Morgunblaðið - 06.09.2014, Síða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014
lengstan hluta ævi sinnar, eftir
að hafa numið skógræktarfræði í
Noregi ungur að árum. Sigurður
var, auk þess að vinna að skóg-
rækt, öflugur kennari í náttúru-
fræðum. Þekking hans á lífríkinu
var annáluð. Hann var eftirsótt-
ur fyrirlesari um fræði sín hér á
landi og víða erlendis, því honum
léku á tungu mál nálægra þjóða.
Sigurður var öflugur félags-
málamaður í þágu skógræktar
og vann mikið starf í þágu Skóg-
ræktarfélags Íslands. Á þeim
vettvangi hófust kynni okkar
fyrst, sem síðar þróuðust í
trausta vináttu. Sigurður var
skipaður skógræktarstjóri eftir
Hákon Bjarnason árið 1977, og
sinnti hann því embætti af reisn
og festu. Hann gerði sér far um
að kynnast skógræktarsvæðum
um land allt og lagði á ráðin með
heimamönnum. Í starfi sínu og
ferðum um landið kom Sigurður
sér upp merku myndasafni um
skógrækt á Íslandi.
Sigurður var í forystusveit
Skógræktarfélags Íslands, sem
kom Landgræðsluskógaverkefn-
inu af stað með stjórn félagsins
og Sveini Runólfssyni land-
græðslustjóra. Það átak er enn í
framkvæmd á 130 svæðum sem
ná yfir samtals um fimm þúsund
hektara lands. Um það bil 20
miljón plöntum hefur verið
plantað í þessi svæði, og er mikil
sjálfsáning jafnframt orðin stað-
reynd í nánd þeirra.
Á gleðistundum var Sigurður
manna hressastur, söng af snilld
og sagði skemmtisögur. Hann
sagði upp starfi sínu sem skóg-
ræktarstjóri fyrr en þurft hefði.
Hann flutti aftur á feðranna slóð-
ir og byggði sér fallegt timbur-
hús í Hallormsstaðarskógi, þar
sem hann og Guðrún kona hans
undu sér vel og fögnuðu gestum
meðan báðum entist líf.
Á kveðjustundu minnist ég
með einlægu þakklæti þeirra
stunda sem ég átti með Sigurði
Blöndal. Megi fóstra okkar allra
taka á móti þessum heillasyni
sínum með ríkulegum og fögrum
gróðri.
Sveinbjörn Dagfinnsson.
Þegar ég var stráklingur
heima á Miðhúsum fannst mér
Sigurður Blöndal merkilegasti
maður í heiminum og ég vildi
verða eins og hann. Langaði að
eignast hnébuxur og rauða sokka
og dreymdi um að reykja pípu
eins og hann. Það var meira að
segja smíðuð handa mér leik-
fangapípa eins og hans svo ég
gæti þóst reykja eins og Blöndal.
Það var eitthvað sérstakt í fari
þessa manns sem lítill sveita-
strákur heillaðist af og það
breyttist ekkert þegar ég komst
á fullorðinsár. Leiðir okkar áttu
nefnilega eftir að liggja saman í
tengslum við ljósmyndun. Þá
varð ég sérlegur hirðframkallari
hjá nafna mínum, framkallaði og
kópíeraði fyrir hann svarthvítar
myndir sem hann tók af skógum
landsins til að skrásetja vöxt og
viðgang þeirra. Stundum voru
myndirnar af skógum í fjarlæg-
um heimshlutum eins og Alaska
og Síberíu og þá fylgdu stundum
ferðasögur með. En sama hvað-
an myndirnar voru þá voru heim-
sóknir Sigurðar með filmur og
negatíf alltaf skemmtilegar og
fróðlegar því hann var óspar á að
fræða mig um skógrækt og skóg-
ræktarsögu. Ég minnist Sigurð-
ar Blöndal með
virðingu og hlýju. Mikill höfð-
ingi er fallinn er frá.
Ég sendi Guðrúnu, Bensa,
Sigrúnu og Bjössa samúðar-
kveðjur.
Sigurður Mar Halldórsson.
