Morgunblaðið - 07.06.2014, Side 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
Frum-hátíðin, sú níunda í röðinni,
verður haldin í kvöld á Kjarvals-
stöðum. Frum er nútímatónlistar-
hátíð sem kammerhópurinn Adapt-
er stendur að og á hátíðinni í ár
verða dregin fram í dagsljósið
sjaldheyrð eða töpuð verk hinnar
gömlu kynslóðar norrænna tón-
skálda og með þeim flutt ný eða
fundin norræn verk frá deginum í
dag, að því er fram kemur í til-
kynningu.
„Með því að stilla upp hlið við
hlið tveimur tímabilum í sögu nor-
rænnar tónlistar gefst hlustendum
tækifæri til að bera saman og velta
fyrir sér þróun norrænnar tónlist-
ar. Gætu þá vaknað ýmsar spurn-
ingar, svo sem: Hvert er einkenni
tónlistar frá Norðurlöndunum? Er
hún að einhverju leyti frábrugðin
tónlist annars staðar frá? Hvernig
hefur hún þróast? Spurningar sem
örva hlustandann til íhugunar um
norræna og alþjóðlega menningu í
dag,“ segir í tilkynningunni.
Megináhersla Frum-hátíðarinnar
er að kynna meistaraverk nútíma-
tónbókmenntanna fyrir tónlistar-
unnendum og þá verk sem hafa
sett mark sitt á tónlistarsöguna en
eru sjaldan flutt í tónleikahúsum
Reykjavíkur. Á hátíðinni í ár verða
flutt verk eftir tónskáldin Jouni
Hirvelä frá Finnlandi, Bjørn Fon-
gaard frá Noregi, Siegfried Nau-
mann frá Svíþjóð, Þráin Hjálmars-
son og Danina Gunnar Berg og
Simon Loeffler. Finna má efnis-
skrána á vefsíðu Frum: frum-
festival.com.
Adapter skipa Kristjana Helga-
dóttir flautuleikari, Ingólfur Vil-
hjálmsson sem leikur á klarínett,
Gunnhildur Einarsdóttir hörpu-
leikari og Matthias Engler slag-
verksleikari. Adapter sérhæfir sig
í flutningi samtímatónlistar og
vinnur náið með ungum tón-
skáldum og leggur áherslu á að
kynna þau verk 20. aldarinnar sem
þegar eru talin til meistaraverka
samtímatónbókmenntanna. Tón-
leikarnir hefjast kl 20 á Kjarvals-
stöðum og er frítt inn fyrir 16 ára
og yngri.
Adapter Kammerhópinn Adapter skipa Ingólfur Vilhjálmsson, Matthias
Engler, Gunnhildur Einarsdóttir og Kristjana Helgadóttir.
Tapað og fundið á
Kjarvalsstöðum
Frum-hátíðin haldin í níunda sinn
„Þetta er Skúrinn, minnsta menn-
ingarhús landsins, og því hefur verið
komið fyrir hér fyrir framan stærsta
menningarhúsið,“ segir Víkingur
Heiðar Ólafsson píanóleikari við for-
vitinn vegfarenda sem spyr hvaða
fyrirbæri þetta sé.
Skúrinn mun standa fyrir framan
Hörpu meðan á tónlistarhátíðinni
Reykjavik Midsummer Music stend-
ur. Víkingur Heiðar er listrænn
stjórnandi hátíðarinnar, sem haldin
er undir yfirskriftinni „Minimal
Maximal“ dagana 13. til 16. júní.
Í tilefni hátíðarinnar var tveimur
gömlum píanóum komið fyrir í
Skúrnum í gærkvöldi og klukkan 15
í dag kemur Víkingur Heiðar sér þar
fyrir, opnar út á torgið og æfir sig
fyrir allra eyrum. Kaffi verður á
könnunni og vonast hann eftir góðri
stemningu við Skúrinn í dag og
næstu daga. Hann mun meðal ann-
ars æfa hin rómuðu Goldberg-
tilbrigði eftir Bach sem hann flytur á
hátíðinni 13. júní næstkomandi.
„Skúrinn endurspeglar líf
tónlistarmannsins sem vinnur vikum
saman við spartverskar aðstæður,
æfir jafnvel á píanógarma hér og
þar. Mér fannst viðeigandi að gera
hann að æfingaraðstöðu Reykjavik
Midsummer Music 2014,“ segir Vík-
ingur Heiðar. „Ég verð hér eftir há-
degi næstu daga að æfa verkin fyrir
hátíðina og Davíð Þór Jónsson verð-
ur eitthvað með mér, en við flytjum
spunaverk á hátíðinni. Þegar hægt
er höfum við opið út og kaffi á könnu
fyrir gesti og gangandi. Fólk getur
komið, spjallað og hlustað á hátíðina
verða til.“ efi@mbl.is
Víkingur æfir í Skúrnum
Morgunblaðið/Einar Falur
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar verður næstu daga við æfingar í litla menningarhúsinu Skúrnum við Hörpu.
Hópurinn RVK Soundsystem
stendur fyrir reggíveislu í kvöld á
Gamla Gauknum og verður húsið
opnað kl. 21. Reggíveislan er upp-
hitunarteiti fyrir Rototom Suns-
plash, eina stærstu reggíhátíð Evr-
ópu. Á tónleikunum í kvöld koma
fram helstu reggítónlistarmenn Ís-
lands með röppurum og söngv-
urum. Hópur sem stendur fyrir
söfnun til styrktar fórnarlömbum
flóða í Serbíu og Bosníu verður
einnig á svæðinu og tekur við frjáls-
um framlögum.
Á tónleikunum koma fram Ojba
Rasta, Amaba Dama, Cell7, Kött
Grá Pjé, Bragi úr Johnny and the
Rest, Thizone, T.Y. & Djásnið,
Skinny T, Cyppie og RVK
Soundsystem.
Reggísveit Ojba Rasta leikur á Gamla Gauknum í kvöld.
Reggíveisla á
Gamla Gauknum
Morgunblaðið/Golli
L
L
L
16
12
ÍSL
TAL
ÍSL
TAL
★ ★ ★ ★ ★
„Besta íslenska kvikmynd sögunnar!”
Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
OPIÐ ALLA HVÍTASUNNUNA TÍMAR OG TILBOÐ GILDA FRÁ 7. JÚNÍ TIL OG MEÐ 9. JÚNÍ
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
FAULT IN OUR STARS Sýnd kl. 5 - 8 - 10:40
MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 8 - 10:30
VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5 - 8 - 10:40
TÖFRALANDIÐ OZ 2D Sýnd kl. 2 - 4 - 6
TÖFRALANDIÐ OZ 3D Sýnd kl. 2
RÍÓ 2 2D Sýnd kl. 2
14
20.000
manns á aðeins
10 dögum
TÖFRANDI MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
BYGGÐ Á METSÖLUBÓKINNI
SKRIFAÐ Í STJÖRNURNAR
„The Fault in Our Stars
er nánast gallalaus”
- C.P., USA Today