Morgunblaðið - 07.06.2014, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
Nýr útsölu-
bæklingur á
www.ILVA.is
Lokað hvítasunnudagOpið annan í hvítasunnu 12-18
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Friðrik Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Skjásins, segir að rangfærslur
séu í yfirlýsingu sem Ríkisútvarpið
sendi frá sé í gær í kjölfar fréttar í
Morgunblaðinu í gær þar sem Frið-
rik gagnrýndi beiðni RÚV og 365
miðla til norrænna sjónvarpsstöðva
að þær myndu loka fyrir útsendingar
af leikjum á HM í knattspyrnu sem
nást á Skjá Heimi og Fjölvarpi
Stöðvar 2. Í yfirlýsingu RÚV kemur
m.a. fram að fyrirkomulagið í ár sé
sambærilegt við það sem tíðkast hef-
ur áður, t.a.m. á
HM 2010 sem
RÚV hafði sýn-
ingaréttinn á og
áframseldi 18
leiki til 365. Þá
segir í yfirlýsing-
unni að það komi
á óvart að Skjár-
inn hafi auglýst
að leikirnir
myndu verða á dagskrá á erlendu
stöðvunum í ljósi þess að RÚV hefur
sýningarrétt af leikjunum hér á
landi. „Það kom stuttur moli um
þetta á bls. 60 í Fréttatímanum frá
síðustu viku um að norrænu stöð-
irnar verða með leikina í boði. Þá
kemur þetta fram á heimasíðu okkar
á síðu 2. Þetta kallar RÚV auglýs-
ingaherferð. Það er ekkert nema út-
úrsnúningar. En það sem er ennþá
óþægilegra fyrir RÚV er að þeir
segja að fyrirkomulagið sé það sama
og árið 2010. Undirliggjandi er sú
söguskýring að lokað hafi verið fyrir
útsendingar á norrænu stöðvunum
þá, en þetta er ekki rétt,“ segir Frið-
rik.
Hann segir að í eina skiptið þar
sem lokað var fyrir útsendingarnar
hafi verið árið 2002 þegar HM fór
fram í Japan og Suður-Kóreu en þá
var Stöð 2 með sýningarréttinn.
Hann hvetur RÚV og 365 miðla til að
endurskoða afstöðu sína. „Að þessi
fyrirtæki geri það sem er rétt í mál-
inu og dragi til baka beiðni um lok-
anir,“ segir Friðrik.
Þá kom fram í yfirlýsingu RÚV að
Skjánum hafi verið boðið að kaupa
sýningarrétt af þeim 18 leikjum sem
verða í sýningu á Stöð 2. „Það kemur
málinu ekkert við og RÚV hefur ótví-
rætt rétt á því að bjóða leikina út.
Svo geta menn haft skoðun á því
hvort sú ákvörðun hafi verið rétt,“
segir Friðrik.
Endurskoði afstöðu sína
Framkvæmdastjóri Skjásins segir rangfærslur í yfirlýsingu RÚV Ekki ver-
ið lokað fyrir útsendingar síðan árið 2002 RÚV í fullum rétti að efna til útboðs
Friðrik Friðriksson
Sjö sóttu um
embætti prests
í Dalvíkur-
prestakalli,
með aðsetri á
Möðruvöllum.
Umsækjendur-
nir eru: Elín
Salóme Guð-
mundsdóttir,
Elvar Ingi-
mundarson,
Eva Björk Valdimarsdóttir, Karl V.
Matthíasson, Oddur Bjarni Þorkels-
son, Salvar Geir Guðgeirsson og
Viðar Stefánsson. Frestur til að
sækja um embættið rann út 3. júní.
Biskup Íslands skipar í embættið að
fenginni umsögn valnefndar. Emb-
ættið verður veitt frá 1. júlí 2014,
að því er segir í frétt á vef Hörg-
ársveitar.
Sjö sóttu um
prestsembætti
Andri Karl
andri@mbl.is
Lögmaður Hreiðars Más Sigurðs-
sonar kærði í fyrra rannsóknarað-
gerðir sérstaks saksóknara til ríkis-
saksóknara, þ.e. hlerun og geymslu
samtala á milli hans og Hreiðars.
Saksóknari hélt því fram að um mis-
gáning hafi verið að ræða og tók rík-
issaksóknari það gott og gilt, án frek-
ari rannsóknar.
Eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum lét fjölskipaður Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur þess getið í niður-
stöðukafla dóms í Imon-málinu
svonefnda að rannsóknaraðgerðir
sérstaks saksóknara, eins og að þeim
var staðið, fælu í sér brot gegn til-
teknum ákvæðum laga um meðferð
sakamála. Brotin fólust í því að hlust-
að var á símtöl sakborninga og verj-
enda þeirra og upptökum símtal-
anna ekki fargað.
