Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014 Kaupum alla bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Gervitunglamynd af Íslandi sem var tekin úr MODIS- myndavél NASA klukkan 13:05 í gærdag sýnir vel hversu gott veður var á landinu. „Það er skemmtilegt að sjá á þessari mynd hvernig þokan kemur alveg inn að landinu en svo leysist hún bara upp. Skýin stoppa við ströndina,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Þetta er eins og við var að búast í þessum hita og hæga vindi, að það yrði þoka allsstaðar við ströndina en hlýrra innanlands. Þá má glögglega sjá snjóinn í fjöllum á Norður- og Austurlandi og á Vestfjörðum. Sunnanmegin við landið er gaman að sjá þörunga- blómann í hafinu, það er þetta ljósbláa,“ segir Birta Líf um myndina. Heiðskírt var um mestallt land í gær en skýjabakki við austurströndina skyggði aðeins á sólu. Hitinn fór upp fyrir tuttugu stig á Suður- og Vesturlandi og hátt í það víða um land þó kaldara hafi verið sumstaðar við ströndina, til dæmis náði hitinn ekki tíu stigum við Húnaflóa og á Ólafsfirði og Hólmavík náði hann aldrei verulegum hæðum vegna þoku útifyrir og hafgolu. Landsmenn geta sólað sig áfram því í dag má búast við svipuðu veðri um land allt og var í gær. ingveldur@mbl.is Heiðskírt á landinu öllu en þoka við ströndina rétt eftir hádegi í gær Ísland í sól og umlukið skýjum Ljósmynd/NASA Ísland Náttúruleg mynd úr MODIS-myndavél NASA, tekin klukkan 13:05 í gærdag. Gervitunglin Terra og Aqua bera myndavélina. Mikið er í ám núna vegna vorleys- inga á hálendinu, sérstaklega á Norðausturlandi og Austurlandi. Þá mældist mikið í Markarfljóti og Hólmsá, sitt hvorum megin við Mýrdalsjökul, á fimmtudaginn. Að sögn Gunnars Sigurðssonar vatnamælingamanns hjá Veður- stofu Íslands eru miklar vorleys- ingar þar sem enn er snjór uppi á fjöllum. „Ég held að á Vesturlandi sé snjórinn eiginlega búinn, en það er enn snjór á Vestfjörðum. Á Norðurlandi vestra, eins og í Húnavatnssýslu, er farið að minnka í ánum því snjórinn er að minnka. Í Skjálfandafljóti og þar fyrir austan er ennþá mikill snjór og mikið rennsli og verður mikið um helgina.“ Minna en í fyrra Gunnar segir að tölverðar leys- ingar séu búnar að vera síðustu tíu daga eða svo. Hlýindin um helgina auki svo rennslið. „Þetta er samt minna rennsli en í fyrra. Þá snögg- hlýnaði um svipað leyti eftir kulda svo það var allt á bólakafi í snjó. Nú hefur verið jafnhlýtt vor og snjórinn farinn að minnka sums staðar.“ Vorflóðin geta staðið fram yfir miðjan júní í þeim ám sem sækja lengst upp á hálendið. Rennur vel í lónin Landsvirkjun finnur vel fyrir vorleysingum á hálendinu þessa dagana sem skila sér í auknu inn- rennsli í miðlunarlónin. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi auknu inn- rennsli en langt er þó í að lónin fyllist, samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun. Vegna lágrar vatnsstöðu í vor eftir kaldan vetur er ekki víst að lónin muni öll fyllast. Líkur eru þó mestar á að Hálslón fyllist en hækka fór í lóninu í lok maí og stendur það nú í 572,5 m y.s. Vatnshæð Þórisvatns hefur farið hækkandi og stendur nú í 564,34 m y.s. Hinn 3. apríl fór vatnshæð Þórisvatns í lægstu stöðu sem mælst hefur frá upphafi, 560,31 m y.s. og var það um 11 metrum und- ir meðaltali vatnshæðar vatnsins á þeim tíma árs. Vatnshæð Blöndulóns stendur nú í 472 m y.s. Lægst fór