Morgunblaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
ÚR BÆJARLÍINU
Jón Sigurðsson
Blönduós
Vorið hefur verið okkur hér við
botn Húnafjarðar einkar hagfellt
og náttúran sprungið út í öllu sínu
veldi. Grasið sprettur, trén laufg-
ast og ungum fugla í görðum, mó-
um og á jökulánni Blöndu fjölgar
dag frá degi. Sauðburður gekk vel
og er helst að elstu menn muni
aðra jafn góða eða betri sauðburð-
artíð.
Ferðamálafélag Austur-
Húnavatnssýslu gaf út á dögunum
veglegan ferðabækling um athafna-
svæði sitt. Menn eru sammála um að
vel hafi tekist til um útgáfu hans;
hann er ríkulega myndskreyttur og
er þar að finna ítarlegar upplýsingar
um náttúruna, afþreyingu og menn-
ingarviðburði í héraðinu. Bækling-
inn má nálgast á helstu samkomu-
stöðum í héraði og upplýsinga-
stöðvum ferðamanna.
Heimilisiðnaðarsafnið á
Blönduósi hóf sumarstarfsemi sína
með opnun sýningar Þórdísar Jóns-
dóttur frá Akureyri, sem hún nefnir
„Sporin mín“.
Sérsýning hefur verið opnuð í
safninu á hverju ári frá 2003 þegar
nýtt hús safnsins var tekið í notkun.
Sýningarnar hafa mælst afar vel fyr-
ir, eru mjög ólíkar frá ári til árs og
gefa innsýn í textílflóru íslenskra
textíllistamanna.
Hafíssetrið í Hillebrandtshúsi,
einu elsta timburhúsi húsi landsins,
hefur verið opnað, sem og Laxasetur
Íslands. Eins og nöfnin gefa til
kynna er þarna að finna fróðlegar
upplýsingar um hafísinn og allt sem
honum tengist auk lax- og silungs-
veiða, en héraðið er ríkt af gjöfulum
veiðiám og vötnum.
Talandi um veiðar er vert að
geta þess að laxveiðar hófust á
neðsta svæðinu Blöndu sl. fimmtu-
dag og höfðu veiðst fimm laxar á há-
degi í gær, allir á bilinu 10-12 pund.
Hinn 20. júní hefjast síðan veiðar á
öllu veiðisvæðinu og víðar í héraðinu.
Í innanríkisráðuneytinu er
gert ráð fyrir að aðalskrifstofa í um-
dæmi sýslumannsins á Norðurlandi
vestra verði á Blönduósi. Gert er ráð
fyrir að sýsluskrifstofa verði á Sauð-
árkróki. Aðalskrifstofa sýslumanns
er aðsetur hans og verður þar veitt
öll sú þjónusta sem sýslumönnum
ber að veita samkvæmt lögum,
reglugerðum og öðrum stjórnvalds-
fyrirmælum. Samkvæmt þessum
hugmyndum munu Húnvetningar
hýsa sýslumanninn í sameinuðu lög-
regluumdæmi á Norðvesturlandi.
Að lokum er rétt að geta þess að
heiðursgæsin SLN sem merkt var
við sýsluskrifstofuna í júlí árið 2000
hefur ekki sést í vor og er það í
fyrsta sinn frá því hún var merkt að
ekkert sést til hennar á Blönduósi.
Margir óttast um örlög hennar og
má merkja söknuð hjá nokkrum.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hestamenn Riðið út í sól en Húnaflóaþokan er ekki fjarri. Þessir krakkar eru á vegum hestaleigunnar Galsa.
Voraði vel við Húnafjörð
Árleg menningarveisla Sólheima í
Grímsnesi hefst í dag.
Opnunarhátíðin hefst kl. 13 fyrir
utan kaffihúsið og verður gengið á
milli sýninga og endað á tónleikum
í Sólheimakirkju.
Til sýnis verða listmunir, ljós-
myndir og teikningar. Þá mun Sól-
heimakórinn halda tónleika þar
sem íbúar bæði syngja saman og
sunginn verður einsöngur undir
stjórn Lárusar Sigurðsson
tónlistarkennara. Tónlistar-
dagskráin heldur svo áfram alla
laugardaga kl. 14 fram til 9. ágúst.
Á vegum Sesseljuhúss verður
fjöldi fyrirlestra og náttúruskoðun
þar sem farið verður um Sólheima-
svæðið og jurtir, blóm, býflugur og
fleira skoðað.
Á Sólheimum Íbúar á Sólheimum
sýna handavinnu og listmuni í sumar.
