Morgunblaðið - 07.06.2014, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
✝ Jón Krist-mundur Hall-
dórsson fæddist
24. júlí 1948 á
Litlu-Ásgeirsá í
Víðidal. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu 26.
maí 2014. For-
eldrar hans voru
hjónin Halldór
Gíslason, f. 25.
september 1919,
d. 20. ágúst 1986, og Elínborg
Halldórsdóttir, f. 31. maí 1920,
d. 16. júlí 1999. Systir Jóns er
Elísabet Halldórsdóttir, f. 6.
apríl 1951, gift Sigfúsi Ívars-
syni, f. 18. júní 1947. Sonur
þeirra er Halldór, f. 26. októ-
ber 1978. Árið 1950 fluttist
Jón ásamt foreldrum sínum í
26. mars 2009. Þórarinn á tvo
syni frá fyrri samböndum, þá
Inga Þór, f. 10. febrúar 1997,
og Jón Agnar, f. 12. apríl
2006. 3) Lárus Guðbjörn, f. 10.
mars 1981, sambýliskona hans
er Eva Hrönn Helgadóttir, f.
10. mars 1981, og saman eiga
þau soninn Björgvin Smára, f.
30. apríl 2011.
Eftir barnaskóla vann Jón í
átta sumur í brúarvinnuflokki
Guðmundar Gíslasonar en tók
við búi foreldra sinna á
Kambshóli í byrjun árs 1972
og starfaði sem bóndi til
dauðadags. Hann vann einnig
í sláturhúsinu á Hvammstanga
í sláturtíð á haustin til fjölda
ára, auk þess að sinna viðhaldi
heiðagirðinga fyrir sveitarfé-
lagið.
Útför Jóns fer fram frá
Víðidalstungukirkju í dag, 7.
júní 2014, og hefst athöfnin kl.
14.
Kambshól og bjó
þar til dauðadags.
Hinn 15. júní
1972 giftist hann
Jóhönnu Þórarins-
dóttur frá Lang-
árfossi á Mýrum,
f. 30. ágúst 1949.
Foreldrar hennar
voru Þórarinn
Steingrímsson, f.
27. október 1909,
og Lára Kristjáns-
dóttir, f. 13. september 1915,
þau eru bæði látin. Synir Jóns
og Jóhönnu eru: 1) Halldór
Þór, f. 7. júlí 1973. 2) Þór-
arinn Sigurvin, f. 4. mars
1979, sambýliskona hans er
Eva Lind Helgadóttir, f. 5.
ágúst 1987, og dóttir hennar
er Eyrún Irma Oliversdóttir, f.
Elsku pabbi, tengdapabbi og
afi. Það var okkur mikið áfall
að fá fréttirnar af því að þú
værir farinn frá okkur. Það er
svo tómlegt án þín. En allar
minningarnar sem við eigum
um þig eru okkur mjög dýr-
mætar.
Það var aldrei langt í húm-
orinn hjá þér og mikið var ynd-
islegt að sjá þig og litla afa-
gullið þitt saman við vinnu í
sveitinni.
Þú varst honum svo góð fyr-
irmynd og áttir eftir að kenna
honum ótal margt. Fyrir allar
stundirnar okkar saman erum
við óendanlega þakklát.
Þú varst vinur vina þinna og
ekki síður dýranna þinna. Þér
var mikið í mun að sinna þeim
eins vel og hugsast gat. Minn-
ing þín lifir með okkur um
ókomna tíð.
Hvíldu í friði elsku vinur.
Þín
Lárus, Eva Hrönn
og Björgvin Smári.
Jón frændi er dáinn. Upp í
hugann koma ýmsar minningar
um góðar stundir sem við átt-
um saman á okkar yngri árum.
Við sáumst fyrst þegar ég kom,
átta ára, í heimsókn með afa og
ömmu í Kambshól, en þá
bjuggu þar foreldrar Jóns,
heiðurshjónin Elínborg og
Halldór, sem var afabróðir
minn, Jón, sem þá var ellefu
ára, og Bet frænka, sem er
jafnaldra mín. Vorið eftir, þá
níu ára, var ég mættur til að
vera hjá þeim sumarlangt. Hjá
Dóra frænda, Elínborgu og
systkinunum Jóni og Bet dvaldi
ég hvert sumar eftir það, fram
á ungligsár, og fjórtán ára fór
ég í brúarvinnu ásamt Jóni til
Guðmundar frænda okkar.
Ekki vorum við Jón alltaf
sammála um hlutina en það
risti aldrei djúpt. Við vorum
alla tíð hinir mestu mátar, bæði
í sveitinni og í brúarvinnunni.
Ef Jón hefði ekki orðið bóndi
hefði hann örugglega unnið við
vélar og tæki. Hann hugsaði vel
um öll tæki og vélar heimilis-
ins, smurði og dyttaði að. Ég
man alltaf eftir því þegar Aust-
in Gypsy-jeppinn var keyptur.
