Morgunblaðið - 07.06.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 07.06.2014, Síða 22
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Gert er ráð fyrir að land-grunnsnefnd Sameinuðuþjóðanna skili tillögum íseptember um ytri mörk landgrunns Íslands utan 200 sjómílna á Reykjaneshrygg og í Ægisdjúpi. Samkvæmt ákvæðum hafréttar- samningsins getur Ísland í framhaldi af því ákvarðað ytri mörkin á grund- velli tillagna nefndarinnar. Ísland skilaði ítarlegri grein- argerð til land- grunnsnefnd- arinnar 2009, en hún hafði áður verið undirbúin með umfangs- miklum mæl- ingum á íslenska landgrunninu. Greinargerðin náði annars vegar til Reykjaneshryggjar og hins vegar til Ægisdjúps. Hún náði hins vegar ekki til Hatton Roc- kall-svæðisins sem Bretland, Írland og Danmörk/Færeyjar gera tilkall til, auk Íslands, og er því umdeilt. Sendinefnd Íslands, undir for- ystu Tómasar H. Heiðar, þjóðrétt- arfræðings utanríkisráðuneytisins, hefur undanfarið ár fundað með und- irnefnd landgrunnsnefndarinnar sem skipuð var sérstaklega til að fjalla um greinargerð Íslands. Að sögn Tóm- asar gengu þessir fundir vel en þeim lauk nýverið. Í framhaldi af því skil- aði undirnefndin, sem skipuð er sjö sérfræðingum, tillögum til land- grunnsnefndarinnar um ytri mörk landgrunns Íslands á umræddum svæðum utan 200 sjómílna en þær eru trúnaðarmál. Landgrunns- nefndin, sem skipuð er 21 sérfræð- ingi, tekur málið fyrir á fundi sínum í júlí-september. Miklir hagsmunir Að sögn Tómasar eru miklir hagsmunir tengdir hafsbotnsrétt- indum á þeim tveimur svæðum sem greinargerðin nær til, einkum á Reykjaneshrygg. Fastlega sé gert ráð fyrir því að mikinn jarðhita sé þar að finna sem nýta megi í framtíðinni en einnig kunni að leynast þar verð- mætir málmar sem falla gjarnan til á hitasvæðum. Tómas segir enn til- tölulega lítið vitað um auðlindir á hafsbotninum en í ljósi framtíð- arhagsmuna sé mikilvægt að öðlast yfirráð yfir sem víðáttumestum landgrunnssvæðum. Auk Tómasar áttu sæti í sendi- nefndinni þeir Sigvaldi Thordarson, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), Frey- steinn Sigmundsson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Háskóla Íslands, og Birgir Hrafn Búason, lögfræðingur á skrif- stofu þjóðréttarfræðings utanríkis- ráðuneytisins. Tillögur um ytri mörk landgrunnsins í haust Ytri mörk landgrunns Landgrunn Íslands utan 200 M sem greinargerðin nær til Landgrunn Íslands utan 200 M sem greinargerðin nær ekki til Efnahagslögsaga Íslands Tómas H. Heiðar 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hinn fallnimeirihluti í Reykjavík hefur setið frá kosn- ingum og rætt við væntanlega sam- starfsflokka, Vinstri græna og Pírata, um stjórnarsamstarf. Endurunninn brandari um „leynifundi“ hefur verið það helsta sem borgarbúar hafa frétt af fundum þessa nýja fjórflokks. Svo gerðist það í gær að fulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, upplýsti að hann væri bjartsýnn á árangur við- ræðnanna en að flóknasta við- fangsefnið væri fjármálin, „aðallega hlutirnir sem kosta,“ og „sérstaklega miðað við fjárhagsstöðuna.“ Þessi orð Halldórs eru um- hugsunarverð af tveimur ástæðum. Eftir kosningar hafa flokkarnir, sem reyna nú að mynda vinstri meirihluta í borginni, verið hvattir til að tryggja að hann verði nógu langt til vinstri. Þess vegna hljóta kjósendur, sem jafn- framt eru skattgreiðendur, að velta stöðu sinni fyrir sér þegar þeir sjá að fjórir vinstri flokkar sitja dögum saman yfir útgjaldahlið borgarinnar. Sú yfirseta er ekki í þeim tilgangi að skera niður útgjöld heldur til að finna út hvaða „svigrúm“ er til að standa undir útgjaldaloforð- um fjórflokksins nýja. Skatt- greiðendur geta treyst því að engum tíma er varið í að ræða skattalækkanir, enda enginn vilji á meðal þessara væntan- legu samstarfsflokka að finna svigrúm til að létta skattbyrði borgarbúa. Hitt sem er umhugsunarvert eru þau orð Halldórs Auðar Svanssonar að útgjaldahliðin sé flókið viðfangsefni, „sér- staklega miðað við fjárhags- stöðuna.