Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Það þarf að búa ólíkum útgerðar-
flokkum þau skilyrði að þeir geti lifað.
Ef við sköpum ekki ákveðið svigrúm
fyrir útgerð frystitogara töpum við
mörkuðum og til lengri tíma sköpum
við meiri áhættu í rekstrinum.“ Þetta
segir Kolbeinn Árnason, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, um breytingar á
togaraflotanum, en frystiskipum hefur
fækkað síðustu misseri. Hann segir að
enn sé áhugi á útgerð frystitogara og
ýmsir séu að velta
fyrir sér nýsmíði,
en þá þurfi að
skapa þessari
grein betri skilyrði.
Kolbeinn segir
erfitt um vik og
nefnir þrennt sem
hafi veikt stöðu út-
gerðar frystitog-
ara. Samnings-
bundinn launa-
kostnaður sé hár, afurðaverð hafi árin
2012 og 2013 lækkað meira í sjófryst-
um afurðum en mörgum öðrum teg-
undum og loks hitti há veiðigjöld þá
fyrst fyrir sem séu í þeirri stöðu að
annar rekstrarkostnaður sé hár
samanborið við tekjur.
„Þetta kallar á hagræðingu og á
meðan menn eiga ekki möguleika á að
laga launahlutfallið þannig að útgerð
frystitogara verði samkeppnishæf eru
líkur til þess að þessi hagræðing leiti í
aðra útgerðarflokka eins og dæmin
sanna,“ segir Kolbeinn.
Skekkir myndina
Launagreiðslur í flotanum byggjast
á hlutaskiptakerfi þar sem hver skip-
verji fær ákveðinn hlut af aflaverð-
mæti. „Á frystitogurunum er miðað
við 26 manns í áhöfn og við hvern
mann sem þú fjölgar í áhöfn hækka
launagreiðslur útgerðar um 0,5%,“
segir Kolbeinn.
„Fullkomið frystiskip kostar
kannski sex milljarða og til að geta
sinnt vöruþróun og fullnýtingu aflans
þyrfti það að vera búið dýrum og full-
komnum tækjum. Með þessari miklu
fjárfestingu og frekari vinnslu afurða
um borð þyrfti fleiri í áhöfn með aukn-
um launakostnaði. Útgerðin þyrfti því
að taka enn hærra hlutfall af verð-
mætaaukningunni til að greiða í laun.
Fjárfestingin ein og sér ætti að skila
öllum aðilum auknum tekjum, en
hlutaskiptakerfið skekkir þessa mynd
og hækkar það hlutfall sem fer til sjó-
manna.
Launahlutfallið á frystiskipunum er
nú 40-42%, en á öðrum skipum í flot-
anum að jafnaði 36-38%. Þessi 4-6%
skipta gríðarlega miklu máli í út-
gerðarkostnaði og gera þessa tegund
útgerðar óhagkvæmari en til að
mynda útgerð ísfisktogara. Þegar við
þetta bætist svo enn meiri kostnaður
komi til fjölgunar í áhöfn er ljóst að
þróun í þessum geira er torveld.
Laun sjómanna eru beintengd
gengisþróun í gegnum afurðaverð og
með tilliti til launakerfa og gengis-
mála er vinnsla í landi hagkvæmari
en úti á sjó.
Við höfum átt í viðræðum við sjó-
menn um að auka sveigjanleikann
þegar kemur að mönnun á þessum
skipum. Hugsunin er sú að gera
mönnum kleift að fjárfesta í frystitog-
urum án þess að launakostnaður auk-
ist mikið hlutfallslega. Uppsetning á
svona kerfi er flókin en gagnvart sjó-
mönnum hillir undir samkomulag
sem eykur sveigjanleika með því að
draga úr hækkun á hlutfalli launa við
fjölgun í áhöfn,“ segir Kolbeinn.
„Þetta leysir í sjálfu sér ekki þann
vanda sem launakerfið skapar, enda
launahlutfallið of hátt eins og er, en
kemur þó að einhverju leyti til móts
við það sjónarmið að núverandi kerfi
komi í veg fyrir þróun í þessum
geira.“
Hann segir að verð fyrir sjófrystar
afurðir hafi tekið við sér á síðustu vik-
um eftir að hafa lækkað um 14% árin
2012 og 2013. Það breyti því hins veg-
ar ekki að vöruþróun hafi setið á hak-
anum í frystiskipunum á sama tíma
og mikil þróun hafi átt sér stað í land-
vinnslu og þar hafi nýting á fisknum
aukist mikið og fullvinnslu afurða
fleygt fram.