Löngu liðnar myndir leiftra
hugum kærar þegar höfðingi
Hallormsstaðaskógar er hniginn
að foldu. Þar fór um lífsins leið
frábærlega vel gjörður persónu-
leiki er setti svipmót sitt á hvað-
eina þar sem hann tók til hendi
og huga. Pistlar Sigurðar frá
Noregi í Þjóðviljanum vöktu
fyrst athygli stráklingsins á
þessum unga skógfræðingi,
skemmtilegir, skarpir og iðandi
af þroskaðri, pólitískri skilgrein-
ingu, þetta átti nú við hann. Fá-
einum árum síðar vorum við
orðnir samherjar í þjóðmálum
eystra og skógardýrðin í Hall-
ormsstað hafði heimt aftur sinn
einkavin. Skógræktarsaga Ís-
lands er samofin sögu hans um
áratugi, sem skógarvarðar og
síðar skógræktarstjóra Íslands
og ævinlega síðar varðmaður
grænna gilda og gjöfulla skóga,
hann markaði söguna og sóknina
fram á við ekki hvað sízt.
Hann var víðlesinn bók-
menntamaður, alinn upp á miklu
menningarheimili og fróður var
hann með afbrigðum og svo
skemmtilega ljúfur í allri við-
kynningu, en mestu skipti
hversu heill í lund hann var,
hversu baráttan fyrir betra
mannlífi átti hug hans og hjarta,
hversu þjóðlegur hann var þó
hann væri alþjóðlega hugsandi
um leið. Hann átti auðvelt með
að hrífa fólk með sér, aldrei þó
meir og sterkar, en þegar hann
flutti sitt fræga erindi í þættin-
um Um daginn og veginn, þar
sem hann sýndi fram á með rök-
vísum og ógleymanlegum hætti
þýðingu verðmætasköpunar
landsbyggðarinnar fyrir þjóðfé-
lagið og öll þjóðin stóð á öndinni
og væri hollt þeim um að hugsa
sem í dag sjá allt í ál- og kís-
ilglýju. Stöðfirðingar urðu á einu
kvöldi lýsandi dæmi um atorku
og þrótt landsbyggðarfólks og
dýrmæti hinna vinnandi handa.
Við áttum ánægjulega sam-
fylgd um árin mörg, það voru
gefandi átakaár þar sem alltaf
mátti treysta atfylgi og glögg-
skyggni Sigurðar, einlægni alúð-
arinnar alltaf til staðar, glettinn,
orðhagur og fyrst og síðast hinn
farsæli félagi sem fólk fagnaði og
fylgdi. Sjálfur þakka ég heilum
hug einstaka samfylgd áranna
áður og vermandi vináttu alla tíð.
Við Hanna vottum Guðrúnu
hans, þeirri mætu mannkosta-
konu, börnum þeirra og öðrum
aðstandendum einlæga samúð
okkar með sinn mikla missi.
Laufkrónur Hallormsstaðaskóg-
ar drúpa höfði í sönnum söknuði
og trega er hollvinur gróandans
er genginn af sviði. Blessuð sé
minning hans.
Helgi Seljan.
Fallinn er lávarður skógarins,
einn af máttarviðum íslensks og
ekki síst austfirsks samfélags á
20. öld. Ég varð þeirra gæfu að-
njótandi að vinna bók um 100 ára
sögu skógræktar á Íslandi með
Sigurði Blöndal fyrir 15 árum.
Þá urðum við góðir mátar og ég
lærði margt við fótskör meist-
arans. Öguð vinnubrögð hans og
reglusemi, t.a.m. varðandi skrán-
ingu ljósmynda, vöktu aðdáun
mína. Sigurður treysti ekki á
tölvur heldur dagbækur og eigið
minni sem lengst af var óskeik-
ult. Ekki nóg með að hann vissi
allt um skóga landsins. Hann var
víðlesinn og fróður um allt milli
himins og jarðar. Sérstakt dálæti
hafði hann á bókmenntum og það
var einstaklega gaman að setjast
með honum í ársbyrjun og ræða
jólabækurnar. Þá komu nú ýms-
ar skoðanir til tals á mönnum og
málefnum.
Sigurður Blöndal var frændi
Gunnars Gunnarssonar og rifjaði
oft upp kynni sín af skáldinu.
