Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 11
Aðstaðan Flugmódelmenn á Akureyri hittast gjarnan og smíða á smíðaverkstæðinu í húsi Grasrót-
arinnar. Veturinn er til þess að dunda sér við flugmódelsmíðina og er mörgu komið í verk.
unum. „Við getum flogið margir
saman í einu og truflum ekkert hver
annan. Þetta virkar svipað og far-
sími sem leitar að lausum rásum.
Áður þurfti maður að vita á hvaða
tíðni hinir voru að fljúga og þá var
aðeins takmarkað hversu margir
gátu flogið í einu,“ útskýrir Árni.
Maður getur ímyndað sér að til að
fljúga flugmódeli sé betra að sjá
þokkalega. „Við höfum nú ekki lent í
því að týna vél. Það hefur einhvern
tíma komið fyrir en það er sem betur
fer mjög sjaldgæft. Þetta kom einu
sinni fyrir hér á Akureyri. Vélin
flaug bara yfir fjörðinn og í hlíðina
hérna hinum megin. Og hún er þar
ennþá,“ segir Guðjón.
Hvaða vél verður næst?
Menn hugleiða eflaust oft hvaða
vél skuli setja saman næst til að hafa
eitthvað fallegt fyrir hugskots-
sjónum. „Þetta eru ofboðslega
margar vélar en lítill tími sem maður
hefur. Þetta er náttúrlega ofboðs-
lega fjölbreytt hobbí og það er nú
eitt af því sem er svo skemmtilegt
við það,“ segir Árni.
Fyrsta vélin sem sett er saman
er nokkuð mikilvæg að sögn þeirra
félaga. Hún þarf að vera einföld og
góð fyrir byrjendur og hefur Flug-
módelfélagið staðið fyrir nám-
skeiðum í smíði slíkra véla. „Byrj-
endavélarnar geta verið alveg
frábærar. Bæði léttar, þægilegar og
lítið um hrekki. Þegar maður er far-
inn að geta flogið henni almennilega
er í raun bara spurningin hvað mann
langar í næst,“ segir Guðjón. Byrj-
endavélarnar sem um ræðir eru í
raun ekki módel af einhverri sér-
stakri flugvél heldur eru þær ein-
faldlega til þess gerðar að nýir flug-
menn fái tilfinninguna fyrir fluginu
sjálfu og öðlist reynslu. Það er líka
vissara áður en uppáhaldsvélin er
smíðuð.
Að finna sína fjöl í fluginu
Það er hægt að kaupa flugmód-
elin á ýmsum stigum samsetningar.
Sumir, eins og þeir Árni og Guðjón,
kaupa teikninguna og saga sjálfir út
stykkin. Aðrir vilja kannski kaupa
módelin þannig að það sé búið að
saga út og þá þarf bara að raða
stykkjunum saman. Svo er auðvitað
hægt að kaupa þau nánast á loka-
stigi og ekkert eftir annað en að
setja mótorinn á og ganga frá vélinni
að innan. „Sumum finnst meira gam-
an að smíða en aðrir hafa kannski
ekki tíma til þess, getu eða nennu og
finnst aðallega gaman að fljúga. Það
finnur bara hver sína fjöl í þessu,“
segir Árni. „Við hérna fyrir norðan,
með þessa löngu vetur, erum mikið
að smíða.“
Á sumrin fara þeir út og fljúga
en hætta samt ekkert að smíða!
Aðstaðan sem félagið hefur bæði
til að smíða vélarnar og fljúga þeim
er ákaflega góð. Smíðaverkstæðið er
í kjallara húsnæðis Grasrótarinnar
sem er í fyrrverandi skrifstofuhúsi
Slippsins.
Á Melgerðismelum er fantafínn
flugvöllur sem er iðulega vel nýttur á
Flugkomu félagsins sem haldin hefur
verið aðra helgina í ágústmánuði síð-
an 1981. Flugmódelfélögin eru flest
mjög virk á sumrin og eru fjölmenn
mót og flugkomur haldnar og stund-
um koma hingað erlendir meistarar
sem leika listir sínar með hinum.
Rafmagnið er framtíðin
Til eru ýmsar gerðir mótora sem
henta á flugmódelin. Bensínmótorar
hafa verið algengir í gegnum tíðina
en það er mat manna að rafmagns-
mótorar séu það sem koma skal.
„Það sem hefur verið takmarkandi
þáttur þar eru rafhlöðurnar en þær
verða betri og betri svo þetta er það
sem koma skal. Þá er maður laus við
olíuna og það að þurfa að kaupa rán-
dýrt eldsneyti,“ segja þeir. Nokkrir í
félaginu fóru yfir í rafmagnsmótora
á síðasta ári og hafa þeir reynst vel.
