Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 1
Stofnað 1913  133. tölublað  102. árgangur  L A U G A R D A G U R 7. J Ú N Í 2 0 1 4 VA 5HUGMYNDIRAÐ HOLLUNESTI * Einfalt,bragðgott ennæringarríktnesti fyrir börnin í SUNNUDAGUR BJÖRG LÉT GESTI SÍNASJÁ UM MATSELD SAMSTÆÐUR ERUTÖFF ÍSLAND ER GÓSEN-LAND KYLFINGSINS FJÁRMÁL 44 MATUR 32 TÍSKA 42 GOLFVELLIR 22 SKELLTU ÞÉRTILÚTLANDA FYRIR SLIKK 8. JÚNÍ 2014 GÐIR Í TEXAS Í BANDARÍKJUNUM. GUÐJÓN ER NÚ ORÐINN BANDARÍSKUR RÍKIS- BORGARI OG GAF ÚT BÓK UM ÞAÐ FERLI 48 ÓTRÚLEGATBURÐARÁS Dýr 0% kortalán Morgunblaðið/Ómar Í sól og sumaryl Börnin fögnuðu sólinni og hitanum í Nauthólsvík í gær og sulluðu kát í sjónum. Áframhaldandi blíðu er spáð á öllu landinu í dag. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hiti fór yfir tuttugu stig á nokkrum stöðum á landinu í gær. Hæstur mældist hann í Húsafelli, 21,1 stig, þá fór hann í um 21 stig á tveimur stöð- um í uppsveitum Árnessýslu, við Bræðratungu- veg og í Árnesi. Hlýjast var sunnanlands í gær en hiti náði þó 16 stigum á Norðausturlandi. Svalara var við ströndina, t.d. náði hitinn ekki 10 stigum við Húnaflóa. Búist er við svipuðu veðri á landinu í dag, heitast verður inn til landsins, í uppsveitum Árnessýslu og innsveitum norðanlands. Þó að hitinn hafi náð tuttugu stigum í gær voru slíkar hitatölur seinna á ferðinni þetta árið en undanfarin ár. Hitinn komst fyrst upp í 20 stig á landinu á fimmtudaginn og er það um hálfum mánuði seinna en síðustu ár. Á tímabilinu frá 1995 til 2009 er meðaltalsdagsetningin 23. maí sem hit- inn fór fyrst upp í 20 stig á árinu. En ef tímabilið frá 1949 til 2009 er tekið á mönnuðum stöðvum er meðaltalsdagsetningin 5. júní, eins og var í ár. Vorleysingar á hálendinu eru miklar núna í hlýjunni og rennsli í ám því nokkurt, sérstaklega á Norðausturlandi og Austurlandi. Búist er við að hlýindin um helgina auki rennslið enn frekar. Staðan á miðlunarlónum Landsvirkjunar batnar nú hratt vegna vorflóðanna. Langt er þó í að lónin fyllist og ekki víst að þau nái öll að fyllast vegna lágrar vatnsstöðu í vor eftir kaldan vetur. »4 og 6 Sumarblíða um allt land  Hiti fór yfir 20 stig á nokkrum stöðum  Heitast í innsveitum  Spáð jafn góðu í dag  20 stiga hiti seinna á ferðinni þetta árið en síðustu ár  Staða lóna lagast Í HEIÐURSFÉLAGI MEÐ FYRRVERANDI FORSETUM SAMTÍÐAR- PORTRETT Á AKUREYRI ALLIR MIÐLAR UNDIR 38STÆRÐFRÆÐINGUR ÚR MIT 2 Kjartan Kjartansson Ómar Friðriksson Frá því að lota kjarasamninga hófst síðasta haust á almenna og opinbera vinnumarkaðinum, hafa verið gerðir hátt í 150 kjarasamn- ingar, bæði með og án milligöngu ríkissáttasemjara. Að sögn Þorsteins Víglundsson- ar, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, má ætla að búið sé að semja við 98–99% alls vinnumark- aðarins, þ.e. þeirra sem voru á ann- að borð með lausa samninga. „Langstærsti hluti þessara samninga er innan þess ramma sem lagt var upp með ef litið er á fjölda launamanna. Við einsettum okkur að kostnaðarhækkanir vegna kjarasamninga væru innan við 4% á ári til þess að valda ekki verð- bólgu,“ segir Þorsteinn. Verðbólg- an hefur verið lítil að undanförnu og segir Þorsteinn ýmislegt benda til þess að hún fari ekki yfir verð- bólgumarkmið Seðlabankans á næstu mánuðum. ,,Stærsta áskor- unin fram á veginn er næsta samn- ingalota með ASÍ, sem hefur lýst því yfir að þetta hafi