Morgunblaðið - 07.06.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Garðverkfæri í frábæru úrvali
frá 495
STRÁ-
KÚSTA
R
SUMA
R
TILBOÐ
795,-
Ruslapokar stórir,
sterkir 10 & 50 stk. rúllur
Yfirbreiðslur
margar stærðir
1.195
Malarskófla
frá 995
frá 250
Garðhanskar
í miklu úrvali
4.995
Bílabónvél
4.995
Hjólastandur á bíl
Fötur
frá 395
3.995
Sláttuorf
frá 1.995
Bílamottur
frá 95
Gróðurskóflur
Hrífur
Greinaklippur
GræðlingaklippurKlórur og garðskóflur
í úrvali
485
Garðverkfæra-
sett
frá 999
frá 685
Ruslatínur
frá 395
Lögreglan í Hollandi staðfesti í gær
að lík sem fannst í undirvagni far-
þegaþotu hollenska flugfélagsins
KLM í Amsterdam sé af 17 ára
gömlum norsk-
um pilti. Voru
það flugvallar-
starfsmenn
sem fundu lík
piltsins, í rým-
inu sem hefur
að geyma lend-
ingarbúnað
vélarinnar
meðan á flugi
stendur,
skömmu eftir
lendingu á Schiphol-flugvelli síðast-
liðinn fimmtudag. Hafði vélinni verið
flogið þangað frá Sandefjord í Nor-
egi.
Hafði áður látið sig hverfa
Greint er frá því í erlendum miðl-
um að piltsins hafi verið saknað frá
því á miðvikudag. Að sögn móður
hans glímdi pilturinn við einhverfu
og hafði hann áður týnst í september
árið 2012 en eftir um tólf klukku-
stunda leit fannst hann heill á húfi.
„Við bjuggumst ekki við því að
hann myndi týnast aftur, allt hafði
gengið vel hjá honum upp á síðkast-
ið,“ er haft eftir móður piltsins í er-
lendum miðlum. Hún segist aðspurð
ekki vita hvers vegna hann hefði
komið sér fyrir í hjólarými farþega-
þotunnar. Líkið verður flutt heim til
Noregs.
Athygli rannsakenda beinist nú að
öryggismálum flugvallarins og þá
einkum hvernig piltinum tókst að
komast óséður fram hjá öryggis-
vörðum og inn í flugvélina. Búið er
að fara yfir upptökur úr öryggis-
myndavélum á svæðinu og sýna þær
mannaferðir í kringum þotuna. Ekki
hefur þó verið gefið upp hvort mynd-
irnar sýni ferðir hins látna.
16 ára lifði af fimm tíma flug
Fyrr á þessu ári lifði sextán ára
gamall piltur af fimm klukkustunda
flugferð þar sem hann faldi sig við
hjólabúnað flugvélar á leið frá Kali-
forníu til Hawaii. Sá hafði strokið að
heiman, stokkið yfir girðingu og falið
sig í vélinni. Það var ekki fyrr en vél-
in var lent og pilturinn hóf að ráfa
um flugvallarsvæðið sem einhver
varð hans var.
Bandaríska alríkislögreglan FBI
segir drenginn hafa verið án meðvit-
undar vegna súrefnisskorts mestan
hluta ferðarinnar og að vélinni hafi
verið flogið í 11.600 metra hæð þar
sem um 62 gráðu frost er. Í skýrslu
Flugmálastofnunar Bandaríkjanna
segir að um 24% líkur séu á að lifa
slíka þrekraun af.
Hinn látni
var norskur
17 ára piltur fannst látinn í flugvél
Pilturinn fannst í
flugvél KLM.
Narenda Modi, hinn nýi forsætisráð-
herra Indlands, mun að líkindum
leggja land undir fót á næstunni og
sækja Japan heim en þangað var
honum boðið nýverið í opinbera
heimsókn. Yrði þetta þá fyrsta op-
inbera heimsókn Modis sem for-
sætisráðherra Indlands en hann tók
við embættinu í síðasta mánuði eftir
að hafa unnið sannfærandi sigur fyr-
ir flokk sinn Bharatiya Janata, flokk
þjóðernissinnaðra hindúa.
Þrátt fyrir mikinn persónulegan
sigur í kosningunum hefur Modi
þurft að sæta gagnrýni að undan-
förnu og þá sérstaklega eftir að hafa
litið framhjá blóðugum átökum milli
hindúa og múslima í heimahéraði
sínu Gujarat árið 2002. Talið er að
um eitt þúsund manns hafi látið lífið
í óöldinni. Samkvæmt AFP-
fréttaveitunni mun forsætisráð-
herrann síðar á þessu ári, að lík-
indum í september, sækja forseta
Bandaríkjanna heim.
