Morgunblaðið - 25.06.2014, Síða 40

Morgunblaðið - 25.06.2014, Síða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Transformers: Age of Extinction Fjórða kvikmyndin um hina sk. Transformers, vélmenni utan úr geimnum sem geta breytt sér í hin ýmsu farartæki, verður frumsýnd í dag og sem fyrr er leikstjóri og framleiðandi Michael Bay. Age of Extinction hefst fjórum árum eftir atburðina og uppgjörið í síð- ustu mynd, Dark of the Moon. Mark Wahlberg fer með hlutverk ein- stæðs föður, Cade Yeager, sem bannar ungri dóttur sinni að fara á stefnumót þar sem hún þarf að ein- beita sér að námi. Yeager er upp- finningamaður sem notar gamalt drasl sem efnivið í uppfinningar sínar. Dag einn kaupir hann gaml- an trukk og í ljós kemur að þar fer sjálfur leiðtogi Transformes, Opti- mus Prime. Þegar óvinir Prime taka að herja á hann hefst mikil barátta sem Yeager, dóttir hans og unnusti hennar fléttast inn í. Með aðalhlutverk fara Mark Wahl- berg, Jack Reynor, Kelsey Gramm- er, Nicola Peltz, Peter Cullen og Stanley Tucci. Rotten Tomatoes: 50% Variety: 50/100 Welcome to New York Kvikmynd um hneykslismál Dom- inique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, sem verður frumsýnd í bíó og á VOD-leigum í sjónvarpi í dag. Hinn franski Strauss-Kahn var árið 2011 ákærður fyrir að áreita hótelþernu í New York kynferðis- lega og vakti málið mikla athygli á sínum tíma líkt og málaferlin sem fylgdu í kjölfarið. Ísland er með fyrstu löndum til að sýna myndina sem var heimsfrumsýnd í Cannes í síðasta mánuði. Gérard Depardieu fer með aðalhlutverkið í myndinni og hefur nafni Strauss-Kahn verið breytt í hr. Devereaux. Sá stýrir efnahagslegum örlögum heilu þjóð- anna og er knúinn áfram af óbeisl- aðri og villtri kynhvöt, skv. tilkynn- ingu um myndina. Myndin mun hafa valdið miklu fjaðrafoki í Frakklandi. Leikstjóri er Abel Ferrara og auk Depardieu fara með helstu hlutverk Jacqueline Bis- set og Grena De Niro, dóttir leik- arans Roberts De Niro. Rotten Tomatoes: 60% Guardian: 4/5 Hneyksli Gerard Depardieu er í aðalhlutverki í Welcome to New York. Útrýmingarhætta og hneykslismál Bíófrumsýningar Ný leikgerð á Konunni við 1000° eft- ir Hallgrím Helgason verður frum- sýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 26. september nk. Leikgerðina vann Hallgrímur upp úr bókinni í sam- vinnu við Unu Þorleifsdóttur, leik- stjóra sýningarinnar, og Símon Birgisson dramatúrg. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu kemur fram að Konan við 1000° lýsi ótrúlegri ævi einstakrar konu sem upplifði umrót og hörmungar tutt- ugustu aldarinnar víða um lönd og endaði ævina í íslenskum bílskúr. „Eða eins og hún orðar það sjálf: „Ég var svo ljónheppin að fá að vera barn á tímum fasismans og gamal- menni á tímum græðginnar.“ Her- björg María Björnsson átti við- burðaríka daga. Frá bernsku í Breiðafirði til stríðsloka í Berlín, frá kvöldverði á Bessastöðum til barns- missis í Buenos Aires. Sagan byggist að hluta til á sönnum atburðum en rétt eins og skáldsagan tilheyrir leikgerðin skáldskapnum fyrst og fremst.“ Með hlutverk Herbjargar Maríu fara Guðrún Snæfríður Gísladóttir og Elma Stefanía Ágústsdóttir, en aðrir leikarar í sýningunni eru Bald- ur Trausti Hreinsson, Edda Arn- ljótsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Snorri Engilbertsson. Tryggvi M. Baldvinsson semur tónlist fyrir sýn- inguna, Eva Signý Berger gerir leik- mynd og Agnieszka Baranowska búninga. Magnús Arnar Sigurðar- son hannar lýsingu og Kristinn Gauti Einarsson sér um hljóðmynd. Morgunblaðið/Eggert Teymi Leikskáldið Hallgrímur Helgason og leikstjórinn Una Þorleifsdóttir. Ný leikgerð á Konunni við 1000° Kvikmyndir