Morgunblaðið - 06.09.2014, Page 36

Morgunblaðið - 06.09.2014, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 ✝ Kristín BjörkBjarnadóttir fæddist á Húsavík 2. september 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar fimmtudaginn 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Stein- grímsson, f. 24. desember 1902, d. 1. júlí 1937, og Bára Halldórs- dóttir, f. 17. ágúst 1906, d. 1. desember 1990. Stjúpfaðir Kristínar var Árni Gunnar Þor- steinsson, f. 16. apríl 1898, d. 24. janúar 1975. Systkini Kristínar eru: Hauk- ur Steinar Bjarnason, f. 27. ágúst 1930, d. 23. desember 2008, Helga Bjarnadóttir, f. 8. ágúst 1931, Dagmar Huld Árna- 18. apríl 1956, maki Jóhanna Ragnarsdóttir, f. 24. janúar 1959, börn þeirra eru Kristín Björk og Ragnar Þór. Barna- barnabörnin eru tvö: Aníta Eik og Almar Þór. 2) Kristinn, f. 12. nóvember 1963, maki Sigrún Þóra Björnsdóttir, f. 20. desem- ber 1964, dætur þeirra eru Hildur og Brynja. 3) Bergrún, f. 23. janúar 1967, sambýlismaður Michael Wulfken, f. 31. október 1971. Börn hennar eru Halldór Ernir og Freydís Eva. 4) Frosti, f. 6. október 1971, maki Elín Þorsteinsdóttir, f. 14. maí 1974, sonur þeirra er Gabríel. Kristín, eða Stína Björk eins og hún var ávallt kölluð, starf- aði á yngri árum á sjúkrahús- inu á Patreksfirði og á Hvíta bandinu í Reykjavík. Mestan hluta starfsævinnar starfaði hún við póstafgreiðsluna á Pat- reksfirði, í Samvinnubankanum á Patreksfirði og Eyraspari- sjóði. Útför Kristínar verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju í dag, laugardaginn 6. september 2014, og hefst athöfnin kl. 14. dóttir, f. 19. júlí 1941, d. 22. maí 1960, og Bárður Árnason, f. 17. október 1944. Kristín fluttist barn að aldri með móður sinni frá Húsavík til Pat- reksfjarðar eftir að faðir hennar lést. Þar ólst hún upp og gekk í Barna- skólann á Patreksfirði. Vetur- inn 1953 til 1954 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu. Kristín giftist 24. september 1955 Halldóri Jósepssyni, f. 19. maí 1925, d. 7. september 2008. Þau bjuggu allan sinn búskap á Patreksfirði, lengst á Þórsgötu 2. Börn þeirra eru: 1) Bjarni, f. Frá því að við munum eftir okk- ur fannst okkur amma aldrei breytast, létt í lund og aldrei langt í grínið. Það er svo stutt síðan hún var að staulast upp í brekkur til að fara á berjamó eða var úti að vinna í fallega garðinum á Þórsgötunni. Alltaf var hún ung í anda og fannst fátt skemmtilegra en að syngja fyrir okkur krakkana. Amma var hafsjór af kveðskap og það var fátt sem hún þekkti ekki þegar kom að því að fara með ljóð. Okkur fannst amma alltaf vita allt því það voru alltaf til svör við öllu, sama hversu furðulegar spurningarnar voru. Það sem ávallt stóð upp úr þeg- ar við heimsóttum ömmu og afa á Patró var baksturinn hennar ömmu. Við munum varla eftir því að hafa komið á Patró og ekki hafi verið til hveitikökur eða stafli af nýbökuðum pönnukökum. Við barnabörnin eigum örugglega öll sömu minningar um pönnuköku- bakstur ömmu og ekki síst hvað hún náði að galdra þær fram úr erminni á örskotsstundu. Minningarnar sem við systur áttum með ömmu og afa eru okkur svo dýrmætar og erum við þakk- látar fyrir að hafa fengið að eyða svona miklum tíma með þeim. Aldrei þreyttust þau á að fara með okkur í bíltúra inn á Þúfneyri og best þótti okkur að fá að fara í hjólhýsið í Vatnsfirði og gista. Að keyra um landið með ömmu í bíln- um var eins og að vera með spren- glærðan landfræðing með í ferð- inni. Hún þekkti öll kennileiti og átti sögu um