Morgunblaðið - 25.06.2014, Síða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
duxiana.com
D
U
X®
,D
U
XI
A
N
A®
an
d
Pa
sc
al
®
ar
e
re
gi
st
er
ed
tr
ad
em
ar
ks
ow
ne
d
by
D
U
X
D
es
ig
n
A
B
20
12
.
Okkar best varðveitta
leyndarmál!
Allar götur síðan DUX var stofnað 1926 þá
hefur það verið metnaður okkar að framleiða
heimsins þægilegust rúm, því það er frábær
tilfinning að vakna úthvíldur eftir góðan
nætursvefn. Til að ná því marki höfum við hjá
DUX þróað DUX Pascal system er samanstendur
af útskiftanlegu fjaðramottum sem gera þér
kleift að sníða rúmið (stífleikann) að þínum
þörfum hvenær sem þú vilt, eins oft og þú villt.
Það er leyndarmálið að góðum svefni.
DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950
» Eftirvæntinginskein úr augum
ungra áhorfenda sem
fengu að fylgjast með
sýningunni Ys og þys í
Brúðubílnum við Guð-
ríðarkirkju í gærmorg-
un. Áhorfendur létu
rigninguna ekkert
trufla sig, enda öll
klædd góðum pollagöll-
um. Að vanda fór apinn
Lilli fyrir litríku per-
sónugalleríi, en meðal
þeirra sem skemmtu
börnunum í fyrri sýn-
ingu Brúðubílsins þetta
sumarið voru Dúskur
og Krummi auk þess
sem sjö kiðlingar kíktu
í heimsókn með
mömmu sinni.
Ys og þys í Brúðubílnum vakti mikla lukku hjá leikskólabörnum í Grafarholti þrátt fyrir vætuna
Morgunblaðið/Þórður
Tvenna Að vanda sýnir Brúðubíllinn tvær sýningar á hverju sumri, eina í júnímánuði og aðra í júlímánuði.
Áhugasöm Brúðubíllinn heillar unga áhorfendur ár eftir ár.
Geitamamma Kiðlingarnir sjö mættu ásamt mömmu sinni í Brúðubílinn.
Trúður Dúskur á tali við áhorfendur, en þeir yngstu voru í kerrum sínum.
Vætusamt Í íslenskri sumarrigningu er nauðsynlegt að vera í pollagalla.
Norski rithöfundurinn Gard Sveen
hlýtur norrænu glæpasagnaverð-
launin Glerlykilinn í ár fyrir bókina
Den siste pilegrimen. Sveen er
fæddur 1969, hefur starfað í varn-
armálaráðuneytinu í Noregi og er
bókin fyrsta skáldsaga hans.
Í rökstuðningi dómnefndar segir
m.a. að Gard Sveen kynni til sög-
unnar sérlundaðan en afar færan
lögreglurannsóknarmann að nafni
Tommy Bergmann sem fær það
hlutverk að finna tengsl milli
mannsmorðs sumarið 2003 og
beinagrinda sem fundust og voru
frá seinni heims-
styrjöldinni. Sag-
an snertir mörg
mál og fjallar
meðal annars um
hluta af stríðs-
sögu Norð-
manna. Sam-
kvæmt
heimildum Hins
íslenska glæpa-
félags hefur bókaforlagið Draum-
sýn tryggt sér útgáfurétt bók-
arinnar, að því er segir í
tilkynningu.
Gard Sveen hlaut Glerlykilinn í ár
Leikhópurinn Pörupiltar skemmti
á opnunarhátíð Gay Pride í Hels-
inki í fyrradag með uppistandssýn-
ingu sinni Homo Erectus. Pörupilt-
ar tróðu einnig upp í Helsinki í
apríl sl., á leiklistarhátíðinni Pop
up art house, buðu þar upp á uppi-
standið Kynfræðslu Pörupilta.
Pörupiltar hafa áður sýnt Homo
Erectus í Helsinki og mun aðdá-
endahópur þeirra í Finnlandi vera
býsna stór. Pörupiltar eru Sólveig
Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir
og Alexía Björg Jóhannesdóttir.
Vinsælir Pörupiltar leggja Finnland að fótum sér með kostulegu uppistandi.
Pörupiltar á Gay Pride í Helsinki