Morgunblaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
Vinnuskúr til sölu
„KAFFIHÚSIГ
• Einangaður og klæddur
að innan.
• Dúkur á gólfum
• Ofnar, hitaveitugrind
og rafmagnstafla
• Eldhús með vaski og ískáp
• Salernisaðstaða og
handlaug
• Geymsla
• Stærð: 21 m2 - 6m x 3.55m
Húsið er hefur verið notað sem vinnuskúr og er í mjög góðu
ástandi. Auðvelt er að breyta því í gestahús, sumarhús eða
hnakkageymslu fyrir hestaleigu. Verðhugmynd kr. 1.990.000 eða
hæsta tilboð.
Uppl í síma 6988000. Húsið er í Garðabæ.
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaísland
*Niðurstöður vísindalegra rannsókna (Derma Concept GmbH) Þéttleiki húðarinnar
jókst um 35% eftir 28 daga notkun með Birki Cellolite olíunni og Birkisafanum og
mýkt húðarinnar varð 21% meiri.
Meðhöndlaðu appelsínuhúðina heildrænt
Að innan frá með Birkisafanum og utanfrá með Birki Scrub og Birki Cellolite olíunni
Birki Cellolite olían hjálpar til við að draga úr og koma í veg fyrir appelsínuhúð*
- í samhljómi við mann og náttúru, www.weleda.is
Útsölustaðir Weleda er heilsuverslanir og apótek.
Sigur Guðmundar Kjartanssonar í
landsliðsflokki á Skákþingi Íslands
sem lauk um síðustu helgi virtist
kom sumum á óvart, einkum þeim
sem horfa á elo-stig sem nánast
óbrigðulan mælikvarða. Þeir sem
hafa verið að fylgjast með Guðmundi
undanfarin misseri vita að hann má
vera hagsýnni í ákvörðunum. Þar
hefur hann enn verk að vinna en á
Íslandsmótinu voru þessir þættir
ekki vandamál. Guðmundur tefldi
best allra og sigurinn var sanngjarn
og hefði getað orðið stærri; í loka-
umferðinni var hann peði yfir í enda-
tafli og hafði allar forsendur til að
halda áfram skákinni við Hjörvar
Stein Grétarsson. En með jafntefli
sló hann tvær flugur í einu höggi;
varð Íslandsmeistari og samhliða
datt inn áfangi að stórmeistaratitli.
Lokastaðan var þessi:
1. Guðmundur Kjartansson 6 ½ v.
(af 9) 2.-3. Héðinn Steingrímsson og
Hannes Hlífar Stefánsson 5 ½ v. 4. –
5. Þröstur Þórhallsson og Henrik
Danielsen 5 v. 6. Hjörvar Steinn
Grétarsson 7. Helgi Áss Grétarsson
5 v. 8. – 9. Bragi Þorfinnsson og Ein-
ar Hjalti Jensson 3 ½ v. 10. Guð-
mundur Gíslason 2 v.
Henrik Danielsen tefldi betur en
vinningatalan segir til um. Hannes
og Héðinn reyna of oft að fá vinn-
inga úr stöðum sem „tefla sig sjálf-
ar“. Stundum gengur það upp; Einar
Hjalti rataði í stöðu gegn Hannesi,
sem Bent Larsen fékk upp gegn
Jens Enevoldsen árið 1956 eins og
„aðvífandi áhorfandi“ á hliðarlínunni
var fljótur að benda á. Héðinn Stein-
grímsson reif sig upp um miðbik
móts og átti góða möguleika á Ís-
landsmeistaratitlinum en tapaði fyr-
ir Helga Áss í næstsíðustu umferð.
Hjörvar Steinn virtist missa móðinn
eftir góða byrjun.
Íslandsmeistaranum gekk sérlega
vel með Hollensku vörnina, vann
bæði Braga og Helga Áss. Sigurinn
yfir Braga kom á besta tíma:
7. umferð:
Bragi Þorfinnsson – Guðmundur
Kjartansson
Hollensk vörn
1. Rf3 f5 2. d3 Rc6 3. e4 e5 4. exf5
Rf6 5. d4 exd4 6. Rxd4 Rxd4 7.
Dxd4 d5 8. Rc3 Bxf5 9. Bg5 Bxc2!
Guðmundur mætir hótun um
langa hrókun – og eftir atvikum
drottningarskák á e5 – með þessu
bíræfna „peðsráni“.
10. Kd2?!
Ekki var auðvelt að finna góða
leiki, t.d. 10. Bxf6 Dxf6! 11. Dxf6
gxf6 12. Rxd5 O-O-O! og hvíta stað-
an riðar til falls.
