Morgunblaðið - 25.06.2014, Page 12
VIÐTAL
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Markmiðið náðist. Ætlaði mér
reyndar að hlaupa hálfmaraþon á
innan við tveimur tímum, en að ná
þessu á 2:00:55 er innan vikmarka.
Meginmálið er samt að vera með því
hlaupin eru góður félagsskapur og
hreyfingin er frábær,“ segir Elsa
Lára Arnardóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokksins.
Þrek og úthald jukust
Góð þátttaka var í Miðnætur-
hlaupi Suzuki sem fram fór í 22. sinn
sl. mánudagskvöld. Ríflega 2.600
manns tóku þátt og hafa aldrei verið
fleiri. Alls 320 hlupu hálft maraþon,
en aðrir létu sér nægja að fara 10
eða 5 km. Ætla má að skemmri
vegalengdir hafi gjarnan höfðað til
fólks sem er að byrja í sportinu eða
þeirra sem eru komnir af léttasta
skeiði. En Elsa Lára er enginn ný-
liði, hún byrjaði að hlaupa fyrir tæp-
um sex árum og segir það hafa
breytt lífi sínu.
„Þetta var haustið 2008; á tíma-
punkti þegar ýmsir hlutir voru mót-
drægir. Þetta var fyrst eftir hrun;
lánin á húsinu höfðu snarhækkað,
maðurinn minn missti vinnuna og
dóttir okkar greindist á einhverfu-
rófinu. Þetta tók á og til þess að
létta aðeins á mér fór ég út að
hlaupa. Í fyrstu komst ég bara á
milli ljósastaura og þurfti svo að
kasta mæðinni. Svo jókst þrek og
úthald smátt og smátt, úthaldið varð
meira og andlega urðu verkefni
dagsins auðveldari. Við getum því
kannski sagt að ég hafi ekki hlaupist
undan vandanum heldur hlaupið
hann af mér,“ segir Elsa Lára.
Hlaupið milli funda
Hlaupagleði Íslendinga er merki
um breytingu í þjóðlífinu. Æ fleiri
taka á rás, ýmist einir eða með
hlaupahópum. Þannig er Elsa Lára,
sem býr á Akranesi, í hlaupahópn-
um Skagaskokki og segir það starf
bæði öflugt og skemmtilegt.
„Félagsskapurinn skipir máli.
Fólk fær hvatningu hvert frá öðru,“
segir Elsa. Með Skagaskokkurum
tók hún þátt í svonefndu Sauðafells-
hlaupi í Dölunum um sl. helgi. Næst
á dagskrá er Hlaupahátíð Vest-
fjarða í júlí, þar sem m.a. verður
hlaupið um Óshlíð og skagann milli
Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Síðari
hlutann í ágúst er svo Reykjavíkur-
maraþon á dagskrá. Þar ætlar Elsa
að gera sér lítið fyrir og hlaupa heilt
maraþon, það er 42 km.
„Starfsfólkið á Alþingi skrifar
ýmislegt niður og segir mér að til
þessa hafi engin þingkona tekið heilt
maraþon. Karlarnir hafa samt verið
duglegir í þessu; Steingrímur J. Sig-
fússon, Pétur Blöndal, Árni Páll
Árnason og fleiri hafa tekið allan
pakkann. Þá er Haraldur Einarsson,
þingmaður Framsóknarflokksins, í
frjálsum íþróttum og hefur náð góð-
um árangri í millivegalengdum,“
segir Elsa Lára. Hún kveðst oft
nota hádegishléið og tímann milli
funda á þinginu til þess að hlaupa.
Fer þá gjarnan úr miðborginni,
vestur í bæ, út á Seljarnarnes og
niður í Kvos.
