Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 38
Fjármál heimilanna Útlandalíf í ellinni *Væri ekki gaman að verja elliárunum í út-löndum, þar sem veður eru mild og verðlagiðbetra? Þeir sem vilja prufa slíkt ættu að skoðaárlega lista International Living yfir bestustaðina til að setjast í helgan stein. Er þarm.a. tekið tillit til framfærslukostnaðar ogfasteignaverðs, menningar, heilbrigðisþjón- ustu og veðurfars. Efst trónir Panama, þá Ecuador, Malasía, Costa Rica og svo Spánn. Magnús Ingi Magnússon lífgar upp á Grandagarðinn með veitingastöðum sínum Texasborgurum og Sjávar- barnum. Þar stendur hann vaktina í eldhúsinu og laðar til sín gesti víða að. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum tvö: ég og konan mín Anal- isa fra Filipseyjum. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Pepsí Max, ost, tómata, gúrkur, skyr, hrökkbrauð, tvíbökur og bollasúpur. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Um 20.000 kr. Hvar kaupirðu helst inn? Í bónus útá Granda hjá Franciscu í bónus. Hún er frá Afríku, besti og já- kvæðsat starfmaður sem ég hef kynnst. Maður fer alltaf í gott skap við að hitta hana. Ég bíð helst í bið- röð lengur til að hitta á hana. Hvað freistar mest í mat- vörubúðinni? Lamakjötið. Við eigum best lamkjöt í heimi. Uppáhalds steikin mín er Ey- vindur í sparifötum (súpukjöt í ofni) með grænum orabaunum og rabab- arasultu. Svo er ég veikur fyrir BBQ- mat allskonar, Texas-style. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Erum alltaf í vinnuni á Texasborg- urum og Sjávarbarnum. Nota heimilið því lítið, sérstakalega á sumrinn því þá erum við á vertíð. Hvað vantar helst á heimilið? Málverk eftir Kjartan Ragnarsson. Ætla að pranga inná hann fiski- bolludíl. Kjartan var að gerast ná- granni minn hér á Grandanum, fékk fyrstu verðbúðina undir vinnustofu. Eyðir þú í sparnað? Nei mað lifir bara einu sinni í þessu jarðlífi og maður tekur ekkert með sér yfir móðuna miklu. Að eyða í sparnað er risa- stórt samsæri. Það ætti engin að eyða í sparnað. MAGNÚS INGI MAGNÚSSON VEITINGAMAÐUR Enginn ætti að eyða í sparnað Magnús vill meina að sparnaður sé bara risastórt samsæri. Nú gengur sá árstími í garð þegar líkamsræktarstöðvarnar taka fyll- ast. Haustið er tími háleitra mark- miða og nú skulu vöðvarnir stæltir og spikinu brennt áður en nýtt ár gengur í garð. Aurapúkin er þeirrar skoðunar að það megi vel sleppa líkamsrækt- arstöðvunum. Það hefur reynst honum vel að einfaldlega gera sínar æfingar heimafyrir og utandyra. Púkinn áttaði sig eitt sinn á því að sá tími sem það tekur að ein- faldlega fara í ræktina og til baka er meiri en tekur að hlaupa góðan hring um hverfið. Lóð og lyft- ingatæki eru kannski ágæt fyrir lengra komna en Aurapúkanum dugar feykivel að gera sínar arm- beygjur á stofugólfinu. Púkinn lærði líka að það getur verið auðvelt að skrópa í ræktinni. Sveiflur í orkustigi, vinnutíma og einkalífi koma óreglu á daginn og verða til þess að þjálfunnni er fórn- að. Erfiðara er að skrópa þegar lík- amsræktin felst í þvi einfaldlega að reima á skóna og halda af stað út um dyrnar þegar laus stund gefst. púkinn Aura- Hagkvæm og hentug þjálfun S njallsímar eru ekki bara