Morgunblaðið - 25.06.2014, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
gekk til sinna fræðistarfa dag-
lega, hefur kvatt og yfirgefið okk-
ar jarðneska svið.
Við kveðjum góðan granna í
hinsta sinn með þökk fyrir sam-
fylgdina um árabil. Ættingjum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Minningin lifir.
Helga, Páll, Hilda
og Jóhannes.
Ég var nýkomin frá Kaup-
mannahöfn þegar ég frétti lát
Jónasar Kristjánssonar. Það var
borgin hans, og allra hinna hand-
ritafræðinganna sem ég kynntist
þegar ég fékk vinnu á Árnastofn-
un, stelpa með BA-próf. Nú eru
þeir allir látnir.
Var Jónas ekki örláti gestgjaf-
inn alla tíð, sem yfirmaður og
lærifaðir? Hann naut sín vel í ár-
legum veislum sem þau Sigríður
héldu starfsfólki og mökum
þeirra. Þar voru líka ættingjar og
gamlir vinir. Börnin tóku virkan
þátt í gleðinni. Í stofunni stóð
„skapkerið“ með drykkjar-
blöndu, eftirvænting í lofti þar til
húsbóndinn tilkynnti að nú skyldi
gengið til dagskrár. Hún var með
hefðbundnum hætti og hápunkt-
urinn þegar skipt var í lið og
leiknir bókatitlar. Síðan var
sungið fram á nótt, angurvær
ættjarðarlög og söngva þeirra
Hafnarstúdenta, „Buxurnar hans
Dóra“, „Uppi á fjalli“. Dýrlegar,
heimatilbúnar veitingar voru
reiddar fram. Laufabrauðshlaðar
á borðum en fegurstu kökurnar
skreyttu gluggana. Þær hafði
Jónas skorið.
Ég sé hann fyrir mér á tröpp-
unum á Sunnubrautinni þar sem
hann kveður gesti sína með hlý-
legt bros á vör. Þannig kveður
hann nú samferðamenn sína í
hinsta sinn og heldur út á eilífa
sunnubraut. Farðu vel, fóstri
minn, og takk fyrir allt sem þú
veittir mér og mínum.
Ásdís Egilsdóttir.
Þegar ég hitti Jónas Kristjáns-
son fyrst þekkti ég hann vel úr
sjónvarpinu sem einn af virðu-
legri mönnum Íslands sem reglu-
lega sást hvíthærður og vel
klæddur í fylgd erlendra stór-
menna að sýna þeim þjóðarger-
semarnar. Það kom mér því tals-
vert á óvart að hitta hann sjálfan
og uppgötva hversu yfirlætislaus
hann var og uppörvandi við ungt
fólk sem sýndi fræðum hans
áhuga. Ég held að það séu ein
tuttugu ár síðan ég hugsaði fyrst
að það væri ekki ónýtt að líkjast
slíkum manni þegar fram í sækti
og sá ú hefur oft leitað á síðan. Þá
var Jónas að nálgast eftirlauna-
aldur og ég man enn daginn þeg-
ar hann kvaddi Árnastofnun og
hélt þá hæfilega langa ræðu og
sagðist vona að hann hefði reynst
þeim mildur húsbóndi.
Jónas var lágvaxinn maður og
glettinn í fasi enda gátu engar
doktorsgráður og fálkaorður
breytt honum úr þeim skelmis-
lega sveitadreng sem hann var
alla tíð innra með sér. Hann var
ungur í anda og fullur lífsgleði.
Ýmsum kostulegum sögum hans
fylgdi strákslegt bros sem seint
gleymist. Jónas kunni að njóta
lífsins í botn og það er eflaust
ekki síst þess vegna sem hann
mun skilja eftir góðar minningar
hjá mörgum. Það var eðli Jónasar
að vilja gjarnan vera fremstur í
flokki og það átti ekki síst við í
ýmsum fagnaði. Það var sama
hvort það voru málþing eða brúð-
kaup, það var á við vinning í
happdrætti að vera úthlutað sæti
nálægt Jónasi og Siggu og ávísun
á skemmtilega kvöldstund.
