Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
„Ég sem íþróttamaður tek við þess-
ari viðurkenningu. Ég er mikill
keppnismaður en þetta er ekki óska-
staðan, þetta er í raun tæknilegur
sigur en sigur er alltaf sigur. Ég
upplifi mig ekki sem sigurvegara þar
sem augnablikið er liðið. Eitt er víst
að ég mæti aftur að ári og verð vel
undirbúinn,“ segir Árni Björn Páls-
son sem var nýverið útnefndur sig-
urvegari Meistaradeildarinnar í
hestaíþróttum í einstaklings-
keppninni eftir að stjórn deild-
arinnar endurútreiknaði stigagjöf-
ina. Ástæðan er sú að árangur
Þorvaldar Árna Þorvaldssonar í tölt-
keppni 6. mars sl. var ógiltur þar
sem hann féll á lyfjaprófi lyfjaeft-
irlits Íþrótta- og ólympíusambands
Íslands. Prófið var tekið eftir tölt-
keppnina.
Keppnisbannið stytt
Áfrýjunardómstóll ÍSÍ stytti
þriggja mánaða keppnisbann, sem
Þorvaldur hafði hlotið, niður í 30
daga og lýkur því 29. júní næstkom-
andi. Engu að síður var árangur
hans 6. mars ógildur í Meistaradeild-
inni og einnig þau stig sem lið hans,
Top Reiter/ Sólning, fékk fyrir
árangur hans í deildinni.
Sigurbjörn Bárðarson var krýnd-
ur sigurvegari einstaklings-
keppninnar en þarf nú að afhenda
titilinn tengdasyni sínum, Árna Birni
Pálssyni, en hann er sambýlismaður
Sylvíu Sigurbjörnsdóttur. Einu stigi
munaði á þeim eftir endurútreikn-
ingana; Árni Björn var með 39 stig
og Sigurbjörn 38 stig. Röðin í ein-
staklingskeppninni breyttist ekki að
öðru leyti. Lið Þorvaldar Árna, Top
Reiter/Sólning, sigraði í liðakeppn-
inni þrátt fyrir endurútreikningana.
Stjórnin harmar afleiðingarnar
„Meistaradeildin harmar afleið-
ingar sem hafa fylgt í kjölfar á þessu
máli og vonar að við stöndum saman
í að gera hestaíþróttina að þeirri
íþróttagrein sem við getum verið
stolt af hvar sem er í heiminum og
stutt hvert annað,“ segir í tilkynn-
ingu frá stjórn Meistaradeildarinnar.
Ennfremur er komið á framfæri
þökkum til Sigurbjörns.
Eftir niðurstöðu áfrýjunardóm-
stóls ÍSÍ sendi Þorvaldur Árni frá
sér tilkynningu: „Ég tek fram að ég
neytti umræddra lyfja viku áður en
mæling fór fram og var ekki undir
áhrifum þeirra í keppni. Því er alveg
víst að þau höfðu engin áhrif á árang-
ur minn. Lyfið mælist aftur á móti
við sýnatöku í alllangan tíma eftir
neyslu. Ég harma mjög þau mistök
mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfja-
mál og hef einsett mér að læra af
þessum mistökum þannig að slíkt
gerist aldrei aftur.“
LH telur niðurstöðu áfrýj-
unardómstóls ÍSÍ skaða
Eftir að áfrýjunardómstóllinn
mildaði keppnisbannið sendi Lands-
samband hestamannafélaga einnig
frá sér tilkynningu. Þar furðar sam-
bandið sig á niðurstöðunni og „telur
hana skaða ímynd íþróttahreyfing-
arinnar og þar með talið hesta-
íþróttarinnar í landinu“.
thorunn@mbl.is
Árni Björn nýr sigurveg-
ari í Meistaradeildinni
Árangur Þorvaldar Árna ógildur því hann féll á lyfjaprófi
Morgunblaðið/hag
Sigurvegari Árni Björn Pálsson veifar áhorfendum eftir sigur í A-flokki á
hestinum Aris frá Akureyri á landsmótinu á Hellu árið 2008.
Læknafélag Íslands og Skurð-
læknafélag Íslands hafa vísað
kjaradeilum sínum til rík-
issáttasemjara. „Það ber enn mikið
í milli í þessum viðræðum og við
sáum því ekki annan kost en að vísa
deilunni þangað,“ sagði Sigurveig
Pétursdóttir, formaður samninga-
nefndar Læknafélags Íslands, í
samtali við mbl.is í gærkvöldi.
Sigurveig benti á að læknum á Ís-
landi hefði fækkað um u.þ.b. 100
síðustu fjögur árin og fjölmargir
læknar sem færu utan til sérnáms
skiluðu sér ekki aftur heim.
„Maður væntir þess að flæði
lækna heim eftir
að hafa verið úti
við nám sé í ein-
hverjum eðlileg-
um hlutföllum,
en það fer sífellt
minnkandi,“
sagði Sigurveig.
Þá væru margir
læknar í hluta-
störfum erlendis.
Kjaraviðræður
Skurðlæknafélags Íslands hafa
engum árangri skilað að sögn
Helga Kjartans Sigurðssonar, for-
manns félagsins.
Kjaradeilum Læknafélagsins og Skurð-
læknafélagsins vísað til ríkissáttasemjara
Læknar Ósamið er
um kaup og kjör.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Andrés Magnússon, framkvæmda-
stjóri Samtaka verslunar og þjón-
ustu, sem gæta hagsmuna trygg-
ingamiðlara, segist hafa fengið bréf
frá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans
síðasta föstu-
dagskvöld þar
sem hann var
boðaður til fund-
ar um framhaldið
eftir helgi.