til að hringja símtöl, taka myndir og hlusta á tónlist. Snjallsíminn getur líka verið gott hjálpartæki til að halda fjárhag heimilisins á beinu brautinni. Finna má fjölda snjallsímaforrita sem gefa notandanum afslætti, að- stoð við heimilisbókhaldi og bætta yfirsýn yfir fjármálin. Með bankann í vasanum Fyrst má nefna snjallsímaforrit bankanna. Íslensku bankarnir hafa allir látið þróa handhæg snjallsíma- forrit sem eru n.k. gátt inn í heima- bankann. Þar er hægt að sjá inni- stæður (eða yfirdrátt) reikninga, skoða færslur, gera einfaldar milli- færslur og fá meldingu þegar borg- að er inn á reikninga. Þessi forrit eru tilvalin til að vakta stöðuna á debetkorta-reikningnum frá einum degi til annars og vita upp á hár hversu mikið er til ráðstöfunar á hverjum tímapunkti. Útgjöldin vöktuð Viðskiptavinum bankanna stendur líka til boða að sækja íslenska fjár- málaforritið Meniga. Þar eru allar greiðslur flokkaðar sjálfkrafa, hægt að vakta útgjaldaflokka heimilisins og betur gæta þess að fara ekki fram úr áætlun. Ef greitt er með reiðufé má skrá þau útgjöld inn handvirkt, svo ekkert á að vanta og allta nýjustu og nákvæmustu tölur í bókhaldinu. Þeir sem reynt hafa að setja sér mánaðarleg útgjaldamarkmið vita hvað það getur verið erfitt að halda utan um allar færslurnar og kvitt- anirnar, og auðvelt að láta eyðsluna fara úr böndunum. Meniga leysir þennan vanda og gott betur. Peningar fyrir ekkert Gomobile er annað sniðugt íslenskt snjallsímaforrit. Þar er á ferðinni af- sláttarforrit sem tengt er við kred- itkort notandans. Þegar kortið er notað fær hann afslátt í formi inn- eignar í Gomobile-forritinu og kem- ur afslátturinn jafnóðum þegar verslað er við samstarfsfyrirtæki forritsins. Inneignina er svo hægt að nota til að versla í fjarskitabúð Gomobile, t.d. til að kaupa flottan nýjan farsíma eða einfaldlega greiða símreikninginn. Gomobile unktar safnast sjálfkrafa hjá 270 sölustöð- um um land allt og dæmigerður not- andi getur verið að á bilinu 3.000 til 7.000 kr inneign í mánuði hverjum. Myndir og óskalisti Tvö peningasparandi forrit koma svo með öllum snjallsímum: mynda- vélin og skrifblokkin. Áður en haldið er af stað út í búð getur verið sniðugt að taka mynd af innihaldi ísskápsins og eldhússkáp- anna. Þessi brella hjálpar mörgum við að sjá betur hvað vantar og hvað vantar ekki. Innkaupin verða markvisari og minna keypt af óþarfa. Skrifblokkina má svo nota til að hripa niður óskalista. Skrifaðu þar niður hvað þig langar í eða bráð- vantar. Þú ert þá með listann hand- hægan í öllum búðarferðum og gott að kíkja á þegar þú sérð eitthvað sem freistar þín. Kannski áttarðu þá á að betra er að sleppa að kaupa sætu budduna eða flottu gallabux- urnar sem þú fannst í búðinni, spara peninginn og eiga þá fyrr fyr- ir því sem er á óskalistanum. SJÁLFVIRKT OG HANDHÆGT Snjallsímaforrit sem spara krónurnar ALLS KYNS FORRIT FYRIR SNJALLSIMANN HJÁLPA TIL VIÐ AÐ HALDA UTAN UM ÚTGJÖLDIN, HAFA GÓÐA YFIRSÝN YFIR FJÁRMÁLIN OG FÁ AFSLÆTTI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Snjallsímar eru hin mestu þarfaþing, sér í lagi með rétta fjármálahugbúnaðinum Morgunblaðið/Ernir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.