Morgunblaðið - 07.06.2014, Page 44
Ísland mætir Bosníu í Saraj-
evo í kvöld í fyrri umspils-
leik þjóðanna um sæti á
heimsmeistaramóti karla í
handbolta sem fram fer í
Katar á næsta ári. Bosnía er
nýr andstæðingur á þessu
sviði en hefur á að skipa
prýðilegum handbolta-
mönnum og þegar allir
sterkustu leikmenn
þjóðarinnar eru með er
liðið óárennilegt. »4
Ísland mætir öfl-
ugu liði í Sarajevo
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 158. DAGUR ÁRSINS 2014
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Aftur kominn með æxli
2. Vilja stöðva HM-útsendingar
3. Kaup Barcelona á Guðjóni Val …
4. Kallar Geir Haarde ræfil
Hugi Guðmundsson tónskáld hlýt-
ur starfslaun listamanna í þrjú ár í
Danmörku, þar sem hann býr og
starfar. Í tilkynningu frá Statens
Kunstfonds Legatudvalg for Musik,
þ.e. stjórn starfslauna tónlistar-
manna, segir að stjórnin sé sannfærð
um að Hugi muni semja fleiri stór-
kostleg tónverk, líkt og hann hafi
gert til þessa á ferli sínum, og því sé
það sönn ánægja að veita honum
starfslaun til þriggja ára.
Morgunblaðið/Ómar
Hugi fær starfslaun
listamanna í þrjú ár
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt en víða hafgola. Sums staðar þokuloft við
ströndina, annars bjartviðri. Hiti 15 til 22 stig í innsveitum en svalara úti við sjóinn.
Á sunnudag (hvítasunnudag) Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og léttskýjað
með köflum, en skýjað austanlands og þokubakkar við norðurströndina. Hiti 10 til 22
stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi. Á mánudag (annan í hvítasunnu) Hæg
austlæg átt, en norðaustan 5-10 m/s á Vestfjörðum. Skýjað og víða lítilsháttar rigning.
Lionel Messi fær sitt þriðja tækifæri
til að bæta heimsmeistaratitlinum á
magnaða afrekaskrá sína. Messi leið-
ir Argentínu sem fyrirliði liðsins í F-
riðli HM í knattspyrnu í Brasilíu þar
sem Argentína er í riðli með Bosníu,
Nígeríu og Íran. Argentínumenn eru
sigurstranglegastir í F-riðlinum og
öfunda sjálfsagt flest lið á HM Arg-
entínu af úrvali framherja. »2-3
Þriðja tækifærið hjá
Lionel Messi
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sig-
urðsson mun leika með spænska
meistaraliðinu Barcelona næstu tvö
árin. Hann kemur frá Kiel í Þýska-
landi og segir spænsku deildina veik-
ari en þá þýsku, en þvertekur fyrir að
hafa verið að leita eftir minna álagi.
„Þó að deildin sé veikari þá er ég
ekki að fara í neitt frí,“ sagði Guð-
jón í viðtali við Morgunblaðið í
dag og segist fullur tilhlökkunar
fyrir nýju umhverfi. »1
Var auðveld ákvörðun
þegar boðið barst
Morgunblaðið kemur næst út
þriðjudaginn 10. júní. Frétta-
þjónusta verður um hvíta-
sunnuhelgina á fréttavef Morg-
unblaðsins, mbl.is. Hægt er að
koma ábendingum um fréttir á
netfangið netfrett@mbl.is.
Þjónustuver áskrifta og aug-
lýsinga er opið í dag, laugar-
dag, frá kl. 8 til 12 en lokað er á
hvítasunnudag og annan í
hvítasunnu. Þjónustuverið
verður opnað aftur á þriðjudag
kl. 7. Sími þjónustuvers er 569-
1122 og netföngin eru askrift-
@mbl.is og augl@mbl.is.
Blaðberaþjónusta er opin í
dag, laugardag, frá kl. 6-12.
Hægt er að bóka dánartilkynn-
ingar á mbl.is. Símanúmer
Morgunblaðsins er 569-1100.
Fréttaþjón-
usta á mbl.is
um helginaGuðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Ég minntist á það að við erum síð-
ustu stúdentarnir sem brautskráð-
ust í konungsríkinu Íslandi,“ sagði
Tryggvi Þorsteinsson læknir, en
hann flutti ávarp fyrir hönd 70 ára
stúdenta við slit Menntaskólans í
Reykjavík fyrir viku.
