Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014 kolaportid.is KOLAPORTIÐ Einstök stemning í 25 ár Laugardagur opið 11-17 Hvítasunnudagur – Lokað Annar í hvítasunnu opið 1 1-17 Margir af helstu þjóðarleiðtogum heims minntust þess í gær að sjötíu ár eru nú liðin frá landgöngu bandamanna í Normandí þegar um 160.000 bandarískir, breskir og kanadískir hermenn gengu þar á land gegnt víggirtum fallbyssu- og vélbyssuhreiðrum Þjóðverja. Auk þjóðarleiðtog- anna voru nokkur hundruð fyrrverandi hermenn, sem þátt tóku í innrásinni, viðstaddir minningar- athöfnina í Ouistreham, sem er ein af þeim fimm ströndum þar sem hersveitir bandamanna stigu á land hinn 6. júní árið 1944. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði m.a. í ræðu sinni að fórnfýsi og hugrekki þeirra sem börðust í Normandí hafi rofið skarð í vegg Hitlers og tryggt tíma lýðræðis og frelsis. Franço- is Hollande, forseti Frakklands, tók einnig til máls á athöfninni og sagði hann Frakkland standa í ævarandi skuld við Bandaríkin vegna þátttöku bandarískra hersveita í að frelsa Frakkland úr klóm Þriðja ríkisins. Innrásarfloti bandamanna var sá stærsti í hern- aðarsögu veraldar, en hann samanstóð af um 160.000 hermönnum sem réðust til inngöngu bæði úr lofti og á legi, 500 herskipum, 3.000 landgöngu- prömmum og 2.500 aðstoðarskipum. Áætlað er að um 2.500 hermenn bandamanna hafi fallið þennan örlagaríka dag í Frakklandi. AFP Sjötíu ár frá landgöngu stærsta innrásarflota sögunnar Dómstóll í hér- aðinu Hoa Binh í norðurhluta Ví- etnam hefur dæmt sex fíkni- efnasmyglara til dauða en menn- irnir voru á sín- um tíma hand- teknir ásamt nítján öðrum, grunaðir um að hafa flutt mikið magn fíkniefna milli Hanoi og norðurhéraða landsins. Réttarhöldin yfir mönnunum tóku um tvær vikur og voru allir hinir ákærðu fundnir sekir um að hafa flutt 620 kg af heróíni og 1.400 al- sælutöflur á milli staða. Auk þeirra sex sem dæmdir voru til dauða voru sjö dæmdir í lífstíðarfangelsi og 12 dæmdir í 12 til 20 ára fangelsi. Yfir 700 sitja á dauðadeild Mjög ströng viðurlög eru í Víet- nam við fíkniefnabrotum en sam- kvæmt fíkniefnalöggjöf þar í landi er hægt að dæma alla til dauða sem hafa í fórum sínum 600 gr eða meira af heróíni eða 20 kg eða meira af óp- íum. Samkvæmt AFP-fréttaveitunni bíða nú yfir 700 fangar aftöku fyrir fíkniefnabrot í Víetnam. Slök landamæravarsla að undanförnu er sögð hafa gert Víetnam að ákjósan- legum markaði fyrir fíkniefni auk þess sem landið hefur lengi verið notað af glæpamönnum til þess að dreifa fíkniefnum frá svokölluðum „gullnum þríhyrningi,“ sem er á landamærum Laos, Taílands og Myanmar þar sem mikil fíkniefna- framleiðsla fer fram. Þá hafa fíkni- efni einnig verið flutt í gegnum Víet- nam frá Kína til frekari dreifingar. Dæmdir á einu bretti Allir fundnir sekir fyrir fíkniefnabrot.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.