Það átti fyrir okkur Jónasi að
liggja að verða samverkamenn
við útgáfu Morkinskinnu á veg-
um Íslenskra fornrita og mun ég
seint gleyma því hversu örlátur
mér þótti hann að bjóða mér það
verk árið 2003. Slík verk eru
hvorki auðunnin né einföld og það
var sannarlega mikill stuðningur
af Jónasi sem hafði bæði mikla
reynslu og var þar að auki í eðli
sínu hagsýnn og fundvís á góðar
lausnir á ýmsum vanda. Mér
finnst ég lánsamur að hafa unnið
með slíkum höfðingja sem þá var
kominn á níunda áratuginn. Ég
tók snemma upp á því að kalla
Jónas meistara minn í þeirri
vinnu og það líkaði honum vel því
að Jónasi þótti lofið gott en hann
var líka nógu vel lesinn í Snorra
Sturlusyni til að vita að það gildir
aðeins þegar það er verðskuldað,
eins og sannarlega átti við í þessu
tilviki.
Jónas var mikill hugsjónamað-
ur eins og má gjört sjá á nýlegri
bók hans, Söguþjóðinni, sem var
gjöf hans til æskulýðsins sem
hann óskaði þess heitast að fá að
njóta fornritanna eins og hann
hafði sjálfur gert í bernsku. Ann-
að hugsjónamál hans var að búa
til nýjar reglur um íslenska
kommusetningu sem sátt gæti
náðst um milli kynslóða. Jónas
var hæfileikamaður á mörgum
sviðum og gat þannig samið eft-
irminnilegar skáldsögur með öðr-
um störfum. Hann var víðförull að
kynna íslenskar bókmenntir og
undir lokin var hann fullur eld-
móðs að leita fornra Íslendinga-
slóða í Nýfundnalandi. Hann var
eldsál og gleðimaður, hagsýnn
höfðingi og fjörugur sagnamaður.
Ármann Jakobsson.
Látinn er dr. Jónas Kristjáns-
son, handritafræðingur og rithöf-
undur með meiru.
Í mínum huga var Jónas
fremstur þeirra þjóðlegu sér-
fræðinga í kjölfar dr. Sigurðar
Nordal, sem höfðu hlotið það
hlutverk að halda á lofti íslensk-
um fornbókmenntaarfi, sem lyk-
ilþætti í sjálfstæðisrétti íslensku
þjóðarinnar. Þótti mér hann
sannfærandi og glæsilegur í því
hlutverki.
Ég tók fyrst eftir honum kring-
um 1981, er ég skrifaði blaðagrein
sem kom inn á textagerð hans við
kvikmynd um eina af Íslendinga-
sögunum.
Seinna fékk ég hann til að tala
hjá okkur í Vináttufélagi Íslands
og Kanada, kringum 1997. Þá
hugðist hann fjalla um sagnfræði-
lega skáldsögu sína um íslenska
fornkonu sem gerðist landnemi í
vesturheimi, en sem ferðaðist
seinna alla leið til Rómar. En í
reynd kaus Jónas nú að fjalla
heldur um landnám Forn-Íslend-
inga í Kanada almennt.
Aftur talaði hann hjá okkur í
VÍK í kringum 2004. Fjallaði
hann þá sérstaklega um rann-
sóknir sínar á fornleifauppgreftr-
inum kringum landnám Leifs
heppna í Kanada.
Eins og vænta má var Jónas
mjög meðvitaður um íslenska
fornbókmenntaarfinn sem fram-
hald af forn-bókmenntum Forn-
Grikkja og -Rómverja; svo sem
þýðingar hans sýna. Því þykir
mér við hæfi að minnast hans með
því að vitna í ljóð úr fimmtándu
ljóðabók minni, Væringjaljóðum
(2014), sem heitir Stóíski keisar-
inn Árelíus. En ég legg það í
munn síðari tíma Germana; og
hefst það svo:
…
Sjáið þið, Germanir
þessa styttu af hinum fræga
Rómarkeisara á hestbaki;
Markúsi Árelíusi heimspekingi!
Hversu alskeggið er fagurkrullað,
og möndlulaga augun fagurskír
þars hann situr pattaralegan jó sinn
berbakt, sem spanni hann nú
jarðkúluna!