Hann studdi dyggilega hug-
myndir um endurreisn Skriðu-
klausturs undir formerkjum
Gunnarsstofnunar og veitti mér
góð ráð við fyrstu skrefin í for-
stöðumannsstarfi. Hann og Guð-
rún sóttu flesta viðburði sem
menningarsetrið stóð fyrir með-
an heilsa Sigurðar leyfði og þau
nutu þess að skreppa í kaffi í
Klaustur. Eitt af því sem Sig-
urður hafði mikið yndi af var að
spila lomber. Sérstaklega eru
minnisstæðar góðar ferðir norð-
ur í Eyjafjörð að taka lomberslag
við Húnvetninga, en á níræðis-
aldri lét Sigurður sig hafa það að
koma með í nokkrar slíkar. Ég
vil einnig minnast á ljósmynda-
sýningu sem Sigurður hélt í gall-
erí Klaustri árið 2005. Allir vita
hve góður náttúruljósmyndari
hann var en á þessari sýningu
sýndi hann svarthvítar myndir af
fólki. Ég leyfi mér að segja að
hvaða lærði portrett-ljósmyndari
sem er hefði verið fullsæmdur af
þeim myndum. Sigurður hafði
næmt auga fyrir góðri mynd-
byggingu eins og myndasafn
hans ber fagurt vitni um.
Sigurður Blöndal var aðlaður
af náttúrunni sjálfri og orður
hans sjáum við í vaxandi skógum
um allt land. Fyrir hönd Gunn-
arsstofnunar, starfsfólks á
Skriðuklaustri og fjölskyldu
minnar kveð ég Sigurð Blöndal
með söknuð í hjarta en góðar
minningar um mætan mann.
Guðrúnu, Bensa, Sigrúnu,
Bjössa og fjölskyldum færi ég
hugheilar samúðarkveðjur.
Skúli Björn Gunnarsson.
Sigurður Blöndal, sá mæti
maður, hefur kvatt okkur. Hann
var um áratugaskeið einn helsti
hvatamaður Skógræktarfélags
Austurlands og bakhjarl þess til
dauðadags. Við sem sitjum nú í
stjórn skógræktarfélagsins fáum
seint fullþakkað honum það
mikla og góða starf sem hann
vann fyrir félagið.
Allt fram á síðustu ár mætti
Sigurður í Eyjólfsstaðaskóg,
skipulagði umhirðu skógarins og
fór með gesti um hann. Þar
þekkti hann hverja þúfu og hvert
tré sem hann hafði fylgst með
vaxa frá unga aldri. Þeir sem
kynntust Sigurði vita hversu ein-
stakt það var að ganga með hon-
um um skóga landsins. Sögu
þeirra þekkti hann manna best
og hvar sem hann kom ríkti gleði
og bjartsýni sem hann gaf af sér
með söng og góðum sögum. Sig-
urður Blöndal var útnefndur
heiðursfélagi í Skógræktarfélagi
Austurlands árið 1998. Í Eyjólfs-
staðaskógi stendur hús skóg-
ræktarfélagsins, Blöndalsbúð,
sem mun ásamt vaxandi skógum
halda minningu um merkan
skógræktarmann á lofti um
ókomna tíð. Við kveðjum hann
með ljóði Páls Ólafssonar um
hrísluna og lækinn sem kallar
fram góðar minningar um skóg-
arhöfðingjann Sigurð Blöndal á
gleðistundum.
Gott átt þú hrísla á grænum bala
glöðum að hlýða lækjarnið.
Þið megið saman aldur ala
unnast og sjást og talast við.
Það slítur aldrei ykkar fundi,
indæl þig svæfa ljóðin hans.
Vekja þig æ af blíðum blundi
brennandi kossar unnustans.
Svo þegar hnígur sól til fjalla,
sveigir þú niður limarnar
og lætur á kvöldin laufblöð falla
í lækinn honum til ununar.
Hvíslar þá lækjar bláa buna
og brosandi kyssir laufið þitt:
„Þig skal ég ætíð, ætíð muna,
ástríka, blíða hjartað mitt.“
Með þessum fátæklegu orðum
vottar Skógræktarfélag Austur-
lands allri fjölskyldu hans samúð
og hluttekningu.
Fyrir hönd Skógræktarfélags
Austurlands,
Skarphéðinn Smári
Þórhallsson.
