Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 4
Eldur og brennisteinn Gufa og gas steig upp til suðausturs frá gosstöðv- unum í gær. Mikið brennisteinstvíildi hefur mælst í kringum þær. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Enn eru töluverðar líkur á því að gossprungan í Holuhrauni teygi sig alla leið undir Dyngjujökul. Það ætti þó ekki að valda hamfara- hlaupi eins og málin standa nú, að sögn Magnúsar Tuma Guðmunds- sonar jarðeðlisfræðings. Ný gossprunga opnaðist sunnan við gosstöðvarnar í sigdal aðeins tveimur kílómetrum norðan við Dyngjujökul í fyrrinótt. Magnús Tumi segir minni kraft í nýju sprungunni en aðalsprungunni. Hann flaug ásamt öðrum vís- indamönnum yfir svæðið í gær og sá að sigdæld hafði myndast um tíu kílómetra innan við norðurjaðar Dyngjujökuls. Hún sé einmitt yfir kvikuganginum sem er uppspretta hraunsins sem flæði upp í Holu- hrauni. „Þar hefur orðið einhver bráðnun við botninn. Það er óljóst hvort kvika hefur aðeins náð upp í botn- inn eða ekki, það er ekki útilokað. Þá er ekki ljóst hvenær það hefur gerst,“ segir Magnús Tumi. Enn líkur á gosi undir jökli Vísindamenn unnu að því í gær- kvöldi að fara yfir gögn um sig- dældina. Magnús Tumi telur senni- legt að vatn hafi lekið frá Dyngjujökli í Jökulsá á Fjöllum, þótt ekki sé það í stórum mæli. Vísindamenn sem voru við gos- stöðvarnar í gær fundu greinilega jöklafýlu af ánni í gær og þá kom aukin rafleiðni í henni fram á sjálf- virkum mælum. Ekki hafa þó orðið breytingar á rennsli hennar. „Ég held að þær breytingar [sem urðu í gær] undirstriki að það eru ennþá töluverðar líkur á að gos- sprungan muni teygja sig alla leið- ina upp í jökul en það þarf ekkert að vera að hún geri það. Það þarf ekkert mikið til að það fari að gjósa af alvöru undir jökli, án þess að ég sé að spá því að það gerist,“ segir hann. Enn sem komið er bendi ekkert til þess að gosinu sé að ljúka en Magnús Tumi segir að svo virðist sem það ástand nálgist að jafn- mikið af kviku komi upp úr gosinu og kemur inn í kvikuganginn. Ekkert hamfarahlaup Þó að gossprunga opnist af sam- bærilegum krafti og þær sem gjósa nú í Holuhrauni undir Dyngjujökli gerir Magnús Tumi ekki ráð fyrir að hamfarahlaupi. Hlaupið yrði af stærðargráðunni 1.000-1.500 rúmmetrar á sekúndu og ættu farvegur Jökulsár og brú- armannvirki ekki að vera í hættu af völdum þess. Hann býst ekki við umfangsmiklu hlaupi í þessari hrinu þó að ekki sé hægt að úti- loka neitt. „Fyrst það er að koma upp kvika þá er óskaástand að það haldi áfram gos í Holuhrauni og það sé nægilega mikið til að þrýst- ingur í kvikuganginum aukist ekki. Það er það ástand sem maður vildi sjá. Við verðum bara að sjá hver staðan verður á næstu dögum,“ segir Magnús Tumi. Ljósmyndir/Guðmundur Karl Gossprunga Nýja sprungan opnaðist aðfaranótt föstudags en krafturinn í henni er nokkuð minni en í aðalsprungunni. Hún er aðeins um tvo kílómetra norðan við Dyngjujökul. Breytingar und- irstrika hættuna  Gossprungan nálgast Dyngjujökul 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 LEIÐSÖGUNÁM Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn- dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Mannleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8- 2 S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands. Námið stóð vel undir væntingum þar sem fjölmargir kennarar komu að kennslunni og áttu þeir auðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og ekki síst að vekja mig til umhugsunar um þá auðlind sem landið okkar er og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðvelt með að koma efninu til skila. Námið gefur mikla atvinnumöguleika og spennandi tímar eru framundan. GUÐRÚN HELGA BJARNADÓTTIR, VESTMANNAEYJUM Steypuframkvæmdir hefjast í vikunni við nýtt 1650 fermetra fiskverkunarhús í Sand- gerði. Verslunarfélagið Ábót stendur að framkvæmdunum í samstarfi við fyrirtækið Whitelink Seafood í Skotlandi. Um 30 manns munu starfa í húsinu þegar það verður tekið í notkun eftir um tíu mánuði. Ábót og Whitelink hafa átt samstarf í 13 ár og segir Hallgrímur Arthúrsson, fram- kvæmdastjóri Ábótar, að fyrirtækið hafi unnið úr 2-4 þúsund tonnum af fiski síðustu ár og flutt til Evrópu með flugi og í gámum. Fiskurinn fer síðan í verslanir og veitinga- hús í Skotlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og víðar. Fiskurinn er allur keyptur á markaði og unninn hjá fyrirtækinu. Skötuselur og steinbítur hafa verið fyrirferðarmiklir í þessum útflutningi og „eiginlega allur fisk- ur annar en þorskur og ýsa,“ eins og Hall- grímur orðar það. Nú er Ábót með starfsemi í leiguhúsnæði í Garði og starfa þar um 20 manns. Reisa fiskverkunarhús í Sandgerði  Flytja út fisk með flugi í samstarfi við skoskt fyrirtæki Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Framkvæmd Hallgrímur Arthúrsson framkvæmdastjóri Ábótar á byggingasvæðinu. Bragi Guðmundsson verktaki byggir húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.