Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 2
Í fókus
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014
Verður maður ekki að nota strætó?
Sigurður Óli 56 ára
Ég bý í Hafnarfirði og ég ætla að nota strætó,
maður kemst ekkert öðruvísi í bæinn.
Gunnar Guðmundsson 56 ára.
Ég mun ganga niður í bæ.
Gunnhild Öyahals 53 ára
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Ég ætla bara að fara labbandi niður í bæ.
Ólöf Anna Jónsdóttir 49 ára.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
SPURNING DAGSINS HVAÐA FERÐAMÁTA KÝST ÞÚ AÐ NOTA Á MENNINGARNÓTT?
Ragnheiður Skúladóttir
hefur ekki gert upp við sig hvort
hún sækist eftir því að verða aft-
ur leikhússtjóri Leikfélags Akur-
eyrar. Hún segist í viðtali þakklát
fyrir þann tíma sem hún hefur
átt fyrir norðan. Svipmynd 12
Í BLAÐINU
Heimild: Hagstofan
2003 2013
STARFSFÓLK LEIKSKÓLA
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
Leikskólakennarar/uppeldismenntun
Ófaglærðir og annað starfsfólk
4.684
3.243
1.441
3.138
2.688
5.826
31%
46%
69%
54%
Fjöldi
leikskólabarna
2003 2013
16
.6
85 19
.7
13
Nú ertu bæði heims- og Evrópumeistari í spjótkasti.
Hvernig tilfinning er það? Það er mögnuð tilfinning og fátt sem
toppar þetta – hún er eiginlega ólýsanleg.
Hverjum þakkar þú fyrir að hafa náð alla leið? Það eru
margir þættir sem spila þar inn í – þjálfarar, vinnuveitandi, styrkt-
araðilar – þetta spilar allt stóran þátt í því að ná þeim takmörkum
sem ég setti mér. Svo að sjálfsögðu ég fyrir að leggja á mig alla þá
vinnu sem þarf til að ná árangri.
Hvað vilt þú segja við fólk sem nennir ekki að
standa upp úr sófanum? Það er bara að byrja strax ef það
er löngun til að hreyfa sig. Bara taka sinn tíma í hlutina og
keppa við sjálfan sig til að byrja með og hlutirnir fara að ger-
ast.
Er það rétt að síðan þú byrjaðir að hlaupa á
ný hafir þú varla stoppað? Það má eiginlega segja
það. Þegar ég byrjaði að vinna hjá Össuri komst ég al-
mennilega í tæri við þær frábæru vörur sem fyrirtækið hef-
ur upp á að bjóða og hef ekki stoppað síðan.
Þú þóttir efnilegur í handbolta. Kemur kast-
krafturinn þaðan? Hann hjálpar klárlega. Það er svip-
aður taktur í spjótinu sem ég er ekkert búinn að gleyma.
Þú ert einnig frambærilegur í golfi. Hvað ertu með í
forgjöf? Mér finnst gaman að spila golf og gerði mikið af því eftir að ég
missti fótinn. Komst niður í níu í forgjöf. Hún hefur reyndar farið eitt-
hvað upp eftir að ég byrjaði í frjálsum – það tekur allan minn tíma núna
þannig að golfið er bara í góðra vina hópi og til að hafa gaman.
Þegar þú ert ekki að æfa, hvað gerir þú þá í lífinu? Þá
reyni ég að spila golf, veiða – geri reyndar alltof lítið af því, og bara
eyða tímanum með fjölskyldunni.
Hefur Össur hjálpað þér mikið í gegnum þetta ferli?
Ég held að það sé bara ekki til lýsingarorð yfir það hversu mikið það er
Össuri að þakka að ég skuli vera á þessum stað í dag. Þar komst ég af
stað, þar vinn ég, þar er ég innan um alla þá frábæru íþróttamenn sem
Össur er að aðstoða og gefa mér þannig aukinn kraft til að gera meira.
Hvað er svo fram undan? Ég ætla að taka mér smá hvíld núna,
aðeins að hlaða batteríin. Svo byrjar veislan aftur. Það er heimsmeist-
aramót á næsta ári þar sem ég stefni á að gera góða hluti – ég er ekki
orðinn saddur ennþá.
Íþróttasamband fatlaðra
HELGI SVEINSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Ekki orðinn
saddur
Forsíðumyndina tók
Kristinn Ingvarsson
Á Dunhaga 19 í Vestur-
bænum er einstök íbúð sem
notuð var í kvikmyndinni ́79 af
stöðinni. Hún var nýlega gerð
upp en reynt var eftir megni
að halda í útlit og stíl fyrri tíma.
Heimili og hönnun 24
Dómharka í eigin garð hjálpar engum að taka upp
heilbrigðan lífsstíl. Hjúkrunarfræðingur og sál-
fræðingur halda námskeið um breyttan lífsstíl þar
sem áhersla er lögð á jákvætt viðhorf til eigin lík-
ama. Heilsa 22
Halldór Ragnarsson ætlaði
að teikna mynd fyrir hvert
orð í Orðabókinni en sá
að það var ógerlegt. Hann
ákvað að halda sig við teikn-
ingar af orðum sem byrja á
stafnum A. Menning 49
Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni, varð í vikunni Evrópumeistari á
Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í Swansea. Helgi kastaði
50,74 metra og er hann nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari í greininni.
Helgi missti fótinn 19 ára vegna krabbameins en lætur það ekki stöðva sig.