Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 34
Á
kveður þú fatnað þinn fram í tímann? Á virkum dögum, þegar ég
er að vinna, er ég ekki mikið í áberandi fatnaði. Ég klæðist aðallega því
sem mér líður vel í og gæti þess vel að hella ekki yfir mig geli,
málningu eða naglalakki. Ég á það til að vera svolítið klaufaleg
stundum.
Um helgar klæði ég mig hinsvegar upp og nýt þess að klæðast því sem
ég geng vanalega ekki í á virkum dögum. Ég reyni að skipuleggja mig
svolítið fram í tímann en stundum hef ég eitthvað í huga og enda síð-
an á því að skipta um skoðun á síðustu stundu. Venjulega ákveð ég
þema fyrir daginn og vel síðan föt út frá þeim ákvörðunum.
Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Ég elska fljótandi varalit-
ina frá Limecrime Velvetines. Ég fíla alla litina frá þeim en Red
Velvet er þó í miklu uppáhaldi. Guðdómlegur mattur varalitur, dugir
lengi á vörunum, auðvelt að bera hann á og umbúðirnar eru dásam-
legar. Ég farða mig ekki mikið dagsdaglega, en mér finnst flottur varalitur
skipta höfuðmáli.
Áttu þér uppáhalds flík eða fylgihlut? Ég held mikið upp á jakka, sérstak-
lega eftir að ég flutti til Íslands. Maður þarf eiginlega að vera í jakka allan
ársins hring, svo það er nauðsynlegt að eiga nokkra. Ég á mik-
ið að ólíkum jökkum, stuttum, löngum, jökkum úr gerviloði,
jakka með göddum, íþróttajakka og fleira. Ef veðrið leyfði
myndi ég klæðast pleðurjökkum með göddum á hverjum degi.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér finnst
söngkonan Kerli með með flottan stíl, hún er nánast eins og
lifandi dúkka, virkilega heillandi. Kerli er alltaf með flotta hárgreiðslu
og í flottum fötum.
Hún kemst upp með hvað sem er, hugsar út fyrir boxið og er
því alltaf klædd í eitthvað nýtt og spennandi.
Áttu þér uppáhalds fatahönnuð? Það er erfitt að segja. Núna eru merkin
Lazy Oaf og Killstar í uppáhaldi. Þetta eru ólík merki en þau henta mín-
um óhefðbundnu tískusveiflum.
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fata-
kaupum? Ég versla aðallega á netinu eða í heimsóknum mínum heim
til Kanada, það er mun ódýrara og mér finnst auðveldara að finna föt
þar sem ég fíla. Á Íslandi hef þó fundið nokkra gullmola í Kolaportinu.
Ég held að lykillinn sé að hafa augun opin og fjárfesta bara í fötum
og fylgihlutum sem þú sérð þig fyrir þér klæðast. Annars enda ég á
því að kaupa eitthvað sem ég nota afar sjaldan því það passar ekki
fötunum sem að ég á fyrir. Einnig er gott að eiga nokkrar grunn-
flíkur í látlausum litum og sniðum sem einfalt er að para saman við
áberandi fatnað og fylgihluti.
Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Köllum það krúttlegt-
pönk-goth! Ég elska pönkaraleg föt, svartan lit, brjálaðar augnlinsur,
gadda, Dr. Martins-skó og klikkaðan hárlit. Hinsvegar vil ég stund-
um bara vera krúttlega klædd í fatnaði innblásnum úr teiknimynd-
um, skemmtilegum skissum, nammi, einhyrningum, köttum, hjört-
um, slaufum og glimmeri! Ég sæki einnig mikinn innblástur í
japanska götutísku.
Áttu þér uppáhalds tískutímarit eða blogg? Í sannleika sagt les
ég mjög sjaldan tímarit og fylgi ekki bloggum en ég sæki þó mikinn
innblástur í instagram. Þar fylgist ég með búðum eða fólki sem
veitir mér innblástur. Instagram á það til að verða svolítið ávana-
bindandi.
Hvað er það síðasta sem þú festir kaup á? Ég keypti mér fal-
lega skó frá Irregular Choice í Brighton. Mig hefur dreymt um
skó frá þeim í mörg ár, og það var virkilega erfitt að velja rétta
parið. Ég stóðst ekki freistinguna og keypti mér einnig hálsmen
með fullt af augum á. Þetta var síðasta parið svo það leit út fyrir
að þau hefðu verið að bíða eftir mér.
Hvað er þín súrrealískasta tískuupplifun?
Ég er ekki hrædd við að prófa nýja stíla,
förðun eða hárliti, þannig ég átta mig ekki
alveg á því hvað telst súrrealískt í mínu
tilfelli. Mér finnst eiginlega skrýtið þegar
ég er í venjulegum fötum, með brúna hár-
kollu, að reyna að fela tattúin mín. Það er
svolítið súrrealískt að sjá sjálfan sig á ann-
an hátt.
Catherine er með afar áber-
andi stíl og finnst skrýtið að
klæðast hefðbundnum fatn-
aði.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
SÆKIR INNBLÁSTUR Í JAPANSKA GÖTUTÍSKU
Óhrædd við að
prófa nýja stíla
CATHERINE CÔTÉ ER KONAN Á BAK VIÐ LITRÍKU OG FALLEGU NEGLUNAR
RAINBOW NAILS. CATHERINE HEFUR AFAR ÁBERANDI OG SKEMMTILEGAN STÍL
OG NÝTUR ÞESS AÐ KLÆÐA SIG UPP.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Mattur varalitur frá
Limecrime Velvetines.
Þessi skemmtilegi
bakpoki er á
óskalistanum.
Gadda pleðurjakki
frá Kill Star.
Catherine fjárfesti nýlega í drauma-
skóparinu frá Irregular Choice.
Neglurnar
sem Cather-
ine gerir hjá
Rainbow Nails
eru listaverk.
Tíska
Gisele tekjuhæst
AFP
*Í vikunni birti vefsíðan Forbes.com listayfir tekjuhæstu fyrirsætur heims. Ofur-fyrirsætan Gisele Bündchen er þar efstá blaði, með 47 milljón dollara, sem erfimm sinnum meira en næsthæst-launaða fyrirsæta heims, Doutzen Kro-es, hefur. Gisele er meðal annars andlit
tískuhúsanna H&M, Stuart Weitzman,
Chanel og Carolina Herrera.