Morgunblaðið - 25.06.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.06.2014, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Innihurðir í öllum stærðum og gerðum! Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Lei tið tilb oða hjá fag mö nnu m o kka r • Hvítar innihurðir • Spónlagðar innihurðir • Eldvarnarhurðir • Hljóðvistarhurðir • Hótelhurðir • Rennihurðir • Með og án gerefta Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gleymdu því að vera praktískur í dag. Kláraðu það sem fyrir liggur, annars áttu á hættu að fá á þig orð fyrir óáreið- anleika. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert sagnfræðingurinn í hópnum: sá sem man áríðandi smáatriði sem aðrir virðast gleyma. Vertu því opinn gagnvart öðrum og gefðu þér tíma til þess að þroska sjálfan þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Nú er lag að hreinsa til á skrifborðinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Stundum er nauðsynlegt að gera sjálfum sér eitthvað til góða, eitthvað óvænt og öðruvísi. Láttu aðra um þau verk sem þú þarft ekki að sinna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ný verkefni byrja meiriháttar vel, en þú veist betur en nokkur annar að endirinn skiptir mestu. Ekki hunsa nýjar hugmyndir, framkvæmdu þær. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það væri rangt af þér að svara ekki beiðni gamals vinar um aðstoð. Fátt er eins dýrmætt og að kunna að gefa af sér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Settu þér alltaf raunhæf takmörk og stefndu að þeim hvað sem tautar og raul- ar. Undirmeðvitundin er á fullu að leysa vandamálin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú stendur ráðþrota í ákveðnu máli og ert að því kominn að gefast upp. Bíddu í svolítinn tíma með að setja fram kröfur þínar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hvers kyns hugmyndir heilla þig. Láttu það eftir þér að njóta lífsins og fara í bíó eða leikfimi með góðum félaga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Af hverju virðist sannleikurinn ekki heiðarlegur? Skoðaðu málið í víðu samhengi. Haltu ótrauður þínu striki og þá leysast þessi vandamál af sjálfu sér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur haldið of lengi aftur af þér svo nú er kominn tími til að fá útrás og njóta sín. Gefðu þér tíma til að líta inn á við og vittu hvort þú kemst ekki að nið- urstöðu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gættu þess að gaumgæfa smáat- riðin ekki síður en þau stærri. Haltu þessu aðskildu því allt hefur sinn stað og stund. Það er alltaf skemmtilegt aðfletta miðum, blöðum og bók- um og sjá hvað maður hefur upp úr krafsinu. Í Vísnasafni Jóhanns frá Flögu er þessi braghenda: Kani, tussi, kirna, skjóla, kola, tessi. Öll eru þau í einu vessi „Austfirðinga-sprokin“ þessi. Vísunni fylgir þessi athugasemd: „Kani mun á Austfjörðum merkja trédall eða ask, sem spónamatur er etinn úr, tussi: lítill poki, tessi: spónn. Hin orðin eru ekki sér- austfirsk og munu flestir kannast við þau.