Þessi maður orti um skylduna
við guðinn að baki örlögunum;
arkitektinn að baki alheiminum:
og hina mikilvægu en sorglegu
skyldu:
að aga sitt eigið hjarta;
til að berja á oss, villimönnum
norðursins,
til varnar Rómaríkinu eilífa
Tryggvi V. Líndal.
Með fáum orðum og hlýjum
vinarhug vil ég minnast Jónasar
Kristjánssonar, fræðimanns og
fyrrum forstöðumanns Stofnunar
Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum. Jónasi kynntist ég vel
sem samstarfsmanni og félaga
sem af yfirvegun og velvild hvatti
ávallt til góðra verka. Með þakk-
læti nefni ég farsælt samstarf
okkar í tengslum við minningar-
sjóð Ásu Wright og hlýnar um
hjartarætur þegar ég hugsa til
samvinnu okkar og einlægs vel-
vilja Jónasar í garð Þjóðminja-
safns Íslands og þjóðminjavörslu
á Íslandi. Jónas var sannur vel-
gjörðarmaður íslenskrar menn-
ingar, djúpvitur og ávallt áhuga-
samur um nýja þekkingu á
fræðasviðinu. Hann var í senn
samstarfsmaður og gefandi vin-
ur. Vænt þykir mér um hlý orð
Jónasar um afa dætra minna,
skólafélaga hans í Menntaskólan-
um í Reykjavík. Orð Jónasar eru
gjöf sem ég varðveiti.
Fræðimaðurinn og embættis-
maðurinn Jónas lagði ýmsum
mikilvægum málefnum lið og er
framlag hans í þágu íslenskrar
menningararfleifðar ómetanlegt.
Jónas var sem kunnugt er fulltrúi
Íslands í skilanefnd íslensku
handritanna frá Danmörku og
átti hann mikilsverðan þátt í far-
sælli lausn þess máls. Þar hafa
mannkostir hans haft mikið að
segja, þekking og yfirsýn sam-
hliða hlýju og málefnalegri festu í
þágu þjóðarinnar. Ógleymanleg
er fróðleg frásögn Jónasar um
málið í nýlegu sjónvarpsviðtali
sem sannarlega lét engan ósnort-
inn. Hin síðari ár starfaði Jónas
við fræðistörf og rannsóknir á
byggðum norrænna manna í Am-
eríku. Dáðist ég oft að óbilandi
áhuga Jónasar og elju hins
áhugasama og síunga vísinda-
manns. Hann hefur verið mörg-
um hvatning og góð fyrirmynd.
Á þessari stundu koma upp í
hugann kærar minningar tengd-
ar Jónasi og hans góðu konu Sig-
ríði. Indælt hefur verið að kynn-
ast samheldni og kærleika þeirra
hjóna. Hugur minn er nú hjá Sig-
ríði sem ég votta mína innileg-
ustu samúð, sem og börnum
þeirra hjóna, stjúpsyni og fjöl-
skyldu. Heiðruð sé minning Jón-
asar Kristjánssonar.
Margrét Hallgrímsdóttir.
Þverra nú þeir er þverrðu,
þingbirtingar Ingva,
hvar skal ek mildra manna,
mjaðveitar dag, leita?
(Egill Skallagrímsson)
Svo kvað Egill, þegar hann
spurði lát Arinbjarnar hersis,
langvinar síns og velgjörða-
manns. Eins og Arinbjörn var
Jónas Kristjánsson örlátur á
hvað eina, tryggur vinur og ráð-
hollur. Hálf öld er nú liðin síðan
ég gerðist styrkþegi á Handrita-
stofnun og fékk leiðsögn við
handritalestur og útgáfustörf hjá
þeim Jónasi og Ólafi Halldórs-
syni, sem einnig kvaddi nýlega á
tíræðisaldri. Með þeim er gengin
kynslóðin sem lagði grundvöll að
rannsóknum og útgáfum hand-
rita hér á landi. Þeir færðu texta-
fræðin heim frá Höfn, þar sem
þau höfðu mótast frá Árna Magn-
ússyni til Jóns Helgasonar. Hjá
Jónasi varð textafræðin grund-
völlur skýringa og túlkunar ís-
lenskra fornrita og menningar í
anda Sigurðar Nordals og Einars
Ólafs Sveinssonar.
