Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014 Handunnir íslenskir skartgripir úr silfri LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Verð 25.500,- Verð 25.600,- Verð 24.500,- Verð 19.100,- Verð 14.800,- Verð 34.900,- Verð 29.900,- Verð 25.700,- Verð 25.700,- Verð 17.900,- Verð 18.900,- Verð 17.900,- Verð 18.900,- Verð 24.900,- Verð 17.900,- Verð 25.700,- Verð 19.900,- Verð 14.800,- ● Eysteinn Helga- son hefur óskað eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Kaupáss. Eysteinn hefur starfað hjá Kaupási frá árinu 2003, þar af sem framkvæmdastjóri síðastliðin átta ár. Undir Kaupás heyra matvöruverslanir Nóatúns, Krónunnar og Kjarvals. Eig- endaskipti urðu á Kaupási í febrúar þegar eignarhaldsfélagið Festi keypti stóran hluta innlendra eigna Norvik. Í samtali við Morgunblaðið segir Eysteinn að samstarf hans við nýja eigendur hafi verið eins og best verð- ur á kosið og hafi þeir óskað eftir að hann gegndi starfi framkvæmdastjóra til september á næsta ári. Hann telji hins vegar ekki sjálfgefið að hann sé besti maðurinn til að hrinda í fram- kvæmd sóknarhugmyndum nýrra eig- enda og því hafi hann að vandlega ígrunduðu máli ákveðið að hraða starfslokum til 1. júlí næstkomandi. Segist hann hreykinn af því góða starfi sem starfsfólk Kaupáss hafi skilað á undanförnum árum og óskar nýjum eigendum og sjórnendum alls hins besta. Eysteinn lætur af störfum hjá Kaupási Eysteinn Helgason ● Farþegum Icelandair í millilandaflugi heldur áfram að fjölga, en þeir voru 14% fleiri í maí en á sama tíma árið áð- ur. Farþegum í innanlandsflugi heldur aftur á móti áfram að fækka. Her- bergjanýting félagsins jókst um átta prósentustig milli ára, segir í tilkynn- ingu. Í maí flutti félagið 219 þúsund far- þega í millilandaflugi og var fram- boðsaukning í sætiskílómetrum um 18%. Sætanýting var 77,1% og dróst saman um 1,6 prósentustig á milli ára. Fella þurfti niður 92 ferðir og breyta um 12 þúsund bókunum vegna aðgerða flugmanna í mánuðinum. Farþegar í innanlandsflugi og Græn- landsflugi voru um 24 þúsund í maí, það er fækkun um 5% á milli ára. Fram- boð félagsins í maí var dregið saman um 5% samanborið við fyrra ár. Sæta- nýting nam 70,8% og dróst saman um 0,7 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 38% á milli ára. Fraktflutn- ingar í áætlunarflugi drógust saman um 5% frá því á síðasta ári, má rekja það til aðgerða flugmanna. Seldum gistinótt- um á hótelum félagsins fjölgaði um 12% miðað við maí 2013. Herbergjanýt- ing var 80,1% en hún nam 72,1% í maí í fyrra. Farþegum Icelandair fjölgaði um 14% í maí Stuttar fréttir ...                                     !  " # $#! " $ !# #$ #  " $ %!% &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 #"$ "$$  # # ! ! """$ !!# #!#  # $"$ %$   #  % # !!! " $ # #!!$  %# $ %## # %$"# Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Notendum QuizUp-spurningaleiks- ins frá Plain Vanilla hefur fjölgað um 100 þúsund á viku að jafnaði undanfarnar vikur og hafa nú 20 milljónir manna í 230 löndum sótt sér leikinn. QuizUp var fyrst gefinn út í nóv- ember síðastliðnum fyrir iOS- stýrikerfið. Notendum spurninga- leiksins hefur fjölgað hratt síðan þá og í mars varð leikurinn einnig fá- anlegur fyrir Android-stýrikerfi. Frá útgáfu leiksins hafa leikmenn spilað yfir 2 milljarða leikja, eða um 6 milljón leiki á dag. Í QuizUp er að finna yfir 220 þúsund spurningar í rúmlega 400 flokkum. Í fyrsta sæti á Spáni Plain Vanilla hefur nú gefið út Qui- zUp á þýsku og spænsku, en þar geta notendur svarað spurningum í leiknum á sínu eigin móðurmáli og keppt við spilara sem svara sömu spurningum á ensku. Leikurinn á spænsku sat um tíma í efsta sæti í App Store á Spáni fyrir ókeypis leiki en situr nú í þrettánda sæti. Um þessar mundir er unnið er að því að þýða leikinn yfir á fleiri tungumál, þar á meðal á kínversku, og aðlaga hann enn frekar ólíkum löndum. „Síðastliðið hálft ár hefur verið mikið ævintýri,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, í tilkynningu frá félaginu. „Leikurinn hefur vaxið hraðar en við þorðum nokkurn tím- ann að vona og það er ótrúlegt að vita til þess að yfir 20 milljónir manna hafi sótt sér leikinn.“ QuizUp yfir 20 milljónir Morgunblaðið/Ómar QuizUp Þorsteinn Friðriksson segir siðastliðið hálft ár ævintýri líkast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.