Morgunblaðið - 25.06.2014, Page 25

Morgunblaðið - 25.06.2014, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 ✝ Gyða Þorsteins-dóttir fæddist í Reykjavík 26. jan- úar 1935. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 15. júní 2014. Foreldrar Gyðu voru Ásta Jóns- dóttir húsmóðir, f. á Eiðsstöðum við Bræðraborgarstíg í Reykjavík 11.9. 1895, d. 27.8. 1983, og Þorsteinn Árnason vélstjóri frá Ísafirði, f. 9.12. 1895 d. 23.3. 1970. Gyða átti sex systkini sem öll eru látin. Þau voru: Ingigerður Nanna, f. 23.5. 1920, d. 5.6. 1982, Árni Kristinn, f. 5.3. 1922, d. 17.9. 2011, Þórunn Sólveig, f. 24.12. 1927, d. 12.2. 1985, Þorsteinn Björnsdóttir. Börn þeirra eru Lárus Björn og Ásthildur Gyða. 3) Júlíus Björn, f. 17. desember 1964, maki Martha Jensdóttir. Fyrir átti Martha börnin Jóhann- es Albert, Jens og Guðbjörgu. Gyða lauk gagnfræðaprófi frá gamla Miðbæjarskólanum við Tjörnina. Síðan nam hún einn vetur við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Gyða starfaði sem skólaritari í Melaskóla nær alla starfsævina eða í tæp 30 ár, uns hún lét af störfum þar fyrir ald- urs sakir. Eftir það vann hún við prófyfirsetu í Háskóla Íslands í nokkur ár. Gyða ól allan sinn ald- ur í Vesturbænum. Hún lifði fyrir fjölskylduna og varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fylgjast með barnabörnum sínum komast á legg og fyrsta langömmu- barninu koma í heiminn. Útför Gyðu fer fram frá Nes- kirkju í dag, miðvikudaginn 25. júní, og hefst athöfnin kl. 15.00. Jón, f. 20.4. 1931, d. 13.4. 2006, Kristín, f. 12.11. 1932, d. 22.3. 1933, og Garðar, f. 26.1. 1935, d. 20.2. 2002. Gyða giftist árið 1955 Jóhanni Júl- íussyni, f. 4.8. 1921, d. 15. nóvember 1988. Þau slitu sam- vistir árið 1974. Börn Gyðu og Jóhanns eru: 1) Hildur, f. 17. ágúst 1955, maki Sveinbjörn Guðmundsson. Synir þeirra eru Valur, í sambúð með Arndísi Auði Sigmarsdóttur, barn þeirra er Ingunn Ásta, og Garðar, í sambúð með Báru Dís Benediktsdóttur. Fyrir átti Svein- björn soninn Ara Frey. 2) Garðar, f. 1. janúar 1959, maki Laufey Nú er rúmlega 55 ára samferða- tíma okkar mömmu lokið. Hún tók mig í opinn faðm sér í upphafi, hélt utan um mig alla tíð og við héld- umst hönd í hönd þegar hún kvaddi. Sú stund og stundin sem við öll áttum með henni og prest- inum á Eir eftir andlátið er og verður ein af dýrmætustu minn- ingum lífs míns. Nú þegar mamma hefur kvatt þetta jarðneska líf og ég lít yfir farinn veg er alveg ótrú- legt til þess að hugsa hversu mikla ást, umhyggju og þjónustu ég, systkini mín og síðar barnabörnin höfum þegið frá einni manneskju. Hún púlaði og puðaði á uppvaxt- arárum okkar svo hún næði mark- miðum sínum um að koma okkur börnunum til manns og tryggja að við yrðum hér sómasamlegir borg- arar. Mamma lifði lífinu fyrir okk- ur. Svo einfalt er það. Ég minnist þess ekki að hún mamma hafi nokkurn tíma verið mér reið þó eflaust hafi hún á ár- um áður haft þar ærnar ástæður til. Ég minnist endalausrar um- hyggju, hvatningar til góðra verka og stuðnings við allt það sem hug- urinn stefndi að, hvort heldur í starfi eða leik. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana tala illa um nokkurn mann. Ég minnist þess varla að hafa heyrt hana kvarta undan nokkrum hlut, hvorki ver- aldlegum né andlegum. Ég minn- ist þess þegar eitthvað bjátaði á eða fjölskyldan okkar lenti í mót- byr. Þá þétti hún raðirnar og eng- inn var stærri en hún. Mamma elskaði og dáði konuna mína. Mamma spurði stöðugt um og tal- aði við börnin mín sem voru henni svo kær, hún varð alltaf að vita hvernig gengi í skólanum, hvað þau hefðu fyrir stafni og hvort þau væru ekki frísk. Sama gilti um vini mína og þeirra fjölskyldur. Hún lét sig velferð allra þeirra sem nærri mér standa varða. Hún mátti ekkert aumt sjá og ég minn- ist ræktarsemi hennar við alla þá sem hún þekkti til og áttu við van- heilsu að stríða. Mamma mín var hin íslenska kona. Ég geymi með mér ótal minn- ingar og minningabrot um sam- skipti okkar mömmu í gegnum tíð- ina, misjöfn eins og þau eru mörg og oft svo ótrúlega skemmtileg og skondin. Þessar minningar munu vonandi bærast með mér um ókomin ár og samskiptin við hana og það sem hún hefur fyrir mig lagt verður vonandi áfram sá góði vegvísir sem móðir mín var. Nú hefur Gyða Þorsteinsdóttir lokið verkum sínum hér hjá okkur. Hún hefur haldið á vit feðra sinna og er komin á þann stað sem hún trúði svo einlæglega á allt sitt líf. Ég trúi því að þar hitti hún fyrir foreldra sína og systkini sem öll voru henni svo einstaklega kær. Mamma er síðust úr sjö systkina hópi til að kveðja. Verða nú eflaust góðar stundir þegar allir koma saman á ný. Elsku mamma mín, takk fyrir allt og allt. Garðar. Í dag kveðjum við með söknuði elskulega tengdamóður mína, Gyðu Þorsteinsdóttur. Ég kynnt- ist Gyðu fyrir u.þ.b. 25 árum þegar ég og Garðar fórum að vera sam- an. Betri tengdamóður hefði ég ekki getað eignast. Gyða var mörgum góðum kostum gædd, ósérhlífin, vinarækin, hafði húmor fyrir sjálfri sér og umfram allt sér- lega góð og hjartahlý kona sem vildi öllum vel. Fjölskyldan var alltaf í fyrirrúmi hjá Gyðu og var henni mjög hugleikin. Börnin okk- ar Garðars, Lárus Björn og Ást- hildur Gyða, nutu svo sannarlega athygli hennar, ástar og hlýju og sakna hennar nú sárt. Ég á margar ljúfar og skemmti- legar minningar um Gyðu sem fara í gegnum huga minn á þessari stundu, þ. á m. þegar hún oft heimsótti okkur til Akureyrar og til Englands þegar við bjuggum þar. Minningin um hana lifir í hjörtum okkar og kveð ég hana með mikilli þökk og virðingu. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Laufey. Elsku amma Gyða er fallin frá. Andlát hennar kom ekki að óvör- um en sárt er að kveðja. Við minn- umst hennar með hlýju og söknuði og þökkum henni samfylgdina. Amma Gyða var dugleg og ósér- hlífin. Hún kvartaði aldrei undan sínu hlutskipti og var hógvær og nægjusöm. Umfram allt var hún hjartahlý og velferð fjölskyldunn- ar var alltaf höfð í fyrirrúmi. Amma var einstaklega umhyggju- söm. Hún vildi öllum vel og allt fyrir okkur gera. Okkur bræður setti stundum hljóða þegar við sáum hversu viðkvæmt hjarta hennar gat verið. Sérstaklega er það minnisstætt þegar annar okk- ar var á leið á dansleik og hafði beðið ömmu Gyðu að festa tölu á jakkafötin. Við saumaskapinn fóru fötin óvart yfir logandi kerti svo brunagat kom á þau. Amma tók það mjög nærri sér og var miður sín lengi á eftir vegna þessa. Amma Gyða var alltaf áhuga- söm um hvað við hefðum fyrir stafni, hvort sem var í leik, skóla eða starfi. Hún sparaði ekki hrósið ef vel gekk. Hún var hjá okkur öll jól og áramót frá því að við munum eftir okkur og þær stundir