Vöruþróun og betur
borgandi markaðir
„Lækkun á sjófrystum afurðum
hefur að hluta til orðið vegna þess að
menn hafa lítið getað sinnt vöruþróun
vegna kjarasamninga og í framhald-
inu að einhverju leyti vegna lögmáls-
ins um framboð og eftirspurn. Fersk-
fiskmarkaður fyrir ákveðnar afurðir
frá Íslandi hefur eflst með vöruþróun
og fyrirtækin hafa komist inn á og þró-
að nýja og betur borgandi markaði,“
segir Kolbeinn.
Hann segir að aðstæður fyrirtækja
sem hafa breytt, selt eða lagt frysti-
togurum á síðustu misserum séu mjög
mismunandi en flest séu skipin komin
til ára sinna. Útgerðir sem hafi gert út
frystitogara séu flest sterk fyrirtæki
en einingum innan þeirra sé að sjálf-
sögðu stjórnað með þeim hætti að leita
að sem mestri hagræðingu, sem hafi
leitt til þess í mörgum tilfellum að
menn hafi annaðhvort selt frystitog-
arana eða breytt þeim í ísfisktogara.
Frystitogarar sækja oft á fjarlægari
mið með miklum olíukostnaði og oft
draga þeir stór trollin á miklu dýpi.
Síðustu ár hefur fiskgengd og veiðan-
leiki aukist á miðum nær landi. Það
hefur haft í för með sér að útgerðir
hafa fækkað skipum og veiðiferðir
hafa orðið styttri. Slíkt auðveldar
vinnslu í landi og eykur gæði afurða.
Fjölbreytni og sveigjanleiki
„Hið jákvæða í þessu er að greinin
er mjög kraftmikil og fljót að bregðast
við ef þörf er á breytingum. Það nei-
kvæða er ef þættir eins og launakerfi
og veiðigjöld eru farin að stýra útgerð-
inni en ekki eiginlegir hagfræðilegir
þættir.
Vegna launakerfis koma veiðigjöld-
in verr niður á þeim sem eru í útgerð
frystitogara. Veiðigjöld og önnur opin-
ber gjöld og álagning á atvinnulífið
hafa alltaf áhrif og hitta þá fyrst sem
eru viðkvæmastir fyrir, þannig að
menn eru nauðbeygðir til að breyta og
laga sig að þessum greiðslum. Það
breytir því ekki að fjölbreytni og
sveigjanleiki í útgerðinni er af hinu
góða því aðstæður eru fljótar að breyt-
ast,“ segir Kolbeinn Árnason.
Skapa þarf eðlileg skilyrði
Launakerfi, lægra afurðaverð og veiðigjöld hafa veikt útgerð frystitogara Líkur á að hagræð-
ing leiti í aðra útgerðarflokka eins og dæmin sanna Greinin kraftmikil og fljót að bregðast við
Frystiskipin 19 og aldur þeirra
Skip Smíðaár
Kleifaberg ÓF 2 1974
Guðmundur í Nesi 2000
Brimnes RE 27 2002
Málmey SK 1 1987
Arnar HU 1 1986
Höfrungur III AK 250 1988
Þerney RE 101 1992
Örfirisey RE 4 1988
Júlíus Geirmundsson ÍS 270 1989
Baldvin Njálsson GK 400 1990
Skip Smíðaár
Mánaberg ÓF 42 1972
Sigurbjörg ÓF 1 1979
Snæfell EA 310 1968
Björgvin EA 311 1988
Barði NK 120 1989
Gnúpur GK 11 1981
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 1988
Freri RE 73 1973
Vigri RE 71 1992
Kolbeinn Árnason
Mest voru 35 frystitogarar gerðir
út frá Íslandi en nú eru 19 frysti-
togarar á skipaskrá. Tvö frysti-
skipanna eru smíðuð á þessari
öld og gerir Brim hf. þau bæði
út, en hin skipin eru smíðuð fyrir
eða um 1990. Tekið skal fram að
sum frystiskipanna eru jafnframt
á ísfiski.
Í september árið 1992 var
fjallað um frystitogaravæðinguna
í forystugrein í Morgunblaðinu.
Vitnað var til sjónarmiða Vest-
firðinga í fréttaskýringum í
blaðinu dagana á undan, en í
leiðaranum sagði meðal annars
undir fyrirsögninni: Er frystitog-
aravæðing að hlaupa með okkur í
gönur?
