Morgunblaðið - 25.06.2014, Page 21

Morgunblaðið - 25.06.2014, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Gigt, vöðvabólga eða fótaóeirð? www.annarosa.is Eftir þrjú brjósklos og uppskurði vilja vöðvarnir á því svæði stífna þegar mér verður kalt. Vöðva- og gigtarolían hefur alveg bjargað mér undanfarna mánuði, hún er svo vöðvaslakandi og hitar svo vel! Eftir að ég kynntist henni get ég ekki hugsað mér að vera án hennar og mæli eindregið með henni! Fótakremið er silkimjúkt, fer fljótt inn í húðina og mér finnst það alveg æðislegt. – Magna Huld Sigurbjörnsdóttir Vöðva- og gigtarolían þykir afar góð til að draga úr liðverkjum og vöðvabólgum ásamt því að gagnast við fótaóeirð. Fótakremið er kælandi og kláðastillandi, mýkir þurra húð, græðir sprungur og ver gegn sveppasýkingum. Kona á gangi á ströndinni við borgina Qingdao í Shandong-héraði á mánudag, héraðið er í aust- anverðu Kína. Grænþörungar þekja nú bað- ströndina í annað sinn á árinu, orsökin er m.a. talin vera mengun og þurrkar. Þegar líður á sumarið má búast við að þörungarnir hverfi vegna aukins hita. Þörungarnir hafa birst ár hvert frá 2008, ýtur eru notaðar til að hreinsa svæðið. Þörungarnir eru svo nýttir í áburð. Fagurgræn baðströnd vegna mengunar AFP Grænþörungar menga fjörur Qingdao í austanverðu Kína enn eitt sumarið FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Líkurnar á því að átökin í Írak endi með því að liðsmenn hryðjuverka- samtakanna ISIL nái amk. undir sig norðvesturhluta landsins aukast dag frá degi. Sjía-arabar munu ráða áfram fjölmennustu svæðunum enda meira en helmingur íbúa Íraks og njóta stuðnings Írana. En Kúrdar í norðausturhlutanum gætu þá lýst yfir fullu sjálfstæði, stofnað eigið lýðveldi. Það yrðu mikil tímamót: Kúrdar hafa aldrei í sögu sinni ráðið yfir alveg sjálfstæðu ríki. Bandaríkjamenn reyndu í gær að fá leiðtoga Kúrda til að halda áfram tryggð við einingu ríkisins en ekki er ljóst hvor þeir höfðu erindi sem erf- iði. Herlið Kúrda, peshmerga, er öfl- ugt og virðist hafa í fullu tré við ISIL. Peshmerga getur því skipt sköpum í slagnum við íslamistana. Það hefur nú í reynd lagt undir sig stórborgina Kirkuk sem er á mik- ilvægu olíusvæði. Höfuðborg Kúrda er hins vegar Erbil, einnig kölluð Arbil eða Hew- ler. Forseti Kúrda, Massoud Barz- ani, er reyndur stjórnmálarefur og reynsla Kúrda af því að ráða sér nánast sjálfir síðustu árin er góð. Þeir eru að sumu leyti í lykilstöðu vegna landfræðilegrar legu, þannig eiga mörg af mikilvægustu fljótum heimshlutans upptök sín í Kúrda- löndum Íraks. Miklar olíulindir eru auk þess á svæðum þeirra og þar hefur verið mikil uppbygging. Lífs- kjör hafa stórbatnað og innviðir ver- ið endurbættir. Erlend fyrirtæki hafa fjárfest mikið í Kúrdistan. Olíusmygl fyrir allra augum Olían er óleyst ágreiningsefni. Stjórn Barzanis hefur með leyfi Tyrkja, sem eiga við hann gott og arðvænlegt samstarf, fengið að flytja mikið af olíu frá lindum Kúrda með tankbílum til Ceyhan í Tyrk- landi, um 100 þúsund tunnur á dag, er fullyrt. Þar er varan svo seld hæstbjóðendum þrátt fyrir hávær mótmæli ráðamanna í Bagdad. Þeir segja að verið sé að ráðskast með sameiginlega auðlind Íraka. Barzani hafi