“ Þess varð ekki vart í kosningabaráttunni að meiri- hlutinn viðurkenndi að borgin ætti í fjárhagsvanda. Þvert á móti gerði hann mikið úr af- rekum sínum á sviði fjármála borgarinnar. Getur verið að þar hafi eitthvað verið ofsagt? Ummæli píratans benda til að fjár- hagsstaða borgar- innar sé veikari en viðurkennt var} Fjárhagsstaðan flækir málin Fólk er sífellttil vand-ræða, áttar sig ekki á gildi for- sjárhyggjunnar, skilur ekki að regl- ur eru reglur og fer af óbil- girni fram á sveigjanleika og liðlegheit, líkt og kerfið eigi að þjóna því, en ekki öfugt. Í Almannadal ofan við Reykjavík búa hjónin Svein- björg Gunnarsdóttir og Heið- ar P. Breiðfjörð. Í risi hest- húss síns hafa þau gert sér heimili. Eins og Heiðar segir í Morgunblaðinu í gær voru hesthúsin reist í góðærinu og fóru menn fram úr sér. Á 70 fm rými átti að vera kaffistofa en þau brugðu á það ráð að gera þar íbúð. Nú er reyndar búið í fjórum húsum í Al- mannadal. Hjónin vilja hafa lögheimili sitt í hesthúsinu en því hefur verið synjað. Reykjavíkur- borg heimilar ekki búsetu á opnum svæðum. Ugglaust er hægt að færa rök fyrir því. Langt sé í alla þjónustu og innviði hefðbundinna íbúðar- hverfa vanti. Við þetta hafa bændur löngum mátt búa og er spurning hvers þeir eigi að gjalda. Í fljótu bragði er hins vegar erfitt að sjá hvers vegna hjón- in mega ekki hafa lögheimili í íbúðinni fyrir ofan hesthúsið. Nú hefur Bjarni Jónsson, formaður Félags hesthúsa- eigenda í Al- mannadal, lagt fram kæru vegna synjunarinnar. Bendir Bjarni á að hvergi standi í lögum að ekki megi vera með lögheimili í hesthúsabyggð. Kæran er á borði úrskurðarnefndar um- hverfis- og auðlindamála. Þetta mál er reyndar angi af mun stærri vanda. Á höfuðborgarsvæðinu búa mörg þúsund manns í leigu- íbúðum í hverfum sem ekki eru ætluð undir íbúðarbyggð. Þetta ástand á rætur að rekja til hás íbúðar- og leiguverðs. Oft er þetta húsnæði óíbúðar- hæft og brunavarnir í lama- sessi. Yfirvöld búa hins vegar við þá mótsögn að geta ekki farið og fyrirskipað umbætur á brunavörnum vegna þess að þá væri verið að viðurkenna húsnæði sem er ekki viður- kennt. Hjá Sveinbjörgu og Heiðari er hins vegar ekkert að bruna- vörnum og húsnæðið er hið glæsilegasta. Íbúð þeirra er bara fyrir ofan hesthús en ekki undir súð á Bergþórugöt- unni. Kæra hesthúsaeigendanna í Almannadal gefur borginni færi á að ýta forsjárhyggjunni til hliðar og rétta kúrsinn. Borgin getur rétt kúrsinn í lög- heimilisdeilu} Risíbúð í hesthúsi Í gær birti Morgunblaðið grein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson þar sem hann gerir því skóna að konur hafi bara haft það nokkuð gott samanborið við karla. Hann segir jafnréttisbaráttu kvenna lokið á Vesturlöndum og lýsir yfir sigri fyrir þeirra hönd en mig langar að svara nokkr- um staðhæfingum Hannesar og freista þess að sannfæra hann um að e.t.v. sé ekki tímabært að afskrifa kynjafræðikennarana. Það er kannski rétt að byrja á því að segja að jafnréttisbaráttan byggist ekki á sigri kvenna í keppni um hverjir hafa það meira skítt, konur eða karlar. Hannes telur það til að lífslíkur karla séu minni en kvenna, að þeir séu líklegri til að fremja sjálfsmorð, að þeir séu líklegri til að deyja í