Morgunblaðið - 25.06.2014, Side 1
Ný heildarsamtök í sjáv-
arútvegi í undirbúningi
Unnið er að stofnun nýrra heildarsamtaka í sjávarútvegi
með sameiningu Landssambands íslenskra útvegsmanna
og Samtaka fiskvinnslustöðva. Málin verða rædd á
stjórnarfundi SF í fyrramálið og á aukaaðalfundi LÍÚ,
sem einnig verður haldinn á morgun.
Fái tillagan brautargengi á fundunum verða stofnaðir
sameiginlegir vinnuhópar og síðan er stefnt að samein-
ingu á aðalfundum samtakanna í haust. „Það má segja að
í þessu felist allsherjarendurmat og uppstokkun. Við vilj-
um breikka umræðuna, sem hefur verið of þröng, og
horfa á veiðar og vinnslu sem heildstæða atvinnugrein,“
segir einn þeirra sem unnið hafa að undirbúningi samein-
ingar.
Sameiningin hefur verið í undirbúningi frá því í vetur,
en samhliða hefur stefnumótun til framtíðar verið rædd
og hvernig nálgast megi alla virðiskeðjuna í sjávarútvegi.
Tilgangurinn er að auka slagkraft greinarinnar og ann-
ast hagsmunagæslu á breiðum vettvangi. Fiskveiðar og
-vinnsla skila nú um þriðjungi útflutningstekna Íslend-
inga og innan vébanda fyrirtækja í þessum greinum
starfa nú um átta þúsund manns. aij@mbl.is »6
Sameining SF og LÍÚ Endurmat og uppstokkun
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 147. tölublað 102. árgangur
SMÍÐA VÉLAR
SEM EIGA SÉR
HÉR SÖGU
ÞINGKONA
HLEYPUR AF
SÉR VANDANN
FJÓRÐU PLÖTU
ANDRÉSAR
ÞÓRS FAGNAÐ
MIÐNÆTURHLAUP 12 TÓNLEIKAR 38FLUGMÓDEL 10
Mikið var um dýrðir í Sirkus Ísland þegar ljósmynd-
ara Morgunblaðsins bar að garði í gær en þá fór
fram generalprufa fyrir sýninguna „Heima er best“
sem verður frumsýnd í kvöld. Sirkusinn hefur sleg-
ið upp tjaldi á Klambratúni en leggur land undir fót
um miðjan júlí og heimsækir Ísafjörð, Akureyri,
Selfoss og Keflavík og lýkur síðan sumrinu aftur í
höfuðborginni seinnipart ágústmánaðar. »41
Morgunblaðið/Ómar
Sirkuslistir og trúðslæti
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Seðlabanki Íslands útilokar ekki að taka
starfsemi tryggingamiðlara til rannsóknar
vegna umsvifa þeirra eftir að gjaldeyris-
höftin voru sett 2008. Varða hugsanleg rann-
sóknarefni sölu á
tryggingasamn-
ingum fyrir hönd
erlendra trygginga-
félaga. Samkvæmt
öruggum heim-
ildum Morg-
unblaðsins leikur
grunur á að trygg-
ingamiðlarar hafi
nýtt sér glufur til
að fara á svig við
reglur um gjaldeyr-
ismál.
Breyttar reglur
um gjaldeyrismál
tóku gildi 19. júní sl. en markmið breyting-
anna var að stöðva óheimilaða söfnun sparn-
aðar erlendis.
Gagnrýnir vinnubrögð Seðlabankans
Tekið var fram í tilkynningu SÍ vegna
breytinganna að ekki yrði „hafin rannsókn á
einstaklingum sem gert hafa samninga um
sparnað við erlent tryggingafélag eða þeim
gert að innleysa höfuðstól slíkra samninga“.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og þjónustu, sem gæta
hagsmuna tryggingamiðlara, gagnrýnir að
Seðlabankinn skuli ekki boða næsta upplýs-
ingafund fyrr en 3. júlí. „Vinnubrögð þeirra í
þessu máli koma manni því sífellt meira á
óvart,“ segir Andrés.
MTelur Seðlabankann »4
Grunur
um brot
á lögum
SÍ íhugar að rann-
saka tryggingamiðlara
25.000
manns
» Samkvæmt
heimildum
Morgunblaðsins
varðar málið
samninga um
25.000 Íslend-
inga sem skipta
við erlendu
tryggingafélögin.
Fjárfestar hafa keypt stærstan
hluta húseignarinnar Rauðarárstígs
23 í Reykjavík en á syðri hluta lóð-
arinnar er heimilt að byggja 3-4
hæða hús með bílakjallara. Nokkrir
fjárfestar sýndu því áhuga að kaupa
eignina sem var í eigu Arion banka
og herma heimildir Morgunblaðsins
að annaðhvort hafi þeir viljað reisa
hótel eða íbúðir á byggingar-
reitnum. Ekki fékkst uppgefið hvað
kaupendurnir hafa í hyggju með lóð-
ina.
Að undanförnu hafa fjárfestar
gert tilboð í fjölda íbúða í nýjum fjöl-
býlishúsum og horfa þeir til hækk-
andi leigu- og fasteignaverðs. Að
sögn fasteignasala leita fjárfestar nú
í auknum mæli íbúða í úthverfum til
að kaupa til útleigu, ekki sé mikill
munur á leiguverði til einstaklinga í
úthverfum eða miðsvæðis. »14
Margir vildu reisa
hótel við Hlemm
Við Hlemm Grænlitaða byggingin
sýnir byggingarréttinn á reitnum.
Íslendingar
sækja í tóm-
stundagaman
innandyra þegar
rignir. Viktoría
Halldórsdóttir,
vaktstjóri í Laug-
arásbíói, segir að
oft sé hægt að
ákveða fjölda
starfsmanna á
hverri vakt eftir
veðurspánni. Ef það rignir, þá
koma fleiri í kvikmyndahúsin. »16
Íslendingar fara í
bíó í rigningunni
Votviðri Þá fara
fleiri í bíóhúsin.
Eggert Magn-
ússon, fyrrver-
andi formaður
KSÍ, segir það
forréttindi að fá
að fylgjast með
heimsmeistara-
mótinu í knatt-
spyrnu í Brasilíu.
Eggert starfar
fyrir Alþjóða-
knattspyrnu-
sambandið, FIFA, og hefur yfir-
umsjón með að allt fari vel fram í
og kringum leikina í Fortaleza.
„Stemningin hér í Brasilíu fyrir
keppninni er ótrúleg og það er frá-
bært að fá að upplifa það að vera á
staðnum á HM í sjálfri Brasilíu,“
sagði Eggert við Morgunblaðið.
» Íþróttir
Frábært að upplifa
að vera á staðnum
Eggert
Magnússon
orkugjafi
MÚLTI SPORT
FJÖREFNI FYRIR ÍÞRÓTTAMANNINN
eykur kraft
www.gulimidinn.is