Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
✝ Jens KristjánHöskuldsson
fæddist á Blöndu-
ósi hinn 4. sept-
ember 1953. Hann
lést 12. maí 2014.
Jens var sonur
hjónanna Oddnýjar
Kristjánsdóttur og
Höskuldar Þórs
Ágústssonar, þau
eru bæði látin.
Systkini Jens
Kristjáns: Alsystkin eru þau
Sóley Guðrún, hún lést árið
1996, og bræðurnir Sigurður
Reynir og Ágúst Þorvaldur.
Fyrir átti Oddný soninn Guð-
mund Má Frans Sigurðsson.
ólst hann upp í stórum og
stækkandi systkinahópi. Stjáni
hlaut sína skólagöngu í Þing-
múla en þar var þá haldinn
skóli fyrir sveitina. Hann átti
mörg handtök í búskapnum á
Borg auk þess að fara ungur í
launavinnu, bæði á Reyðarfirði
og á Egilsstöðum. Á Reyðar-
firði vann hann bæði við upp-
skipun og í sláturhúsinu. Slát-
urhúsið á Egilsstöðum varð
líka hans vinnustaður og svo
vann hann í allmörg ár á Höfn
í Hornafirði, sem vertíð-
armaður og í fiskverkun ýmiss
konar. Um 1990 flutti Stjáni
aftur upp á Hérað og vann ým-
is störf, m.a. í kjúklingaslátrun
í Fossgerði, í Pappaós og í
Stólpa.
Síðust 10 árin hefur Stjáni
unnið í Bónus á Egilsstöðum.
Útför Jens Kristjáns fór
fram frá Egilsstaðakirkju 19.
maí 2014.
Oddný og Hösk-
uldur Þór skildu
og flutti hún þá
með barnahópinn
sinn í Skriðdalinn
þar sem hún gerð-
ist ráðskona á
Borg hjá Ragnari
Bjarnasyni, bónda
þar. Þau gengu í
hjónaband og eign-
uðust dæturnar
Margréti Kristínu
og Ingibjörgu.
Jens Kristján, eða Stjáni eins
og hann var venjulega kall-
aður, var aðeins sjö ára þegar
hann fluttist að Borg með móð-
ur sinni og systkinum og þar
„Áttu ekki kaffi, ég skal
koma með köku.“ Þannig voru
mörg símtöl frá Kristjáni til
móður okkar og vafalaust hafa
fleiri fengið svipuð símtöl.
Stjáni, eins og hann var al-
mennt kallaður, var vinmargur
og vinfastur maður. Þeim sem
einu sinni kynntust honum var
alla tíð vel við þennan sérstæða
mann. Enda voru margir til-
búnir að aðstoða hann ef vandi
steðjaði að. Hann var hvers
manns hugljúfi, vinfastur,
trygglyndur, skapgóður og
hafði alveg sérstakan húmor.
Hann hló stundum svo dátt að
tárin runnu í stríðum straumum
niður kinnarnar. Við minnumst
þess að hafa frétt af því að ein-
hverju sinni þegar Stjáni var á
nýjum vinnustað vildu einhverj-
ir gárungar stríða þessum
manni sem greinilega var
„öðruvísi“ en aðrir. Þá tóku
ungir vinir hans og sveitungar í
taumana og sögðu: „Þið látið
Stjána í friði.“ Þannig var það
oft að vinirnir stóðu vörð um
hann. Stjáni var fæddur á
Blönduósi en kom austur í
Skriðdal á sjöunda ári er móðir
hans flutti þangað með hann og
þrjú yngri systkini hans. Krist-
ján var heima í sveitinni fram
yfir tvítugt en fór þá í vinnu hér
og þar. Hann fékk fljótlega íbúð
á Egilsstöðum og vann lengst í
Blómabæ hjá Ástu og Kjartani
sem alla tíð hafa reynst honum
einstaklega vel og síðar í Bónus
þar sem hann átti góða að og
honum leið mjög vel þar.
Kæri Stjáni, nú ert þú sofn-
aður svefninum langa. Hafðu
kæra þökk fyrir tryggðina, ein-
lægnina og ljúfmennskuna.
Systkinin frá Haugum.
Þorgerður, Ingifinna,
Sigrún, Jóna Björg,
Stefán og Þórður.
