Morgunblaðið - 06.09.2014, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014
HÁRTÆKJADAGAR
Sjáðu allt úrvalið á www.byggtogbuid.is
ÖLL HÁRSNYRTITÆKI
Á 20-50% AFSLÆTTI
SLÉTTUJÁRN • BYLGJUJÁRN • HÁRKLIPPUR • KRULLUJÁRN • NEFHÁRASNYRTAR • BLÁSARAR
• HITABURSTAR • RAKVÉLAR • KEILUJÁRN • HITARÚLLUR • HÁRSNYRTAR OG MARGT FLEIRA
Gríptu tækifærið
og gerðu góð kaup!
Uppskeruhátíð býflugnabænda
verður haldin í veitingatjaldi Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðsins í Laug-
ardal í Reykjavík í dag, 6. sept-
ember, milli kl 14 og 16.
Býflugnabændur kynna þar bý-
flugnarækt og koma með sýnishorn
af uppskeru sumarsins. Þeir munu
gefa gestum að smakka eigin fram-
leiðslu á hunangi sem verður slengt
beint úr búinu á staðnum. Einnig
verður takmarkað magn af íslensku
hunangi til sölu. Þá verður ýmis
búnaður tengdur býflugnarækt
sýndur, segir í tilkynningu.
Kvenfélag Grímsneshrepps verð-
ur með sultukynningu á sama tíma.
Berjaspretta hefur verið misgóð
eftir landshlutum þetta árið en von-
andi að allir hafi fengið sitt og hús-
mæður og -feður geta því leitað
upplýsinga í röðum félaga í Kven-
félaginu til að nýta berin. Hús-
freyjan, tímarit Kvenfélaga-
sambands Íslands, mun liggja
frammi.
Morgunblaðið/Eggert
Hunang Býflugnabændur halda árlega
uppskeruhátíð sína um helgina.
Íslenskt hunang
og sultur í boði
Árlegur haust-
markaður
Kristniboðs-
sambandsins
verður haldinn í
Kristniboðs-
salnum, Miðbæ,
Háaleitisbraut
58-60 í Reykja-
vík, í dag frá kl.
12-16.
Fram kemur í
tilkynningu, að til sölu verði græn-
meti, ávextir, sultur, kökur, blóm
og ýmislegt til heimilishalds. Þá
verða vöfflur í boði og kaffi á
könnunni.
Ágóðinn fer til að uppörva
stríðshrjáð fólk í Mið-Austur-
löndum.
Haustmarkaður
kristniboðanna
Flóttafólk frá
Mosul í Írak.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Það er synd að vefsíðan sé næst-
stærsti einstaki móttakandi fram-
laga í hlaupinu. Mér finnst þetta
vera tækifæri fyrir þá sem halda
hlaupið að fara frá því að vera einn
stærsti móttakandinn í það að vera
einn stærsti gefandinn. Það er
óheppilegt að verið sé að taka fé sem
kemur úr þessari átt. Þetta er brota-
brot af öllum kostnaði við hlaupið,“
segir Kristrún Tinna Gunnarsdóttir,
hagfræðingur og hlaupari í Reykja-
víkurmaraþoninu í fyrra.
Fram kom í Morgunblaðinu á
fimmtudag að allt að 10% áheita sem
sett eru á hlaupara á styrktarsíð-
unni hlaupastyrkur.is fari í rekstur
vefsíðunnar, en ekki til góðgerða. Í
fyrra nam þessi upphæð um fimm
milljónum króna. Vefsíðan hlaupa-
styrkur.is er rekin af fyrirtækinu
Reykjavíkurmaraþon sem tengt er
rekstri ÍBR.
„ÍBR sér um framkvæmd Reykja-
víkurmaraþonsins. Við erum sam-
starfsaðilar þeirra. Við greiðum
þeim árlega styrk. Hvernig þeir
nýta þennan styrk er þeirra mál.
Svo sjáum við um allt markaðs- og
kynningarstarf,“ segir Guðný Helga
Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi
Íslandsbanka, aðspurð hvort til
greina komi að greiða kostnað við
rekstur vefsíðunnar hlaupa-
styrkur.is.
Eftir að Kristrún Tinna komst að
því að hluti áheita færi ekki inn í
góðgerðarfélag sem hún hugðist
styrkja, bað hún fólk um að leggja
beint inn á styrktarreikning félags-
ins. Hún telur gegnsæið ekki nægi-
lega mikið. „Það var frekar erfitt að
finna þessar upplýsingar og ég fékk
þær ekki fyrr en ég sendi fyr-
irspurn. Svo var alveg sama við
hvern ég nefndi þetta. Allir komu af
fjöllum og voru hneykslaðir yfir því
að verið væri að taka af framlögum.
Ég get alveg skilið að þetta kostar
mikið og aðstandendur eiga heiður
skilinn fyrir framkvæmdina en það
breytir ekki þessari gagnrýni,“ segir
Kristrún.
Næststærsti þiggjandi framlaga
„Óheppilegt“ að hlaupastyrkur.is taki hluta framlaga í rekstur síðunnar
Norðurheimskautsbaugshlaup
TVG Zimsen verður haldið í Gríms-
ey í dag. Er þetta í þriðja skipti sem
hlaupið er haldið þar.
Fram kemur í tilkynningu að
þetta sé nyrsta almenningshlaup á
Íslandi, þar sem m.a. sé hlaupið yfir
norðurheimskautsbauginn.
TVG Zimsen býður hlaupurum
upp á næringu, sem kvenfélags-
konur í Grímsey reiða fram, bæði
meðan hlaupið er og eftir það.
Hlaupið yfir heim-
skautsbaug í dag
Vefurinn hlaupastyrkur.is var
settur á laggirnar árið 2010. Ís-
landsbanki gaf hönnun hans en
rekstur er í höndum Reykjavík-
urmaraþons ehf.
Aðspurður segir Frímann Ari
Ferdinandsson, fram-
kvæmdastjóri ÍBR, að ekki hafi
verið leitað til annarra styrkt-
araðila til þess að standa
straum af kostnaðinum við að
reka vefsíðuna.
Hafa ekki leit-
að til annarra
HLAUPASTYRKUR.IS