Menningarveisla
Sólheima hafin
STUTT
Andri Karl
andri@mbl.is
Hjúkrunarfræðingurinn sem ríkis-
saksóknari hefur ákært fyrir
manndráp af gáleysi mætti fyrir
dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur
í gærmorgun ásamt verjanda sín-
um. Var þá málið þingfest, en það
er höfðað bæði á hendur
hjúkrunarfræðingnum, konu á
miðjum aldri, og vinnustað hennar,
Landspítala.
Þingfestingin tók fljótt af en tók
augljóslega á. Eftir að dómari
málsins fór yfir helstu formsatriði
spurði hann konuna hvort hún væri
tilbúin að taka afstöðu til ákær-
unnar. Í samráði við verjanda sinn
bað hún um stuttan frest til að fara
yfir málið. Var ákveðið að frestur
yrði veittur til 24. júní næstkom-
andi og fer þá fram stutt fyrirtaka
til þess eins að fá fram afstöðu
konunnar og eins Landspítala.
Aðspurðir af dómara sögðust
verjendur ekki telja að úrskurða
þyrfti um frávísunarkröfur eða
önnur atriði áður en kæmi að aðal-
meðferð. Verður því að teljast lík-
legt að aðalmeðferð í málinu geti
farið fram í haust, í það minnsta
fyrir áramót.
Auka þarf þekkingu lögreglu
Eins og fram hefur komið láðist
konunni í starfi sínu að tæma loft
úr kraga barkaraufarrennu þegar
hún tók sjúkling úr öndunarvél og
setti talventil á rennuna 3. október
2012. Eftir það gat sjúklingurinn
einungis andað að sér lofti en ekki
frá sér, fall varð á súrefnismettun
og blóðþrýstingi og sjúklingurinn
lést.
Mikil umræða hefur skapast um
málið enda í fyrsta skipti sem ríkis-
saksóknari sér ástæðu til að ákæra
heilbrigðisstarfsmann fyrir mann-
dráp af gáleysi. Páll Matthíasson,
forstjóri Landspítala, hefur meðal
annars sagt að spítalinn hafi kallað
eftir því að komið verði á nánara
samstarfi heilbrigðisyfirvalda og
lögreglu með það að markmiði að
auka þekkingu og skilning á þeim
flóknu aðstæðum og verkefnum
sem unnin eru innan heilbrigðis-
kerfisins.
Sigríður Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar á Land-
spítalanum, hefur sagt að tilkynn-
ingaskyldan hér sé mjög rík og
leggi byrði á lögregluna að meta
ýmis mál sem fylgi starfsemi spít-
alans. „Ef við erum komin með
þennan veruleika þarf augljóslega
að tryggja að til staðar sé nægileg
þekking á flókinni sjúkrahús-
starfsemi til að geta lagt mat á það
hvers eðlis þessi frávik eru.“
Bað um að fá
að taka afstöðu
til ákæru síðar
Mál á hendur hjúkrunarfræðingi og
Landspítala var þingfest í gærmorgun
Morgunblaðið/Golli
Í starfi Hjúkrunarfræðingurinn er
ákærður fyrir manndráp af gáleysi.
Finndu þinn innri kraft með hugleiðslu er megininntak
námskeiðsins sem mun hjálpa þér að finna tilgang, innri
styrk, aukna orku og ástríðu fyrir lífinu og æðra sjálfi.
Hugleiðslunámskeið 9.-13. júlí
Hugleiðsla fyrir alla
Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða á heilsu@hnlfi.is
Grænumörk 10 - Hveragerði - www.hnlfi.is
Heilsustofnun
Náttúrulækningafélags Íslands
- berum ábyrgð á eigin heilsu
Námskeiðið mun gefa þér einstaka reynslu af hugleiðslu, hvort sem þú ert byrjandi
eða hefur stundað hugleiðslu reglubundið. Auk dagskrár er innifalið: Gisting,
ljúffengur og hollur matur, aðgangur að líkamsrækt, sundlaugum og baðhúsinu
Kjarnalundi, skipulögð ganga, slökunartímar og vatnsleikfimi eða leikfimi.
Leiðbeinandi er Tristan Gribbin, hugleiðslukennari,
Modern-DayMeditation teacher andBreathwork Practitioner.
Fimm daga námskeiðið, frá miðvikudegi til sunnudags, 9.-13. júlí
kostar 119.900 kr. fyrir einbýli en 109.900 kr. á mann í tvíbýli.
Þriggja daga námskeiðið, frá föstudegi til sunnudags, 11.-13. júlí
kostar 65.000 kr. í einbýli en 59.000 kr. á mann í tvíbýli.