Morgunblaðið - 06.09.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.09.2014, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 Við skriðjökul á Grænlandi Nokkrir hraustir félagar skelltu sér út í einnar gráðu heitan sjóinn daglega í vikuferð með Norðursiglingu kringum Milne-eyju við Scoresbysundsfjörð, en hann er lengsti fjörður í heimi. Dýpið er um þúsund metrar og hæð fjalla um tvö þúsund metrar. Umhverfið til sjósunds er því mikilfenglegt. Fjærst eru Ingvar Þórðarson og Hörður Sigurbjarnarson, fyr- ir framan þá eru Hans Humes og Óskar Axelsson, fremstir eru Tómas Örn Tómasson og Ragnar Axelsson en fyrir aftan Tómas eru þeir Sigurður Friðriksson og Heiðar Guðjónsson lengst t.v. Júlíus Kemp Eitt af forgangs- málum sitjandi ríkis- stjórnar er að bæta stöðu heimilanna í landinu, þar sem þau eru undirstaða og drifkraftur þjóð- félagsins. Ríkis- stjórnin hefur með markvissum hætti tekið á skuldavanda heimilanna og sér í lagi vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækk- unar verðtryggðra húsnæðislána. Mikil vinna hefur verið lögð í að undirbúa framkvæmd þessa mik- ilvæga verkefnis og er árangurinn að koma í ljós núna. Mikil þátttaka Í byrjun þessarar viku lágu fyrir upplýsingar um þátttöku í Leiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem sótt var um hjá Ríkisskatt- sjóra. Alls bárust 69 þúsund um- sóknir um leiðréttingu verð- tryggðra húsnæðislána og nú þegar hafa 27.500 einstaklingar sótt um að ráðstafa séreignar- sparnaði sínum inn á húsnæðislán. Áfram verður tekið á móti um- sóknum er varða skattfrjálsa ráð- stöfun séreignar- sparnaðarins. Þátttaka landsmanna í ofangreindum úrræð- um er afar góð og hafa yfir 90% heimila með verðtryggð hús- næðislán sótt um leið- réttingu. Þessi mikla þátttaka felur í sér al- mennan stuðning við þá niðurstöðu að leið- rétta þyrfti verð- tryggð húsnæðislán í kjölfar þess fjármála- áfalls sem dundi yfir. Niðurstaðan er afar jákvæð fyrir íslensk heimili. Hvers vegna leiðrétting? Eins og flestum er kunnugt um, þá myndaðist mikið ójafnvægi í hagkerfinu á tímabilinu 2008-2009. Gengi íslensku krónunnar veiktist verulega, verðbólga jókst, kaup- máttur rýrnaði og landsframleiðsla dróst saman. Allir þessir þættir leiddu til þess að staða íslenskra heimila veiktist verulega og skuldastaða versnaði. Vegna þess- arar ófyrirsjáanlegu þróunar var farið af stað með Leiðréttinguna, sem annars vegar gengur út á að lækka höfuðstól verðtryggðra lána og hins vegar að landsmönnum standi til boða að ráðstafa séreign- arsparnaði sínum inn á húsnæðis- lán sitt og njóta skattaafsláttar. Þessar aðgerðir vinna mjög vel saman og hafa það að meginmark- miði að lækka skuldastöðu ís- lenskra heimila og auka ráðstöf- unartekjur. Með Leiðréttingunni er verið að koma til móts við þau heimili í landinu sem ekki höfðu fengið neina aðstoð í kjölfar falls fjármálakerfsins og þeirrar hækk- unar sem varð í kjölfar þess á verðtryggðum lánum. Að baki að- gerðinni liggja sanngirnis- og réttlætisrök. Framkvæmdin Framkvæmd Leiðréttingarinnar hefur verið undir forystu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í sam- starfi við Ríkisskattstjóra. Ferlið hefur gengið mjög vel fyrir sig og framlag þeirra sem unnið hafa að framgangi þess verið lofsvert. Benda skal á að framkvæmdin er umfangsmikið samstarfsverkefni hins opinbera, lífeyrissjóða og fjár- málafyrirtækja. Sérstaklega skal geta framlags starfsmanna Ríkis- skattstjóra sem hefur verið afar mikilvægt og sýnir hversu öfluga stofnun er um að ræða. Fjármála- fyrirtæki hafa einnig lagt hönd á plóg við að upplýsa landsmenn um kosti Leiðréttingarinnar og auð- velda þátttöku þeirra í aðgerðinni. Öll þessi samvinna er til fyrir- myndar og mætti eiga sér oftar stað til að vinna að framgangi góðra mála á Íslandi. Bankaskattur hækkaður og undanþága slitastjórna afnumin Sérstakur skattur á fjármála- fyrirtæki, svokallaður bankaskatt- ur, hefur verið hækkaður og und- anþága fjármálastofnana í slitameðferð frá skattinum verið afnumin. Gert er ráð fyrir að þessi breyting á bankaskattinum auki tekjur ríkissjóðs um 92 ma.kr. á fjórum árum. Með þessu móti er verið að bæta landsmönnum það tjón sem fjármálaáfallið olli þeim. Þessi þáttur í aðgerðinni er mik- liður í því að rétta af efnahags- reikning íslenskra heimila. Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um fyrirhugað dómsmál slitastjórnar Glitnis vegna bankaskattsins og þann möguleika að hann standist ekki íslensk lög. Ríkisstjórnin lét skoða það mál mjög vel og var nið- urstaðan sú að heimildir ríkis- valdsins til skattheimtu væru mjög rúmar. Ekki má gleyma í þessu samhengi að ýmis ríki hafa verið að auka skattheimtu á fjármála- stofnanir og jafnvel sekta þær sér- staklega. Næstu skref Um þessar mundir er unnið í umsóknum hjá Ríkisskattstjóra og gert er ráð fyrir að fyrstu niður- stöður um heildarumfang Leiðrétt- ingarinnar verði ljósar í október. Áætlað er að hægt sé að vinna auðveldlega úr stórum hluta þeirra umsókna sem borist hafa. Hins vegar er ljóst að úrvinnsla vafa- atriða getur tekið lengri tíma. Stefnt er að því að fyrstu niður- færslur Leiðréttingarinnar komi til framkvæmda á seinni hluta ársins. » ...unnið í umsókn- um hjá Ríkisskatt- stjóra og gert er ráð fyrir að fyrstu niður- stöður um heildar- umfang Leiðrétting- arinnar verði ljósar í október. Áætlað er að hægt sé að vinna auð- veldlega úr stórum hluta þeirra umsókna sem borist hafa. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er forsætisráðherra. Áfangasigur í skuldamálum heimilanna Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.