Morgunblaðið - 25.06.2014, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.06.2014, Qupperneq 19
Sigurjón Örn bendir á að þrátt fyrir að netverslun hafi aukist, þá sé hún enn lítill hluti af heildarversl- uninni. „Margir nýta sér netverslan- ir til að kynna sér vöruúrval, bera saman verð og skoða gæðin, en enda gjarnan í sjálfri versluninni til þess að kaupa vöruna. Sumir kaupa vör- una jafnvel á netinu en sækja hana í versluninni. Þrátt fyrir örar tækni- framfarir eru verslunarmiðstöðvar víða um heim með mjög traustan grundvöll og spretta upp eins og gor- kúlur,“ segir hann. Reitir fasteignafélag undirbýr stækkun Kringlunnar til vesturs inn- an nokkurra ára. Rætt hefur verið um að stækka Kringluna um tuttugu þúsund fermetra, en eftir stækk- unina yrði Kringlan um sjötíu þús- und fermetrar. „Kringlan hefur stækkað þrívegis í 27 ára sögu sinni. Okkur þykir mik- ilvægt að hús geti þróast, tekið breytingum og endurnýjast þannig að viðskiptavinurinn upplifi alltaf eitthvað nýtt,“ segir Sigurjón Örn. Veltan í Kringl- unni fer vaxandi  Framkvæmdastjórinn segir hart barist um hvert pláss Morgunblaðið/Styrmir Kári Kringlan Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að aðsókn í verslunarmiðstöðina hafi aukist um 4% á fyrstu mánuðum ársins. FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Mikill kraftur er í verslun í Kringl- unni og hefur eftirspurn eftir því að komast inn í verslunarmiðstöðina aukist verulega á undanförnum misserum. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að á fyrstu fimm mánuðum árs- ins hafi meðalvelta í verslunum Kringlunnar aukist um sjö prósent á breytilegu verðlagi. Á sama tíma hafi aðsókn í Kringluna aukist um tæp fjögur prósent. „Það er enginn barlómur í okkur. Við fórum í gegnum kreppuna án þess að vera nokkurn tímann með autt bil í húsinu og hér er slegist um hvert pláss þegar þau losna. Yfirleitt eru á bilinu fjórir til sex aðilar sem við getum valið úr þegar pláss losna. Það mætti segja að þetta væri lúxus- vandamál og er ég alls ekki viss um að þetta sé víðar með sama hætti,“ segir hann í samtali við Morgunblað- ið. Eins og Morgunblaðið greindi frá um helgina var vöxtur í allri verslun, samkvæmt tölum Rannsóknaseturs verslunnarinnar á Bifröst, í maí- mánuði. Þannig jókst velta í dag- vöruverslun um 3,8% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og um 4,2% á breytilegu verðlagi. Þá hefur fataverslun aukist að raunvirði um 4,9% það sem af er árinu. Fram kemur í skýrslum setursins að raunvirði fataverslunar sé enn töluvert minna en þegar best lét árið 2007 og bendir það til þess að fata- verslun hafi ekki enn náð sér á strik. Sigurjón Örn segir að í fyrra hafi meðalvelta í Kringlunni aukist um sex prósent á breytilegu verðlagi og sjö prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Í janúarmánuði jókst velt- an um 10,5% frá sama mánuði í fyrra, en í apríl var aukningin enn meiri, eða 11%. „Það virðist gæta aukinnar bjartsýni meðal lands- manna, ef marka má þessar tölur, og er ljóst að meiri kraftur er kominn í verslunina,“ nefnir hann. Lítið brot af heildarverslun Netverslun Íslendinga hefur auk- ist hröðum skrefum að undanförnu og sögðu þeir kaupmenn sem blaðið ræddi við að sú aukning skýrði að miklu leyti hina dræmu fataverslun. Netverslun » Íslendingar keyptu vörur í erlendum netverslunum fyrir tæpa þrjá milljarða króna í fyrra. Velta netverslunar hér á landi nam 1,4 milljörðum. » Sigurjón Örn bendir þó á að netverslunin sé enn lítið brot af heildarversluninni. FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Miðvikudagstilboð – á völdum einnota borðbúnaði Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 14 Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegt úrval af einnota borðbúnaði íflottum sumarlitum Di sk ar Se rv íe ttu r G lö s Hn ífa pö r -Viðhaldsfríir gluggar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Morgunblaðið/Eggert Bjartsýni Íslendingar hafa ekki verið bjartsýnni síðan fyrir hrun. Væntingavísitala Gallup (VVG) tók heldur við sér í júnímánuði og fór upp í sitt hæsta gildi frá því í febr- úar árið 2008. Vísitalan hækkaði um átján stig á milli mánaða og mælist nú 101,8 stig. Í umfjöllun sinni um málið minnir greiningardeild Íslandsbanka á að þegar vísitalan er yfir hundrað stigum séu fleiri neytendur bjart- sýnir en svartsýnir. Fyrir þessa júnímælingu hafði vísitalan aðeins tvívegis komist upp fyrir hundrað stig frá því í árs- byrjun 2008, þ.e. í maí og júní í fyrra. Allar undirvísitölur hækka í júní frá fyrri mánuði. Mest hækkar mat neytenda á efnahagslífinu, eða um 33 stig, en sú vísitala mælist nú 96,8 stig. Það er hæsta gildi þeirrar vísi- tölu frá því í janúar 2008. Næstmest hækkar undirvísitalan sem mælir mat neytenda á núverandi ástandi og mælist sú vísitalan nú 65,6 stig, sem er hæsta gildi hennar frá því í september 2008. Greiningardeild Íslandsbanka segir að af ofangreindu megi sjá að Íslendingar vænti þess að ástandið í efnahags- og atvinnumálum þjóð- arinnar muni batna frá núverandi ástandi. Við því hafi þeir raunar bú- ist frá því snemma árs 2008. „Fyrir hrun var þessu öfugt farið, en frá miðju ári 2004 til mars 2008 var gildi vísitölunnar sem mælir mat neytenda á núverandi ástandi ávallt hærra en þeirrar sem mælir mat á væntingum til sex mánaða,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar. „Töldu neytendur þá núverandi ástand svo gott að það myndi varla batna upp frá þessu.“ kij@mbl.is Neytendur ekki bjartsýnni í sex ár  Væntingavísitalan á hraðri uppleið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.