“ Kristín í Haukatungu orti: Lifað hef ég langa ævi laus við hroka. Í lítinn skaufa látin moka ég lofaði aldrei stórum poka. Jóhannes á Skjögrastöðum orti, úrkast: Fallinn lofar margur maður margan kauðann, - ætli ég verði annálaður eftir dauðann? Kiðaskarð er fjallvegur milli Stafns í Svartárdal og Mælifells í Skagafirði. Þessi vísa er gömul, sennilega ort fyrir 1800 og hátt- urinn stuðlafall: Fylgi þér Drottinn fram í skarðið Kiða, þó hann skilji þar við þig það kemur ekki par við mig. Páll Ólafsson sat á þingi fyrir Norðmýlinga 1867 og 1873 (vþm) og síðan 1874-1875 en sagði þá af sér. Honum hefur fallið þingsetan illa: Heldur vildi ég hafa í barmi mínum á hverjum degi hvolpatík heldur en Íslands pólitík. Einhverju sinni kom séra Matt- hías Jochumsson í illu skapi til kunningja síns og sagði: Kem ég glíkur Guðmundi gamla Hóla biskupi geggjaður af guðrækni, gönguskríl og mývargi. Það er erfitt að hugsa sér að draugar gangi ljósum logum um há- sumarið, en maður veit aldrei. Magnús á Tjörn orti: Hræddu mig ekki, Gunna góð, með geði fínu. Liggðu kyrr í leiði þínu. Loftinu komdu ei nærri mínu! Heilla Gunna hafðu á þér hegðun betri; láttu mig njóta í svörtu setri ég söng yfir þér í hríðartetri. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur héðan og þaðan um eitt og annað Í klípu „ÞETTA ERU SÍÐUSTU SÓFA- KARTÖFLURNAR. VIÐ ÆTTUM SVO AÐ LÁTA ÞRÍFA SÓFANN FLJÓTLEGA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VERTU VÆNN OG STINGDU ÞESSU Í SAMBAND FYRIR MIG.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að nýta meðbyrinn. VAKNAÐU HRÓLFUR! ÞAÐ ER 20 STIGA FROST ÚTI OG OKKUR VANTAR ELDIVIÐ. JÆJA, HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA Í ÞVÍ? ÁTTU EINHVER GÖMUL HÚSGÖGN SEM ÞÚ VILT EKKI EIGA LENGUR? ÞÚ PLATAR MIG EKKI. HVAÐ? ÞÚ ERT AÐ BRALLA EITTHVAÐ. ALLS EKKI. EN NÚ FINNST MÉR AÐ ÉG VERÐI AÐ GERA EITTHVAÐ.V íkverji kann að meta þegar gróð- urinn er í fullum skrúða. Hann kann reyndar best að meta sólar- daga, en hefur ekkert við rigninguna að athuga svo lengi sem hann er ekki holdvotur í tjaldi í óbyggðum og engin leið að þurrka rennblauta leppa. Í gærmorgun var þó svo þungskýjað og dimmt yfir að Vík- verji hélt hann hefði sofið rækilega yfir sig og komið væri haust. x x x Veðrið hefur sín áhrif á hegðunfólks. Í blaðinu í dag kemur fram að Íslendingar fara frekar í bíó þegar rignir. Það kemur svo sem ekki á óvart, en athyglisvert er að í bíóhúsunum lesa menn spána þegar þeir ákveða hvernig manna eigi vaktirnar þann daginn. Þegar sólin skín eru færri kallaðir til vinnu en á rigningardögum. x x x Víkverji er vissulega meira fyrirútivist í sólskini en rigningu, en þó finnst honum fátt jafnhressandi og að teyga að sér hreint loft eftir væna gróðrarskúr. x x x Víkverji hefur reynt að fylgjastmeð HM eftir megni. Mest hef- ur hann gaman af óvæntum úrslit- um. Kostaríka hefur komið mest á óvart af öllum liðum í keppninni, sem nú fer fram í Brasilíu. Fyrir- fram var liðið ekki talið eiga meiri möguleika en skjaldbaka gegn héra. Liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði í riðli þar sem það þurfti að etja kappi við þrjá fyrrverandi heimsmeistara, England, Ítalíu og Úrúgvæ. Spá- menn afskrifuðu flestir drýginda- legir Kostaríka og gerðu því skóna að liðið yrði fallbyssufóður knatt- spyrnurisanna. Annað kom á daginn. x x x Víkverja finnst með ólíkindumhvað oft er skorað á lokamín- útum leiks, jafnvel eftir að venjuleg- ur leiktími er liðinn. Víkverji veltir fyrir sér hvort meira yrði um mörk ef menn lékju af sömu örvæntingu og ákafa allan leikinn og þeir gera þegar leikurinn er að verða búinn. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna. (1. Korintubréf 15, 19.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.