Fjölþættu ævistarfi Jónasar
Kristjánssonar verða naumast
gerð verðug skil þótt svo margir
leggi saman sem vænta má í dag,
en hann hafði vald á hinni
ströngu aðferð textafræðinnar,
sem leitar nákvæmrar þekkingar
á smáu og stóru í fornum ritum,
og hann hafði listatök á íslensku
máli sem dugðu honum til að
miðla á áhrifamikinn hátt fræði-
legum niðurstöðum, eigin við-
horfum og sagnalist, ellegar
skáldritum sem hann þýddi. Eins
og fleiri meistarar tungunnar var
hann leiftrandi skemmtilegur í
frásögn af munni fram og snjall
ræðumaður.
Jónas stóð á tvítugu þegar lýð-
veldi var stofnað á Þingvöllum,
og alla ævi var hann þrunginn af
þeim anda sem þá gagntók þjóð-
ina. Hann bar nafn Jónasar Jóns-
sonar, hins mikilhæfa og áhrifa-
mikla föðurbróður síns, og var
mótaður af metnaði hans og hug-
sjónum um þróun og eflingu ís-
lensks þjóðlífs og menningar á
grunni fornrar arfleifðar. En
hann var barn annars tíma og
ólíkrar skapgerðar. Jónas eldri
þótti oft óvæginn og átti í hörð-
um persónulegum deilum. Jónas
yngri var það sem kalla mætti
væginn, fylginn sér en fylgdi
málum eftir af mýkt og aldrei
með persónulegum væringum.
Þegar mýkt og festa fer saman
næst oft góður árangur, og hygg
ég að störf Jónasar í nefndinni
sem skipti handritum milli Ís-
lendinga og Dana séu gott dæmi
um það.
Jónas varðveitti skýra hugsun
til loka og vinnuþrek fram á síð-
asta ár. Fyrir margt löngu mælt-
ist hann til að ég legði honum lið
við útgáfu eddukvæða í ritröðinni
Íslenzk fornrit. Jónas hafði að
mestu lokið við að ganga frá
texta og skýringum 2008. Lengi
vel var að því stefnt að bindin tvö
gætu komið út á níræðisafmæli
hans 10. apríl sl. Ekki tókst það,
en nú er þess skammt að bíða að
útgáfan sjái dagsins ljós. Sorg-
legt er að Jónas fékk ekki að lifa
það en þó gott að hann vissi fyrir
víst að Eddan okkar mundi birt-
ast. Hann var með í ráðum fram
undir það síðasta.
Margs er að minnast úr sam-
vinnu og samvistum okkar Jón-
asar og okkar fólks og verður
ekki fram talið í stuttri minning-
argrein. En mikið eigum við að
þakka þeim Sigríði, umfram allt
einlæga vináttu um áratuga
skeið. Við sendum henni og börn-
um þeirra og afkomendum sam-
úðarkveðjur.
Vésteinn Ólason.
Margt gott má um Jónas segja
og margir munu verða til þess.
Ég ætla einungis að segja frá því
þegar ég sá hann fyrst. Ég var
nýbyrjaður í íslenskum fræðum.
Nemendur voru ekki margir á
þeim árum og lítið um eiginlegar
kennslubækur. Prófessorar lásu
fyrir, við punktuðum niður og
síðan var reiknað með að fram að
næsta tíma glugguðum við í það
sem þeir höfðu bent á. Stúdentar
höfðu á hinn bóginn komið sér
upp því kerfi að skipta með sér
verkum til að spara tíma. Hver
tók að sér sinn bút úr erindinu,
vann úr punktunum, vélritaði
með kalkpappír í nokkrum ein-
tökum og dreifði meðal hinna.
Eitt sinn var mér úthlutað fyr-
irlestri frá Einari Ól. Sveinssyni.
Ég hvorki átti né kunni á ritvél
en leitaði til bekkjarsystur minn-
ar úr Menntaskólanum, Kristín-
ar Thorlacius. Hún tók því vel og
ég kom heim til hennar um kvöld.
