Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.06.2014, Qupperneq 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við leituðum til Ástu Krist-jáns ljósmyndara fyrirnokkrum mánuðum í þeimtilgangi að fá hana til að túlka með ljósmyndum margvísleg brot á alþjóðlegum réttindum sem kallast kyn- og frjósemisréttindi,“ segir Bryndís Bjarnadóttir, her- ferða- og aðgerðastjóri hjá Íslands- deild Amnesty International, og bætir við að ljósmyndasýningunni sé ætlað að vekja athygli á al- þjóðlegri herferð sem kallast Minn líkami, mín réttindi og stendur til tveggja ára. „Í þessari herferð er lögð áhersla á fimm lönd og land- svæði, Nepal, Búrkína Fasó, Írland, El Salvador og Norðvestur-Afríka, en það eru Túnis, Alsír og Marokkó. Vandamálin eru ólík í þessum lönd- um; í El Salvador er til dæmis al- gert bann við fóstureyðingum í öll- um tilvikum, jafnvel þó svo að um þungun vegna nauðgunar og sifja- spella sé að ræða eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Flestar stúlkur sem verða ófrískar vegna Refsað fyrir að hafa verið nauðgað Milljónir sæta brotum á kyn- og frjósemisréttindum á degi hverjum. Til að vekja athygli á því ýtti Amnesty International úr vör herferðinni Minn líkami, mín réttindi. Af því tilefni verður opnuð ljósmyndasýning á KEX á miðvikudag, en þekktir Íslendingar sátu fyr- ir hjá ljósmyndaranum Ástu Kristjáns. Ljósmyndir/Ásta Kristjáns Minn líkami Ólafur Darri, Andrea Marín og Erna Ómars eru meðal þeirra sem sátu fyrir á myndum Ástu. Hún túlkar þær tilfinningar sem fólk upplifir þegar það er svipt réttindum sem lúta að líkama þess, kynferði, kynhneigð og frjósemi. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014 Viðey er sannarlega fallegur staður til að hugleiða og stunda jóga í fersku sjávarlofti. Nú er lag í helgar- blíðunni að sigla út í eyjuna því í dag kl. 13 verður þar fjölskyldujóga og eru allir velkomnir, stórir sem smáir. Gerðar verða jógaæfingar, farið í leiki, andað djúpt í sjávarloftinu, hug- leiðsla og slökun á meðan notið er heilandi tóna gongsins í guðsgrænni náttúrunni. Vert er að taka fram að gott er að taka teppi með fyrir slök- unina og nestið á eftir. Styrktar- félagið Jógahjartað stendur fyrir við- burðinum. Nokkrar mæður og jógakennarar mynda félagið, en þær trúa því að jóga og hugleiðsla gefi ungu fólki betri tengingu við sjálft sig. Þátttökugjald í dag er 500 kr. en frítt er fyrir 3 ára og yngri. Aðeins er hægt að greiða með reiðufé í Viðey. Nánar á jogahjartad.com Fyrir alla, stóra og smáa Fjölskyldujóga í Viðey í dag Gæðastund í náttúrunni Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari á túninu í Viðey ásamt upprennandi litlum jóga sem heitir Hrafn Styrkár Svavarsson. Allir eiga rétt á frelsi til ákvarðana um líf sitt og líkama. Víða eru þó margir sviptir þessum sjálfsákvörðunarrétti og sæta refsingu fyrir að nýta þann rétt. Hugtakið kyn- og frjósemisréttindi vísar til margs- konar mannréttinda sem skipta máli í öllu sem viðkemur kynhneigð, kynferði og frjósemi. Kyn- og frjósemisréttindi tengj- ast jafnframt frelsi frá mismunun, of- beldi, þvingun og valdbeitingu og rétt- inum til að njóta bestu mögulegu kyn- og frjósemisheilsu. Virðing fyrir þessum réttindum er nauðsynleg til að geta lifað með reisn og notið líkamlegrar, and- legrar, tilfinningalegrar og félagslegrar velferðar. Ríkisstjórnum allra landa ber að vernda, virða og uppfylla kyn- og frjósem- isréttindi. RÍKISSTJÓRNUM ALLRA LANDA BER AÐ VERNDA OG VIRÐA RÉTTINDIN Þrýstingur Starfsmenn Amnesty mótmæltu utan við sendiráð El Salva- dor í London í fyrra og skoruðu á stjórnvöld að veita Beatriz leyfi til að gangast undir fóstureyðingu vegna þess að líf hennar var í hættu. Hvað eru kyn- og frjósemisréttindi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.