Morgunblaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
ings á þessari tegund listar. Sökum
þessa fannst okkur spennandi að
hafa mikinn fjölda verka til að geta
sýnt fjölbreytileikann og þá miklu
grósku sem ríkir hérlendis,“ segir
Katrín og viðurkennir fúslega að þar
sem verkin séu á þriðja hundrað
hangi þau víða þröngt. „En við leyf-
um þeim auðvitað að njóta sín, enda
erum við með frábært upphengi-
teymi hér á safninu.“
Í samtali við Morgunblaðið leggur
Katrín áherslu á að verkin á sýning-
unni séu portrett í víðum skilningi.
„Þetta er ekki hefðbundið portrett
eins og við þekkjum frá 19. og 20.
öld þar sem þekktir einstaklingar
eru mærðir. Hér er allur skalinn og
allir miðlar undir,“ segir Katrín og
bendir á að á sýningunni megi m.a.
sjá olíumálverk, tússteikningar, víd-
eóverk, klippiverk, dauðagrímur,
höggmyndir og ljósmyndir. „Mann-
eskjan sem slík höfðar ávallt sterkt
til listamanna og ég fagna því alltaf
að sjá manneskjuna í myndlist.“
Spurð hvort áður ósýnd verk
verði á sýningunni jánkar Katrín því
og bendir á að verk a.m.k. tylftar
listamanna á sýningunni hafi ekki
komið fyrir sjónir almennings áður.
Meðal þeirra listamanna og listhópa
sem verk eiga á sýningunni má
nefna Erró, Gjörningaklúbbinn,
Ragnar Kjartansson, Hallgrím
Helgason, Steinunni Þórarinsdóttur,
Hugleik Dagsson, Aðalheiði S. Ey-
steinsdóttur, Ólöfu Nordal, Helga
Þorgils Friðjónsson, Libiu Castro
og Ólaf Ólafsson, Kristin Ingvars-
son, Spessa, Stephen Lárus Stephen
og Kristínu Gunnlaugsdóttur.
Þess má að lokum geta að sýn-
ingin stendur til 17. ágúst og er opin
alla daga nema mánudaga milli kl.
10 og 17. Aðgangur er ókeypis.Kristur Descent from the Cross nefnist verk eftir Vytautas Narbutas frá 2008.
Tilbúnar Olíumálverkið All dressed up, with nowhere to go eftir Söru og Svanhildi Vilbergsdætur frá árinu 2011.
Í grein sem birtist í
gær í Morgunblaðinu
og fjallaði um tökur á
bandarísku kvikmynd-
inni Autumn Lights
hér á landi var rang-
lega farið með nafn
leikkonunnar Þor-
bjargar Helgu Þorgils-
dóttur sem fer með lít-
ið hlutverk í myndinni.
Var hún sögð Þóra
Björg Helgadóttir og
er hún beðin velvirð-
ingar á þessum mis-
tökum.
Þorbjörg Helga varð Þóra
Ekki Þóra Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir leikkona.
LEIÐRÉTT
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið)
Lau 7/6 kl. 20:00 lokas
Síðustu sýningar
BLAM (Stóra sviðið)
Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas
Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas
Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar!
Ferjan (Litla sviðið)
Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fim 12/6 kl. 20:00
Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Fös 13/6 kl. 20:00
Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar
BLAM! - síðasti séns að næla sér í miða
AÐGANGUR ÓKEYPIS
STJÖRNUBLIK Á NÆTURHIMNI
GOUNOD - THOMAS
SAINT-SAËNS - VERDI
HÁDEGISTÓNLEIKAR
Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU
ÞRIÐJUDAGINN
10. JÚNÍ KL.12:15
HÖRN HRAFNSDÓTTIR
MEZZÓSÓPRAN
ANTONÍA HEVESI
PÍANÓ