Þar lá eitthvert hrúgald uppi í
sófa og virtist sofa. Ég byrjaði að
lesa Systu fyrir, en brátt tók okk-
ur bæði að reka í vörðurnar við
að lesa í punktana þangað til hún
segir eitthvað á þá leið að
kannski geti hann Jónas hjálpað
okkur. Þá rétti hrúgaldið sig upp,
nuddaði stírur úr augum og
spurði hvað væri á seyði. Síðan
leit hann á punktana, settist við
ritvélina og brátt kom í ljós að
hann kunni þetta allt saman og
miklu meira til. Þetta var Jónas
móðurbróðir Systu sem ég hafði
aldrei fyrr heyrt getið en var þá
um þrítugt. Seinna um kvöldið
gaf Áslaug móðir Systu okkur
kvöldkaffi, og þá fékk ég líka að
kynnast því hvað Jónas var
skemmtilegur maður og kunni
frá mörgu að segja.
Seinna átti ég eftir að njóta
margs góðs af hálfu Jónasar, en
vil einungis geta þess að hann út-
vegaði syni mínum sem unglingi
dvöl í þrjú sumur á þingeysku
menningarheimili norður í
Köldukinn.
Árni Björnsson.
✝ Karl ÓskarSölvason fædd-
ist í Reykjavík 27.
apríl 1924. Hann
lést á Ísafold hjúkr-
unarheimili í
Garðabæ hinn 16.
júní 2014.
Karl Óskar var
sonur hjónanna
Guðrúnar Katrínar
Kristjánsdóttur frá
Vinaminni á Hellis-
sandi, f. 13. desember 1897, d.
1969, og Sölva Jóhanns Ólafs-
sonar, f. í Reykjavík 6. desember
1899, d. 1981. Karl Óskar átti
eina systur, Fanneyju, f. í
Reykjavík 1. september 1927, d.
1. febrúar 1996.
Hinn 7. júní 1944 kvæntist
Karl Óskar Guðlaugu Karls-
dóttur, f. 13. júlí 1924, d. 2. apríl
1975. Þau skildu. Karl Óskar og
Guðlaug eignuðust saman tvö
börn: 1) Ásdís, f. 18. október
1943, gift Ólafi Karlssyni, börn
þeirra: Karl Óskar, f. 13. janúar
1966, sambýliskona Dorte Reeh.
Edith, f. 3. júní 1969, dóttir
hennar: Stefanie, f. 11. mars
1991. Stefán Þór, f. 14. mars
1973. 2) Gunnar Sölvi, f. 23. sept-
ember 1946, eiginkona Kára
Hrönn Vilhjálmsdóttir, f. 20. júní
1947. Þau skildu. Dóttir þeirra:
Guðlaug Oddný, f. 9. september
1967, gift Hrafni Þórðarsyni og
eiga þau eina dóttur, Anítu Ósk,
f. 26. maí 1994. Núverandi sam-
býliskona Gunnars Sölva er Guð-
ríður Björnsdóttir,
f. 26. september
1957, og eiga þau
eina dóttur saman;
Björgu, f. 4. sept-
ember 1991.
Seinni eiginkona
Karls Óskars er
Ólöf Þórðardóttir,
f. 4. febrúar 1927,
og lifir hún mann
sinn.
Karl Óskar ólst
upp í Reykjavík en fór oft til
ömmu sinnar Sigríðar í Vina-
minni á Hellissandi á sumrin.
Karl Óskar spilaði fótbolta hjá
Knattspyrnufélaginu Val alla
yngri flokka auk leikja í meist-
araflokki. Karl Óskar byrjaði 1.
júní 1943 hjá Olíuverzlun Íslands
sem bifreiðastjóri, vann hann
þar alla sína starfsævi, keyrði
lengst af flugeldsneyti til Kefla-
víkur auk þess sem hann var for-
maður nýyrðanefndar. Seinni
árin vann hann á bifreiðaverk-
stæði Olíuverzlunar í Laugar-
nesi auk þess að sjá um smurstöð
félagsins. Karl Óskar var tíundi
starfsmaðurinn sem náði 50 ára
starfsaldri hjá Olíuverzlun Ís-
lands. Karl Óskar var virkur í
starfsmannafélaginu, var í úr-
valsliði Olíuverzlunarinnar í
knattspyrnu og spilaði golf með
starfsfélögum sínum.