Efnahagurinn veikur
Eitt helsta kosningaloforð Modis
á sínum tíma var að rétta af efnahag
landsins enda mældist hagvöxtur
þar í landi einungis 4,6% á fyrstu
þremur mánuðum ársins auk þess
sem verðbólga hefur að undanförnu
mælst þar mikil.
AFP
Fylgdarlið Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands, vann stórsigur fyrr á
þessu ári og hefur hann heitið því að setja efnahagsmál landsins í forgang.
Hyggst sækja Japan
heim á næstunni
Hinn 27 ára
gamli Justin Bo-
urque, sem grun-
aður er um að
hafa skotið þrjá
lögreglumenn til
bana og sært tvo
í borginni Monc-
ton í New Bruns-
wick í Kanada,
hefur verið tek-
inn höndum.
Lögreglan var með gríðarlegan
viðbúnað við leitina enda maðurinn
talinn vopnaður og hættulegur.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni er annar þeirra sem særð-
ust í skotárásinni farinn heim af
sjúkrahúsi en hinn er enn undir eft-
irliti lækna. Ástand hans er sagt
stöðugt og er maðurinn ekki í lífs-
hættu.
Um tíma var íbúum borgarinnar,
sem eru um 70.000 talsins, sagt að
halda sig innandyra auk þess sem
fjöldi skóla, verslana og fyrirtækja
var lokað vegna leitarinnar.
KANADA
Búið að handtaka
ódæðismanninn
Dýralæknir
skaut óvart
dýrahirði með
deyfilyfi þegar
verið var að
æfa viðbrögð
við flótta gór-
illu. Hinn
skotni missti í
kjölfarið með-
vitund og var
færður á sjúkrahús þar sem hann
dvaldi næstu þrjá daga á eftir.
Atvikið átti sér stað í dýragarði á
ferðamannaeyjunni Lanzarote sem
tilheyrir Spáni en eyja sú er í Kan-
aríeyja-klasanum sem liggur næst
Afríku. Samkvæmt upplýsingum
frá dýragarðinum er ekki vitað af
hverju deyfiskot hljóp úr byssunni
sem hlaðin var með lyfjum sem
svæft geta 200 kílóa górillu. „Þegar
maður, sem vegur um 100 kg, er
skotinn með svo sterkum skammti
getur það verið lífshættulegt,“ hef-
ur AFP eftir talsmanni garðsins.
LANZAROTE
Dýrahirðir svæfður
fyrir slysni á æfingu
Á hátíðarhöldunum sem fram fóru í Normandí í gær, þar sem þess var
minnst að sjötíu ár eru nú liðin frá innrás bandamanna í síðari heimsstyrjöld,
ræddust Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Petró Porosjenkó, verðandi
forseti Úkraínu, um vopnahlé og önnur mikilvæg skref sem lægt geta ófrið-
inn í austurhluta Úkraínu. Var það forseti Frakklands, François Hollande,
sem stóð að fundinum en einungis var um að ræða fimmtán mínútna við-
ræður milli leiðtoganna. Samkvæmt AFP-fréttaveitunni var þetta fyrsti
fundur Pútíns og Porosjenkós frá því að verðandi forseti Úkraínu var kjörinn
í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu 25. maí síðastliðinn. Auk
þeirra voru helstu þjóðarleiðtogar heims viðstaddir athöfnina í Normandí,
s.s. forseti Bandaríkjanna og kanslari Þýskalands.
AFP
Ræddu frið í 15 mínúturFyrrverandibreskur hermað-
ur, sem er 89 ára
gamall, strauk af
elliheimili sínu í
Bretlandi og hélt
til Frakklands.
Vildi maðurinn
taka þátt í minn-
ingarathöfninni
sem fram fór í
Normandí í gær
með fyrrum félögum sínum úr
hernum en tilefnið er að nú eru sjö-
tíu ár liðin frá innrás bandamanna í
síðari heimsstyrjöld.
Hafði manninum verið sagt af
starfsfólki elliheimilisins að hann
hefði ekki heilsu til þess að mæta en
hermaðurinn fyrrverandi lét þau
orð hins vegar sem vind um eyru
þjóta, nældi á sig gömul heiðurs-
merki og hélt af stað til Frakk-
lands. Eftir nokkurt umstang og
leit lögreglu fannst maðurinn í
Frakklandi við góða heilsu. Verður
hann sennilega sendur aftur á elli-
heimilið að loknum hátíðarhöldum.
Strauk af elliheimili og hélt til Normandí
Fjölmargir fyrrum
hermenn mættu.