Morgunblaðið - 07.06.2014, Side 11

Morgunblaðið - 07.06.2014, Side 11
© Anna Kari nauðgunar og sifjaspella þar í landi eru mjög ungar, á aldrinum níu til sautján ára.“ Þurfa samþykki maka Bryndís nefnir dæmi um mál sem kom upp í Níkaragva fyrir nokkrum árum, þegar níu ára stúlka varð barnshafandi vegna nauðgunar sem var auk þess sifjaspell. „Nokkr- ar konur þar í landi sem voru lög- fræðingar tóku sig saman og börð- ust fyrir máli stúlkunnar, en þær enduðu allar á bak við lás og slá. Í Úganda er fólk sett á bak við lás og slá fyrir það eitt að elska einstakling af sama kyni. Í Búrkína Fasó er þetta með þeim hætti að konur þurfa að fá samþykki hjá maka fyrir getnaðarvörnum. Í Írlandi eru fóst- ureyðingar ólöglegar, nema raun- veruleg hætta sé á að meðgangan stofni lífi móður í hættu. Írskar kon- ur hafa tækifæri til að fara til Bret- lands í fóstureyðingar á sjúkra- húsum, en konurnar í El Salvador stofna lífi sínu í hættu með því að fara í fóstureyðingar í heimahúsum þar sem aðstæður eru slæmar.“ Nauðgun gjaldfellir konur Bryndís segir að í Marokkó, Alsír og Túnis sé áherslan í löggjöf- inni í kynferðisofbeldismálum á sið- semi þolanda, en ekki á það að um alvarlega árás sé að ræða. „Í Alsír og Túnis geta til dæmis gerendur nauðgana sloppið við dóm með því að giftast þolanda sem er undir átján ára aldri. Nýverið hefur þetta ákvæði verið fellt úr lögum í Mar- okkó, en ástæðan fyrir því var heimsþekkt mál 16 ára stúlku, Am- inu Filali, sem gleypti rottueitur í kjölfar nauðgunar þar sem gerand- inn átti að giftast henni. Hún lét líf- ið. Löggjöfin í þessum löndum byggir á gríðarlegri mismunun í garð kvenna, þetta snýst um hug- myndafræði um virði og hlutverk konunnar. Kona sem er óspjölluð þykir álitlegri kvenkostur en sú sem er það ekki, þannig að nauðgun gjaldfellir konur og stúlkur í þess- um löndum. Þyngd dóms í nauðg- unarmálum fer eftir því hvort þol- andinn er hrein mey eða ekki. Konunni er þannig refsað fyrir að hafa verið nauðgað.“ Baráttan ber árangur Bryndís segir að í herferðinni sé lögð áhersla á að taka upp mál einstaklinga í þeim löndum sem horft er til og þrýst á stjórnvöld í viðkomandi ríki að virða og vernda mannréttindi. Hún nefnir sem dæmi mál Savidu, konu af indverskum uppruna sem búsett er á Írlandi. „Árið 2012 fór hún þar ásamt manni sínum á spítala og bað um fóstur- eyðingu af því að vandkvæði voru á meðgöngunni. En því var hafnað, þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsfólk vissi að fóstrið gæti ekki lifað af. Nokkrum dögum síðar fékk Savida blóðeitrun og dó.“ Bryndís tekur fram að sem betur fer séu til ein- staka mál sem fari vel. „Til dæmis sagan af henni Beatriz í El Salvador sem var barnshafandi tuttugu og tveggja ára og vitað var af miklum fósturgöllum, það vantaði hluta af heila fóstursins sem hún gekk með og það var alveg ljóst að barnið gæti aldrei lifað af eftir fæðingu. Auk þess var mikil hætta á að með- gangan gæti leitt Beatriz til dauða. Hún þrýsti ásamt fjölda aðgerð- arsinna víða að, meðal annars ís- lenskra, á stjórnvöld og heilbrigð- isstarfsfólk að leyfa henni að fara í fóstureyðingu. Það tók nokkra mán- uði en að lokum var henni leyft að fara í snemmbúinn keisaraskurð og hún lifði,“ segir Bryndís og bætir við að Íslandsdeild Amnesty Inter- national hafi einnig tekið upp mál Beatriz. © AP Photo/Abdeljalil Bounhar Mætir afgangi Alima, þunguð kona í Búrkína Fasó situr á gangi og býður eftir að losni rúm á spít- ala þegar hún kom þangað til að leita aðhlynn- ingar. Hún hafði beðið þar í þrjá daga. Móðir og dóttir Amina Filali lét lífið þegar hún gleypti rottueitur eftir að hafa verið þvinguð til að giftast þeim sem nauðgaði henni. