Morgunblaðið - 06.09.2014, Side 22

Morgunblaðið - 06.09.2014, Side 22
VIÐTAL Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Mörg sóknarfæri eru í samvinnu á milli sveitarfélaga og atvinnulífs á Snæfellsnesi til þess að gera svæðið að vænlegri kosti fyrir ungt fólk og bæta lífsgæði íbúa þess. Þetta segir Ragnhildur Sigurðardóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes. Fimm sveitarfélög á Snæfells- nesi og sex félagasamtök í atvinnulífi svæðisins stofnuðu Svæðisgarðinn í apríl sem samstarfsvettvang um þró- un og uppbyggingu svæðisins. „Fjögur þúsund manns í fimm sveitarfélögum í landi sem er eitt mesta borgríki í heimi er alvöru við- fangsefni en við trúum því að við eig- um ótrúlega mikið inni á þessu svæði. Með því að sameina kraftana getum við náð betri árangri en ella,“ segir Ragnhildur um viðfangsefnið. Stofnun Svæðisgarðsins hafði verið í undirbúningi í 2-3 ár en hann á sér meðal annars erlendar fyrir- myndir. Í löndum eins og Sviss, Bret- landi og Noregi hafa einstök svæði séð tækifæri í að nýta sér landgæði og menningu til frekari verðmæta- sköpunar. Leysa tækifæri úr læðingi Björg Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Alta sem var verkefnisstjóri við undirbúning Svæðisgarðsins, segir að grunnhugsunin hafi verið hvernig svæði á landsbyggðinni gætu snúið vörn í sókn. Þó að íbúafjöldi á Snæ- fellsnesi hafi um það bil staðið í stað og jafnvel aukist á tímabili þá séu verkefnin ærin. „Sveitarfélögin vildu varanlegt samningssamband við aðila í atvinnu- lífi á svæðinu og móta með þeim sam- eiginlega sýn á hvernig kröftum þeirra væri best varið til sóknar fyrir svæðið. Svæðisgarðurinn er nýjung í samstarfi sveitarfélaga og samvinnu þeirra um atvinnulíf. Grunntónninn er að þekkja og byggja á því sem svæðið býr yfir, auðlindum og gæð- um, og leysa úr læðingi þau tækifæri sem eru fyrir hendi. Það er ekki verið að búa tækifærin til með verkefninu, þau eru þarna. Það má hjálpa fólki að koma auga á þau og við að nýta þau. Útgangspunkturinn er að horfa stíft á og draga fram það sem svæðið býð- ur upp á og vinna sameiginlega að því að nýta það,“ segir Björg. Seytlar niður í skipulagið Fram fór greining á svæðinu til að skilgreina eiginleika þess, allt frá náttúrugæðum og landslagi til sagna- arfs og atvinnu. „Fjöldi fólks kom að vinnunni og rýndi í hvaða tækifæri fælust í þess- um gæðum, hvernig mætti nýta þau og á þeim grunni var mótuð stefna um hvernig eigi að sækja fram og styrkja vörumerkið Snæfellsnes,“ segir Björg. Greiningin og stefnumótunin var grundvöllur svæðisskipulags Snæfellsness sem er í raun sókn- aráætlun fyrir svæðið. Svæðisgarð- urinn er svo vettvangur til að hrinda þeirri áætlun í framkvæmd. Sveit- arfélögin fimm skuldbinda sig til að vinna eftir stefnu svæðisskipulags- ins. Það verður því grundvöllur ákvarðana í sveitarfélögunum þegar Samvinnuverkefni til  Sveitarfélög og atvinnulíf í samstarf til að nýta tækifæri Morgunblaðið/Eggert Kjarnakonur Ragnhildur framkvæmdastjóri (f.m.) ásamt Björgu Ágústsdóttur (t.v.) og Auði Kjartansdóttur (t.h.). Ný lifrarvinnsla skapar 12 störf  Ægir sjávarfang í Grindavík, áður Ice-West, hefur vaxið hratt frá því að hjónin Ingvar Vilhjálmsson og Helga María Garðarsdóttir keyptu fyirtækið fyrir tæpum þremur árum. Fyrirtækið sérhæfir sig í niðursuðu á þorsklifur sem mikil eft- irspurn er eftir á mörkuðum erlendis, ekki síst í Evrópu. Framleiðslan á þessu ári er áætluð um 11 milljónir dósa. Í byrjun þessa árs hófst lifrarbræðsla á vegum Ægis í Ólafsvík og hafa starfsmenn þar verið tólf og stundum fleiri. Fyrirtækið má því kalla vaxtarbrodd í atvinnulífinu í þessu gamalgróna sjávarplássi. Starfsemi Ægis í Ólafsvík fer fram í stóru húsnæði þar sem áður var verksmiðja útgerð- ar- og saltfiskvinnslufyrirtækisins Valafells. Þess má geta að afi Ingvars framkvæmdastjóra Ægis og alnafni var einn þekktasti framtaksmaður í íslenskum sjávarútvegi á fyrri hluta síðustu aldar. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Þorsklifur Ný störf hafa skapast í Ólafsvík eftir að fyrirtækið Ægir sjávarfang hóf þar lifrarvinnslu. Ægir er einnig með starfsstöð í Grindavík.  „Við fundum húsið í fjöru, féllum fyrir því og ákváðum að gera upp,“ segir Steingerður Jóhannsdóttir, sem ásamt Árna Emanúelssyni, eiginmanni sínum, gerði upp gamalt íshús í Krossavík á Snæfellsnesi, rétt við Þjóðgarðinn Snæfellsnes. Húsið er nú leigt út sem vinnustofa fyrir listamenn og nefndu hjónin það Hvítahús. „Húsið hafði staðið autt í 70 ár, það var notað í átta ár sem íshús, þá var höfnin flutt að Rifi og síðan var það notað sem geymsla í nokkur ár,“ segir Steingerður. Um er að ræða einkaframtak hjónanna, hingað til hafa dvalið í Hvítahúsi listamenn víða að úr heiminum og eftirspurnin fer vaxandi, að sögn Steingerðar sem segir svæðið henta vel til list- sköpunar. „Hér er bæði kyrrð og friður,“ segir hún. annalilja@mbl.is Listamenn dvelja í íshúsi Ljósmynd/Steingerður Jóhannsdóttir Íshús Hvítahús í Krossavík er afdrep listamanna víða að úr veröldinni. veginn um Svínadal. Við höfum farið víða um og límt ný glitmerki á hundruð vegstika sem hrafninn hef- ur kroppað í,“ sagði Jón Benedikts- son vegagerðarmaður. Segja má að Dalirnir hafi kom- ist í þjóðbraut þegar nýr vegur kom um Þröskulda, sem tengir saman Reykhólasveit og Strandir og er þjóðleiðin áfram vestur á firði, var tekin í notkun 2010. Umferðin um Dalabyggð jókst þá að mun og álag á vegina hefur aukist. „Umdæmið hér í Búðardal nær frá hringvegi eitt við Dalsmynni í Borgarfirði og í Kollafjarðarbotn í Reykhólasveit og þangað út eftir eru 165 kílómetrar. Á veturna er fyrsta verk okkar á morgnana að fara um þessa slóðir og athuga færð. Þeim upplýsingum er svo miðlað áfram og út frá þeim er meðal annars snjó- mokstri stýrt,“ segir Jón. „Á leiðinni í Kollafjörð förum við yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls sem geta verið leið- inlegir. Fyrrnefndi hálsinn er oft snjóþungur og á hinum síðari er vegurinn brattur og mjög erfiður fyrir stóra bíla, þar er oft hálka. Gerð nýs vegar á þessum slóðum hefur lengi verið í deiglunni og von- andi finnst einhver lausn í náinni framtíð.“ Jeppaflandur og harmonika Jón var við vinnu í Miðdölunum þegar Morgunblaðið hitti hann. Var þar að setja upp nýtt skilti sem vísar á veginn inn að Hundadal, en þar var vegstæðinu nýlega breytt þegar ný brú yfir Reykjadalsá komst í gagnið. Með því verður leiðin um Dalina öruggari en gamla brúin þótti vera flöskuháls. „Starfið er skemmtilegt og eng- ir tveir dagar í rauninni eins. Maður er víða á ferðinni og hittir marga,“ segir Jón sem er Dalamaður í búð og Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Glysgjarn hrafninn er þyrnir í aug- um starfsmanna Vegagerðarinnar í Búðardal. Á undanförnum árum hef- ur verið talsvert um að krunkandi krummar setjist á stikur í vegkönt- um og kroppi af þeim endur- skinsmerkin. „Það hefur mikið borið á þessu á haustin, sérstaklega við Engir tveir dagar eins í skemmtilegu starfi  Hvimleiður krummi ergir vega- gerðarmenn og étur endurskinsmerkin Morgunblaðið/Eggert Merkingar Jón setur upp nýtt skilti í Miðdölum við brúna yfir Reykjadalsá. SNÆFELLSNES OG DALIR2014 Á FERÐ UM ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.