mistekist en við erum ekki sammála þeirri túlk- un. Um það verður rætt þegar næsta lota hefst fyrir alvöru,“ segir hann. „Þetta er með meira móti“ Í fyrra var tólf málum skotið til Ríkissáttasemjara en frá áramót- um hafa 40 mál verið skráð hjá embættinu. „Við höfum ekki verið atvinnulaus. Það er alveg á hreinu. Það má segja sem svo að þetta er með meira móti. Í því felast engar ýkjur,“ segir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari. Annríkið í gerð kjarasamninga helgaðist af því að stutt leið á milli þess að samningar á bæði almenna og opinbera markaðnum runnu út. Samningur var gerður fyrir veru- lega stóran hluta almenna mark- aðarins 21. desember en aðeins hluti þeirra félaga sem áttu aðild að honum samþykkti hann. Jan- úarmánuður var afar annasamur þegar reynt var að semja að nýju fyrir þessi félög og beint í kjölfarið tóku við viðræður á opinbera mark- aðnum. Deilumálunum er nú farið að fækka en á meðal þeirra sem enn eiga eftir að semja eru leik- skólakennarar, flugvirkjar og skólastjórnendur í grunnskólunum. 99% með nýja samninga  Gengið hefur verið frá hátt í 150 kjarasamningum  Langflestir innan þess ramma sem lagt var upp með, segir framkvæmdastjóri SA  52 sáttamál skráð  Vaxtalaus lán eru ekki ókeypis og það getur borgað sig fyr- ir neytendur að freista þess að fá yf- irdráttarlán frekar en að skipta greiðslum á kreditkort. Ekki er þó hlaupið að því að bera saman ólík neytendalán þar sem kostnaður kemur ýmist fram sem vextir, lán- tökugjald, greiðslugjald eða blanda af þessu öllu. Ný lög um neytendalán áttu að tryggja bætta upplýsingagjöf til neytenda um kostnað við lántöku, en Neytendastofa fékk ekkert fé til að fylgja löggjöfinni eftir. Margt er óljóst og stofnunin fær fjölda fyrir- spurna frá lánveitendum um hvern- ig eigi að birta neytendum lögboðn- ar upplýsingar. Sunnudagsblaðið gerði samanburð á ólíkum neyt- endalánum. Óljósir lánakostir  Fyrstu fimm mán- uði ársins hefur sala neftóbaks aukist um tæp 37%. Þá hefur sala vindlinga aukist um sex prósent en undir þann flokk falla sígarettur. Sömuleiðis hefur sala reyktóbaks aukist um þrjú prósent. Viðar Jens- son, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, segist vilja taka þessum tölum með fyrirvara. „Þessar nýju tölur hafa vakið at- hygli okkar en þó viljum við helst sjá tölur fyrir lengra tímabil áður en við förum að bregðast við. Þetta er þó úr takti við þróun síðustu ára þar sem reykingar hafa farið minnkandi,“ segir Viðar. »12 Aukin sala á tóbaki það sem af er ári  Þétt umferð var út úr höfuðborg- inni í gær við upphaf fyrstu stóru ferðahelgar sumarsins. Veðurspáin er góð og frídagur er á mánudag svo margir nýttu tækifærið til að bregða sér út úr bænum í sumar- bústað eða útilegu. Að sögn lögreglunnar bæði á Sel- fossi og í Borgarnesi virtust margir hafa tekið forskot á sæluna því um- ferðin byrjaði að þyngjast í um- dæmum þeirra þegar upp úr há- degi. Þrátt fyrir að margir hafi verið á ferðinni á þjóðveginum gekk um- ferðin að mestu án óhappa. Eitt minniháttar óhapp varð í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi og þá voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs. Morgunblaðið/Ómar Ferðalag Talsverð umferð var eftir Vest- urlandsvegi um kvöldmatarleytið í gær. Fyrsta ferðahelgin fór vel af stað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.