hverja sveit. Síðast en ekki síst erum við þakklátar fyrir að hafa átt svona sterka og góða fyrirmynd. Amma studdi okkur í hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur og sýndi okkur skilning og styrk. Ef eitthvað bjátaði á var ekkert betra en að fá að skríða inn í ömmufaðm, hann lagaði allt. Elsku amma okkar, það er svo skrýtið að hugsa til þess að þú sért farin en við vitum og trúum því að þér líði betur núna og þið afi sitjið saman úti á tröppum og fylgist með okkur. Þrátt fyrir að við kom- um til með að sakna þín svo mikið vitum við að við eigum fallega engla sem vaka yfir okkur. Takk fyrir allt, elsku besta amma okkar. Þínar, Hildur og Brynja. Elsku Amma mín og alnafna hefur nú kvatt þennan heim. Þegar ég sit hér og skrifa þessi orð til þín elsku amma, rennur það upp fyrir mér að ég er í raun ekki tilbúin að kveðja, það er svona eins og með þessum orðum hafi ég kvatt í hinsta sinn og aðeins sé eft- ir fjarlægðin á milli okkar, elsku amma, minningin um þig mun lifa í hjarta mínu að eilífu. Minning um einsakta ömmu og fallega konu. Ég man hvað mér fannst gott að gista í þínu húsi, það var alltaf einhverskonar værð yfir öllu á Þórsgötunni. Iðulega varst þú komin á fætur langt á undan öllum og oftar en ekki gerðir þú fyrir mig heitt súkkulaði sem hitað var upp af mikilli alúð. Man hvað þú hjúkraðir mér vel þegar ég datt af hestbaki eitt sumarið , þegar þú kenndir mér að strauja skyrtur og hvað þér fannst gaman að spjalla og segja sögur. Ég er þakklát fyrir það að Aníta Eik hafi fengið að kynnast þér jafn vel og hún gerði þrátt fyr- ir fjarlægðina, þakklát fyrir að þú hafir fengið að sjá hve góð stelpa hún er og hve mikla virðingu hún bar fyrir þér. Hún rifjar oft upp bíltúrinn sem þið tókuð um Pat- reksfjörð fyrra sumar. Elsku amma fyrir mig eru það alger forréttingi fá að vera nafna þín, og mér hefur alltaf, alveg frá því ég var barn þótt það afar merkilegt að við skulum heita sama nafn ekki bara fyrsta eða annað nafnið heldur alnöfnur og þegar ég hugsa útí það hlæ ég með sjálfri mér því alla tíð hefur mér þótt það mikilvægt að fólk viti það að við séum alnöfnur, heitum báð- ar Kristín Björk Bjarnadóttir. Amma ég ber nafn þitt með miklu stolti og vona einn daginn verð ég jafn góð Stína amma og þú. Hvíl í friði elsku amma. Kristín Björk Bjarnadóttir Kristín Björk Bjarnadóttir ✝ Theodór Guð-mundsson, Teddi, fæddist 2.9. 1933. Hann lést 30.8. 2014. Foreldrar Pálína Jónsdóttir frá Úlfarsfelli, f. 14.1. 1900, d. 25.3. 1944, og Guðmundur Magnús Jónsson frá Purkey, f. 10.7. 1893, d. 24.3. 1975. Eftirlifandi systir Tedda er Helga Magðalena Guðmunds- dóttir, f. 21.9. 1932, gift Ingvari Breiðfjörð, f. 1.1. 1930, og lát- inn, 19.12. 2006. Bróðir sem er látinn var Jón Gunnar Guð- Börn Theodórs eru; Sigrún Theódórsdóttir, f. 1.8. 1966, for- stöðumaður þjónustuhúss aldr- aðra, maki: Jón Ólafur Vilmund- arson, f. 20.12. 1960, börn þeirra eru: Auður Helga og sambýlis- maður hennar er Óli Hrafn, Linda Rós og hennar unnusti er Hreinn, Sindri Freyr og hans sambýliskona er Kristina, og Guðjón Axel, og barnabörnin eru orðin fjögur. Harpa Theo- dórsdóttir f. 7.6. 1969, viðskipta- fræðingur, maki hennar er Frode Flåløkken Jakobssen, f. 25.4. 1971, þeirra börn eru Emma Karína, Kristófer Alex- ander og Karen Lillý. Theodóra Sigríður Theodórsdóttir, f. 19.6. 1976, launafulltrúi, börn hennar; Halldóra Rán og Þórarinn Vignir Hafliðabörn. Útför Theodórs fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 6. september 2014, kl. 14. mundsson, f. 26.5. 