Útför Karls Óskars Sölvason-
ar fer fram frá Fossvogskirkju í
dag, 25. júní 2014, og hefst at-
höfnin klukkan 13.00.
Í dag kveðjum við með söknuði
föður minn Karl Óskar Sölvason,
sem lést þann 16. júní síðastliðinn
á Ísafold hjúkrunarheimili í
Garðabæ, rúmlega 90 ára að
aldri. Hann var lífsnautnamaður
á yngri árum en hófsemdarmað-
ur seinni árin, sem þekkti
gleðina. Pabbi starfaði allan sinn
starfsaldur hjá Olíuverzlun Ís-
lands eða í rúm 50 ár, aðallega
sem bifreiðarstjóri, vinsæll meðal
starfsmanna og mikill karakter.
Besti æskuvinur hans var Berg-
þór Jónsson (Beggi vinur) sem
lést fyrir nokkrum árum.
Ótal ljúfar minningar koma
upp í hugann, öll ferðalögin til
Spánar, Þýskalands, eins öll
spilakvöldin þegar þú komst í
heimsókn til okkar í Danmörku.
Langt er flug til fjarra stranda,
fýkur löður, stormur hvín.
Eins og fugl, sem leitar landa,
leita ég, ó, Guð, til þín.
Eins og sævarbylgjan breiða
býður faðminn þreyttri lind,
þannig, faðir, lát mig leiða
löngun háa‘ að þinni mynd.
Líkt og móðir blindu barni
beinir veg af kærleiksgnótt,
leið þú mig á lífsins hjarni,
leið þú mig um harmsins nótt.
Leið þú mig í myrkri nauða,
mig þú leið, er sólin skín.
Leið þú mig í lífi‘ og dauða,
leið mig, Guð, æ nær til þín.
(Jakob Jóh. Smári)
Takk fyrir samfylgdina.
Þín dóttir,
Ásdís, tengdasonur,
barnabörn og
langafabarn.
Áfram veginn í vagninum ek ég
inn í vaxandi kvöldskugga þröng.
Ökubjöllunnar blíðróma kliður
hægur blandast við ekilsins söng.
Nú er söngurinn hljóður og horfinn,
aðeins hljómar frá bjöllunnar klið.
Allt er hljótt yfir langferða leiðum
þess er leitar að óminni’ og frið.
(Þýð: Freysteinn Gunnarsson)
Í dag kveðjum við Karl Óskar
Sölvason sem ég kynnist fyrir
rúmum 40 árum og varð síðar
eiginmaður tengdamóður minn-
ar.
Ég man vel eftir því þegar
Karl Óskar kom akandi á stærstu
olíuflutningabifreið þess tíma inn
í Laugarnes til áfyllingar á flug-
vélaeldsneyti, tók í höndina á mér
og bauð mig velkominn til starfa,
sagði mér að gott væri að vinna
hjá Olíuverzlun Íslands. Karl
Óskar vann allan sinn starfsferil
hjá Olíuverzlun Íslands, aðallega
sem bílstjóri og var tíundi starfs-
maðurinn sem náði 50 ára starfs-
afmæli hjá fyrirtækinu.
Karl Óskar hafði mikinn áhuga
á íþróttum, var keppnismaður
mikill og spilaði á sínum yngri ár-
um knattspyrnu í öllum flokkum
með Knattspyrnufélaginu Val,
síðan tók golfið við og vann hann
til fjölda verðlauna. Karl Óskar
hafði skoðanir á hlutunum, var
stundum þrjóskur en vinsæll og
mikill gleðimaður.
Ég og fjölskylda mín sendum
börnum hans og öðrum ástvinum
samúðarkveðju. Takk fyrir liðnar
stundir.
Guðmundur Kristinn
Erlendsson.
Karl Óskar Sölvason
HINSTA KVEÐJA
Kveðja frá eiginkonu.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem)
Hafðu þökk fyrir sam-
fylgdina, Kalli minn, og
hvíldu í friði.
Þín
Ólöf.