Ekki er hægt að fjalla um flug-
módel án þess að minnast á þotur og
þyrlur. Reyndar eru þeir ekki marg-
ir sem eru að fljúga þyrlum á Akur-
eyri en þó eru þeir nokkrir. Þyrl-
urnar, rétt eins og flugvélarnar, eru
til af ýmsum stærðum og gerðum en
það er mat flestra að mjög ólíkt sé að
fljúga þeim og jafnvel býsna stremb-
ið. Þoturnar komast ógnarhratt og
eru þær til nokkrar á landinu þótt
engin sé á Akureyri. Það er tilkomu-
mikil sjón að sjá flinka flugmenn
fljúga þotunum en eins gott að vera
ekki að þvælast neitt fyrir!
Sé einhver að velta því fyrir sér
hvort engar konur séu í þessum
ágætu flugmódelfélögum sem starf-
andi eru hér á landi þá hafa þær nú
ekki verið sérlega áberandi. Víða er-
lendis eru konur virkar í þessu
sporti og margar alveg sérlega fær-
ar. Hver veit nema konunum fjölgi í
félögunum hér á landi eftir því sem
vinsældir þessa áhugamáls fara vax-
andi.
Mikið lagt í útlit vélanna
Þegar flugmódel eru skoðuð
nánar má oft sjá að í þeim eru vel
tilhafðir flugmenn. Oft eru þeir
tálgaðir út býsna nákvæmlega og
eru gjarnan kunnuglegir karakter-
ar. Þetta á þó aðeins við þegar vélin
sjálf er ekki líkan af annarri vél. Þá
hafa eigendur frjálsar hendur eins
og mátti sjá dæmi um í einni af vél-
um félaga klúbbsins þar sem Dil-
bert situr einbeittur við stýrið.
„Einn félagi okkar tálgaði Dilbert
og hann situr þarna með bindið út í
loftið og með tölvu fyrir framan sig.
Á skjá tölvunnar stendur „How to
fly in three easy lessons“,“ útskýrir
Árni.
„Það er allt til í þessu. Meira að
segja er hægt að panta sjálfs-
myndir. Ef ég sendi fjórar ljós-
myndir af höfðinu á mér til manns í
Englandi býr hann mig til í hvaða
stærð sem er,“ segir Guðjón sem
hefur þó ekki látið verða af því að
panta sjálfsmynd. „Þetta áhugamál
er svo víðfeðmt og fjölbreytt að það
gætu nánast allir fundið sér hillu í
því,“ segja þeir Guðjón og Árni að
lokum.
Þeir sem vilja fylgjast með
þeim viðburðum sem framundan eru
hjá félaginu geta farið inn á vefsíðu
Flugmódelfélags Akureyrar, slóðin
er www.flugmodel.is, og má þar auk
þess fræðast enn frekar um félagið.
Kúnstir Hægt er að öðlast mikla færni í módelfluginu. Hér lék heimsmeistarinn Ali
Machinchy listir sínar í Grindavík þegar hann heimsótti landið fyrir tveimur árum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Mörg eru undrin, stór og smá, í ver-
öldinni. Í Nýju-Delí á Indlandi var ný-
lega heljarinnar þrumuveður og fór þá
margt úr skorðum, til dæmis féll stórt
tré til jarðar og við það fór líf dýranna
sem þar áttu sitt ból úr skorðum. En
sumum þeirra var bjargað, meðal ann-
ars þessum kornunga og agnarsmáa
íkorna. Í gær var þessi mynd tekin þar
sem var verið að mata litla mun-
aðarleysingjann með kirsuberi.
Bjargað eftir þrumuveður
AFP
Hlúð að litla lífinu í lófanum Hvern ætlar þú að gleðja í dag
Í Manila á Filippseyjum er hefð fyrir
því að slökkviliðsmenn sprauti vatni
yfir fólk á götum úti í tilefni mikillar
hátíðar sem haldin er í nafni heilags
Jóns babtista (Saint John the Bapt-
ist). Vatnsgjörningurinn er ekki til að
kæla fólk í hitanum, þó það gagnist
vissulega ágætlega líka þar, heldur
trúir fólk að með því að verða fyrir
þessum vatnsgusum á degi hins heil-
aga Jóns babtista, þá öðlist það
guðsblessun.
Tilvalin aðferð til að blessa marga í einu
AFP
Guðsblessun dreift með vatni