Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 43
aði að vinna hjá fiskverkun Guð-
bergs Ingólfssonar og í Ísstöðinni í
Garði. Bæði þessi fyrirtæki voru þá
í eigu fjölskyldu eiginkonunnar. Það
ætti því ekki að koma á óvart að ég
kynntist konunni minni þarna í
vinnunni á unglingsárunum og við
höfum verið saman síðan.
Ég vann síðan á bensínstöðinni
Básnum og starfrækti jafnframt
verslunina Básinn sem var í sama
húsnæði.“
Kjartan sneri sér að bifreiðasölu
árið 1990 og hefur stundað hana síð-
an. Hann stofnaði K. Steinarsson
ehf. árið 1999 og starfrækir það fyr-
irtæki enn í dag, ásamt konu sinni
og bróður sínum, Sigtryggi.
Félagsmála- og
fjölskyldumaður
Kjartan er mikill orkubolti og
hefur alltaf verið iðinn við félags-
störf. Hann sat í æskulýðsnefnd í
Garði um skeið, tók þátt í undirbún-
ingi 17. júní-hátíðahalda og þrett-
ándabrennu fyrir hönd Lions-
klúbbsins Garðs, var formaður
íþróttafélagsins Ness 2003-2007,
hefur verið félagi í Lionsklúbbnum
Garði frá 1986 og varð Melvin Jon-
es-félagi starfsárið 1997-1998, en
það er æðsta viðurkenning Lions-
hreyfingarinnar.
Kjartan er einnig í frímúrara-
stúkunni Sindra, varaformaður í
stjórn Knattspyrnufélags Keflavík-
ur og hefur verið í stjórninni þar frá
2007.
En Kjartan er ekki síður fjöl-
skyldumaður. Hann snýst í kringum
syni sína tvo og tengdadóttur, en
ekki síst í kringum fyrsta barna-
barnið, sonarson sem fæddist hinn
16. maí sl. Sá er auðvitað augasteinn
afa síns.
Kjartan er vinmargur enda bón-
góður og skemmtilegur og hefur
yndi af alls konar reddingum. Ef
hann er ekki á fullu að kippa ein-
hverju í liðinn fyrir einhverja í fjöl-
skyldunni, vini eða kunningja er
hann upptekinn við að segja sögur,
hlæja og hafa gaman af tilverunni.
Fjölskylda
Kjartan kvæntist 5.1. 1988 Guð-
björgu Theodórsdóttur, f. 23.12.
1966, viðurkenndum bókara. Hún er
dóttir Theodórs Guðbergssonar, f.
19.11. 1950, fiskverkanda í Garði, og
k.h., Jónu Höllu Hallsdóttur, f.
2.11. 1949, skrifstofumanns.
Börn Kjartans og Guðbjargar eru
Theodór Kjartansson, f. 20.8. 1988,
lögmaður, búsettur í Hafnarfirði en
kona hans er Elva Björk Trausta-
dóttir næringarfræðingur og mast-
ersnemi og er sonur þeirra Hjörvar
Breki Theodórsson, f. 2014, og Sig-
tryggur Kjartansson, f. 24.9. 1990,
tölvunarfræðingur og stærðfræð-
ingur frá MIT, búsettur í Mountain
View í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Systkini Kjartans eru Ásgeir
Steinarsson, f. 17.11. 1965, versl-
unarstjóri í Reykjanesbæ; Sig-
tryggur Steinarsson, f. 19.1. 1971,
löggiltur bifreiðasali í Reykjanesbæ,
og Sólrún Steinarsdóttir, f. 7.7.
1979, húsfreyja í Reykjanesbæ.
Foreldrar Kjartans eru Steinar
Sigtryggsson, f. 21.12. 1947, um-
boðsmaður Olís á Suðurnesjum, og
k.h., Birna Martínsdóttir, f. 17.1.
1947, húsfreyja. Þau búa í Reykja-
nesbæ.
