Morgunblaðið - 07.06.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 07.06.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014 flottir í flísum Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Að óbreyttu laga- og regluverki er augljóst að það verður aldrei nema lítill hópur sem getur gert strandveiðar að lifibrauði á ársgrund- velli,“ skrifar Arthur Boga- son, ritstjóri og fyrrverandi formaður Landssambands smábátaeigenda, í nýjasta tölublað Brimfaxa. Þar reiknar hann út mismuninn á tekjum og kostnaði við út- gerð meðalbáts á strand- veiðum og er niðurstaða hans að eftir standi rúmar 1,5 milljónir sem hreinar tekjur fyrir fjögurra mán- aða vinnu eða um 385 þúsund á mánuði. Arthur skrifar að í upphafi strandveiða 2009 hafi margir talið að ný gullæð hefði fundist og „þess voru mörg dæmi að menn reiknuðu sig í mikla velmegun“. Síðan hafi raunveruleikinn tekið við: „Hann sýndi það sem vanir menn vissu: það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. Handfæraveiðar geta verið snúinn veiðiskapur og á alls ekki við alla.“ Mikill munur á olíukostnaði Olíukostnaðar er ekki getið í greininni, en Arthur segir að hann sé mjög breytilegur eftir stærð báta og vélarafli. Hraðskreiðir bátar, sem sæki lengra, fiski oft meira, en eyði jafn- framt mikilli olíu sem geti numið allt að 30% af aflaverðmæti. Aðrir fari sér hægar og sæki styttra, en þar geti olíukostnaður verið um 3%. Afkoman versnar sem auknum olíukostnaði nemur. Arthur gengur út frá því að einn rói á hverjum báti. Í fyrra landaði alls 631 strandveiðibátur 25 tonnum eða minna. Í útreikningunum miðar Arthur við meðalbát sem kom með 10,4 tonn að landi og að verð fyrir aflann á fiskmörk- uðum hafi að meðaltali verið 242 krónur fyrir kílóið án vsk. Aflaverðmæti meðalbátsins var samkvæmt þessu um 2,5 milljónir. 43 bátar komu hins vegar með meira en 25 tonn að landi og þar af var einn með yfir 40 tonn. Aflaverð- mæti hans hefur verið um 10 milljónir króna. Margir kostnaðarliðir og misstórir Kostnaðarliðirnir eru margir og misstórir og leggjast sumir þeirra jafnt yfir alla línuna, önnur gjöld tengjast afla og bátastærð. Arthur nefnir tryggingar, skoðunargjald, gjöld vegna strandveiðileyfis, skipagjald, vita- gjald, árgjald vegna tilkynningaskyldu, skoð- un á lyfjakistu, skoðun á björgunarbát og fylgihlutum, haffærisskírteini, VHF-talstöð, slökkvitæki, lögskráningu, legugjöld við flot- bryggju í 12 mánuði og rafmagn á flotbryggju. Þessu til viðbótar kemur kostnaður vegna minni háttar viðhalds og veiðarfæra. Frá sölu- verði afla dragast einnig aflagjald, sölukostn- aður, móttökugjald, ís, löndunarkostnaður og gjald vegna ólöglegs afla þegar farið er yfir hinn löglega skammt að ógleymdu veiðigjaldi. Kostnaður við bátakaup er ekki inni í út- reikningunum, en Arthur segir að verð á minni bátum hafi lækkað, sem trúlega sé merki um að meira raunsæi ráði för varðandi strandveið- ar.  Aldrei nema lítill hópur sem getur gert strandveiðar að lifibrauði  Verð á minni bátum hefur lækkað „Reiknuðu sig í mikla velmegun“ Morgunblaðið/Alfons Finnsson Á handfærum Ólafur Helgi Ólafsson á Glað SH. Arthur Bogason Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Suðurnesjamaðurinn Sigtryggur Kjartansson er kominn í hóp fyrirmenna eins og Jimmys Carter og Bills Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem eiga það sam- eiginlegt að hafa verið teknir inn í Phi Beta Kappa- heiðursfélagið. Sigtryggur útskrifaðist í gær úr grunn- námi í stærðfræði og tölvunarfræði við hinn virta banda- ríska háskóla Massachusetts Institute of Technology (MIT) með fullkomna meðaleinkunn og komst því á lista félagsins sem er eitt það virtasta í Bandaríkjunum. „Það gekk mjög vel. Ég var með A í öllu. Þetta er náttúrulega heiður og viðurkenning fyrir góðan náms- feril en þetta er líka gott tengslanet,“ segir Sigtryggur um að hann hafi verið tekinn inn í heiðursfélagið. Phi Beta Kappa var stofnað í frelsisstríðinu árið 1776 