Morgunblaðið - 25.06.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.06.2014, Qupperneq 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Arion banki hefur tekið tilboði í fast- eignina Rauðárstíg 23 í Reykjavík. Bankinn lokaði útibúi sínu þar ný- verið en eignin er við Hlemm. Að sögn Haraldar Guðna Eiðs- sonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, eru kaupendur með frest til að ganga frá fjármögnun kaupanna. Kaupverðið er trúnaðarmál en ásett verð var 490 milljónir. Aðspurður sagði Haraldur Guðni að réttast væri að væntanlegir kaup- endur upplýstu um áform sín með eignina þegar þar að kæmi. Samkvæmt öruggum heimildum blaðsins sýndu nokkrir aðilar fast- eigninni áhuga og höfðu þeir ýmist hugmyndir um að nota reitinn undir hótel eða íbúðir. Teikning af bygg- ingarréttinum er sýnd hér til hliðar en hún er sótt í aðalskipulag Reykja- víkur. Græna byggingin sýnir mögu- leika til að byggja nýja byggingu sunnan eignarinnar sem hefur verið seld. Þar er heimilt að reisa þriggja til fjögurra hæða hús með bílakjall- ara. Byggingarréttur var „gulrót“ Samkvæmt heimildum blaðsins var þessi byggingarréttur „gulrótin“ að baki áhuga fjárfestanna. Áætlaði einn fasteignasali að kostnaður við að endurbyggja núverandi byggingu og reisa aðra til hliðar við hana væri ekki undir milljarði króna. Skal tek- ið fram að Rauði kross Íslands á 4. og 5. hæðina á Rauðarárstíg 23. Hafði annar fasteignasali á orði að fjárfestar teldu ekki borga sig að byggja annað en hótel eða íbúðir, miðað við byggingarkostnaðinn. Sá hluti fasteignarinnar sem Ar- ion banki seldi er tæplega 1.826 fer- metrar og er á jarðhæð, 2. hæð, 3. hæð og kjallari en 4. og 5. hæð eru í eigu annars aðila. Með fylgir hlut- deild í sameign og fjöldi bílastæða. Seld voru 76% af fasteigninni. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hafa lífeyrissjóðir, fjársterkir aðilar og ýmsir fjárfest- ingasjóðir leitað til Íbúðalánasjóðs að undanförnu með það í huga að kaupa fjölda eigna til útleigu. Af því tilefni ræddi blaðamaður Rúnar um stöðuna á markaðnum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins sýndu fjársterkir aðilar áhuga á að kaupa fjölda íbúða í nýj- um fjölbýlishúsum í Mánatúni í Reykjavík. Alls verða níutíu íbúðir á reitnum til sölu í 1. áfanga. Það slitn- aði hins vegar upp úr samninga- viðræðum að lokum. Fyrstu íbúð- irnar verða afhentar fullbúnar án megingólfefna í haust en þær síð- ustu um mánaðamótin apríl/maí 2015. Samkvæmt heimildum blaðs- ins horfðu fjárfestarnir til væntinga um frekari hækkun fasteignaverðs. Horfa í fermetraverðið Viðar Böðvarsson, varaformaður Félags fasteignasala, segir að fjár- festar leiti í auknum mæli að íbúðum í úthverfum til útleigu. „Þetta hefur færst á víðara svæði en var. Þetta var dálítið bundið við póstnúmerin 101 og 107 í Reykjavík. Fyrir tveimur árum var ekki spurst fyrir um neitt annað af þessum að- ilum. Leiguverð hefur greinilega hækkað talsvert mikið og meira en fasteignaverð í heildina, að minnsta kosti á síðustu tólf mánuðum. Það er auðvitað ekki grundvöllur fyrir endalausri hækkun á leigu- verði. Þróunin hlýtur því að vera sú að menn kaupi eignir sem þeir sjá sér hag í að leigja, að þeir horfi í fer- metraverðið. Það er ekki svo mikill munur á leiguverði til einstaklinga í úthverfum eða miðsvæðis. Það er því meiri fengur að kaupa eignir sem eru á lægra verði og leigja þær út,“ segir Viðar og vísar til þess að verð á íbúðarhúsnæði í úthverfum sé byrj- að að hækka, líkt og fasteignaverðið miðsvæðis hefur þegar gert. Engin bóla á markaðnum Spurður um ganginn á fasteigna- markaði almennt segir Viðar að þinglýstir kaupsamningar séu um 10% fleiri í ár en í fyrra. „Það eru kannski ekki þau læti á markaðnum sem maður gæti haldið út frá fjölmiðlaumfjöllun. Markaður- inn er hægt og bítandi á réttri leið en þetta er ekki í stökkum, sem er kannski ágætt,“ segir Viðar. „Það er ekki bóla á fasteigna- markaði. Almenningur hefur ekki það fjármagn, hvorki sem eigin fé né lánsfjármagn, sem þarf til þess að búa til bólu,“ segir Viðar. Undirbúa uppbyggingu við Hlemm  Fjárfestar kaupa húsnæði Arion banka við Hlemm og hyggjast byggja hótel eða íbúðir á reitnum  Fjársterkir aðilar íhuguðu að kaupa fjölda íbúða við Mánatún með spár um verðhækkanir í huga