Úr frændgarði Kjartans Steinarssonar
Kjartan Steinarsson
Lára Þorsteinsdóttir
húsfr. í Rvík
Haraldur Jóhannsson
stýrim. í Rvík
Guðrún Haraldsdóttir
kennari í Rvík
Martín Björnsson
málarameistari í Rvík
Birna Martínsdóttir
húsfr. í Reykjanesbæ
Halldóra Sigríður
Þórðardóttir
vinnuk. í Rvík
Björn Benediktsson
verkam. í Rvík
Kristín Sædal
óperusöngkona
Kjartan Atli Kjartansson
blaðamaður á
Fréttablaðinu
Kjartan Sigtryggsson
lögregluþjónn í Reykjanesbæ
Steinunn Gunnhildur
Guðmundsdóttir
verkak. í Rvík
Ásgeir Magnússon
vélstj. í Rvík
Klara Ásgeirsdóttir
húsfr. og spákona í
Reykjanesbæ
Sigtryggur Kjartansson
bifreiðarstj. í Reykjanesbæ
Steinar Sigtryggsson
umboðsm. Olís í
Reykjanesbæ
Sigríður Jóhanna
Jónsdóttir
húsfr. í Keflavík
Kjartan Ólason
vélstj. og fyrsti form. Vélstjórafélags
Keflavíkur
Fyrsta barnabarnið Hjörvar Breki.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014
Magnús fæddist á Torfmýri íAkrahreppi 7.9. 1919. For-eldrar hans voru Jón Ey-
þór Jónasson, bóndi þar og á Mel í
Staðarhreppi, og k.h., Ingibjörg
Magnúsdóttir húsfreyja.
Bróðir Jóns var Einar, hrepp-
stjóri og oddviti að Laugalandi á
Þelamörk. Jón var sonur Jónasar, b.
í Stóragerði í Hörgárdal Jónssonar,
b. á Barká Ólafssonar, bróður Ein-
ars, hreppstjóra að Laugalandi,
langafa Einars Olgeirssonar alþm.
Bróðir Ingibjargar var Hannes,
skólastjóri og barnabókahöfundur á
Akureyri. Ingibjörg var dóttir
Magnúsar, b. á Torfmýri, bróður
Sigríðar í Djúpadal, móðurömmu
Sigurgeirs, fyrrv. bæjarstjóra á Sel-
tjarnarnesi. Ingibjörg var af Skegg-
staðaætt sem talin er fjölmennasta
alþingismannætt hér á landi.
Bræður Magnúsar voru Baldur
Jónsson, rektor KHÍ, og Halldór
Þormar sýslumaður, faðir Jóns
Orms prófessors.
Eiginkona Magnúsar var Ingi-
björg Magnúsdóttir húsfreyja en
hún lést í ársbyrjun á þessu ári.
Börn þeirra eru Kristín, kennari við
Austurbæjarskólann, og Jón verk-
fræðingur
Magnús lauk stúdentsprófi frá
MA 1940 og embættisprófi í lögfræði
frá HÍ 1946. Hann var starfsmaður í
fjármálaráðuneytinu 1948-49,
fulltrúi þar 1949-53, framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins 1953-60
og bankastjóri Búnaðarbankans
1961-65 og frá 1971 til æviloka.
Magnús var alþm. Eyfirðinga fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn 1952-59 og
Norðurlandskjördæmis eystra 1959-
74, varð fjármálaráðherra í Viðreisn-
arstjórninni er Gunnar Thoroddsen
varð sendiherra í Kaupmannahöfn
1965-71 og var varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins 1973-74.
Magnús var formaður SUS 1949-
55, sat í raforkuráði, síðar orkuráði
og formaður þess, sat í áfengis-
varnaráði um árabil og var formaður
Landssambandsins gegn áfengisböl-
inu, sat í flugráði og stóriðjunefnd,
var formaður stjórnar Kísiliðjunnar
hf. og sat í stjórn Framkvæmda-
stofnunar ríkisins.
Magnús lést 13.1. 1984.
