Morgunblaðið - 07.06.2014, Side 40

Morgunblaðið - 07.06.2014, Side 40
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Vitiði, ég ætlaði ekkert aðhlusta á þessa nýju plötuWhite. Ákvað að nenna því ekki. Eina sólóplatan hans til þessa, Blunderbuss (2012), var ekki skemmtileg, hljómaði eins og af- gangsefni og lítt innblásin að því er virtist. Þannig að ég ákvað að spara mér tíma. Svo fékk ég sms frá góðvini mínum í gær þar sem hann mærði Lazaretto, aðra sóló- plötu White – sem út kemur á mánudaginn – og ég ákvað því að gefa henni eins og einn snúning, aðallega þá til að gefa vini mínum viðgjöf. Það sem átti svo að verða nokkur orð í sms-i snerist upp í heldur lengri tölvupóst þar sem ég lýsti yfir mikilli ánægju með þetta verk White. Ég átti ekki von á þessu. En vel gert, Jack. Þú átt skilið pistil. Brokkgengur Ég hef reyndar alltaf verið hrifinn af White og hans vinnu (og hann „vinnur“ mikil ósköp, sei sei já…) en ég teldist þó seint vera aðdáandi. Ég er meira forvitinn eða áhugasamur um þennan mann og hef alltaf annað augað (jafnvel eyrað) á því sem hann er að gera. Það er bara eitthvað við allan pakkann sem heillar; umslags- hönnun, vinna hans með öðrum, hugmyndir hans og afstaða um hvernig beri að haga upptökum og Upp frá dauðum? Meistari Tilfinningalegt umrót liggur rækilega undir Lazaretto, annarri sólóplötu Jacks White útgáfum o.s.frv. Og tónlistin líka auðvitað, sem er þó brokkgeng á köflum. Raconteurs er t.d. snilld en Dead Weather ekki. White Stripes, jú, en ég er farinn að hallast að því að Get Behind Me Satan sé uppá- haldið mitt þar. Eldri plöturnar eru of einfaldar (ég tek við reiði- póstum í gegnum netfangið hér að ofan). Undanfarið hefur maður þó horft í mestri forundran á alla þá glæsilegu starfsemi sem White hef- ur verið að keyra í gegnum útgáfu sínu Third Man Records en sú at- hafnasemi öll er efni í heila grein. Ég þarf að einbeita mér að Laza- retto nú, þið verðið bara að „gúgla“ þetta. (Ég verð þó að nefna tvennt: White gefur út nýj- ustu plötu Neil Young, sem var tekin upp í Voice-o-Graph víny- lupptökuklefa frá 1947 og sérstök vínylútgáfa af Lazaretto skartar m.a. heilmynd og rákirnar eru þannig að armurinn gengur út frá plötunni en ekki inn að miðju). Umrót Margt hefur á daga White drifið síðan Blunderbuss kom út, blóðugur (bókstaflega) skilnaður og þá hefur hann verið að tala hressilega niður til manns og ann- ars að undanförnu; m.a. hefur Dan Auerbach úr Black Keys og Meg White, fyrrverandi félagi hans í White Stripes og fyrrverandi eig- inkona einnig, fengið að finna fyrir því. Margir eru á því að þetta um- rót allt hafi leitað út í plötuna nýju og í henni sé ákefð og innblástur sem hafi sárlega vantað á Blunder- buss. Ég var ekki sannfærður en oft er það mannlegi þátturinn sem kemur manni yfir þröskuldinn. Sms-ið góða leiddi mig því hingað inn og ég get staðfest þetta með umrótið. Hinir miklu vinir list- arinnar – þessar tilfinningar sem við viljum aldrei upplifa (en losnum þó aldrei undan); sársauki, óör- yggi, vonleysi og tómlæti – koma hér sterkar inn. En um leið finnur maður tilfinnanlega fyrir því að hér heldur mikill meistari um spaðana, listamaður sem veit upp á hár hvernig framleiða skuli slíkt „stöff“. Er það vel. » Það er bara eitt-hvað við allan pakk- ann sem heillar; um- slagshönnun, vinna hans með öðrum, hugmyndir hans og afstaða um hvernig beri að haga upptökum og útgáfum o.s.frv.  Lazaretto er önnur sólóplata Jacks White  Drengurinn er hamhleypa til verka, svo mikið er víst 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014 » Flugrákir, verk eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, var flutt í háloftunum íblíðskaparveðri í gær yfir Kollafirði af tveimur listflugvélum og sást verkið hvað best frá Sólfarinu við Sæbraut þar sem fólk safnaðist saman til að horfa á. Listflugmenn teiknuðu form innblásið af bylgjum guðseindarinnar og Kvenna- kórinn Katla túlkaði flugið samtímis með söng sem var útvarpað á Rás 1. Tvær listflugvélar teiknuðu lokaverk Listahátíðar í Reykjavík við söng Kvennakórsins Kötlu Sólfarið Flugrákirnar í háloftunum teiknuðu form innblásið af bylgjum. Horft til himins Útsýnið var flott. Gleði Hanna Styrmisdóttir, stjórnandi Listahátíðar klappar Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur lof í lófa. Tvær listflugvélar Varla var hægt að fá betra veður til listflugs en í gær. Morgunblaðið/Eggert Áhorfendur Fjölmennt var við Sæbrautina að voru áhorfendur ánægðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.