og er markmið þess að stuðla að frjálsri menntun og vísindum. Auk forsetanna fyrrverandi er fjöldi fræði- manna, Nóbelsverðlaunahafa og stjórnmálamanna í fé- laginu. Aðeins 10% af skólum landsins eiga aðild að fé- laginu og aðeins í mesta lagi 10% af úrskriftarnemum þeirra eru tekin inn í félagið. Nám í Bandaríkjunum hefur verið draumur Sig- tryggs frá blautu barnsbeini en hann hélt utan árið 2010 um leið og hann hafði lokið stúdentsprófi frá Fjölbraut- arskóla Suðurnesja sem dúx. Eftir að hann byrjaði að kynna sér skólana vestanhafs kom enginn annar til greina en MIT í Cambridge í Massachusetts-ríki. „Ég ætlaði mér í stærðfræði- og tölvunarfræðinám og MIT er bestur í því. Svo líkaði mér mjög vel við menn- inguna í skólanum eftir að ég heimsótti hann. Það er mik- ið samstarf og engin samkeppni á milli nemenda. Allir sem eru í þessum skóla eru metnaðargjarnir og leggja hart að sér. Þetta er vinalegt fólk og vel gert,“ segir Sig- tryggur. Næst á dagskrá hjá Sigtryggi er að leggja land und- ir fót og flytja til Kaliforníu þar sem hann hefur fengið vinnu hjá tæknirisanum Oracle sem hugbúnaðarverk- fræðingur. „Ég verð að vinna í gagnagrunnsteyminu þeirra. Þetta eru mikið til rannsóknir á hvernig má bæta gagna- grunnana, gera þá fljótari og öruggari,“ segir hann. Framhaldsnám er þó á stefnuskránni hjá Sigtryggi og þá í tölvunarfræði. Hann er þó ekki búinn að velta því frekar fyrir sér hvort það verði í MIT, Stanford eða öðr- um háskóla. Sigtryggur hefur eignast fjölda vina á fjórum árum sínum í MIT. Þó að hann flytji frá austurströnd Banda- ríkjanna til vesturstrandarinnar er útskriftin þó ekki kveðjustund þar sem margir skólafélagar hans hafa einnig fengið vinnu í Sílikondalnum svonefnda í Kali- forníu. „Ég verð ekkert einn. Ég er að fara búa með besta vini mínum og með fullt af félögum mínum í kringum mig,“ segir hann. Í heiðursfélagi með fyrrverandi forsetum  Útskrifaðist úr MIT með fullkomna meðaleinkunn Áfangi Sigtryggur (f.m.) ásamt skólafélögum sínum á útskrifardaginn. MIT er í Cambridge, steinsnar frá Boston. Gengið var frá samkomulagi um meirihluta í þremur sveitarstjórnum, í Sandgerði og Grindavík í gær og Skagafirði í fyrrakvöld. Þá eru meiri- hlutaviðræður í Kópavogi og á Akur- eyri, Reykjanesbæ og Hafnarfirði sagðar vera langt komnar. Samfylkingin og óháðir borgarar og Sjálfstæðismenn og óháðir hafa náð samkomulagi um samstarf í meirihluta bæjarstjórnar Sandgerð- isbæjar. Sjálfstæðismenn og Listi Grindvík- inga hafa náð samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur. Samstarfssamningur framboðanna verður undirritaður eft- ir helgi samkvæmt fréttavef Víkur- frétta. Gengið hefur verið frá meirihluta- samstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frá þessu er greint á fréttavefnum Feyki. Þá eru viðræður sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar sagðar vera á lokametrunum í Kópavogi og stefnt er að því að klára viðræður um helgina. Eins eru meirihlutaviðræður L-lista, Samfylkingar og Framsóknar langt á veg komnar á Akureyri og bú- ist er við því að samkomulag muni nást eftir helgi. Stutt er í að samkomulag náist á milli Frjáls afls, Samfylkingar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Að sögn Guðlaugar Kristjánsdótt- ur, bæjarfulltrúa hjá Bjartri framtíð í Hafnarfirði, ganga viðræður við Sjálf- stæðisflokk vel og segir hún tíðinda að vænta í dag. Óska eftir greinargerð Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa óskað eftir greinargerð um fram- kvæmd borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Ástæðan er sú að endanleg niðurstaða var ekki birt fyrr en fjórum tímum eftir að talningu lauk þar sem skekkja fannst upp á fjörutíu atkvæði. Endurtalningu atkvæða í Norður- þingi að beiðni Framsóknarmanna lauk í gær án þess að það hafi haft áhrif á fulltrúafjölda flokka. Samkomulag um þrjá meirihluta  Nálgast í fjórum bæjarfélögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.