Merkir Íslendingar
Magnús Jónsson frá Mel
90 ára
Ingibjörg Jóhannsdóttir
85 ára
Ásdís Helgadóttir
80 ára
Elín Lúðvíksdóttir
Jóhanna Jónsdóttir
Karl Adolf Ágústsson
75 ára
Anna Þorkelsdóttir
Dóra Hervarsdóttir
Guðni Þórðarson
Jóhannes Sigurjónsson
Magnús Pálsson
Sigríður Skaftadóttir
70 ára
Elín Þ. Melsted
Grettir Ásmundur
Hákonarson
Guðný S. Guðjónsdóttir
Hrafnhildur Jónsdóttir
Jakob Þorsteinsson
Jórunn Ingibjörg
Magnúsdóttir
Kristín Guðbjörnsdóttir
Rada Stojanovic
60 ára
Ása Björg Stefánsdóttir
Einar Þór Einarsson
Jón Haukur Sverrisson
Ómar Einarsson
Salmína Sofie Pétursdóttir
Sveinbjörn A. Sigurðsson
Þórður Ingvi Guðmundsson
50 ára
Arnhildur María
Reynisdóttir
Erla Jóna Hilmarsdóttir
Guðmundur Jóhann
Gíslason
Margrét Kristín Jónsdóttir
Ólafur Steindórsson
Sigríður Ingvadóttir
Sigurður Kjartan
Steinarsson
Soffía Líndal Eggertsdóttir
40 ára
Björt Rúnarsdóttir
Bylgja Kristófersdóttir
Drífa Heimisdóttir
Eggert Jóhannesson
Emil Austmann Kristinsson
Guðbjörg Lísa
Gunnarsdóttir
Hilmar Andri Hildarson
Hjalti Jóhannesson
Jaroslaw Antczak
Jaroslaw Tadeusz
Smentoch
Laufey Líndal Ólafsdóttir
Madalina Ioana Vasile
Monika Agnieszka
Wyrzykowska
Sigurður Jóhann
Pétursson
Þórhildur Rafnsdóttir
30 ára
Ásta Magnúsdóttir
Davíð Már Njálsson
Herdís Ýr Hreinsdóttir
Jekaterina Jerofejeva
Jón Ólafsson
Katarzyna Ewelina
Radomska
Pawel Kraszewski
Styrmir Örn
Guðmundsson
Unnur María Birgisdóttir
Sunnudagur
95 ára
Birna Guðbjörnsdóttir
90 ára
Þorbjörg Konráðsdóttir
85 ára
Ólafur Pálsson
Sigríður Anna
Jóhannsdóttir
Snjólaug Kristjánsdóttir
75 ára
Elsa Lilja Eyjólfsdóttir
Marteinn Haraldsson
Svavar Sigmundsson
70 ára
Alfred A. Frederiksen
Guðlaugur Wium Hansson
Jóhannes Sandhólm
Atlason
Jón Gunnar Valdimarsson
Kristín Þóra
Valdimarsdóttir
Sigríður B. Halldórsdóttir
Snorri Björnsson
Svanhildur A. Kaaber
Þórey Helgadóttir
Þórhallur Óskar
Þórhallsson
Örlygur Richter
60 ára
Ásthildur Jónsdóttir
Birgir Sveinsson
Birgir Þórarinsson
Bragi Sveinsson
Dagmar Jenny
Gunnarsdóttir
Eiríkur Jónsson
Hafdís F.
Rögnvaldsdóttir
Halldóra Kristín
Kristinsdóttir
Jón Ásberg
Salómonsson
Jón Sveinsson
Lára Hulda
Arnbjörnsdóttir
Oddný Kristín
Jósefsdóttir
Sigrún Bryndís
Gunnarsdóttir
Sigrún Fjóla
Baldursdóttir
Þórir Bjarnason
Þórný Jónsdóttir
50 ára
Anna Regina Watras
Árni Friðjón Árnason
Baldvin Þór Þorsteinsson
Brynjólfur B. Harðarson
Fjóla Svavarsdóttir
Guðrún Lilja Arnórsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Marta Gígja Ómarsdóttir
Sigrún Benediktsdóttir
Sævör Þorvarðardóttir
40 ára
Andri Páll Pálsson
Guðrún Hrund
Harðardóttir
Heiðar Örn Kristjánsson
Jón Þór Þorleifsson
Júlía Valdimarsd.
Vorontsova
Karl Márus Jónasson
Kjartan Viðar Jónsson
Kristján Sigurðsson
Lilja Sigurðardóttir
María Pálsdóttir
Óliver Hilmarsson
Tómas Þorsteinsson
30 ára
Guðmundur Pálsson
Halla Lúthersdóttir
Helga Sigríður
Hjálmarsdóttir
Inga Bára Ragnarsdóttir
Ingólfur Björgvin Jónsson
Ingvi Brynjar Sveinsson
Marzena Sadkowska
Nanna Rut Jónsdóttir
Regina Guevarra Tomarao
Unnur Ragna Pálsdóttir
Þorvaldur Guðjónsson
Þórir Bjarnason
Til hamingju með daginn
Njóttu ávallt hins besta
– steik eins og steik á að bragðast
Barónsstíg 11
101 Reykjavík
argentina.is
Borðapantanir
551 9555