Hann var á svokölluðum flex-
itorum og var það talin hin
mesta óráðsía að vera með
þannig búnað. Jón frændi hugs-
aði vel um bílinn, smurði reglu-
lega og afsannaði þar með
þessa kenningu í sveitinni.
Borgarbarn getur Jón
frændi minn seint talist og
minnist ég þess er hann kom til
Reykjavíkur í fyrsta sinn. Gisti
hann þá hjá ömmu og afa á Há-
teigsveginum og var mér falið
það hlutverk að sýna honum
höfuðborgina.
Við skruppum í bæinn, eins
og vera bar, gengum niður
Laugaveg og skoðuðum okkur
um. Er við komumst niður á
Lækjartorg til að taka strætó
til baka segir hann við mig:
„Hvað er allt þetta fólk að
slæpast hérna, þarf það ekkert
að vinna?“ Mér varð svarafátt.
Þegar við komum til baka
spurði afi Jón:
„Hvernig líst þér á Reykja-
vík?“ „Iss,“ sagði Jón, „hér eru
ekkert nema slæpingjar.“ „Já
er það,“ sagði sá gamli og hélt
áfram að lesa blaðið. Þessi orð
Jóns eru sönn enn þann dag í
dag.
Jón frændi tók, ásamt henni
Jóhönnu sinni, við búi foreldra
sinna árið 1971 og hefur þeim
búnast vel, eignast þrjá syni,
tengadadætur og barnabörn.
Við Ragnhildur sendum fjöl-
skyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning þín, frændi. Kveðja,
Birgir Reynisson.
Hinn 27. maí fékk ég þær
fréttir að þú værir látinn. Ofsa-
lega voru þetta erfið orð að
heyra. Síðustu ár vorum við
ekki í miklu sambandi, en alltaf
vorum við góðir vinir. Við gát-
um setið tímunum saman og
spjallað, alveg sama hvaða verk
þú varst að vinna í sveitinni, við
sátum frammi í geymslu og
spjölluðum heillengi saman.
Alltaf fannst mér jafn gaman
og gott að koma til ykkar Jó-
hönnu á Kambshól.
Þegar Jón Agnar fæddist
varðst þú svo montinn af hon-
um og passaðir svo upp á að ég
færi ekki of geyst í neitt á með-
göngunni. Þegar við skírðum
Jón Agnar skírðum við í höf-
uðið á þér og pabba, þú varst
svo ánægður en sýndir ekki öll-
um það.
Eitt man ég sem ég mun
aldrei gleyma en þú sagðir mér
að þú hefðir tárast þegar nafnið
kom, þú varst svo ánægður
með það. Við vorum alltaf að
grínast með það, að ef það var
einhver óþekkt í Jóni Agnari þá
varstu alltaf handviss um að
hann fengi þetta hvorki frá
þinni fjölskyldu né minni og
það fannst mér gaman að
heyra.
Þú kallaðir Jón Agnar svo
oft „nafna“ og hann talar um
það í dag.
Ég vil þakka þér fyrir alla
umhyggjuna og vináttuna sem
þú sýndir mér öll þessi ár.
Elsku Jóhanna, Tóti, Hall-
dór, Lalli og aðrir aðstandend-
ur, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð. Nú kveð ég þig í hinsta
sinn og takk fyrir allt.
Rut Agnarsdóttir.
Í dag er borinn til grafar ná-
granni minn, Jón Halldórsson,
bóndi á Kambshóli. Jón var
samferðmaður minn þó hann
hafi verið aðeins eldri. Ég man
eftir honum frá unga aldri þeg-
ar ég var í sveit á næsta bæ við
Kambshól, á Valdarási í Fitj-
árdal í Húnaþingi vestra. Síðan
urðum við góðir nágrannar í
Fitjárdal þegar fram liðu
stundir.
Jón lét ekki mikið á sér bera
á mannamótum né við ýmsa
viðburði í sveitinni. Jón unni
sveitinni og bjó vel og naut
þess starfs sem hann hafði val-
ið sér, að taka við jörð foreldra
sinna og að vera bóndi. Jón
kunni að búa eftir aðstæðum,
var ekki með stórbúskap en
hentugan eftir jarðkostum. Bú-
skapur Jóns snerist fyrst og
fremst um sauðfé. Féð hans var
vel gert og vel hirt.
Það var því mikið áfall fyrir
Jón og hans fjölskyldu, á seinni
búskaparárum hans, að þurfa
að skera fé sitt niður vegna
riðu. Hann var samt aldrei á
því að hætta búskap heldur
undirbjó nýja tíma með nýtt fé
meðal annars með því að end-
urskipuleggja fjárhúsin sín, en
það gerði hann með mikilli
prýði.