10. … Bg6 11. He1 Kf7 12. Kc1
c6! 13. g4 Db6 14. Df4 Bb4!
Svartur er með hartnær unnið tafl
eftir aðeins 14 leiki!
15. Bxf6 gxf6 16. He3 Hae8 17.
Bd3 Hxe3 18. Bxg6 hxg6 19. fxe3
Dc5 20. Kc2 Dd6
Guðmundur lætur sér nægja
betra endatafl peði yfir. Hann gat
leikið 20. … g5! 21. Dc7+ Kg6 með
vinningsstöðu eða 21. Df3 Bxc3! 22.
bxc3 Da3 o.s.frv.
21. h4 Dxf4 22. exf4 He8 23. Kd3
Bd6 24. Re2 He4 25. Hf1 c5 26. b3
b5 27. Rc3 Hd4 28. Kc2 a6 29. Re2
He4 30. Rc3 Hxf4 31. Hxf4 Bxf4 32.
Rxd5 Be5 33. Kd3 Ke6 34. Re3 f5
35. gxf5 gxf5 36. a4 f4
( STÖÐUMYND )
37. Rg4?
Eftir þennan leik knýr Guð-
mundur fram sigur. Eina vonin var
að skjóta inn 37. axb5 þar sem 37. …
fxe3 strandar á 38. bxa6 Bb8 39.
Kxe3 og hvítur heldur jafntefli. En
eftir 37. … axb5 ætti svartur að
vinna.
37. … c4+! 38. bxc4 bxa4
Með frípeð sitt á hvorum vængn-
um er eftirleikurinn auðveldur.
39. Kc2 f3 40. h5 Bd4 41. h6 f2 42.
Rxf2 Bxf2 43. Kb2 Kf7 44. Ka3 Kg6
45. Kxa4 Bb6 46. c5 Bd8 47. Kb4
Kxh6 48. Kc4 Kg6 49. Kd5 a5 50. c6
Bc7
- og Bragi gafst upp.
Verðskuldað-
ur sigur
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ég hafði verið við
nám í Noregi á þriðja
ár og fannst tilvalið að
drífa mig heim til að
afla fjár til að ljúka
náminu því vel veiddist.
Mér bauðst háseta-
pláss á nýjum bát sem
kom til Vestmannaeyja
10. mars 1964. Ég hafði
komið heim hálfum
mánuði fyrr og farið
sex róðra á netabátum frá Hafnarfirði
og veiddust um 60 tonn af þorski á
meðan beðið var komu Hugins II
VE55 en skipstjóri var Guðmundur
Ingi Guðmundsson. Nokkrir dagar
fóru í að gera klárt fyrir netavertíð og
greiða niður sjötrossur með 15 netum
í hverri úr garni nr. 15 og 32-36
möskvar á dýpt. Þrír faðmar voru
milli steypusteina og einn faðmur
milli plasthringja sem voru flotin í
stað glerkúlna og sögð þola 90 faðma
dýpi án þess að leggjast saman. Voru
trossurnar svo lagðar í sjó 15. mars
og tveimur bætt við næstu tvo daga.
Sjaldan var lagt dýpra en á 60 faðma
dýpi og algjör lúxus að draga miðað
við vertíðina 1961 en þá var ég stýri-
maður á Bjarna Ólafssyni SH frá
Ólafsvík með Leifi Halldórssyni skip-
stjóra og vorum með netadræsurnar í
Kolluál undan Hellissandi á vel tvö-
falt meira dýpi og í sterkum straumi.
Það tók því tvöfalt lengri tíma að af-
greiða trossuna þarna. Þá voru þorsk-
arnir stærri á Selvogsbanka eða 120-
130 stk. í tonnið en 170-180 fyrir vest-
an (göngur frá Grænlandi). Annað var
öðruvísi í Eyjum en það var að á
dekki var skipt um starfshlutverk við
hverja trossu enda mannskapurinn
þaulvanur. Huginn var 220 tonna stál-
skip en Bjarni Ólafsson 27 tonna tré-
bátur en 10 manns voru í áhöfn
beggja bátanna á netaveiðum. Vetr-
arvertíðin 1961 í Ólafsvík hófst að
venju í janúarbyrjun með línuveiðum
og síðan netaveiðum seinni helming
vertíðar sem lauk svo 17. maí og urðu
aflabrögðin 798 tonn óslægður og
mestmegnis þorskur í 96 róðrum. Há-
setahlutur var 58.000 kr. Vertíðarlok
voru yfirleitt kringum
lokadaginn 11. maí, fyrr
í Eyjum en seinna fyrir
vestan og réðist það af
aflabrögðum hvenær
tekið var upp og hætt.