Við ferðalok vil ég minnast
góðs vinar, félaga og náins sam-
starfsmanns, Sigurðar Blöndals
fv. skógræktarstjóra, nokkrum
orðum. Kynni okkar Sigurðar
hófust fyrir hartnær 50 árum
þegar hann kom í heimsókn til
frænda míns og fóstra, Þorsteins
Valdimarssonar skálds, sem þá
bjó á heimili okkar. Þorsteinn
hafði unnið hjá Sigurði í skóg-
inum á Hallormsstað mörg sum-
ur og var þeim vel til vina. Ég
menntaskólastrákurinn minnist
þessara fyrstu kynna með mikilli
ánægju og kannski var þarna
lagður ákveðinn grunnur sem
varð til þess að ég nokkrum ár-
um seinna valdi skógrækt sem
nám og lífsstarf. Þessa fyrstu
kvöldstund með Sigga kynntist
ég fræðaranum, sögumanninum
og söngmanninum sem heillaði
mig strax. Þarna tókust kynni og
vinátta sem entist ævilangt.
Að loknu skógræktarnámi í
Noregi 1974 flutti ég ásamt fjöl-
skyldu til Íslands og tók til starfa
sem aðstoðarskógarvörður á
Hallormsstað. Það voru spenn-
andi tímar að fá að takast á við
verkefni í stærsta skógi landsins
undir handleiðslu Sigurðar. Ár-
angur af þrotlausu starfi frum-
herjanna, þar á meðal Sigurðar,
var að koma í ljós. Skógar á Ís-
landi gætu orðið raunveruleg
auðlind sem skipti máli fyrir land
og þjóð í framtíðinni. Þetta er á
fyrstu árum skipulegrar skóg-
ræktar bænda í Fljótsdalsáætlun
sem byrjaði 1970. Sigurður átti
mikinn þátt í að það verkefni
hófst og fengust fjárveitingar frá
ríkinu til framkvæmda.
Fljótsdalsáætlun varð svo fyrir-
mynd að skógræktarverkefnum
á bújörðum bænda víðar um land
sem á endanum leiddi til stofn-
unar Héraðsskóga og seinna
fimm landshlutaverkefna sem nú
eru stærstu skógræktendur á Ís-
landi.
Sigurður var fyrst og fremst
fræðari með yfirgripsmikla
þekkingu á skógrækt og náttúru
landsins. Hann skrifaði ótal
greinar um skógrækt í blöð og
tímarit en kenndi líka skógrækt,
meðal annars við Bændaskólann
á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla
ríkisins í Hveragerði og Mennta-
skólann á Egilsstöðum. Sigurður
var mjög virkur í starfi skóg-
ræktarfélaganna í landinu og var
eftirsóttur fyrirlesari á fundum
félaganna. Hann tók að sér
ásamt Skúla Gunnarssyni að
skrifa bókina Íslandsskógar,
hundrað ára saga. Hún kom út á
aldarafmæli skipulegrar skóg-
ræktar á Íslandi sem miðast við
upphaf gróðursetningar í furu-
lundinn á Þingvöllum 1899. Sig-
urður var áhugasamur ljósmynd-
ari og hafa margar myndir hans
ratað í bækur og tímarit sem
fjalla um skógrækt.
Sigurður var alla tíð mjög
áhugasamur um samstarf við er-
lenda skógræktarmenn og fór
víða um heim að kynnast aðstæð-
um, stefnum og straumum í
skógræktarmálum. Sérstaklega
lagði hann mikla rækt við að efla
samstarf og tengsl við nágranna
okkar á Norðurlöndum og eins í
Skotlandi, Írlandi og Kanada.
Eftir að ég tók við sem skóg-
ræktarstjóri 1990 hefur Sigurður
ávallt stutt mig og leiðbeint þeg-
ar ég hef leitað til hans en samt
ber hæst minninguna um glað-
væran félaga og vinamargan,
hrók alls fagnaðar á fundum og
ráðstefnum skógræktarfólks.
Við Berit vottum þér, Guðrún,
fjölskyldu og aðstandendum
innilega samúð okkar.
Jón Loftsson.