1936, d. 22.1. 1937. Theodór bjó á Ytra- Leiti til ársins 1955 og flutti þá á Stykk- ishólm. Árið 1970 keypti hann jörðina Innra-Leiti á Skóg- arströnd og bjó þar til ársins 1985. Eft- ir það bjó hann og starfaði í Reykja- vík, hjá Hampiðj- unni, Stálfélaginu og hjá Furu ehf. til ársins 2007. Árið 2007 flutti Teddi á dvalaheimili aldr- aðra í Stykkishólmi. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi eftir tveggja daga sjúkralegu. Síðastliðin 15 ár höfum við hist á þessum tíma í kringum afmælið hans pabba. Fyrsta ferðin í Hólm- inn var ógleymanleg. Ákveðið var að við þrjár systurnar með fjöl- skyldum og pabbi skyldum hittast og vera saman eina helgi í Hólm- inum og hann myndi fara með okkur um sveitina þaðan sem hann var. Þar sem það höfðu ekki verið mikil samskipti við þennan hluta fjölskyldunnar fór ég með það hugarfar að hitta þetta fólk og reyna að hafa gaman að. Það var ekki erfitt að hafa gaman af þess- um hópi. Það var einstakt að upp- lifa hvernig við smullum saman. Sama kímnigáfan, endalaus hlát- ur, grín og gleði. Þessa helgi fór ég að hitta þetta fólk en kom til- baka tilheyrandi þessari fjöl- skyldu. Það eru skemmtilegar minningar úr Hólminum. Hvernig við lögðum undir okkur farfugla- heimilið, heimsóknirnar til Helgu frænku og ferðirnar um sveitina og æskuslóðir pabba. Ekki má gleyma sögunum sem hann sagði. Endalausar sögur þar sem kímni- gáfa hans skein í gegn, hans per- sónuleiki og heimsýn. Hann hafði skoðanir á flestu og talaði út i eitt og það er merkilegt hvernig slíkt getur erfst. Frásagnir hans end- urspegluðu hans vinnusemi, sam- viskusemi og heiðarleika. Hann var jákvæður og talaði ekki illa um fólk. Hann var hestamaður og var næmur á persónuleika dýranna. Reykjavík var ekki staður fyrir hann og voru ófáar lýsingar á þeim stað og síðustu ár þoldi hann illa að koma í bæinn vegna meng- unarinnar og lungnanna. Landið, sveitin og óbyggðirnar voru hans heima. Frelsið var honum mikil- vægt. Að geta sest upp í bíl og keyrt um sveitirnar, landið og óbyggðirnar var honum nauðsyn. Hann var sáttur við lífið, Guð og menn og kímnigáfan var enn til staðar þegar ég talaði við hann á Landspítalanum á fimmtudags- kvöldið áður en hann svo sofnaði. Hann var góður afi og frábær tengdapabbi fyrir jeppaglaðan tengdason og hans er sárt saknað af fjölskyldunni. Eftir sitja minn- ingar góðar og skemmtilegar, heilræðin og persónuleikinn. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi, hvíl í friði. Harpa, Fróði, Emma Karína, Kristófer Alexander og Karen Lillý. Pabbi minn, Teddi á Leiti, hef- ur kvatt þennan heim og ég trúi því að hann sé lentur á fallegum stað, kannski það sé kokkur þar sem kann að elda saltað selkjöt, þá veit ég að pabbi er kátur og sleikir út um. Pabbi var mikill sögumaður og á ferðalögum okkar í Hólminn og sveitirnar þar í kring flæddu sög- urnar frá honum um tröll og þeirra farartæki á fjöllum, hann var með öll kennileiti á hreinu og börnin mín vildu alltaf vera í bíln- um með afa og hlusta á ævintírin. Pabbi var jákvæðasti og nægju- samasti maður sem ég hef kynnst. Þegar hann fór á dvalarheimilið í Hólminum þá kom ég að skoða herbergið og sagði eitthvað á þessa leið, já, þetta er fínt her- bergi en það væri nú betra að hafa einkasalerni innaf herberginu. Þá sagði pabb: Nei, þetta er fínt svona, þá fæ ég hreyfingu út úr því að skreppa á klósettið. Takk fyrir, pabbi minn, allar skemmtilegar stundir sem við átt- um saman. