Morgunblaðið - 06.09.2014, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014
www.fi.is
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Haustgöngur FÍ
Haustlitir og haustlægð
ir - alla leið 2
Ferðafélag Íslands býður nú upp á haustgöngur fyrir
félagsmenn. Nú þegar göngusumrinu er að ljúka er um
að gera að finna ný verkefni fyrir gönguskó og stafi og
ótimabært að leggja þeim þegar upp í hillu. Haustið er
framundan i allri sinni dýrð með tilheyrandi haustlitum,
djúpri kyrrð og fegurð í bland við blessaðar haustlægð-
irnar sem við heilsum með virðingu.
Þessu öllu fáum við að kynnast í haustgöngum FÍ,
3 mánaða gönguverkefni FÍ þar sem bæði verður
gengið á fjöll um helgar sem og arkað um göngustíga-
kerfi borgarinnar á virkum dögum.
Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn
8. september kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6
Fararstjóri í gönguferðunum verður Hjalti Björnsson
Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533
eða í netpóst fi@fi.is
„Ég er algerlega sammála niðurstöðum skýrsluhöf-
unda um landbúnaðarstyrkina. Mér finnst þeir raunar
fara frekar mildum höndum um önnur umhverfismál
hjá okkur, sérstaklega vandann
vegna utanvegaaksturs og áhrif
fjölgunar erlendra ferðamanna á
gróður og jarðveg,“ segir Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri um
niðurstöður heildarúttektar OECD
á umhverfismálum Íslendinga.
Í skýrslunni er meðal annars vak-
in athygli á því að uppblástur sé eitt
alvarlegasta vandamálið í umhverf-
ismálum á Íslandi. Það stafi bæði af
eldvirkni og verkum mannanna, svo
sem við eyðingu skóga, beit og ferðamennsku.
Talið er að styrkjakerfi í landbúnaði ýti undir vand-
ann með því að hvetja bændur til að vera með margar
skepnur. Þá kemur fram sú skoðun að beit sauðfjár,
einkum á hálendinu, dragi úr möguleikum vistkerf-
anna til að ná sér á strik.
Fáar jarðir standa undir stórbúum
„Ég tek heilshugar undir þetta. Styrkjakerfi núver-
andi búvörusamnings um sauðfjárframleiðsluna hvet-
ur til aukinnar framleiðslu og stækkunar búa. Ég tel
það afskaplega varhugavert,“ segir Sveinn og bendir á
að flestar aðrar þjóðir hafi fyrir löngu hætt að veita
þannig styrki. Hann segir að sú stefna forsvarsmanna
bænda að stækka fjárbúin þýði að oft sé verið að setja
upp stór fjárbú á litlum jörðum. „Það eru fáar jarðir í
stakk búnar til að standa undir stórbúum. Oft á tíðum
verða bændur að treysta á að geta nýtt lönd annarra.
Þegar það er gert í óleyfi, eins og algengt er, eru við-
komandi að taka land annarra eignarnámi. Þetta veld-
ur misklíð og leiðindum í sveitunum.“
Landgræðslustjóri segir að það geti ekki gengið til
langframa að stuðla að hausatölubúskap í staðinn fyr-
ir afurðabúskap. „Ég hélt að hausatölubúskapur sem
grundvallast á því að vera með sem flest fé og hugsa
minna um afurðir hverrar ær, heyrði sögunni til. Svo
er ekki. Það er alvarlegt fyrir landið okkar. Því er
brýnt að endurskoða búvörusamninga með það í huga
að ekki sé verið að styrkja bændur sem nota óbeitar-
hæft land,“ segir Sveinn.
Hann segir að viðmið um það hvað telst sjálfbær
landnýting hafi verið of veik og væg, í reglugerð sem
unnið var eftir samkvæmt síðasta búvörusamningi.
Nánast allir hafi getað fengið vottun um gæðastýrða
framleiðslu og þar með viðbótarálag á framleiðslu-
styrk. Nefnir hann sem dæmi að þeir sem ráku fé á
umdeilda afréttinn Almenninga við Þórsmörk hafi get-
að fengið vottun. Það segir hann dæmi um hvað regl-
urnar voru rúmar.
Bindur vonir við nýjar reglur
Um síðustu áramót var gefin út ný reglugerð um
gæðastýrða sauðfjárframleiðslu og bindur Sveinn von-
ir við að nýjar reglur leiði til úrbóta á þessu sviði.