Kveðja frá Skógrækt-
arfélagi Íslands
Genginn er einn helsti mátt-
arstólpi skógræktar á Íslandi,
Sigurður Blöndal skógræktar-
stjóri. Sigurður tengdist
skógræktarhreyfingunni sterk-
um böndum frá fyrstu tíð, allt frá
því að hann kom frá námi í Nor-
egi árið 1952. Sigurður var víð-
lesinn og fróðleiksfús og var
stöðugt að afla sér þekkingar á
sviði skógræktar og náttúruvís-
inda. Úr þeim þekkingarbrunni
var hann óspar að miðla til fé-
lagsmanna í skógræktarfélögum
innan vébanda Skógræktarfélags
Íslands, ekki síður en þeim fjöl-
mörgu nemendum sem nutu leið-
sagnar hans. Á þeim árum sem
Sigurður gegndi starfi skóg-
ræktarstjóra fór hann víða um
land og heimsótti þá gjarnan
skógræktarfélög og skógarreiti.
Afrakstur þessara ferða birtist
svo oftar en ekki í greinum Sig-
urðar í Skógræktarritinu undir
vinnuheitinu Fyrr og nú, en auk
þess ritaði hann fjölmargar aðr-
ar greinar í innlend og erlend
tímarit. Þá skrifaði hann og rit-
stýrði bæði bókum og ýmsum
ritum.
Í starfi sínu sem skógræktar-
stjóri árin 1977-1989 sýndi Sig-
urður það í verki hversu mik-
ilvægt það væri að efla starf
grasrótarinnar og leggja skóg-
ræktarfélögum lið. Samhliða öfl-
ugu starfi fyrir skógræktar-
hreyfinguna vann Sigurður
markvisst að því að efla skóg-
rækt bænda og auka skilning
innan bændastéttarinnar á því að
efla skógrækt sem búgrein. Þá
var Sigurður óþreytandi að fjalla
um hinar ýmsu hliðar skógrækt-
arstarfsins og tilgang skógrækt-
ar. Í bókinni Skógarmál segir
Sigurður: „Með innflutningi
hvers kyns plantna – trjá- eða
jurtkenndra – er verið að byggja
þá brú yfir Atlantsála, sem nátt-
úran sjálf gat ekki smíðað … Það
er verið að rétta náttúrunni
hjálparhönd en ekki berjast gegn
henni. Það fer því ekki milli
mála, að auðgun gróðurríkis er
vistfræðilega réttlætanleg.“
Með skrifum sínum hafði hann
sterk og mótandi áhrif á þá kyn-
slóð sem nú fer fyrir skógrækt á
Íslandi og áhrifa hans mun, ef að
líkum lætur, gæta langt fram á
þessa öld.
Sigurður og kona hans, Guð-
rún Sigurðardóttir, voru aufúsu-
gestir á samkomum Skógrækt-
arfélags Íslands, gleðigjafar og
góðir samferðamenn. Þau hjónin
voru gerð að heiðursfélögum
Skógræktarfélags Íslands árið
1989 og nutu virðingar í ranni
skógræktarfólks. Þau voru einn-
ig höfðingjar heim að sækja. Af
þeim heimsóknum hefur margur
skógræktarmaðurinn komið
glaðari, trúfastari og vissari í
sinni sök um framtíð skógræktar
á Íslandi.
Skógræktarfélag Íslands
sendir fjölskyldu og vinum Sig-
urðar sínar innilegustu samúðar-
kveðjur, með þökk fyrir áratuga
vináttu og farsælt samstarf.
Magnús Gunnarsson
formaður.
Brynjólfur Jónsson
framkvæmdastjóri.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Davíð
útfararstjóri
Jóhanna Erla
guðfræðingur
útfararþjónusta
Óli Pétur
útfararstjóri 551 3485 • udo.is
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma
HRAFNHILDUR JÓNA GÍSLADÓTTIR
Àstúni 8,
Kópavogi,
lést föstudaginn 29. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Kristján Sigurgeirsson, Anna María Sigurðardóttir,
Anna Brynja Sigurgeirsdóttir, Magnús Sjöholm,
Andrea Kristín Kristjánsdóttir, Agla María Kristjánsdóttir,
Lísa Katla Stellansdóttir, Sara Björk Stellansdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, bróðir okkar og
mágur,
GUNNAR FINNSSON,
Boðagranda 2A,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 31. ágúst.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju í Reykjavík
miðvikudaginn 10. september kl. 13,00.
Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er
bent á minningarkort Hollvina Grensásdeildar.
Kristín Erla Albertsdóttir,
Arndís Finnsson, Hrafn Jóhannsson,
Hilmar Finnsson, Jósefína Ólafsdóttir,
Ólafur W. Finnsson, Bryndís M. Valdimarsdóttir.