metum við mikils. Heimsóknir til ömmu Gyðu í Vesturbæinn voru líka allt- af jafn ánægjulegar. Heimili henn- ar var sérlega hlýlegt og þar ríkti ró og friður, hvíld frá amstri hvers- dagsins. Móttökurnar voru alltaf frábærar og matseld ömmu bar þar hæst. Við bræðurnir skildum það betur þegar árin liðu hvað amma gat verið skemmtilega hnyttin. Hún hafði sínar skoðanir á þjóðmálum og fólki og lét þær oft í ljós með skondnum hætti. Undir það síðasta voru systkini hennar og margt samferðafólk fall- ið frá og þeir sem hún átti enn að, nánasta fjölskylda, systkinabörn og vinir voru henni mjög kærir. Öll vorum við í bænum hennar. Amma Gyða fékk tækifæri til að sjá og kynnast fyrsta langömmu- barni sínu, Ingunni Ástu, áður en yfir lauk. Andlit hennar ljómaði í hvert sinn sem henni voru færðar fréttir af Ingunni. Stundirnar sem þær áttu saman eru ómetanlegar. Betri ömmu og langömmu er ekki hægt að hugsa sér og hennar verður sárt saknað. Amma Gyða verður ávallt í hjörtum okkar allra. Blessuð sé minning hennar. Valur, Arndís og Ingunn Ásta, Garðar og Bára Dís. Nú kveðjum við elsku ömmu Gyðu. Amma Gyða hefur alltaf ver- ið í okkar lífi og það er erfitt að hafa hana ekki lengur hjá okkur, við söknum hennar mikið. Við eig- um margar góðar minningar um ömmu Gyðu frá því að við vorum lítil börn og til dagsins í dag. Allar ferðirnar niður á tjörn að gefa önd- unum, ísferðirnar í Perluna, pönnukökurnar hennar sem voru þær bestu í heimi og svo þegar hún heimsótti okkur til Englands þeg- ar við áttum heima þar, þá var allt- af gaman. Elsku amma Gyða, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Guð blessi þig og varðveiti. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau, er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín barnabörn, Lárus Björn og Ásthildur Gyða. Ég var ekki hár í loftinu er ég fyrst man eftir góðri móðursystur minni, Gyðu Þorsteinsdóttur. Hún bjó á Lynghaganum og foreldrar mínir höfðu komið sér fyrir á Hjarðarhaganum. Heimsóknir á Lynghagann voru tíðar, oftast í fylgd móður minnar, a.m.k. til að byrja með, en einnig á eigin vegum og jafnvel án þess að boð væri gert á undan. Alltaf var tekið á móti manni af einstakri elskusemi, góð- vild og hlýju; mannkostum sem barnssálin skynjaði í fari Gyðu frá fyrstu tíð og voru alla tíð einkenn- andi í hennar fari. Hún átti ein- staklega fagurt heimili sem bar vott um fágaðan smekk og snyrti- mennsku, laust við tildur og prjál. Á heimilinu skóp hún ljúfan og notalegan anda og í heimsókn hjá henni leið manni eins og heima hjá sér, bæði sem barn og síðar sem fullorðinn maður. Um margra ára skeið hefur það verið snar þáttur í jólaundirbúningi okkar Mar- grétar, konu minnar, að koma við hjá Gyðu og skiptast á jólakveðj- um. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma til hennar seinni hluta jólaföstunnar. Ekki varð hjá því komist að smakka á smákökunum og sér í lagi kryddkökunni, þeirri bestu sem bökuð hefur verið. Þá var hægt að slaka á augnablik og finna að friður jólanna var ekki langt undan. Þessara heimsókna verður lengi minnst. Fyrir hartnær 33 árum veiktist móðir mín af alvarlegum sjúkdómi sem dró hana til dauða tæpu ári síðar. Um leið og veikindin gerðu vart sig kom Gyða eins og kölluð. Hún veitti fársjúkri systur sinni, sem og okkur feðgum, styrk og