Jens Kristján
Höskuldsson
✝ Erla Björgvins-dóttir fæddist á
Fáskrúðsfirði 26.
janúar 1928. Hún
lést á heimili sínu
fimmtudaginn 22.
maí 2014. Eftirlif-
andi eiginmaður
hennar er Svein-
björn Guðmunds-
son raffræðingur,
fæddur 1. október
1926. Foreldrar hennar voru
Björgvin Benediktsson og Val-
borg Árnadóttir. Erla var elst
þriggja systra, Oddnýjar Björg-
vinsdóttur, f. 4. mars 1929, og
Guðrúnar Helgu, f. 13. sept-
ember 1930, báðar eru látnar.
Uppeldissystir Erlu er Valborg
Guðrún, fædd 14. september
1947. Erla á eina dóttur, Aðal-
björgu Vilhjálmsdóttur, fædda
14. maí 1948, eiginmaður hennar
er Snorri Hlöðversson, f. 13. maí
1944, og þeirra dætur eru Erla
Snorradóttir, f. 22. apríl 1972,
maki hennar er
Ragnar Ómarsson,
f. 4. júlí 1971, og
börn þeirra eru
María Lív Ragn-
arsdóttir, f. 17.
september 1998, og
Oliver Snorri
Ragnarsson, f. 1.
október 2007. Ingi-
björg Snorradóttir,
f. 12. maí 1973, gift
Leifi Heiðarssyni, f. 27. mars
1968, börn þeirra eru Karen
Björnsdóttir, f. 22. júlí 1996,
Berglind Rós Leifsdóttir, f. 8.
mars 1996, Tinna Karen Leifs-
dóttir, f. 3. júní 1998, Aron Már
Leifsson, f. 21. október 2004, og
Kolbrún Leifsdóttir, f. 21. mars
2010. Erla starfaði sem tal-
símavörður hjá Símanum, fyrst á
Fáskrúðsfirði og síðar á Egils-
stöðum, frá 1948 til 1990, með
hléum þó.
Útför Erlu fór fram frá Egils-
staðakirkju 30 maí 2014.
Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að
sinni,
og sorgartárin falla mér á kinn,
en hlýjan mild af heitri ástúð þinni,
hún mýkir harm og sefar söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærast
ljómar,
og minningin í sálu fegurst ómar.
Þú móðir kær þér aldrei skal ég
gleyma,
þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.
Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma
og halda fast í Drottins styrku hönd.
Með huga klökkum kveð ég góða
móður.
Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti
sjóður.
(Árni Gunnlaugsson)
Þín dóttir,
Aðalbjörg
Vilhjálmsdóttir.
Elsku hjartans amma okkar.
Það er margs að minnast, og
finnst okkur þetta fallega ljóð
segja allt það sem hæfir þér
elsku amma.
Hér að hinstu leiðarlokum
ljúf og fögur minning skín.
Elskulega amma góða
um hin mörgu gæði þín.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtun ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Hvar sem okkar leiðir liggja
lýsa göfug áhrif þín.
Eins og geisli á okkar brautum
amma góð, þótt hverfir sýn.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki
góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku amma, hafðu þökk fyr-
ir allt og allt sem þú hefur gert
fyrir okkur og okkar fjölskyld-
ur, við söknum þín sárt og ljúfu
minningarnar lifa.
Þínar elskandi dótturdætur,
Erla, Ingibjörg og
fjölskyldur.
Hönd þín snerti
sálu okkar
Fótspor þín liggja
um líf okkar allt.
(Úr Gleym-mér-ey 1989.)
Elsku Erla frænka, nú kveð
ég þig og vona að þú haldir
áfram að láta þér líða vel.
Mér finnst það ómetanlegt að
hafa fengið að vera hluti af þínu
lífi öll þessi ár. Fyrstu kynni
mín af þér sem ég man eftir er
þegar ég var í kringum 4 ára og
kom fyrsta sumarið mitt til ykk-
ar Sveinbjörns að Hörgsási 2 og
var það eitt af mörgum sumr-
um. Sumrin hjá ykkur voru allt-
af skemmtileg, enda sótti ég í
það að vera hjá ykkur.
Svo þegar ég fór fyrst í
Menntaskólann á Egilsstöðum
fannst þér ekki annað koma til
greina en að ég byggi hjá ykkur
Sveinbirni sem ég og gerði
þessa einu önn sem ég var þar.
Þegar börnin mín fæddust þá
varst þú þeim svo góð og sýndir
þeim sömu ástúð og þú sýndir
mér.