Sprettur með eðalmúsík
„Þetta eru um 10 km og einn
klukkutími. Það dugar til þess að
safna orkunni sem þarf, því vissu-
lega er starfið á Alþingi krefjandi,“
segir Elsa Lára sem helst sleppir
ekki degi úr. „Oft fæðast góðar hug-
myndir í skokkinu. Því er ég alltaf
með símann á mér, til þess að geta
skrifað inn það sem um hugann fer
og getur verið innlegg í mál sem eru
í deiglunni. Svo er fínt að setja mús-
ík í símann – með slíku verður þetta
enn skemmtilegra. Það er nefnilega
mjög ljúft að taka sprettinn með eð-
almúsík í eyrunum; hljómsveitir eins
og Sálina, Todmobile og Ný dönsk.“
Frábært að hlaupa af sér vandann
Um 2.600 manns tóku þátt í miðnæturhlaupi í Reykjavík Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður
fór hálft maraþon á tveimur klukkustundum Úthaldið varð meira og verkefni dagsins auðveldari
Morgunblaðið/Golli
Skokk Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki var góð og gleði í andlitum fólks.
Sprettur Elsa Lára byrjaði að æfa hlaup fyrir rúmlega fimm árum. Hún segist fljótt hafa fundið muninn og nýtir lausar stundir til æfinga og keppni.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Vaxandi áhugi fólks á hlaupum og
virk þátttaka er hluti af almennri
lífsstílsbreytingu á Vesturlöndum.
„Það eru allmörg ár síðan þetta
byrjaði af einhverri alvöru.
Tengist auðvitað því að fólk er
æ betur meðvitað um heil-
brigðan lífsstíl. Þar koma
hlaupin sterk inn, enda ein-
falt sport þar sem allir
geta fundið hvað sér
hentar. Auðvitað eru 5
og 10 km vinsælustu
vegalengdirnar, en þátt-
takendum í heilu og
hálfu maraþoni fjölgar
jafn og þétt. Þá koma
utanvegahlaupin um
fjöll, firnindi og alls-
konar torfæru æ sterk-
ar inn,“ segir Martha
Ernstsdóttir frjáls-
íþróttakona. Hún er
margreynd í sportinu,
hefur unnið til fjölda al-
þjóðlegra verðlauna og hér
heima verið afrekskona í
fremstu röð.
Líðandi sumar er það 11.
sem Martha Ernstsdóttir
er leiðbeinandi hlaupa-
hópsins Spretts sem leggur
upp í Laugardalnum í
Reykjavík. Á bilinu 70-80
manns eru á hverjum tíma
skráðir í hópinn bæði þaul-
vant fólk og nýliðar. „Ég hamra á
því að skynsemi og hóf skipti
mestu máli. Fólk verður að sníða
sér stakk eftir vexti; ofgera sér
ekki né slíta sig svo það geti
ekkert hreyft sig. Boðskap-
urinn er einfaldlega sá að
mest sé ekki best,“ segir
Martha.
Á vegum margra
íþróttafélaga á höfuðborg-
arsvæðinu er haldið úti
skokkhópum sem njóta
vaxandi vinsælda. Þá hafa
margir með sér óformlega
hópa, en þá hittist fólk
gjarnan við sundlaug-
arnar og leggur þar upp.
Raunar er þetta ekki
bundið við höfuðborg-
arsvæðið; um allt land
eru skokkarar og í
kringum þetta gaman
þeirra hafa myndast ýmsar
menningarhefðir.
Þegar hér er komið er tæp-
ast ofsagt að hlaupaæði renni á
landann. Margir nota sum-
arleyfið eða góðviðrisstundir
eftir vinnu til þess að fara út að
klaupa. Fólk reimar á sig striga-
skóna, fer í stuttbuxurnar og
spyrnir svo af stað. Keppikefli
margra í þessu sambandi er að
fara í Reykjavíkurmaraþonið
– sem í ár verður 23. ágúst.
Mest er ekki best
HLAUPAÆÐI RENNUR Á LANDANN Á SUMRIN
Martha
Ernstsdóttir
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
TAX FREE
af öllum s
nyrtivöru
m í júní
Komið o
g
skoðið úr
valið
Seljum einnig:
Peysur, buxur,
pils, leggings
o.m.fl.