Það var gaman að hitta Jón í
tómum fjárhúsum þegar hann
vann að endurgerð þeirra. Þar
fór bóndi sem hlakkaði mikið til
að endurheimta fyrra starf sitt
og sinna því vel eins og hann
hafði gert í svo marga áratugi.
Það var oft venja okkar á
Hrísum að fara í reiðtúr fram
að Króki og þá var riðið um
hlað á Kambshóli. Oft náðum
við tali af Jóni og ræddum um
búskapinn og veðrið. Jón hafði
hins vegar alltaf gætur á því að
farið væri varlega um þar sem
fé var annars vegar og veghlið
væru lokuð. Sérstaklega er mér
minnisstætt þegar mágur minni
og ég riðum fram á Klofnings-
vörðuna á ásnum við merki
Kambshóls og Valdaráss sein-
asta vor.
Fallegur vordagur og lamb-
féð um allar grundir upp með
fjárhúsunum. Við ræddum við
Jón heima á hlaði. Jón vildi að
féð fengi næði og það yrði ekki
fyrir styggð.
Það leyndi sér ekki að hann
hafði mikla ánægju af sínu fal-
lega fé. Þó svo að Jón hafi ekki
látið mikið í sér heyra í fé-
lagsstarfi sveitarinnar þá erum
við, Hrísabændur, alltaf þakk-
látir honum að styðja við stofn-
un og starf Fitjárræktar, sem
er félag um hagsmuni eigenda
árinnar Fitjár.
Það er söknuður að Jóni
Halldórssyni úr dalnum. Við
munum minnast hans um
ókomin ár þegar við lítum
frameftir „heiðanna ró“. Megi
hann una vel á nýjum stað.
Samúðarkveðjur til Jóhönnu og
fjölskyldu. Fyrir hönd fjöl-
skyldunnar á Hrísum,
Karl Friðriksson.
Jón Halldórsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
✝
Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda
samúð og hlýju við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÖNNU GUÐNÝJAR ÁRMANNSDÓTTUR,
Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík.
Einnig færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í
Kópavogi sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Hermann Bridde,
Jóhann Kristinsson, Anne Grethe Salvesen,
Ásta Kirkeby, Torben Kirkeby,
Vilhelmína Kristinsdóttir,
Friðrik Bridde, Svava Guðmundsdóttir,
Einar Bridde, Guðný Steinunn Guðjónsdóttir,
Karl Bridde, Sigrún Ævarsdóttir
og barnabörn.
✝
Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi okkar
og afi, sonur, bróðir og frændi,
GUÐGEIR HALLUR HEIMISSON,
Byggðavegi 143,
Akureyri,
sem lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
að kvöldi sjómannadagsins 1. júní verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
12. júní kl. 13.30.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem hafa stutt okkur í veikindum
hans. Sérstakar þakkir fá hjúkrunarfræðingar Heimahlynningar
á Akureyri.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á
Akureyri.
Sigríður Benjamínsdóttir,
Þröstur Guðgeirsson,
Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir,
Benjamín Ingi Guðgeirsson,
Sigríður Karen, Guðgeir Rúnar og Fenrir Ingi,
Heimir Björn Ingimarsson, Stefanía Rósa Sigurjónsdóttir,
Sigþór, Lára, Hafþór og fjölskyldur,
Anna, Ármann, Gréta, Eggert, Sævar og fjölskyldur.
Útför eiginkonu minnar, dóttur og systur,
HRUNDAR GUNNARSDÓTTUR,
Suðurgötu 56,
Hafnarfirði,
sem andaðist 29. maí fer fram frá
Hallgrímskirkju fimmtudaginn
12. júní kl. 15.00. Blóm eru vinsamlega
afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Einar Magnús Magnússon,
Bjarney Kristín Wedholm Gunnarsdóttir,
Gunnar Vilhelmsson,
Arnar Gunnarsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
SIGURÐUR HARALDSSON,
Skógarseli 41,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 5. júní.
Jarðsungið verður frá Neskirkju fimmtudaginn 12. júní kl. 13.00.
Jóna Guðjónsdóttir,
Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, Kristín Eysteinsdóttir,
Aðalheiður Sigurðardóttir, Ingvar Tryggvason,
Karólína Ólafsdóttir,
Lovísa Ólafsdóttir,
Elísabet Ólafsdóttir.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra
EYJÓLFS GUÐJÓNSSONAR
flugþjóns,
áður Snorrabraut 56b,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks taugalækn-
ingadeildar B2, Landspítala, og starfsfólks
deildar A4, Hrafnistu, Brúnavegi.
Samstarfsfólki Flugleiða sendum við innilegar þakkir fyrir
góðan stuðning.
Guðjón Eyjólfsson,
Ottó Guðjónsson, Guðbjörg Sigurðardóttir,
Karólína Guðjónsdóttir,
Áslaug Guðjónsdóttir, Steinþór Pálsson,
Gunnar Guðjónsson, Marta Svavarsdóttir.