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Innilegar þakkir vil ég senda strfsfólki dvalarheimilisins á Stykkishólmi, pabba leið vel hjá ykkur. Sigrún Theódórsdóttir. Elsku Teddi. Ég verð að fá að kveðja þig með því að rita nokkur orð til þín. Kynntist þér þegar ég var 7 ára gömul. Þú gerðist fósturpabbi minn, og reyndist mér vel. Við átt- um góðar stundir saman, vorum bestu vinir, þú kenndir mér á klukku. Sagðir: Katrín mín, þetta er engin vandi, og hættir ekki fyrr en þér tókst. Ég man að þú varst alltaf að vinna í sveitinni á stórum vinnuvélum landinu til gagns. Og eitt sumarið, þegar ég var 9 ára, fór ég með þér um sveitirnar og það var svo gaman hjá okkur, við fórum að veiða og heimsóttum bæina í sveitinni, fengum allstaðar góðar móttökur því allir þekktu þig og það var mikið skrafað og veislumatur borinn fram. Góðar minningar. Kveðja, Katrín. Theodór Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Þú kenndir mér mikið, varst svo góður og fyndinn. Mér finnst ég svo heppin að hafa þekkt þig og átt þig að. Takk fyrir allt. Þín, Halldóra Rán Það var um hádegi sunnudaginn 3. ágúst síðastliðinn að mér bárust þær hörmu- legu fréttir að æsku- vinur minn, Grétar Sveinn, hefði látist með skyndilegum hætti nótt- ina áður, einungis nýorðinn 28 ára gamall. Á svona stundum verður maður orðlaus og sorgmæddur og ekki laust við að minningar úr æsku rifjist upp. Grétari kynntist ég þegar við vorum sjö ára í Flata- skóla í Garðabæ, en þá vorum við saman í bekk. Fyrsta minning mín um hann er að við sóttum sameig- inlega framburðaraukakennslu hjá Sigrúnu Löve þar sem ég átti að læra betur að segja stafinn „Þ“ og Grétar stafinn „R“. Á þessum tíma bjó Grétar í Lyngmóunum en fluttist skömmu seinna í Sjávar- grundina ásamt fjölskyldu sinni og urðum við því líka nágrannar. Við fengumst við margt og hægt er að rifja upp mörg uppátæki en þó er Grétar Sveinn Þorsteinsson ✝ Grétar SveinnÞorsteinsson fæddist 14. júlí 1986. Hann lést 2. ágúst 2014. Útför hans fór fram 14. ágúst 2014. mér minnisstætt þegar við skipu- lögðum útileguna „Halló Garðabær“ sumarið 1997. Þá buðum við krökkum í hverfinu í útilegu í garðinum heima hjá foreldrum mínum, en um daginn var haldin púttkeppni. Fáir voru eins góðir og skemmtilegir í frásögnum og Grétar sem ein- hvern veginn gerði allar sögur skemmtilegar. Ég minnist þess hversu listfengur hann var, sér í lagi góður teiknari, og hafði ríku- legt ímyndunarafl sem hann nýtti meðal annars í rissmyndir. Á ung- lingsárunum minnkaði samgangur milli okkar eins og vill oft gerast á slíkum tímamótum, en það hefði verið mín einlæga von að hann hefði aukist aftur með tíð og tíma, því Grétar var mér mjög kær vin- ur. Við hittumst þó við og við á förnum vegi og það var alltaf ánægjulegt. Elsku Eygló og Þorsteinn, ég bið Guð að styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson. ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR húsmæðrakennari, áður til heimilis að Laufskógum 41, Hveragerði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. september kl. 11.00. Helgi H. Kristjánsson, Guðrún Á. Viggósdóttir, Soffía K. Kristjánsdóttir, Trausti S. Harðarson, Svava A. Kristjánsdóttir, Grétar B. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ATLI HAUKSSON löggiltur endurskoðandi, Hraunbæ 62, Reykjavík, varð bráðkvaddur mánudaginn 1. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorbjörg Atlad. Sigríðardóttir, Alfreð Atlason, Fabiana Martins Silva, Steinunn Huld Atladóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.