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014 Krakkar hafa sannarlega gott af því að vera sem mest úti þegar íslenska sumarið skellur á og þá getur verið gaman að athuga hvað er í boði hjá skátunum. Þrettán skátafélög á höf- uðborgarsvæðinu halda útilífs- námskeið í sumar fyrir börn á aldr- inum 8-12 ára og því auðvelt að finna námskeið sem er í næsta nágrenni. Skátafélögin bjóða upp á fjölbreytta og mismunandi dagskrá sem er áwww.utilifsskoli.is. Öll skátafélög leggja áherslu á spennandi og skemmtilega dagskrá eins og útield- un, klifur, rötun, skyndihjálp og margt fleira. Skátafélögin í Reykjavík bjóða upp á tveggja vikna námskeið og í lok hvers námskeiðs er farið í einnar nætur útilegu í nágrenni Reykjavíkur. Þar fá krakkar margir hverjir að fara í sínar fyrstu útilegur og takast á við þau verkefni sem því fylgja. Þau taka þátt í alvöruskátakvöldvöku með varðeldi og sofa í tjaldi með jafn- öldrum sínum. Námskeiðin eru í boði til 18. júlí en þá fara leiðbeinendur útilífsskólans á fullt í að undirbúa Landsmót skáta. Í ágúst er þráðurinn tekinn upp að nýju og 11. ágúst hefst viku nám- skeið. Í þessari viku undirbúa leið- beinendur sig fyrir námskeiðin og hafa sótt námskeið sem Bandalag ís- lenskra skáta heldur. Skráning á námskeiðin á www.utilifsskoli.is og þar er einnig að finna nánari upplýs- ingar um námskeiðin sjálf. Sumarnámskeið Útilífsskólans hefjast eftir helgi Morgunblaðið/Kristinn Gaman Engu er líkara en hópur lítilla indíana sigli hér á kanóum skátanna. Alvöruskátakvöldvökur með varðeldi og gist í tjaldi Bæði börn og fullorðnir hafa gaman af því að skoða og láta segja sér um söguna okkar. Á morgun sunnudag kl. 14 verður ókeypis leiðsögn um grunn- sýningu Þjóðminjasafnsins „Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár“. Leiðsögnin hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan ligg- ur leiðin gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar fram til nú- tímans. Leiðsögnin er um 45 mínútur að lengd og allir eru velkomnir. Endilega … Morgunblaðið/Kristinn Beinagrind Spenntir piltar að skoða. … skoðið Þjóð sem verður til 200o 300o 400o 1000 m 500 m 2000 m 1500 m 500o Heitasti staðurinn í sumar! Kvika Verið velkomin í heimsókn í sumar! Kröflustöð: Jarðvarmasýning er opin alla daga kl. 10-17. Búrfellsstöð: Gagnvirk orkusýning er opin alla daga kl. 10-17. Vindmyllur á Hafinu: Opnar alla laugardaga í júlí, kl. 13-17. Kárahnjúkastífla: Leiðsögn um svæðið miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17. www.landsvirkjun.is/heimsoknir Á ferð um Norðurland er upplagt að koma við á há- hitasvæðinu við Kröflu og kynnast brautryðjenda– verkefni í vinnslu jarðvarma. Gestastofan er opin alla daga og það er alltaf heitt á könnunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.