stoð sem hún af öllum mætti gat veitt. Það verður seint fullþakkað. Sú mikla tryggð sem hún sýndi þá hélst um ókomin ár. Hún var alla tíð kær og fölskvalaus fjölskyldu- vinur. Það var jafnan gott að heyra í henni, leita frétta og ræða málefni líðandi stundar. Hún fylgdist vel með öllu því sem gerðist hvort sem var innan fjölskyldunnar eða á vettvangi landsmála. Henni var umhugað um alla þá sem stóðu henni nærri, einkum börn sín, tengdabörn og barnabörn og ekki gat hún leynt gleði sinni þegar fyrsta barnabarnabarnið leit dags- ins ljós þótt kraftar hafi þá verið farnir að þverra vegna þeirra veik- inda sem nú hafa leitt hana til dauða. Ævi mætrar frænku minnar hefur nú runnið sitt skeið á enda. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir allar þær góðu stundir sem ég og fjölskylda mín höfum átt með Gyðu í áranna rás. Við Margrét vottum börnum Gyðu, þeim Hildi, Garðari og Júlíusi og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Það er hugg- un harmi gegn að minningin um góða og glæsta konu mun lifa sem heiðríkja í hugum þeirra sem hana þekktu. Valgeir Pálsson. Við Gyða kynntumst fyrir um það bil 40 árum, þegar við störf- uðum samtímis um nokkurt skeið við Langholtsskóla, Gyða var skólaritari þar og ég við kennslu. Við urðum fljótlega góðar kunn- ingjakonur og síðar er Gyða varð skólaritari við Melaskólann styrkt- ust vináttuböndin enn meir, þar sem ég bjó í næsta nágrenni við skólann og Gyða kom oft til mín í hádegishléinu. Gyða var einstaklega dugleg kona, hún var einstæð móðir með þrjú börn og vann fulla vinnu. Henni fórst það vel úr hendi, hún stóð sig með prýði í sínu starfi og sinnti uppeldi barna sinna af mikilli alúð. Þau hafa alla tíð reynst henni afar vel og það kom best fram í veikindum hennar, þar studdu þau hana með ráðum og dáð. Það var gaman að ræða þjóð- félagsmálin við Gyðu, hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Stjórnmálaskoðanir okkar fóru saman og yfirleitt vorum við nokkuð sammála í stórum dráttum um lífið og tilveruna. Gyða kom oft í sumarbústað okkar Ólafs á Þing- völlum á sumrin , þá keyrði hún austur og var yfir daginn hjá okkur. Hún kynntist vel fjölskyldu okkar og vinum og þótti öllum vænt um Gyðu sem kynntust henni. Ég kynntist líka börnum hennar, best þó Hildi, dóttur hennar, sem var stoð og stytta mömmu sinnar alla tíð. Gyða var mjög stolt af börnum sínum, barnabörnum og litla lang- ömmubarninu, enda er þetta allt duglegt og myndarlegt fólk. Gyða bjó alla tíð í Vesturbænum eftir að ég kynntist henni, heimili hennar var alltaf sérlega smekk- legt og það var auðséð að Gyða var frábær húsmóðir. Undir það síð- asta bjó Gyða á Aflagranda í mjög fallegri íbúð, en því miður entist henni ekki líf og heilsa til að dvelja þar lengi. Það er söknuður í huga mér, þegar ég kveð Gyðu vinkonu mína. Við Ólafur sendum fjölskyldu Gyðu okkar innilegustu samúðar- kveðjur og minnumst hennar með mikilli hlýju. Jóhanna J. Thors. Gyða Þorsteinsdóttir var sjálf- stæð kona, blíðlynd og hugljúf hverjum þeim sem kynntist henni. En þar er nú komið að ljúft bros og hlýtt viðmót móðursystur minnar mætir okkur ekki meir. Það eru kaflaskil sem segja til sín. Hún var sprottin upp úr jarð- vegi traustra fjölskyldubanda. Í móðurættina úr Ánanaustunum í Reykjavík og í föðurættina úr Ísa- fjarðardjúpinu. Af