Tryggvi er níræður, en ber ald-
urinn vel, er ern og hress. Ávarp
hans við skólaslitin fékk góðar und-
irtektir. Tryggi varð ásamt 66 öðr-
um stúdent frá MR 17. júní 1944,
daginn sem Ísland varð lýðveldi.
„Athöfnin var á sal klukkan 10 um
morguninn,“ sagði Tryggvi, „og að
henni lokinni fórum við öll saman til
Þingvalla í skólabílnum, „gamla
Grána“, og vorum viðstödd þegar
lýst var yfir stofnun lýðveldis á Lög-
bergi. Það var úrhellisrigning þenn-
an dag eins og frægt er, en þetta er
manni enn afar minnisstætt. Stundin
var mjög hátíðleg.“ Daginn eftir
tóku stúdentarnir frá MR þátt í
skrúðgöngu í Reykjavík.
Kristján konungur X. var þjóð-
höfðingi Íslands og Danmerkur þeg-
ar Tryggvi var að vaxa úr grasi. En
Íslendingar stefndu ótrauðir að því
að stofna lýðveldi og var það sam-
þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu vorið
1944. Ákveðið var að lýsa yfir stofn-
un lýðveldis á Þingvöllum síðdegis
17. júní, á afmælisdegi Jóns Sigurðs-
sonar forseta. Skólaslit Mennta-
skólans voru fyrir hádegi sama dag
þannig að stúdentarnir sem útskrif-
uðust voru enn þegnar konungsríkis
þegar Pálmi Hannesson rektor af-
henti þeim prófskírteinin.
Stærðfræðidúx
Níu samstúdentar Tryggva voru
viðstaddir skólaslitin í síðustu viku.
Fleiri eru á lífi en áttu ekki heim-
angengt. „Við höldum enn hópinn,“
segir Tryggvi. „Við reynum að hitt-
ast alltaf fyrsta fimmtudag í hverj-
um mánuði, borða saman og rifja
upp liðna tíma.“
Tryggvi varð dúx frá stærð-
fræðideild MR. Eftir stúdentspróf
fór hann í læknanám, lauk embætt-
isprófi 1951 og stundaði síðan fram-
haldsnám í handlækningum í Dan-
mörku og Svíþjóð. Hann varð
þjóðkunnur læknir og minnast
margir hans vafalaust af slysadeild
Borgarspítalans þar sem hann starf-
aði um langt árabil og var meðal
annars yfirlæknir þar. Kona hans er
Hjördís Björnsdóttir.
Ritaði endurminningar
Fyrir nokkrum árum sendi
Tryggvi frá sér endurminningaritið
Á æskuslóðum við Djúp, þar sem
hann segir frá æsku sinni og upp-
vexti í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp.
Þar þjónaði faðir hans, séra Þor-
steinn Jóhannesson, sem prestur um
langa hríð. Þá segir hann frá
menntaskólaárum sínum í Reykja-
vík.
Voru stúdentar konungsríkisins
Morgunblaðið/Ómar
Skólaslit Tryggvi Þorsteinsson læknir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík fyrir sjötíu árum, 17. júní 1944. Hér er hann með nýstúdentum 30.
maí 2014. Ísland var konungsríki þegar Tryggvi setti upp stúdentshúfuna, en lýst var yfir stofnun lýðveldis síðdegis sama dag á Þingvöllum.
Lýðveldið stofnað nokkrum klukku-
tímum eftir brautskráninguna
Menntaskólinn í Reykjavík er
elsti framhaldsskóli landsins.
Hann á rætur að rekja til bisk-
upsstólsins í Skálholti sem
stofnaður var árið 1056. Skól-
inn var fluttur til Reykjavíkur
árið 1786 í hús á Hólavöllum
ofan Suðurgötu. Árið 1805
fékk skólinn inni á Bessastöð-
um og var starfræktur þar uns
nýtt skólahús hafði verið reist
í Reykjavík. Það var stærsta
hús á landinu og þangað var
skólinn fluttur haustið 1846.
Hann nefndist Reykjavíkur
lærði skóli, en frá 1937 heitir
hann Menntaskólinn í Reykja-
vík.
Elsti fram-
haldsskólinn
LÖNG SKÓLASAGA