Morgunblaðið/Þórður Hús Arion banka við Hlemm Samkvæmt aðalskipulagi er heimilt að reisa þriggja til fjögurra hæða byggingu sunn- an við húsið. Þar er gert ráð fyrir bílastæðakjallara. Hér fyrir neðan má sjá teikningu af byggingarréttinum. Viðar Böðvarsson Óskar Rúnar Harðarson Við Hlemm Grænlitaða byggingin sýnir byggingarréttinn sunnan við Rauð- arárstíg 23. Nokkrir fjárfestar höfðu áhuga á að reisa hótel á reitnum. við nokkra fasteignasala um áhuga fjársterkra aðila á slíkum kaupum. Fáir fjárfestingamöguleikar Óskar Rúnar Harðarson, fast- eignasali hjá Mikluborg, hefur verið fasteignasali frá 1998. Hann segir að alltaf hafi verið dæmi um að eignir væru keyptar til útleigu. „Það hefur hins vegar verið meira um það í seinni tíð. Það eru færri fjárfestingarmöguleikar en áður. Þess eru mörg dæmi að einstakl- ingar og fyrirtæki kaupi fasteignir og leigi þær út. Það á við um öll svæði. Sé fasteignaverð borið saman við leiguverð fæst hugsanlega meiri ávöxtun í úthverfum,“ segir Óskar 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtöl við nokkra fasteignasala leiddu í ljós að fjársterkir aðilar hafa ríkan áhuga á að kaupa íbúðar- húsnæði í fjárfestingarskyni. Ófull- kláruð hús eru ekki undanskilin. Er jafnframt komið inn á þetta í grein- inni hér fyrir ofan og tengist myndin hér til hliðar þeirri umfjöllun. Að sögn Vilhjálms Einarssonar, fasteignasala hjá Eignaborg, sýndi fjársterkur aðili áhuga á að kaupa 16 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem eru í byggingu í Kópavogi. Íslenskur aðili sem kynnti sig sem fulltrúa er- lends fjárfestis hefði átt í samninga- viðræðum við verktakann í einn og hálfan mánuð. Síðastliðinn mánudag hefðu samningaviðræður hins vegar fallið niður. Erfitt fyrir meðaltekjufólk Vilhjálmur segir hinn dæmigerða launþega eiga mjög erfitt með að fá íbúðalán. Dæmi sé maður sem starf- ar við umönnun fatlaðra í Kópavogi. Sá hafi falast eftir ódýrri íbúð í Mos- fellsbæ í gegnum Eignaborg. Lands- bankinn hafi að lokum hafnað um- sókn mannsins um lán. Hafði starfsmaður bankans þá áður gefið vilyrði um lán gegn því að umsækj- andinn seldi bílinn sinn. Maðurinn sagði sögu sína í aðsendri grein í Fréttablaðinu í síðustu viku. „Til mín komu hjón, lögfræðingur og kennari, sem eru með eitt barn. Þau búa í foreldrahúsum og ætla að kaupa sína fyrstu íbúð. Umsókn þeirra um lán var hafnað vegna þess að þau skulda svo mikið í náms- lánum,“ segir Vilhjálmur. Strangari en þörf krefur Vilhjálmur fullyrðir að bankarnir túlki ný lög um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember sl. á strangari hátt en ástæða sé til. Fyrir vikið sé þrengt að möguleikum einstaklinga á að fá íbúðalán. Bankarnir noti það sem átyllu til að hafna umsóknum. Þeir kjósi í staðinn að eiga í við- skiptum við fjársterka aðila sem kaupa eignir til útleigu. Vísbendingar eru um að þróun leigu- og fasteignaverðs sé farin að valda lágtekjufólki erfiðleikum. Skortur á litlum íbúðum Bragi Guðlaugsson, stuðnings- fulltrúi á hæfingarstöð fyrir fatlaða í Kópavogi, er höfundur greinarinnar í Fréttablaðinu sem Vilhjálmur vísar til. Bragi segir leiguverð komið langt upp fyrir það sem tekjulágir hafi efni á og tekur dæmi af því að nú sé til leigu 12 fermetra herbergi í Kópavogi fyrir 55 þúsund krónur á mánuði. Á sömu vefsíðu og her- bergið sé auglýst sé að finna tveggja herbergja íbúð sem leigð sé út á 150 þúsund krónur á mánuði. „Húsnæðismarkaðurinn í dag er ómögulegur fyrir fólk eins og mig sem er að leita að litlum íbúðum. Leiguverðið er orðið alltof hátt. Ég hef á milli 205 og 210 þúsund krónur útborgaðar á mánuði fyrir fulla vinnu, 8 tíma hvern virkan dag. Því færi 150 þúsund króna leiga langt með að vera allar ráðstöfunartekjur mínar,“ segir Bragi sem er að flytja til foreldra sinna. Tölvumynd/Miklaborg.is Mánatún Fjárfestar höfðu áhuga á að kaupa fjölda íbúða í blokk sem er í byggingu í Mánatúni í Reykjavík. Fjallað er um þetta í grein hér fyrir ofan. Vildu allar íbúðir í nýrri blokk í Kópavogi  Innlendur aðili gerði tilboð fyrir hönd erlends fjárfestis  Fasteignasali segir bankana taka fjár- sterka aðila fram yfir einstaklinga  Stuðningsfulltrúi segir lágtekjufólk eiga í húsnæðisvanda Bragi Guðlaugsson Vilhjálmur Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.