Eins og fram kemur í máli Sigurð-
ar G. Guðjónssonar, verjanda Sigur-
jóns Þ. Árnasonar í Imon-málinu,
snertir þetta marga lögmenn og oft
hafi verið kvartað yfir rannsóknarað-
gerðum sérstaks saksóknara hvað
þessi atriði varðar.
Tilviljun að upp komst
Einn þeirra sem ekki aðeins kvart-
aði heldur kærði símhleranir sér-
staks saksóknara til ríkissaksóknara
er Hörður Felix Harðarson, lögmað-
ur Hreiðars Más Sigurðssonar.
Hann segist hafa komist að því fyrir
tilviljun að samtöl hans og Hreiðars
voru hleruð og vistuð hjá sérstökum
saksóknara.
Hann fékk það síðar staðfest hjá
embættinu að þetta hefði verið gert
en sérstakur saksóknari bar við að
um mistök hefði verið að ræða. Rík-
issaksóknari tók þær skýringar góð-
ar og gildar og taldi ekki ástæðu til
að halda áfram með málið. Hörður
segir það sérstakt enda séu brot af
þessu tagi refsiverð þótt þau séu
framin af gáleysi. Um er að ræða
brot gegn réttindum sem varin eru af
stjórnarskrá og ákvæðum mannrétt-
indasáttmála Evrópu.
Mat skýringarnar fullnægjandi
Í bréfi sérstaks saksóknara til
Harðar og ríkissaksóknara segir orð-
rétt: „Skýringin á því hvers vegna
umræddum símtölum var ekki eytt á
réttum tíma eru eftirfarandi: Þau
símtöl sem hlustuð voru á umrædd-
um tíma voru tekin upp með aðstoð
tölvurannsóknardeildar Lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu. Þau
voru síðan hlustuð af rannsakendum
málsins sem skráðu niður í stuttu
máli í sérgreint ritvinnsluskjal það
sem þeim þótti skipta máli og tengj-
ast rannsókn viðkomandi mála jafn-
óðum og þeir fóru yfir símtölin.
Brýnt var fyrir þeim að hætta að
hlusta á símtöl þegar í ljós kæmi að
sakborningur væri að ræða við verj-
anda sinn og skrá þá alls ekki niður í
viðkomandi skjal það sem fram hefði
komið í símtalinu áður en það varð
ljóst.
Einhver þeirra starfsmanna sem
skráði niður símtölin með þessum
hætti virðist hins vegar hafa gert þau
mistök að geta alls ekki um þessi
símtöl í því minnisblaði sem útbúið
var vegna hlustunarinnar. Leiddi það
til þess að þegar útbúinn var listi í
kjölfarið um hvaða símtölum skyldi
eyða voru þessi símtöl ekki á listan-
um.“
Sérstakur saksóknari tekur sér-
staklega fram að aldrei hafi verið
hlustað á þessi símtöl við rannsókn
málanna, þannig að trúnaður hafi
verið virtur.
Niðurstaða ríkissaksóknara var að
hætta rannsókninni. Í stuttu bréfi til
Harðar segir: „Ríkissaksóknari met-
ur þær skýringar fullnægjandi. Að
því virtu þykja ekki efni til frekari
rannsóknar á ætluðum brotum
starfsmanna sérstaks saksóknara.“
Ekki einstakt tilvik heldur kerf-
isbundin framkvæmd
Hörður segir að umfjöllunin um
þetta efni í Imon-málinu bendi ein-
dregið til þess að ekki hafi verið um
nein mistök eða einstakt tilvik að
ræða. „Þetta ber öll merki þess að
um kerfisbundna framkvæmd hafi
verið að ræða,“ segir Hörður og bæt-
ir við að kæra hans fái annað vægi
þegar dómstóll hefur beint kastljós-
inu að þessu og staðfest sem er, að
um sé að ræða klárt brot gegn lögum.
Hreiðar Már var dæmdur í svo-
nefndu Al-Thani-máli og segir Hörð-
ur Felix að bent hafi verið á sömu at-
riði og í Imon-málinu við meðferð
þess fyrir dómi. Engu að síður hafi
fjölskipaður dómur í Al-Thani-mál-
inu ekki séð ástæðu til að skoða þetta
sérstaklega. Hins vegar hafi verið
fundið að því að verjendur höfðu
samband við vitni við undirbúning
aðalmeðferðar, þótt engin réttar-
regla sé til sem banni slík samskipti.
„Þetta skýtur dálítið skökku við, svo
ekki sé meira sagt,“ segir Hörður.