Honum hafi
síðan borist ann-
að bréf frá Seðla-
bankanum í gær
þar sem fundar-
boði er seinkað.
„Það er búið að
boða okkur til fundar eftir hádegi
fimmtudaginn 3. júlí. Það er fyrsti
tíminn sem Seðlabankinn hefur laus-
an.
Ég svaraði því til að það gengi
ekki að draga fundinn svona mikið.
Menn verða farnir í sumarfrí. Það er
eins og Seðlabankinn geri sér alls
ekki grein fyrir því hversu áríðandi
það er að eyða þeirri óvissu sem uppi
er sem allra fyrst. Vinnubrögð
þeirra í þessu máli koma manni því
sífellt meira á óvart.“
Hákon Hákonarson, eigandi
Tryggingar og ráðgjafar, sem selur
meðal annars líftryggingar fyrir Fri-
ends Provident, segir það „algerlega
ólíðandi“ að Seðlabankinn skuli taka
sér svo langan tíma í að skýra út fyr-
ir tryggingamiðlurum hvaða samn-
ingar sem þeir hafi gert síðan gjald-
eyrishöftin voru sett séu löglegir.
Íhuga að rifta samningum
„Þetta er dæmigert fyrir vinnu-
brögð Seðlabankans í þessu máli. Við
ítrekuðum mörgum sinnum í fyrra
við Seðlabankann að hann skýrði af-
stöðu sína, án þess að fá svar. Við
sendum því inn kvörtun til Umboðs-
manns Alþingis í janúar vegna
vinnubragða Seðlabankans. Þetta
eru fádæma vinnubrögð.“
Hákon segir Friends Provident
íhuga að rifta öllum samningum um
líftryggingar ef Seðlabankinn úr-
skurði þá ólögmæta. Hann segir um
12.000 Íslendinga hafa gert slíka
samninga síðan gjaldeyrishöftin
voru sett í nóvember 2008.
Telur Seðla-
banka Íslands
draga lappirnar
Framkvæmdastjóri SVÞ gagnrýnir
SÍ fyrir seinagang í tryggingamálinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Andrés
Magnússon
Þrír íslenskir uppfinningamenn, þau
Elinóra Inga Sigurðardóttir, dr.
María Ragnarsdóttir og Valdimar
Össurarson, unnu til verðlauna á al-
þjóðlegri ráðstefnu uppfinninga-
manna, INPEX, sem haldin var í
Pittsburgh í Bandaríkjunum 18. til
21. júní sl.
Dr. María Ragnarsdóttir hlaut
tvenn verðlaun, gullverðlaun (Gold
Medal Award of Merit) og einnig
sérstök heiðursverðlaun frá Sam-
tökum uppfinningamanna í Póllandi.
Þau hlaut hún fyrir uppfinningar
sínar sem heita ÖHM-Andri og PA
Pressure Puffin. Annars vegar er
um að ræða tæki sem mælir önd-
unarhreyfingar hjarta- og lungna-
sjúklinga. Hins vegar tæki sem mæl-
ir hreyfingar á milli hryggjarliða.
Það auðveldar greiningu og meðferð
við sjúkdómum í hryggsúlunni.
Elinóra Inga Sigurðardóttir hlaut
gullverðlaun fyrir uppfinningu sína,
Elinora’s Royal Natural Snack. Það
er náttúrulegt snarl fyrir hunda sem
unnið er úr fiskroði. Elinóra hefur
framleitt hundasnarlið allt frá árinu
1999. Hún hefur þegar selt það til 25
ríkja í Bandaríkjunum.
Sú stærsta sinnar tegundar
Valdimar Össurarson fékk gull-
verðlaun fyrir nýja tegund af hverfli
eða túrbínu. Uppfinningin kallast
Valorka-hverfillinn. Um er að ræða
hægstraumshverfil sem hentar sér-
staklega vel til virkjunar sjáv-
arfallaorku. Þróun hverfla byggðra á
hugmynd Valdimars hófst árið 2008.
Fyrirtækið Valorka ehf. var stofnað
til að standa að þróunarvinnu og hef-
ur það átt í samvinnu við ýmsa aðila.
Valdimar hefur áður fengið al-
þjóðlega viðurkenningu fyrir þessa
uppfinningu sína. Hann fékk fyrstu
verðlaun á alþjóðaþingi uppfinninga-
manna IFIA í Stokkhólmi árið 2011.
INPEX er alþjóðleg sýning nýrra
uppfinninga sem haldin er árlega í
Pittsburgh. Sýningin er sú stærsta
sinnar tegundar. Hún er lokuð al-
menningi en opin uppfinningamönn-
um, framleiðendum, dreifingarað-
ilum og fjárfestum.
Elinóra Inga Sigurðardóttir
skipulagði ferð íslensku sendinefnd-
arinnar á INPEX. Elinóra er for-
maður KVENN – Samtaka kvenna í
nýsköpun og fyrrverandi formaður
SFH, samtaka frumkvöðla og hug-
vitsmanna. gudni@mbl.is
Ljósmynd/Júlíus Valsson
Verðlaun Elinóra Inga Sigurðardóttir (t.v.) og dr. María Ragnarsdóttir.
Íslenskar uppfinningar
verðlaunaðar vestra
Fengu þrenn gullverðlaun og ein heiðursverðlaun
Morgunblaðið/Kristinn
Valorka Valdimar Össurarson vann
einnig til verðlauna á INPEX.
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
PARKETFLÍSAR
ekkert að pússa og lakka