Við á Hugin byrj-
uðum úthaldið vestur á
Selvogsbanka en þar
var mikið um ufsa í
mars ár hvert. Netin
voru lögð á hraunin und-
ir góða veðurspá en milli
þeirra undir bræluspá.
Verið var stundum al-
veg suður undir landhelgislínu (þá 12
mílur) en þar fyrir utan voru þó
nokkrir síðutogarar að veiðum. Var
gott að draga netin þarna í SA- og A-
áttum. Bestu róðrana fengum við 23.
mars, 40 tonn ufsa úr átta trossum, en
38,5 tonn af ufsa sem náðust úr sex
trossum þann 8. apríl í mikilli brælu.
Við vorum svo með netin eftir það í
austur frá Surtsey sem var að mynd-
ast um þetta leyti. Netin voru svo tek-
in upp 20. apríl en þá voru 10 trossur í
sjó. Aflinn var orðinn 680 tonn
óslægður fiskur, þar af 160-170 tonn
ufsi en restin þorskur. Meðalafli var
um 23 tonn á róður og þótti mjög gott.
Nokkrir bátar voru að kasta nót á
þorsktorfur og öfluðu vel. Alls tóku
sjö bátar nót í Eyjum til að veiða
þorsk. Útgerð Hugins átti ekki
þorsknót svo tekin var um borð síld-
arnót og botnkastað undan sönd-
unum á þorsktorfur fyrir innan Eyjar
og Þrídranga og fengust 220 tonn til
1. maí en þá var hætt veiðum. Mest
fengust 70 tonn í einum róðri í nótina.
Sumir þorskanna sem fengust í
nótina voru gífurlega stórir (2-3 m
langir) og ekki vinsælir til verkunar.
Fiskurinn laus í sér og vatnsmikill.
Fóru því„aularnir“ í saltverkun.
Þorskanetin festu sjaldan svona stór-
an fisk og svo hitt að smáfiskurinn
syndir oftast í gegn án þess að fest-
ast.
Netin virkuðu því eins og sía á
stærðina og réð möskvastærðin því.
Góð netaveiði og páskahrotur höfðu
verið árvissar í Eyjum það sem af var
20. öldinni en verið var að veiða
þorskinn á hrygningartíma í netin.
Aflahæstir báta á þessari vertíð sem
veiddu með netum og nót voru Ófeig-
ur II VE með 1.283 tonn og Bergur
VE með 1.267 tonn. Af bátum sem
veiddu hefðbundið með línu fyrst og
svo netum var Stígandi VE með
1.199 tonn og Leo VE 1.180 tonn.
Alls voru 46 vertíðarbátar frá Eyjum
með yfir 800 tonn upp úr sjó.Við á
Hugin II máttum vel við una með
okkar 900 tonn á aðeins einum og
hálfum mánuði á vetrarvertíð sem
tók annars um fjóra mánuði. Háseta-
hlutur varð 85.000 kr. en dollarinn
var þá um 43 kr. og norska krónan
um 6 kr. Fæði kostaði um 3.000 kr á
mánuði. Þá voru gjaldeyrishöft og
fengust yfirfærðar 700 norskar kr. til
að standa straum að náminu á mán-
uði.
Á þessari vetrarvertíð komu á
land í Vestmannaeyjum um 80.000
tonn botnfisks (í ár 2014 rúm 21.000
tonn botnfisks aðallega veiddur á
línu, í net og botnvörpu), en heildar-
aflinn á landinu öllu á sama tíma varð
345.000 tonn og var það fjórðungi
meira en árið áður. Af þessu voru
65.000 tonn síld en árið áður 76.000
tonn og því aukningin í heildarafla
svo til öll þorskur. Á sama tíma var
togaraaflinn á landinu aðeins 22.000
tonn af slægðum botnfiski. Vetr-
arvertíðin 1964 varð sú besta sunn-
anlands það sem af var 20. öldinni og
í Eyjum betri en árið 1958 sem var
sú besta hingað til. Hins vegar var
treg veiði við Faxaflóa 1964 og hafði
ég því verið heldur betur heppinn
með val mitt á verstöð.
Á vetrarvertíð í
Eyjum fyrir hálfri öld
Eftir Pálma
Stefánsson »Hásetahlutur var
58.000 kr. Vertíð-
arlok voru yfirleitt
kringum lokadaginn 11.
maí, fyrr í Eyjum en
seinna fyrir vestan og
réðist það af aflabrögð-
um hvenær tekið var
upp og hætt.
Pálmi Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Aukablað
alla þriðjudaga