekst ein- staklega vel að lýsa sveiflu- kenndum tilfinningum konu sem elskar mann sem von- laust er að elska. Bók fyrir vandláta lesendur en þó sér- staklega þær konur sem hafa orðið ástfangnar af skíthæl eða þekkja konur sem hafa orðið fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu. Ansi snjöll og beitt bók. Bók um vonlausa ást Þeir sem vilja óstöðvandi spennu og ekta hasar verða ekki fyrir vonbrigðum með hina hrollvekjandi spennu- sögu Síðasta hlekkinn eftir Fredrik T Olsson. Þessi sænska spennusaga, sem segir frá miklum hamförum með tilheyrandi mannfalli, var seld til 25 landa áður en hún kom út á frummál- inu. Mikil ógn steðjar að mannkyninu þegar sjúkdóm- ur sem enginn kann lækn- ingu við strádrepur fólk. Nokkrir einstaklingar leggja allt í sölurnar til að komast að sannleikanum um pláguna og leita leiða til að bjarga mann- kyninu. Viðburðarík, hrollvekjandi og spennandi – og ákaflega skemmtileg aflestrar fyrir spennusagnafíkla. Höfundurinn hafði greinilega gaman af að skrifa bókina og það er gaman að lesa hana. Háspenna og ekta hasar í hamfarabók Mannkyn í hættu og von- laus ást NÝJAR BÆKUR SÆNSK SPENNUSAGA UM ÓGN SEM STEÐJAR AÐ MANNKYNINU ER LÍKLEG TIL VINSÆLDA. Í LEYFISLEYSI ER ÖNNUR SÆNSK BÓK ÞAR SEM VONLAUSU ÁSTARSAMBANDI ER LÝST ÚT FRÁ SJÓNARHÓLI KONU. GUÐBERGUR BERGSSON HUGSAR MARGT Í HUGSANABÓK SINNI OG UNGIR PÍANÓLEIKARAR FÁ BÆKUR VIÐ HÆFI. Litla hugsanabókin – 100 léttar hugsanir fyrir allan almenning er bók eftir Guðberg Bergsson. Eins og nafnið gefur til kynna geymir hún ýmsar hugleiðingar hans og þar sem Guðbergur er afar hugmyndaríkur og eft- irtektarsamur leitar hugur hans víða. „Aðrir gera það sem get- an leyfir. Ég geri það sem ég get ekki. Takist það hefur hið ógerlega gerst,“ segir hann á einum stað. Hugsanir Guðbergs Píanó-leikur, 1. og 2. hefti, eru bækur eftir Björg- vin Þ. Valdimarsson. Meginmarkið bókanna er að kenna nótnalestur og byggja upp tæknilega getu hjá nemandanum á markvissan hátt svo að hann geti spilað tónlist sér og öðrum til ánægju. Bæk- urnar eru afar skemmtilega upp settar og í þeim er að finna alls kyns lög, allt frá Guttavísum til James Bond. Ýmiss konar teikningar prýða bæk- urnar. Píanóbækur fyrir ungt fólk * Vísindin efla alla dáð. Jónas Hallgrímsson BÓKSALA 13.-19. ÁGÚST Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 2 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 3 Lífið að leysaAlice Munro 4 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafón 5 Síðasti hlekkurinnFredrik T.Olsson 6 Amma biður að heilsaFredrik Backman 7 LjósaKristín Steinsdóttir 8 Con Dios - fermingarfræðsla 9 Iceland Small World - stórSigurgeir Sigurjónsson 10 ÚlfshjartaStefán Máni Kiljur 1 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 2 Lífið að leysaAlice Munro 3 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafón 4 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson 5 Amma biður að heilsaFredrik Backman 6 LjósaKristín Steinsdóttir 7 ÚlfshjartaStefán Máni 8 SjóræninginnJón Gnarr 9 MánasteinnSjón 10 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Ekki tjáir að deila við dómarann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.