staðan í 466,9 m y.s. hinn 5. apríl, sem var um 5 metrum undir meðalhæð á þeim árstíma. ingveldur@mbl.is Vatnshæð Hálslóns og Blöndulóns Vatnshæð Hálslóns Vatnshæð Blöndulóns 640 620 600 580 560 540 520 480 477,5 475 472,5 470 467,5 465 Áætlað meðaltal Meðalhæð Yfirfall Yfirfall Síðasta vatnsár Síðasta vatnsár Núverandi vatnsárNúverandi vatnsár Vatnshæð M V.S Vatnshæð M V.S Heimild: Landsvirkjun 1. okt 1. okt 1. okt 1. okt Vorleysingar á há- lendinu og mikið í ám  Innrennsli hefur aukist í miðlunarlón Landsvirkjunar Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hitinn á landinu komst upp í 20 stig á Egilsstaðaflugvelli á fimmtudaginn, 5. júní. Var það í fyrsta skipti sem hit- inn mældist 20 stig á þessu ári og verður það að telj- ast seint. Á tímabilinu frá 1995 til 2009 er meðaltals- dagsetningin 23. maí sem hitinn fór fyrst upp í 20 stig á árinu, en 29. maí á mönnuðu stöðv- unum. Svo ljóst er að 20 stiga hiti er um hálfum mánuði seinni á ferðinni í ár en síðustu ár. „Ef tímabilið frá 1949 til 2009 er tekið á mönnuðu stöðvunum þá er meðaltalsdagsetningin 5. júní, eins og var í ár,“ segir Trausti Jónsson veð- urfræðingur á Veðurstofu Íslands. Trausti segir að þrátt fyrir að fyrstu fimm mánuðir ársins hafi verið óvenjulega hlýir þá mældist tuttugu stiga hiti hvergi á landinu í maí. Það sé nokkuð óvenjulegt því frá upphafi mælinga hafi meira en helmingur af maímánuðum mælst með 20 stiga hita. „Sjálfvirku stöðvunum hefur fjölgað mikið síðustu ár og þær eru líklegri til að pikka upp 20 stiga hit- ann þegar hann kemur fyrst. Hita- stigið verður svona hátt á stöku stað og því fleiri sem stöðvarnar eru er lík- legra að þær hitti á þá bletti,“ segir Trausti. Í takt við almenna hlýnun Frá árinu 1949 er mjög áberandi, að sögn Trausta, að 20 stigum er náð fyrr og fyrr á vorin. „Þetta er í takt við þá almennu hlýnun sem átt hefur sér stað að sumarlagi á þessu tíma- bili. Hitabylgjur voru áberandi færri fyrir 1970 heldur en síðar og fyrsti áratugur nýrrar aldar hefur verið hitabylgjuríkari en aðrir áratugir á þessu tímabili. Almenn hlýindi auka líkurnar á því að þetta gerist snemma. Aftur á móti er ekkert sam- hengi á milli meðalhita ársins og hversu snemma á árinu hitinn fer upp í 20 stig.“ Trausti segir að mjög sjaldgæft sé að 20 stiga hiti mælist samfellt í júní, hann nái kannski í mesta lagi yfir tvo daga. Svo taki við lengra tímabil með lægri hita. „Það er ekki fyrr en í júlí sem má búast við því að hitinn gæti orðið samfellt þetta hár,“ segir Trausti. Morgunblaðið/Ómar Sólskin Börnunum leiddist ekki í pottinum í Nauthólsvík í gær enda bongó- blíða í höfuðborginni og víðar um land. Fólk naut þess að sleikja sólina. Trausti Jónsson 20°C hiti nokkuð seinna á ferðinni  Oftast mælst fyrst í kringum 23. maí Veðurstofan gerir ráð fyrir bjart- viðri og 15-22 stiga hita á land- inu, hlýjustu í innsveitum en sval- ara út við sjóinn, í dag. Á höfuð- borgarsvæðinu má búast við 12-16 stiga hita og léttskýjuðu með hægri breytilegri átt eða hafgolu. Á morgun, hvítasunnudag, er spáð norðaustlægri eða breyti- legri átt með 10 til 22 stiga hita. Hlýjast verður í veðri í upp- sveitum á Suðvesturlandi. Á öðrum í hvítasunnu er útlit fyrir að skýjað verði og dálitlar skúrir. Hitinn verður á bilinu 8 til 15 stig. Bjartviðri á landinu á hvítasunnunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.