Morgunblaðið - 25.06.2014, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 176. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Fjölnir Þorgeirsson kominn …
2. Lá í blóði sínu og allir gengu hjá
3. Luis Suárez enn að bíta
4. Fór í lýtaaðgerð fyrir námslánin
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tríó píanóleikarans Sunnu Gunn-
laugs er á tónleikaferðalagi um
Bandaríkin að fylgja eftir breiðskífu
sinni Distilled og birti dagblaðið
Washington Post fyrir helgi tvær
greinar þar sem sérstök athygli var
vakin á tónleikum tríósins þar í borg
er haldnir voru í gær. North Shore
News í Vancouver nefnir líka tónleika
tríósins á Vancouver-hátíðinni næsta
sunnudag sem eina af 10 tónleikum
hátíðarinnar sem ekki megi missa af.
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Tríó Sunnu vekur
athygli vestra
Tónlistarmað-
urinn M-Band gaf
í gær út smáskíf-
una All is Love og
gefur hún for-
smekkinn af
væntanlegri
breiðskífu hans
sem kemur út á
næstu vikum. Í til-
efni útgáfunnar verður haldin veisla í
kvöld kl. 21 á skemmtistaðnum Húrra
við Laugaveg þar sem M-Band treður
upp með samstarfsmönnum sínum
Tonik og Nolo.
M-Band og félagar
fagna skífu á Húrra
Vefurinn Screen Daily segir frá því
að tökur á næstu kvikmynd Rúnars
Rúnarssonar, Þröstum, hefjist 14. júlí
nk. og að þær fari fram í
Reykjavík og nágrenni
Flateyrar, Ísafjarðar og
Bolungarvíkur. Meðal
leikara eru Ingvar E. Sig-
urðsson, Atli Óskar
Fjalarsson og
Rakel Björk
Björnsdóttir.
Tekur Þresti í júlí
Á fimmtudag og föstudag Suðlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað sunnan-
og vestantil og þokusúld eða rigning en skýjað með köflum og líkur
á stöku síðdegisskúrum annars staðar. Hiti 10 til 18 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt. Rigning með
köflum A-til en súld eða þokuloft V-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast fyr-
ir norðan.
VEÐUR
Grikkland og Úrúgvæ
tryggðu sér í gærkvöldi sæti
í sextán liða úrslitum
heimsmeistaramótsins í
knattspyrnu þegar úrslitin
réðust í C- og D-riðlum
mótsins, en markið sem
fleytti Grikkjum áfram kom
í uppbótartíma. Mesta at-
hygli vakti hins vegar fram-
ganga Luis Suárez sem
gerði sig enn og aftur sekan
um að bíta andstæðing sinn
í kappleik. »1, 2
Mikil spenna og
þriðja bit Suárez
„Ég hélt bara mínu striki og æfði vel
og tók margar aukaæfingar í vetur.
Ég vissi alltaf að ég gæti skorað
mörk,“ segir FH-ingurinn Kristján
Gauti Emilsson sem er leikmaður 9.
umferðar í Pepsi-deildinni að mati
Morgunblaðsins. »4
Tók margar auka-
æfingar í vetur
Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild
kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi
þegar sjötta umferð deildarinnar
hófst. Harpa Þorsteinsdóttir fór á
kostum og skoraði fjögur mörk þegar
Íslandsmeistarar Stjörnunnar sigr-
uðu Selfoss, 5:3, og komust um leið í
efsta sæti deildarinnar. Þetta var sjö-
unda mark Hörpu í tveimur síðustu
deildarleikjum. »3
Harpa skoraði fjögur og
Stjarnan fór á toppinn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Lauga-ás veitingahús og bistro er
fjölskyldufyrirtæki í Laugardalnum
en það hefur verið í eigu sömu fjöl-
skyldunnar frá stofnun árið 1979.