„Þær eru framför frá fyrri reglum, viðmiðin eru hert
og skilyrt nánar. Það leiðir til þess að allir sem voru
með landbótaáætlanir til að gera landnýtingu sína
sjálfbærari verða að gera nýja áætlun. Landgræðslan
gefur umsagnir um þær og Matvælastofnun metur
síðan hvort viðkomandi bændur standast raunveru-
lega kröfur um að þeir nýti landið með sjálfbærum
hætti og fái þar með hærri styrki,“ segir Sveinn.
helgi@mbl.is
Styrktir til ofbeitar
Landgræðslustjóri telur varhugavert að nota styrkja-
kerfi í sauðfjárrækt sem hvetji til fjölgunar fjár
Sveinn
Runólfsson
Anna Marsibil Clausen
annamarsy@mbl.is
Kynbundinn launamunur hefur
minnkað um þrjú prósentustig milli
ára að því er fram kemur í kjara-
könnun Bandalags háskólamanna
fyrir árið 2013.
Árið 2012 var launamunurinn
11,9% en árið 2013 hafði hann
lækkað niður í 8,9%.
„Við hljótum að hoppa hæð okkar
yfir þessari þróun en við vildum
náttúrulega sjá þetta gerast hrað-
ar,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir,
formaður BHM.
„Við þurfum að halda áfram
vaktinni og vinna með viðsemjend-
um í að ýta þessu áfram í rétta átt.“
Minnstur var launamunurinn hjá
starfsfólki félagasamtaka og sjálfs-
eignastofnana en mestur hjá sveit-
arfélögum öðrum en Reykjavíkur-
borg. Sveitarfélög utan
Reykjavíkurborgar voru jafnframt
einu vinnustaðirnir þar sem
launamunur hækkaði milli ára en
hann mældist 22%.
Helst ekki í hendur við vísitölu
Launaþróun innan aðildarfélaga
Bandalags háskólamanna helst ekki
í hendur við launahækkanir á ís-
lenskum vinnumarkaði miðað við
niðurstöður kjarakönnunarinnar.
Launavísitalan hækkaði um 5,7%
milli 2012 og 2013 en á sama tíma
hækkuðu laun félagsmanna BHM
aðeins um 4,2%.
Meðallaunatekjur og starfs-
tengdar greiðslur félagsmanna
voru 6.584.000 krónur á ári eða
548.000 krónur á mánuði.
Guðlaug bendir á að frá hruni
hafi verið einblínt á að hækka
lægstu laun meira en þar fyrir of-
an. Félagsmenn í BHM séu ekki
með hæstu launin en heldur ekki
þau lægstu og falli því í millitekju-
hóp sem ekki hefur verið lögð
áhersla á.
„Það að áherslan hafi verið á að
hækka lægstu laun kemur ekki á
óvart en við höfum verið að benda á
að það sé tímabært að fara að
hverfa frá þessu og laga stöðuna,“
segir Guðlaug.
„Það þarf að skapa þekkingar-
störf í landinu til að efla hagvöxt og
það þarf að fara að vinna markvisst
í því að bæta kjörin hjá þeim sem
eru með menntun.“
Þurfa að meta þekkingu til fjár
Guðlaug segir hluta af því sem
þurfi að horfa til þegar komi að
launum félagsmanna í BHM er
hvers virði menntun þeirra er. Hún
telur nauðsynlegt að undirstrika
mikilvægi þekkingarinnar fyrir at-
vinnurekendum.
„Við verðum mjög mikið vör við
að það er á brattann að sækja þeg-
ar kemur að því að fá þekkingu
metna til launa,“ segir Guðlaug.
„Þennan vinkil vantar svolítið inn
í launastefnuna í landinu. Það er
horft á stimpilklukkuna, hvað þú
vinnur lengi og hvað þú ert með
marga undirmenn en ekki hvaða
þekkingu er verið að kaupa af þér
og hvað hún kostar.“
Hún segir mikla áherslu hafa
verið lagða á gildi þekkingar í síð-
ustu kjarasamningum og vonast til
að það muni skila sér til fé-
lagsmanna á næstu árum.
Dregur úr kyn-
bundnum launamun
Samkvæmt kjarakönnun BHM dró úr kynbundnum
launamun um þrjú prósentustig milli áranna 2012 og 2013
Morgunblaðið/ Golli
Bætt staða Guðlaug segir betri kjör kvenkyns heilbrigðisstarfsmanna vera
meðal þess sem orsakar breytinguna á kynbundnum launamun.
