Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014 Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Sumar 14 7. - 14. ágúst Hamborg & Lübeck Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sumarfrí á döfinni? Hér er frábær ferð sem tvinnar saman sögu, menningu og töfrandi náttúrufegurð. Lübeck er sannkölluð perla Norður-Þýskalands „Drottning hafsins og marsipangerðar“. Verð: 189.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Framkvæmd kosninga hér álandi og víðast annars staðar er mjög skiljanleg kjósendum, sem er mikill kostur. Kosninga- svindl er nánast ómögulegt í stórum stíl svo leynt fari sem er þýðingarmikið til að kosningar haldi trúverðugleika sín- um og kjósendur geti treyst því að vilji þeirra hafi náð fram að ganga.    Margt er gott á rafrænu formien kosningar eru ekki þar á meðal. Í samtali Morgunblaðsins í gær við Hauk Arnþórsson, doktor í rafrænni stjórnsýslu, kemur fram að úttekt alþjóðlegs örygg- isteymis á rafrænu kosningakerfi í Eistlandi sé „sennilega dauða- dómur yfir þessu kerfi enda eru athugasemdirnar ansi harkaleg- ar“.    Haukur segir að í úttektinnikomi meðal annars fram að með tölvuárás sé hægt að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga með því að breyta atkvæðum án þess að nokkur ummerki sjáist. Hið al- þjóðlega öryggisteymi mælir með að alfarið verði hætt að nota þetta kerfi í Eistlandi.    Haukur segir einnig að eftir aðtölvunarfræðideild Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum hafi farið yfir rafrænt kerfi sem hannað var þar í landi hafi notk- un þess verið bönnuð og telur hann að íslenska ríkið hafi enga burði til að gera nauðsynlegar ör- yggisúttektir á slíkum kerfum.    Vissulega getur tekið á taug-arnar að bíða í fáeinar klukkustundir eftir niðurstöðu kosninga, en mun þungbærara væri að búa við efasemdir um úr- slitin allt kjörtímabilið. Haukur Arnþórsson Traust kjósenda skiptir mestu STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.6., kl. 18.00 Reykjavík 15 léttskýjað Bolungarvík 11 léttskýjað Akureyri 11 heiðskírt Nuuk 5 skúrir Þórshöfn 12 alskýjað Ósló 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 heiðskírt Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 21 heiðskírt Lúxemborg 26 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 15 skýjað Glasgow 21 léttskýjað London 21 heiðskírt París 27 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 22 heiðskírt Berlín 23 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 25 skýjað Algarve 21 léttskýjað Madríd 30 léttskýjað Barcelona 21 skýjað Mallorca 27 heiðskírt Róm 27 léttskýjað Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 15 léttskýjað Montreal 17 skýjað New York 20 alskýjað Chicago 25 léttskýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:09 23:46 ÍSAFJÖRÐUR 2:10 24:54 SIGLUFJÖRÐUR 1:49 24:41 DJÚPIVOGUR 2:26 23:27 Borist hafa 34.835 formlegar um- sóknir til embættis ríkisskattstjóra frá 53.600 einstaklingum um leið- réttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána. Þá hafa borist 3.924 umsóknir um að ráðstafa séreignarlífeyr- issparnaði inn á fasteignalán. Til viðbótar er 3.851 umsókn þar sem farið hefur verið inn í kerfið en umsókninni ekki lokið. Heimasíða leiðréttingarinnar, leidretting.is, hefur verið heimsótt af tæplega 78 þúsund gestum. Fer vel af stað Skúli Eggert Þórðarson, rík- isskattstjóri, segir skuldaleiðrétt- inguna fara vel af stað. „Umsóknarferlið vegna séreign- arlífeyrissparnaðarins er flóknara ferli þannig að það er eðlilegt að fólk fari þar tvisvar sinnum inn,“ segir Skúli Eggert og bætir við að um- sóknirnar komi frá samtals 100 lönd- um. „Þetta er fólk sem er statt í öðrum löndum eða hefur flutt til annara landa en á rétt á þessum aðgerðum og var á Íslandi 2008-2010,“ segir Skúli. Þann 26. mars síðastliðinn kynnti ríkisstjórnin tvö lagafrumvörp með það að markmiði að lækka húsnæð- isskuldir heimila í landinu og auð- velda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Boðið er upp á tvær leiðir. Annars vegar leiðréttingu höfuðstóls verð- tryggðra húsnæðislána og hins veg- ar skattaafslátt vegna séreignarlíf- eyrissparnaðar. Þeir sem voru með lán, sem upp- fylla kröfur um leiðréttingu en skulda ekki lengur verða ekki út- undan. Þeim verður boðið upp á sér- stakan persónuafslátt, líkt og fram kemur á heimasíðu leiðrétting- arinnar. ash@mbl.is 35 þúsund hafa sótt um leiðréttingu  Umsóknir borist frá 100 löndum Skúli Eggert Þórðarson. Vegagerðin hefur auglýst eftir þátt- takendum í forvali vegna jarðganga undir Húsavíkurhöfða við Húsavík, ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega. Um er að ræða 11 metra breið, 940 metra löng jarðgöng í bergi, styrkingu ganga, rafbúnað þeirra, um 56 metra langa stein- steypta vegskála og um 1,8 kíló- metra langa vegi. Forvalsgögnum á að skila til Vegagerðarinnar í síðasta lagi þriðjudaginn 15. júlí nk. Forvalið er einnig auglýst á Evrópska efnahags- svæðinu. Vegurinn frá Húsavíkurhöfn mun liggja að fyrirhuguðu iðnaðarsvæði á Bakka en þar er m.a. áformað að fyr- irtækið PCC reisi kísilver. Upphaf- lega var ætlunin að vegurinn yrði grafinn í Húsavíkurhöfða utanverð- an. Talsverður halli hefði orðið á þeim vegi, ekki síst upp af höfninni, og miklar bergskeringar. Varð því niðurstaðan að hluti veg- arins yrði í jarðgöngum. Jarðgöngin eru talin draga úr umhverfisraski og sjónmengun. Vegagerðin telur fram- kvæmdina hafa það lítil áhrif á um- hverfið að ekki sé ástæða til að láta gera formlegt umhverfismat. Kostnaður við verkið var í upphafi áætlaður um tveir milljarðar króna en hann mun verða meiri vegna þeirrar lausnar sem valin var. sisi@mbl.is Forval fyrir göng  Vegagerðin auglýsir eftir þátttak- endum vegna jarðganga við Bakka Kröfu Kims Gram Laursen um að þrjár dætur hans og Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur verði af- hentar úr umráðum Barnavernd- arnefndar Reykjavíkur var hafn- að í Hæstarétti af tæknilegum ástæðum í gær. Laursen krafðist þess að fá dætur sínar afhentar með beinni aðfarargerð á grundvelli laga um viðurkenningu og fullnustu er- lendra ákvarðana um forsjá barna. Henni var beint að barna- verndarnefnd sem Laursen kvað hafa umsjón með börnunum. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ákvæði barnaverndarlaga leiddu ekki sjálfkrafa til þess að barnavernd- arnefnd ætti aðild að máli á grundvelli þeirra laga sem Laur- sen vísaði til. Samkvæmt lögum ætti hann að beina kröfu sinni að ömmu stúlknanna en fyrir lá að þær væru í umsjá hennar hér á landi. Því var kröfu Laursens um að fá dætur sínar afhentar hafnað. Hæstiréttur hafnar kröfu föðurins um að fá dæturnar til Danmerkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.