Morgunblaðið - 06.09.2014, Side 1
Haustið skartaði sínu fegursta þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins átti leið hjá Rauðasandi og veðrið
eins og best verður á kosið á þessum árstíma.
Helgarveðrið verður ekki eins skemmtilegt en
spáð er sunnan og suðvestan 5-13 m/s um landið
vestanvert og súld eða lítils háttar rigningu. Aust-
an til verður veðrið eitthvað betra en þar verður
hægari vindur og bjartviðri. Hiti verður 8 til 16
stig yfir daginn, hlýjast á NA- og A-landi.
Gengið um Rauðasand á fallegum haustdegi
Morgunblaðið/Kristinn
!
"#
"
%
&
'#
!
!
( !
%
''
L A U G A R D A G U R 6. S E P T E M B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 208. tölublað 102. árgangur
MJÖG VÆNIR
SJÓGENGNIR
SILUNGAR
SNÚA
VÖRN
Í SÓKN
SAMVINNUVERKEFNI Á SNÆFELLSNESI 22STANGVEIÐI 16
FORTE
blanda meltingargerla
MÚLTIDOPHILUS
þarmaflóran
hitaþolin
www.gulimidinn.is
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ekki þarf mikið til að gos hefjist
undir Dyngjujökli. Verði það af sam-
bærilegum krafti og gosið í Holu-
hrauni myndi það hins vegar ekki
kalla á hamfarahlaup í Jökulsá á
Fjöllum. Þetta segir Magnús Tumi
Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.
Gosið í Holuhrauni færðist nær
jöklinum í gær þegar ný gossprunga
opnaðist í sigdal, aðeins um tvo kíló-
metra norður af jöklinum. Þá sáu
vísindamenn sem flugu yfir jökulinn
sigdæld sem hefur myndast yfir
kvikuganginum. Magnús Tumi segir
þessar breytingar undirstrika það að
enn séu töluverðar líkur á að gosið
teygi sig undir jökulinn.
Skjálftavirkni norðan Vatnajökuls
hélt áfram í gær með svipuðum hætti
og verið hefur undanfarnar vikur.
Um 300 jarðskjálftar höfðu mælst í
gærkvöldi frá því á miðnætti. Sá
stærsti þeirra varð 5,3 að stærð.
Hraunið í Holuhrauni heldur
áfram að stækka og renni það eins
hratt og það gerði í gær er mögulegt
að það nái út í farveg Jökulsár á
Fjöllum í dag, að sögn Pálma
Erlendssonar, jarðfræðings hjá Veð-
urstofu Íslands. Það ætti þó ekki að
hafa mikil áhrif.
„Það hefur ekki stórfengleg áhrif
en það verða einhverjar sprengingar
þegar glóheitt hraun rennur út í
vatnið,“ sagði Pálmi í gærkvöldi. »
Gæti náð undir jökul
Gossprungan í Holuhrauni nálgast Dyngjujökul Breytingar undirstrika
hættu á að sprunga opnist undir jökli Hraunið gæti náð Jökulsá á Fjöllum í dag
MBreytingar undirstrika »4
Sett verður
upp málmleitar-
hlið við inngang
Alþingis að aft-
anverðu, þannig
að ekki verði
hægt að fara
með málmhluti
upp á þingpalla.
Helgi Bernódus-
son, skrifstofu-
stjóri Alþingis, segir tilgang hliðs-
ins að auka öryggi í þinghúsinu og
koma í veg fyrir að hægt verði að
fara með hluti á þingpalla sem síð-
an mætti fleygja inn í þingsalinn
eða hluti sem menn geti skaðað
sjálfa sig með. »6
Málmleitarhliði
komið fyrir á Alþingi
Helgi Bernódusson
„Margir sjá þetta fyrir sér sem
voðalega rómantískt en það er miklu
meira en að segja það að vera á gos-
stað – við frumstæðar aðstæður.
Fólk er allan daginn að vinna í mis-
jöfnu veðri og þar fyrir utan eru
hlutir sem fólk þarf stöðugt að vera
að hugsa um – allar hætturnar sem
eru í kringum eldgos; að vera ekki í
skotlínu við hraunið, að vera á rétt-
um stöðum, undan vindi og ekki ná-
lægt gasi og öðru,“ segir Þorvaldur
Þórðarson, eldfjallafræðingur á
jarðvísindasviði Háskóla Íslands, í
Sunnudagsmogganum í dag. Þor-
valdur dvelur nú við rannsóknir við
gosstöðvar í Holuhrauni og verður
þar næstu daga en hann segir það
geta reynt bæði líkamlega og and-
lega á vísindamenn að vera á vett-
vangi. Að missa einbeitinguna geti
reynst dýrkeypt.
Samkvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofu Íslands og Jarðvísinda-
stofnun Háskóla Íslands koma um
130 manns að rannsóknum á því sem
er að gerast í eldgosinu í Holuhrauni
og jarðhræringunum við Dyngjujök-
ul og Bárðarbungu, bæði á hálend-
inu og í þéttbýlinu. Stærstur hluti
þessa hóps er á vegum Veðurstofu
Íslands, eða 105 manns, og jarðvís-
indamenn á vegum Jarðvísinda-
stofnunar vinna einnig dag og nótt
við að leggja sitt af mörkum.
Um 130
manns á
vaktinni
Við rannsóknir
allan sólarhringinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gos Vísindamenn standa í ströngu.
Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn
segir líkur á að
fjármálafyrir-
tæki fari á ný að
ráða til sín
starfsfólk Fjár-
málaeftirlitsins
samtímis upp-
gangi í efnahags-
lífinu. Því sé m.a.
mikilvægt að
stofnunin geti boðið starfsfólki „að-
laðandi launakjör“ eigi eftirlitinu
að haldast á fólki á komandi árum.
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri
FME, segir stofnunina „mjög með-
vitaða um þessa hættu“. »25
FME geti boðið „að-
laðandi“ launakjör
Unnur
Gunnarsdóttir
Íslensk stjórnvöld ætla að auka
framlög sín og þátttöku í Atlants-
hafsbandalaginu (NATO). Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra lýsti þessu yfir á
fundi aðildarríkja hernaðarbanda-
lagsins í Wales í gær. Borgara-
legum sérfræðingum frá Íslandi
verður meðal annars fjölgað í
störfum NATO.
Í ljósi alvarlegs ástands í Úkraínu
ákváðu leiðtogar ríkjanna að koma
á fót hraðliði 4.000-5.000 manna til
að bregðast við mögulegri árás á
aðildarríki í austurhluta Evrópu.
Uppreisnarmenn í Austur-
Úkraínu og fulltrúar úkraínskra
stjórnvalda skrifuðu í gær undir
samning um vopnahlé. Samkomu-
lagið felur einnig í sér að stríðs-
aðilar skiptist á föngum og að
mannúðaraðstoð verði komið til
íbúa á svæðinu. »26
Ætla að auka þátttöku og framlög íslenska
ríkisins til Atlantshafsbandalagsins
Vopnahlé Stjórnarhermaður í A-Úkraínu.
AFP