Grundvallarréttindi
Um afleiðingu þess að saksóknari
hafi brotið gegn reglum með þessum
hætti segir Hörður: „Dómstólar hér
á landi hafa verið tregir til að vísa
málum frá vegna annmarka á rann-
sókn. Hér er hins vegar um að ræða
slík grundvallarréttindi sakborninga
að það er óhugsandi að brot af þessu
tagi hafi engar afleiðingar. Sú staða
er með öllu ótæk að lögregla getið
tekið upp samtal sakbornings og
verjanda hans við rannsókn máls og
borið því við eftir á að um einhvers
konar mistök hafi verið að ræða.
Þetta hefur sýnilega verið fram-
kvæmdin við rannsókn margra mála
og það sannfærir mig enginn um að
ekki hafi verið hlustað á þessi sím-
töl,“ segir hann.
Ekki hefur náðst í Ólaf Þór Hauks-
son, sérstakan saksóknara.
Kerfisbundin „mistök“
sérstaks saksóknara
Ríkissaksóknari ákvað að aðhafast ekki vegna hlerana á
samtölum við lögmenn Engin athugasemd í Al Thani-máli
Morgunblaðið/Þórður
Í dómssal Verjendur gagnrýna rannsóknaraðferðir sérstaks saksóknara.
„Við höfum verið að ræða þetta lög-
menn sem voru hleraðir og það á eftir
að skoða þetta betur og nákvæmlega,“
segir Sigurður G. Guðjónsson, lög-
maður, um þá staðhæfingu dómara í
Imon-málinu að sérstakur saksóknari
hafi brotið lög þegar hlustað var á sím-
töl sakborninga og verjenda þeirra og
þegar upptökum símtalanna var ekki
fargað. Í dómnum segir að við rann-
sókn málsins hafi embætti sérstaks
saksóknara fengið heimild með dóms-
úrskurði til að hlusta á og taka upp
símtöl ákærðu á tímabili í janúar og
febrúar 2011. „Fram er komið að þeg-
ar ákærðu og verjendur þeirra fengu
aðgang að upptökum vegna símhlust-
ana, eftir að ákæra hafði verið gefin út,
var þar að finna upptökur símtala sem
ákærðu Sigurjón og Sigríður Elín
höfðu átt við verjendur sína vegna
rannsóknar málsins.“
Sigurður og Helga Melkorka Ótt-
arsdóttir, sem einnig sinnti verjenda-
störfum í Imon-málinu, gerðu at-
hugasemd við rannsóknaraðgerðir
sérstaks saksóknara í greinargerðum
sínum og við munnlegan málflutning
við aðalmeðferð málsins. Fjölskip-
aður dómur féllst á röksemdir þeirra
og lét þess sérstaklega getið í dómn-
um. Rannsóknaraðgerðir sem þessar
einskorðast ekki við Imon-málið og
segir Sigurður að þetta snerti ansi
marga lögmenn og oftsinnis hafi verið
kvartað yfir þessu. Þess vegna sé
mjög gott að fá þetta fram í dómnum.
Nú verði þeir lögmenn sem þetta
snertir að ráða ráðum sínum áður en
næstu skref verða tekin. „Það er ljóst
að þetta eru alvarleg brot.“
Margra ára símtalaskrár
Annað atriði hefur einnig komið í
ljós við meðferð hinna svokölluðu
hrunmála fyrir dómstólum en það eru
símtalaskrár sem sérstakur saksókn-
ari aflaði hjá símafyrirtækjum. Sig-
urður segir að þau nái mörg ár aftur í
tímann en hefði samkvæmt lögum átt
að eyða þegar þau voru sex mánaða
gömul. Sigurður segir að sérstakur
saksóknari hafi m.a. byggt á þessum
gögnum máli sínu til stuðnings.
Í janúar síðastliðnum sendi Voda-
fone frá sér yfirlýsingu vegna þess að
fyrirtækið veitti lögreglu upplýsingar
um símnotkun einstaklings sem var
til rannsóknar hjá lögreglu. Beiðni
lögreglu var send árið 2012 en upp-
lýsingarnar vörðuðu símtöl á árinu
2007. Þeim hefði því með réttu átt að
hafa verið eytt fimm og hálfu ári áður
en beiðnin barst.
Í dómnum er vísað til 1. mgr. 36.
gr. laga um meðferð sakamála. Þar
segir: „Verjanda er heimilt að tala
einslega við skjólstæðing sinn um
hvaðeina sem málið varðar.“ Því næst
segir í dómnum: „[B]ar rannsakanda
að láta af símhlustun og stöðva upp-
töku þegar ljóst var að um var að
ræða samtal milli ákærðu og verj-
enda þeirra.“
„Þetta eru al-
varleg brot“
Ólöglegar hleranir í fleiri málum