ekkert leyfi til að stunda þessi viðskipti enda þótt hann láti meiri- hluta ágóðans renna í sameiginlega sjóði í Írak. Eða lofi amk. að gera það; peningarnir eru núna geymdir í tyrkneskum bönkum, að sögn CNN. En hverjir eru Kúrdar? Þeir eru alls taldir vera um 30 milljónir. Nærri helmingurinn býr í Tyrk- landi, einnig búa margir í Íran og Sýrlandi og rúmar sex milljónir þeirra í Írak. Mállýskumunur er sagður svo mikill að varla sé hægt að tala um eina kúrdísku. En það sem veitir þeim sérstöðu á svæðinu er að tunga þeirra er ekki semitísk eins og arabíska heldur skyld farsi, máli Ír- ana og að uppistöðu indóevrópsk eins og langflest Evróputungumál. Flestir Kúrdar í Írak eru súnni- múslímar eins og liðsmenn ISIL. En hryðjuverkamenn hafa nær ekkert fylgi í íraska Kúrdistan. Þar eru menn fyrst og fremst Kúrdar. Rætist draumur Kúrdanna?  Ef Írak klofnar alveg gæti farið svo að íraskir Kúrdar stofnuðu eigið ríki  Kúrdar í Miðausturlöndum hafa aldrei í sögu sinni ráðið yfir sjálfstæðu ríki AFP Fagnaðarfundur John Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, heils- ar Massoud Barzani í Arbil í gær. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, baðst í gær afsökunar á því að hafa á sín- um tíma gert Andy Coulson að yfirmanni al- mannatengsla sinna. Coulson var í gær dæmd- ur sekur um að hafa skipulagt síma- hleranir þegar hann var ritstjóri götublaðsins News of the World áð- ur en Cameron réð hann til starfa. Coulson gæti átt fangelsisdóm yfir höfði sér. Næstráðandi Coulson hjá götu- blaðinu, Rebekah Brooks, var hins vegar sýknuð af öllum ákæruatrið- unum. Eiginmaður hennar, Charles Brooks, var einnig sýknaður. Auk ólöglegra símahlerana voru Coulson og Brooks ásamt sex öðrum sökuð um aðild að mútugreiðslum til lög- reglumanna og tilraunir til að af- vegaleiða réttarkerfið. Málið skók Bretland árið 2011, einkum vegna þess að í ljós kom að blaðið hafði brotist inn í talhólf síma stúlku sem var myrt árið 2002 og eytt skilaboðum til að rýmka fyrir fleiri slíkum. Sú árás gæti hafa spillt fyrir rannsókn morðmálsins. News of the World hefur nú verið lagt nið- ur. Það var í eigu Ruperts Murdochs sem á m.a. Sky-sjónvarpsstöðina, The Times og Sun auk Wall Street Journal. kjon@mbl.is Coulson gæti lent í fangelsi Andy Coulson  Brooks sýknuð af öllum ákærum Yfirmaður almannatengsla hjá Greenpeace-samtökunum í að- alstöðvunum í Amsterdam, Pascal Husting, mun framvegis nota lest, ekki flugvél, þegar hann fer á milli heimilis síns í Lúxemborg og Hol- lands. Það gerir hann nokkrum sinn- um í mánuði. Breska blaðið Guardian skýrði frá flugferðum Hustings og í fyrstu vörðu yfirmenn hann. Sagt var m.a. að hann hefði átt erfitt með að flytja unga fjölskyldu sína til Amsterdam. Auk þess tæki lestarferðin, fram og aftur, um 12 stundir en vegalengdin milli borganna er um 380 km. Blaðið rifjaði upp að bresk stjórn- völd hefðu reiknað út að koldíox- íðlosun á hvern farþegakílómetra væri nær tvöföld í flugi miðað við lestirnar. Greenpeace hefur nú snúið við blaðinu og segir að frá næstu viku muni Husting ferðast með lest en ekki flugvél. kjon@mbl.is Greenpeace flýgur minna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.