Nauðvörn fyrirtækjanna
„Útgerðarmenn, sjómenn og
sveitarstjórnarmenn á Vest-
fjörðum hafa sagt að sú frysti-
togaravæðing sem nú á sér stað
um land allt sé nauðvörn fyr-
irtækjanna til þess að lifa af
minnkandi afla og versnandi
rekstrarumhverfi … Það hlýtur að
vera mikill uggur í íbúum þorp-
anna, sem nú ráðast hvert af
öðru í frystitogaravæðingu.
Landverkafólk horfir upp á að at-
vinna þess er í stórum stíl flutt
út á sjó, án þess að það fái nokk-
uð að gert og án þess að það
hafi í önnur hús að venda hvað
atvinnu varðar.“
Fjölbreytni nauðsyn
Kolbeinn Árnason var spurður
hvort nú væri búið að snúa þess-
ari þróun við: „Í sjálfu sér sýna
þessi sjónarmið mér aðeins
hversu mikilvæg fjölbreytni í út-
gerð er og að hafa ekki öll eggin
í sömu körfunni. Ekki nú frekar
en fyrir um 30 árum.
Það er ekki gott ef ein grein
leggst alveg af og ég hef reyndar
enga trú á því að svo verði. Út-
gerðarmenn eru að skoða alla
hluti og það er ýmislegt í gangi,
en það er fyrirtækjanna sjálfra að
svara til um það. Það þarf hins
vegar að skapa eðlileg skilyrði
fyrir þessa atvinnugrein eins og
aðrar.“
Færri frystiskip og
flest farin að eldast
TITRINGUR VEGNA FJÖLDA FRYSTISKIPA FYRIR 20 ÁRUM
Óhætt er að segja að lifna muni yfir
Hreðavatnsskála í kvöld en þá mun
hljómsveitin Skítamórall leika fyrir
dansi. Lítið hefur farið fyrir svoköll-
uðum sveitaböllum undanfarin ár og
flestir myndu eflaust segja að sú
menning væri liðin undir lok. Daníel
Kjartan Jónsson, eigandi skálans,
telur svo ekki vera. „Síður en svo, ef
marka má þá stemningu sem við höf-
um fundið fyrir á samfélagsmiðlum,“
segir hann. „Við héldum ball í fyrra
með Ingó og Veðurguðunum við
mjög góðar undirtektir,“ segir Daní-
el en bætir við að ætlunin sé ekki að
halda ball aðeins einu sinni á ári.
„Við erum á tali við fleiri hljóm-
sveitir og stefnum á að halda fleiri
böll í sumar.“
Daníel tók við skálanum í byrjun
árs 2013 og lagði mikla vinnu í að
færa hann til fyrra horfs. Nú rekur
hann bæði gisti- og veitingaþjónustu
á staðnum. „Við þjónum auðvitað
þeim sem staldra við og fá sér vega-
nesti en okkur er líka kappsmál að
bjóða upp á gómsætan mat og góða
gistingu.“ Aðspurður hvort dans-
leikurinn muni ekki angra erlenda
ferðalanga segist Daníel ekki óttast
það. „Við höfum bara fengið jákvæð
viðbrögð við ballinu, gestir okkar
eru mjög forvitnir um þennan við-
burð.“ sh@mbl.is
Sveitaböllin ekki dauð úr öllum æðum
Ljósmynd/Daníel Kjartan Jónsson
Hreðavatnsskáli Ljóst er að skálinn tekur við fjölmörgum gestum í kvöld.
Dansleikur í
Hreðavatnsskála
Biskup Íslands, Agnes Sigurð-
ardóttir, hefur skipað séra Bryn-
dísi Valbjarnardóttur í embætti
sóknarprests Skagastrandar-
prestakalls í Húnavatns- og
Skagafjarðarprófastsdæmi. Frest-
ur til að sækja um embættið rann
út 6. maí síðastliðinn. Fjórir um-
sækjendur voru um embættið.
Einn dró umsókn sína til baka.
Embættið veitist frá 1. ágúst næst-
komandi.
Þá hefur biskup ákveðið að
skipa séra Þorgeir Arason í emb-
ætti sóknarprests Egilsstaða-
prestakalls og Ólöfu Margréti
Snorradóttur guðfræðing í emb-
ætti prests í prestakallinu. Frestur
til að sækja um embættin rann út
15. apríl síðastliðinn. Tveir um-
sækjendur voru um embætti sókn-
arprests og fjórir um embætti
prests.
Biskup skipar
þrjá presta
í embætti