bíóhúsanna Age of Extinction hefst fjórum árum eftir atburðina og uppgjörið í siðustu mynd, Dark of the Moon. Mark Wahlberg fer með hlutverk einstæðs föðurs sem dag einn kaupir gamlan trukk eða sjálfan Optimus Prime. Sambíóin Álfabakka 16:40, 16:40 3D, 18:30 3D, 20:00, 20:00 3D, 22:10 3D ,22:20, 23:15, 23:15 3D Sambíóin Kringlunni 17:50 3D, 21:10 3D, 22:10 3D Sambíóin Egilshöll 16:40, 18:30 3D, 20:00 3D, 21:00, 22:00 3D Sambíóin Keflavík 19:00 3D, 22:15 3D Sambíóin Akureyri 22:20 Transformers: Age of Extinction Sögumaður segir frá sögu valdamikillar álfkonu sem lifir í mýri skammt frá landa- mærum konungsríkis manna. Metacritic 56/100 IMDB 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 15:40, 17:50, 20:00, ,22:20 Sambíóin Kringlunni 17:50, 20:00 Sambíóin Egilshöll 18:50, 20:00 Sambíóin Akureyri 17:50 Maleficent Hermaður ferðast um tíma og rúm í stríði við geimverur. Mbl. bbbbn Metacritic 71/100 IMDB 8,2/10 Sambíóin Egilshöll 22:10 Sambíóin Álfabakka 20:00 Sambíóin Akureyri 20:00 Edge of Tomorrow 12 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is The Fault in Our Stars 12 Myndin segir frá tveimur unglingum sem eiga ým- islegt sameiginlegt. Metacritic 69/100 IMDB 8,5/10 Háskólabíó 17:20 22 Jump Street Eftir að hafa þraukað tvisvar sinnum í gegnum mennta- skóla bregða lögregluþjón- arnir Schmidt og Jenko sér í dulargervi í háskóla. Metacritic 71/100 IMDB 8,0/10 Sambíóin Keflavík 22:10 Laugarásbíó 20:00 Borgarbíó Akureyri 20:00. 22:15 Að temja dreka sinn 2 Þegar Hiksti og Tannlaus uppgötva íshelli sem hýsir hundruð villtra dreka ásamt dularfullri persónu finna þeir sig í miðri baráttu um að vernda friðinn. Mbl. bbbnn Metacritic 77/100 IMDB 8,6/10 Sambíóin Álfabakka 15:40, 17:50, 16:10 3D, 20:00 Sambíóin Egilshöll 16:40 Sambíón Keflavík 20:00 Laugarásbíó 16:30 Borgarbíó Akureyri 17:40 Háskólabíó 17:45 Vonarstræti 12 Mbl. bbbbm IMDB 8,5/10 Laugarásbíó 17:00 Brick Mansions 16 Lögreglumaður í dulargervi í Detroit-borg ferðast með hjálp fyrrverandi fanga um hættulegt hverfi sem er um- lukið vegg. Metacritic 40/100 IMDB 6,0/100 Laugarásbíó 23:10 Borgarbíó Akureyri 22:15 Jónsi og Riddarareglan Mbl. bbnnn IMDB 6,0/10 Sambíóin Álfabakka 15:30 Make Your Move Tveir dansarar í New York finna sig í miðri hringiðu deilna á milli aðila í neð- anjarðardansklúbbi. Metacritic 40/100 IMDB 5,6/10 Sambíóin Kringlunni 17:40, 20:00 Godzilla 12 Frægasta skrímsli jarð- arinnar lendir í átökum við áður óþekktar verur sem ógna tilvist manna á jörð- inni. Mbl. bbbmn Metacritic 62/100 IMDB 7,2/10 Sambíóin Kringlunni 22:20 Blended Eftir að hafa farið á slæmt stefnumót lenda Jim og Lauren í því að vera föst saman á hóteli með fjöl- skyldum sínum. Metacritic 31/100 IMDB 6,2/10 Sambíóin Egilshöll 17:30 Sambíóin Álfabakka 17:30, 20:00, 22:30 A Million Ways to Die in the West 16 Þegar huglaus bóndi fellur fyrir dularfullri konu í bæn- um verður hann að sýna sig og sanna þegar eiginmaður hennar snýr aftur til baka. Mbl. bbmnn Metacritic 45/100 IMDB 6,3/10 Laugarásbíó 22:20 Harry&Heimir Þokkadísin Díana Klein leitar ásjájr hjá einkaspæjurunum Harrý og Heimi þar sem fað- ir hennar virðist hafa horfið sporlaust. Mbl. bbbmn IMDB 7,6/10 Bíó Paradís 18:00 Monica Z Monica Z fjallar um ævi djass -söngkonunnar Monicu Zetterlund sem lést í elds- voða á heimili sínu í Stokk- hólmi fyrir átta árum síðan. Mbl. bbbbn IMDB 7,1/10 Bíó Paradís 20:00, 22:10 Short Term 12 Fjallar um ungt fólk sem hugsar um vandræðaungl- inga á heimili. Myndin greinir frá vandamálum og öðru sem kemur upp í lífi þeirra. Metacritic 82/100 IMDB 8,1/10 Bíó Paradís 18:00, 22:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.