Bandalag
háskólamanna
» Félagsmenn í BHM eru rétt
undir 10 þúsund talsins.
» Meðal aðildarfélaga eru fé-
lög íslenskra leikara og hljóm-
listamanna, Ljósmæðrafélag
Íslands og Félag prófessora
við ríkisháskóla.
» Eitt helsta markmið félags-
ins er að menntun sé metin að
verðleikum til launa.
Rúmlega helmingur svarenda kjara-
könnunar BHM telur greiðslur af
námslánum vera íþyngjandi eða
verulega íþyngjandi. Af þeim 87%
svarenda sem höfðu tekið námslán
eru 57% enn að greiða af lánunum.
58% þeirra skulda enn meira en
þrjár milljónir en 27% skulda 6
milljónir eða meira. Mest skulda
hljómlistarmenn og starfsmenn HR
að meðaltali eða um 6,4 milljónir.
Miðað við þau svör sem félags-
menn gáfu má gera ráð fyrir að um
21% þeirra verði enn að greiða af
námslánum þegar eftirlaunaaldri er
náð. Ef miðað er við að karlar nái
áttræðu og konur verði 83 ára
benda líkur til að 10% muni aldrei
ná að greiða skuld sína við lánasjóð-
inn.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formað-
ur BHM, segir tölurnar sýna að
námslánakerfið þarfnist endurskoð-
unar.
„Það er fleira fólk sem vill læra
erlendis og fleiri vilja fara í meist-
ara- og doktorsnám. Menntunar-
stigið er að hækka og sömuleiðis
lánsupphæðirnar en launin vega
ekki upp á móti þeim hækkunum,“
segir Guðlaug.
Hún segir námslánalíkanið byggj-
ast á því að launatengdar afborganir
eigi að geta gert lántakendum kleift
að greiða skuldir sínar niður, en það
sé augljóslega hreint ekki raunin.
Annaðhvort þurfi að endurreikna
þær kröfur sem gerðar eru til lán-
takenda eða hækka laun háskóla-
menntaðs fólks svo það vegi upp
kostnaðinn.
„Við viljum náttúrulega fara á
báða þessa enda og vinna í þeim,“
segir Guðlaug en hún telur ýmsa
aðra vankanta felast í núverandi
lánakerfi.
Konur greiða lengur
Niðurstöður kjarakönnunarinnar
leiddu einnig í ljós að konur eru al-
mennt lengur að greiða af náms-
lánum sínum en karlar. Guðlaug tel-
ur að rekja megi þá staðreynd til
kynbundins launamunar enda eru
endurgreiðslur námslána tekju-
tengdar.
„Ef þú ert með hærri laun borgar
þú meira á hverju ári inn á höfuð-
stólinn af launatengdu greiðslunni.
Láglaunahópar greiða minna í einu
og eru því lengur að ljúka afborg-
unum,“ segir Guðlaug.
Hún segir umhugsunarvert hvort
þjóðfélagið vilji hafa þann háttinn á
að láglaunahópar beri námslána-
byrðina mjög lengi.
Guðlaug segir þá sem þurfa að
sækja menntun til annarra landa,
sem og þá sem fara í meistara- og
doktorsnám, einnig oft vera einna
lengst að greiða af lánunum en sam-
kvæmt niðurstöðu kjarakönnun-
innar er fólk líklegra til að hafa tek-
ið lán eftir því sem það hefur meiri
menntun.
„Á einhverjum tímapunkti er
maður kominn þangað að dæmið
gengur ekki upp, manni endist ekki
aldurinn og þá gæti maður í raun
bara farið áfram í nám og sá hluti
kæmi aldrei til greiðslu,“ segir Guð-
laug.
„Ég held að það sé afar raunhæft
að fara markvisst að ræða hvort við
viljum koma á styrkjakerfi og at-
huga hvort það séu einhver sérstök
fög þar sem þarf að grípa inn í.“
Líklegt að 10% deyi
frá námslánaskuld
21% félaga BHM greiðir væntanlega
af lánunum fram á eftirlaunaaldur
Eftirstöðvar námslána
Minni en 3 milljónir
3-5,9 milljónir
6 milljónir eða meira
26,6%
42,2%
31,2%