Þegar við töluðum saman í
síma sem gerðist nú ansi oft,
urðum við að hafa góðan tíma
því yfirleitt voru þau símtöl
ekki stutt.
Þú varst róleg og yfirveguð
að eðlisfari, hafðir góða nær-
veru og vildir allt fyrir alla
gera.
Bless, elsku Erla mín, minn-
ingin um þig lifir og mun ég
geyma hana í brjósti mér.
Hið bjarta ljós sem berst til mín
með blessun sendi heim til þín
og með því kveðju kæra.
Megi það líkna og lækna þá
sem lífið kærleiksríka þrá.
Gleði og frið þeim færa
(Guðm. Ingi)
Þín frænka,
Jóhanna Kristín
Hauksdóttir.
Erla
Björgvinsdóttir
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800 ✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát ástkærs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
RICHARDS B. ÞORLÁKSSONAR,
Lautasmára 5.
Svala Veturliðadóttir,
Anna Brynja Richardsdóttir,
Guðrún Erla Richardsdóttir, Bjarni Svanur Bjarnason,
Þ. Richard Richardsson, Drífa Úlfarsdóttir,
Pétur Smári Richardsson, Olga Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra okkar ættingja, vina,
vinnufélaga og nágranna fyrir auðsýnda
samúð og ómetanlega aðstoð vegna andláts
og útfarar okkar ástkæra
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
bifvélavirkjameistara.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Karitas.
Brynja Baldursdóttir,
Magnea Guðmundsdóttir, Haukur Sigurðsson,
Jónína Guðmundsdóttir,
Daníel Rafn Guðmundsson, Bergrún Lind Jónasdóttir,
Tinna Rut, Sigurður, Telma Sif, Sæbjörn Rafn,
Brynja Sól og Saga Lind.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru
KERSTIN TRYGGVASON.
Þorsteinn Tómasson, Sophie Kofoed-Hansen,
Haraldur Tómasson, Inga Guðmundsdóttir,
María Tómasdóttir, Hafsteinn Gunnarsson,
Tumi Tómasson, Allyson Macdonald,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra ættingja og vina sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát
eiginmanns, föður, tengdaföður, bróður, afa
og langafa,
SIGURÐAR INGA SIGMARSSONAR,
Dimmuhvarfi 9a,
Kópavogi.
Fanney Stefánsdóttir,
Guðbjörg H. Sigurðardóttir, Víglundur Jónsson,
Sigmar Á. Sigurðsson, Dagmar H. Eysteinsdóttir,
Ingólfur F. Sigurðsson,
Stefán Svanur Sigurðsson,
Magnea Sigmarsdóttir,
Guðlaug Sigmarsdóttir, Hafliði Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
LÓU ÞORKELSDÓTTUR
frá Álftá í Mýrasýslu,
Sléttuvegi 11,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 16. maí, fór fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn 2. júní.
Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og
virðingu við Lóu.
Sérstakar þakkir til alls þess góða starfsfólks á Hjúkrunar-
heimilinu Eir sem af alúð annaðist Lóu og hjúkraði síðustu æviár
hennar.
Heiðar Þór Hallgrímsson, Halldóra Margrét Halldórsdóttir,
Björn Ólafur Hallgrímsson, Helga Matthildur Bjarnadóttir,
Heiðrún Gréta Heiðarsdóttir,
Þorkell Heiðarsson,
Elín Hrund Heiðarsdóttir,
Ragnheiður Lóa Björnsdóttir,
Sólveig Hildur Björnsdóttir,
Hallgrímur Thorberg Björnsson
og barnabarnabörn.
✝
Þökkum samúð, hlýhug og vinakveðjur við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR,
Miðleiti 5.
Við þökkum starfsfólki hjúkrunarheimilisins
Sóltúns fyrir hlýju og góða umönnun.
Jóhann Geir Guðjónsson, Ingibjörg Einarsdóttir,
Gunnar Guðjónsson,
Stefán Sigurður Guðjónsson, Helga Ottósdóttir,
Guðjón Hólm Guðjónsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSU JÓNSDÓTTUR,
Múlasíðu 38,
Akureyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyflækninga-
og gjörgæsludeildar Sjúkrahússins á Akureyri
fyrir góða umönnun og einstaka hlýju
í veikindum hennar.
Örlygur Ingólfsson og fjölskylda.