sjálfu leiðir að lyndiseinkunn hennar hefur mót- ast í því andrúmi sem skapaði líf og starf þess fólks sem átti sitt öðru fremur undir sjósókn á fyrri hluta síðustu aldar. Heimkynni Gyðu voru í Vest- urbænum í Reykjavík. Þar sleit hún barnsskónum og bjó alla tíð. Engum gat dulist að rætur hennar lágu þar. Gyða var í eðli sínu heimakær kona, rólynd og yfir- veguð í öllum háttum. Hún ólst upp í hópi sex systkina og kveður nú síðust þeirra. Á lífsleiðinni fékk Gyða að kynnast bæði meðlæti og mótlæti. Hún kunni að lifa með hvoru tveggja. Hún var ekki gefin fyrir að flíka tilfinningum sínum og fór dult með þau veikindi sem hrjáðu hana allra síðustu árin. Styrkur hennar og sjálfstæði fólst í því að henni var eðlislægt að gefa öðrum af umhyggju sinni og snotru hjartalagi. En hitt vildi hún síður að aðrir hefðu áhyggjur hennar vegna. Heimili Gyðu var alla tíð fágað og snyrtilegt. Það var svo sterkur hluti af henni sjálfri að manni fannst eins og hvorugt yrði frá hinu slitið með góðu móti. Í meir en þrjátíu ár hef ég notið þess að hefja hver jól á heimili Gyðu með dálitlu spjalli um daginn og veg- inn, kaffi og kökum á messu heil- ags Þorláks. Nú verða þær stund- ir ekki fleiri. Þær heyra sögunni til og geymast með öðrum bestu minningum fjölskyldunnar. Gyða var sannur gleðigjafi í fjölskyldu okkar alla tíð. Hún lífg- aði upp á alla samfundi okkar þeg- ar tilefni var til að gleðjast og fagna en styrkti á þeim stundum þegar á móti blés. Fyrir það megnum við nú aðeins að þakka með fátæklegum orðum en af heil- um hug. Það sem hún var og gerði er nú styrkur barna hennar, tengdabarna og barnabarna á kveðjustund. Þorsteinn Pálsson. Gyða Þorsteinsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR VILMAR MAGNÚSSON frá Kirkjubæ, Akranesi, Réttarholti 15, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum laugardaginn 21. júní. Útförin verður auglýst síðar. Helga Einarsdóttir, Björk Guðmundsdóttir, Dan Brynjarsson, Alma Guðmundsdóttir, Emil Guðjónsson, Hlynur Guðmundsson, Ingibjörg R. Hjálmarsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HREIÐAR ÁRNASON, Sóltúni 13, lést á Landspítalanum föstudaginn 20. júní. Útför verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. júlí kl. 15.00. Magnúsína Guðmundsdóttir Guðmundur Ólafsson, Lára Erlingsdóttir, Sjöfn Ólafsdóttir, Erlingur Hjaltason, Guðrún Ólafsdóttir, Magnús Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri KRISTINN GUNNARSSON viðskipta- og hagfræðingur lést laugardaginn 21. júní á Hjúkrunarheimilinu Ísafold. Sólveig Ingimarsdóttir, Elísabet Kristinsdóttir, Ingimar H. Kristinsson, Aðalheiður Sigurðardóttir, Gunnar Ásgeir Kristinsson, Sólveig R. Kristinsdóttir, Gestur Hjaltason, Sverrir Kristinn Kristinsson, Sigurborg Eyjólfsdóttir, Þorbjörg Elín Kristinsdóttir, Pétur Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Ársölum 5, Kópavogi, lést á LSH 11-E laugardaginn 21. júní. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 27. júní kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erling Aðalsteinsson, Björg Erlingsdóttir, Ingimar Örn Erlingsson, Kristín Katrín Guðmundsdóttir, Auður Jóna Erlingsdóttir, Sigurður Haukur Gestsson, Guðbjörg Erlingsdóttir, Carl-Henric Nilsson, Adolf Ingi Erlingsson, Þórunn Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.