Staðurinn fagnar þeim merku tíma-
mótum í dag að vera orðinn 35 ára
en að sögn Ragnars Guðmunds-
sonar, eiganda Lauga-áss, hefur
aldrei verið skortur á viðskiptavin-
um frá því staðurinn var opnaður.
„Það er alltaf nóg að gera. Rekst-
urinn hefur farið upp og niður eins
og gengur og gerist í þessum
bransa en þegar við opnuðum fyrst
héldum við að staðurinn myndi
bara lifa sumarið af og deyja svo út.
Annað kom í ljós og hann lifir enn,“
segir Ragnar.
Aðallega Íslendingar
Ragnar hefur í gegnum árin
þjónað og matreitt fyrir þúsundir
gesta en að hans sögn eru um 90%
viðskiptavina Lauga-áss Íslend-
ingar. „Ég er ekki staddur í 101 svo
ég fæ ekki mikið af útlendingum til
mín. Gegnum árin hef ég hins vegar
haft óhemjumikinn kúnnahóp hvað-
anæva af landinu og ég er með hóp
af fastakúnnum sem hafa sumir
hverjir komið til okkar frá því í
byrjun,“ segir Ragnar en staðurinn
er einn fárra veitingastaða á land-
inu sem alla tíð hafa verið reknir á
sömu kennitölu.
„Þetta hefur gengið vel hjá okkur
en það virðist vera erfiðara hjá
mörgum öðrum veitingastöð-
um að vera svona inni í
hverfi. Menn þurfa nátt-
úrlega að hugsa vel um
reksturinn og vera vak-
andi yfir þessu og
það er mikilvægt að
sinna kúnnunum og
tala við þá og heyra
skoðanir þeirra.
Svo hef ég verið
mjög heppinn
með starfsfólk gegnum árin og það
hefur auðvitað mikið að segja um
velgengnina,“ segir Ragnar.
Íslenskur heimilismatur
Lauga-ás hefur frá fyrstu tíð lagt
áherslu á að vera fjölskyldustaður
en hann var fyrsti veitingastað-
urinn á landinu sem bauð upp á sér-
stakt barnahorn. Matseðillinn hefur
svo ávallt verið með svipuðu móti
en óhætt er að fullyrða að íslenskur
heimilismatur er sérgrein stað-
arins. „Við byggjum mikið á fiski og
hann er alltaf mjög vinsæll. Lamba-
lærið hefur einnig verið vinsæll
réttur hjá okkur og við ætlum því
að vera með tilboð á glóðarsteiktu
lambalæri í tilefni dagsins,“ segir
Ragnar.
Sumir hafa komið frá byrjun
Lauga-ás í eigu
sömu fjölskyld-
unnar í 35 ár
Morgunblaðið/Eggert
Fjölskyldufyrirtæki Lauga-ás hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá því staðurinn var opnaður fyrir 35 árum.
Um 90% viðskiptavina eru úr hópi Íslendinga og íslenskur heimilismatur er sérgrein staðarins.
Ragnar stofnaði Lauga-ás ásamt
mági sínum, Gunnlaugi Hreið-
arssyni, fyrir 35 árum. Seinna meir
tók Ragnar alfarið við rekstr-
inum ásamt fjölskyldu sinni
en aðspurður um framtíð
staðarins segir hann: „Mér
finnst mikilvægt að stað-
urinn verði áfram í eigu
fjölskyldunnar. Fjöl-
skyldufyrirtækjum geng-
ur alltaf best en þegar
þau eru seld öðrum aðilum er eins
og allt fari úr skorðum.“
Ragnar er bjartsýnn á fram-
haldið: „Ég held að maður verði að
vera bjartsýnn. Við erum búin að
synda í gegnum þetta í öll þessi ár
og sjá hvernig mál hafa þróast og
erum enn að í dag, en auðvitað er
mikilvægt að menn séu í tengslum
við fólkið og duglegir að vinna og
láta sjá sig svo þetta haldi áfram að
ganga upp,“ segir hann.
Áfram í eigu fjölskyldunnar
BJARTSÝNN Á FRAMHALDIÐ