umferðarslysum og að meðal fanga séu karl- menn í yfirgnæfandi meirihluta. Þetta er allt satt og rétt en það gleymist að spyrja af hverju. Getur verið að ástæðurnar megi rekja til nákvæmlega sama feðraveldisins og ákvað að konur væru annars flokks manneskjur? Hugs- unarháttarins sem femínistar og aðrir jafnréttissinnar eru enn að reyna að útrýma? Staðalímynda sem segja að karlar „eigi að vera sterkir, dimmraddaðir, afla tekna og sjá fyrir heimilinu,“ líkt og Hannes kemst að orði. Í grein sinni varpar Hannes ljósi á þá gæfu kvenna að hafa ekki þurft að sinna herskyldu til jafns við karla. „Tvær blóðugar heimsstyrjaldir voru háðar á 20. öld auk margra staðbundinna stríða. Karlar voru langflestir þeirra sem þá féllu. Sýna þessar staðreyndir ekki að þungbærara sé að vera karl en kona?“ Svarið er nei. Stríð voru og eru háð af karlkyns leiðtogum sem konur höfðu framan af ekki rétt til að kjósa, né höfðu þær rétt til beinnar þátttöku í fyrrnefndum styrj- öldum. Það voru karlmenn sem ákváðu að að- eins karlmenn myndu falla á vígvellinum. Konur hafa hins vegar aldrei farið varhluta af stríðs- hörmungum. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum var 250-500 þúsund konum nauðgað í þjóð- armorðinu í Rúanda árið 1994, fleiri en 60 þús- und í borgarastyrjöldinni í Síerra Leóne, 20-50 þúsund í Bosníustríðinu og a.m.k. 200 þúsund í Austur-Kongó frá 1996. Þegar maður les vitnis- burði þessara kvenna sannfærist maður fljótt um að það sé margt verra en að deyja. Fullyrðing Hannesar um að hlutfall trans- kvenna af þeim sem gangast undir kynleiðrétt- ingu sé til marks um að meiri eftirspurn sé eftir því að vera kona en karl dæmir sig sjálf. Fólk velur ekki kyn frekar en kynhneigð. Hann heldur því síðan fram að kyn- bundinn launamunur sé eðlilegur af því að lægri laun séu í boði fyrir þau störf sem „konur hafa tilhneigingu til að velja. Þau störf krefjast ekki samfelldrar viðveru, sívirkrar þekk- ingaröflunar og fela ekki í sér verulega ábyrgð“. Í fyrsta lagi er það nú svo að konur fá lægri laun fyrir nákvæmlega sömu störf og karlar og að auki er verðmætamat hins frjálsa markaðar brenglað; það virðist t.d. mikilsverðara að fást við pappír en fólk. Það er rétt hjá Hannesi að hagsmunir kynjanna fara saman en ég er ekki viss um að hann átti sig á hver „óvinurinn“ er. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Þetta er ekki keppni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Á miðvikudag í næstu viku fara fram í New York kosningar dómara í sjö af 21 sæti í Hafréttardómstólnum sem hefur aðsetur í Hamborg. Meðal annars verður kosið um eitt sæti sem tilheyrir hópi Vesturlanda og er Tómas H. Heiðar þar í framboði af hálfu Íslands og hinna norrænu ríkjanna. Keppinautur hans um sætið er Helmut Türk frá Austurríki sem hefur gegnt stöðu dómara við Hafréttardómstólinn undanfarin níu ár. Hann sækist eftir endurkjöri og er að þessu sinni tilnefndur af Möltu. Tómas kveðst hóflega bjartsýnn á að ná kjöri í kosningunum í næstu viku þótt aldrei sé á vísan að róa í kosningum. „Ég hef tekið virkan þátt í samningaviðræðum um hafréttarmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna undanfarna tvo áratugi, er vel kynntur þar og Ísland hefur mjög gott orðspor á þessu sviði. Fastanefnd Íslands í New York hefur unnið mjög gott starf við kynningu á framboðinu á undanförnum mánuðum og við finnum fyrir góðum stuðningi,“ segir Tómas. Kosningarnar fara fram á fundi aðildarríkja hafréttarsamningsins sem eru 166 að tölu. Kosið í Hafréttardómstólinn 166 AÐILDARRÍKI HAFRÉTTARSAMNINGSINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.